Morgunblaðið - 20.12.2004, Side 8

Morgunblaðið - 20.12.2004, Side 8
8 MÁNUDAGUR 20. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hættu þessu jarmi, lambið mitt, þetta getur nú ekki verið flottara. Skorin og fituhreinsuð af forsetanum, krydduð og brösuð af frúnni, og étin af moldríkum ameríkumönnum. Niðurgreiðsla á lyfjum kost-aði ríkið tæpa sex millj-arða á árinu 2003 en lækn- iskostnaður þjóðarinnar er helmingi minni. Lyfjakostnaður er því stærsti hlutinn af útgjöldum til sjúkratrygginga en inni í því er m.a. lækniskostnaður, tannlækn- ingar og hjúkrun í heimahúsum. Í það heila eru heilbrigðisútgjöld hins opinbera rúmir 76 milljarðar en það gerir meira en kvartmilljón á hvern Íslending. Sigurður Thorlacius yfirtrygg- ingalæknir segir að lyfjakostnaður fari hratt vaxandi í hér á landi sem í öðrum löndum sem við miðum okkur við, m.a. vegna þess að framþróun er mikil og fleiri kvilla hægt að meðhöndla með lyfjum. Kostnaðarfrekustu lyfin eru í flokki tauga- og geðlyfja en árið 2003 fóru 1.645 milljónir í endur- greiðslur á þeim eða um 28% af heildarlyfjaútgjöldum. Athygli vekur að konur fá frekar niðurgreidd lyf í þessum flokki en karlar og munurinn er mestur milli fertugs og sjötugs. Ekki er fylli- lega ljóst af hverju þetta stafar en skýringin er hugsanlega sú að þunglyndislyf vega þungt í þessum flokki. Konur nota þau lyf í mun meira mæli en karlar þótt það þýði ekki endilega að þunglyndi sé al- gengara þeirra á meðal. Aftur á móti telja margir að þær leiti sér frekar lækninga við kvillum sínum. Sigurður segir að einnig geti verið að konur séu viljugri til að byrja á þunglyndislyfjum. „Við notum hlutfallslega meira af þung- lyndislyfjum en gert er í nágranna- löndunum. Það er svolítið sér- kennilegt að áður en farið var að nota þessi nýrri þunglyndislyf var búið að gera hér könnun sem sýndi að við værum hamingjusamasta þjóð í heimi. Maður skyldi halda að þessi hamingjusama þjóð þyrfti síður svoleiðis töflur. Það liggur ekki fyrir nein góð skýring á þessu og ekkert sem segir að þessi sjúk- dómur ætti að vera algengari hjá okkur en á hinum Norðurlöndun- um. Kannski hafa lyfjaframleið- endur náð betur til lækna hér án þess að ég ætli að fullyrða það,“ segir Sigurður að það að við notum þessi lyf meira en þær þjóðir sem við miðum okkur við gæti bent til þess að ekki sé alltaf verið að nota þau rétt. Framakonur undir álagi Inga Arnardóttir, lyfjafræðing- ur hjá Tryggingastofnun ríkisins (TR), telur að skýringanna á þess- um mikla kynjamuni sé að ein- hverju marki að finna í þjóðfélags- gerðinni. Hún bendir á að bilið milli karla og kvenna aukist mikið upp úr fertugu. Hugsanlega geti því þættir eins og ábyrgð á vinnustað og heimili spilað inn í og vísar Inga þar til hinna svonefndu frama- kvenna. „Ég held að þetta sýni svo- lítið þjóðfélagið í dag. Það er talað um að konur séu samviskusamari og taki meira inn á sig. Þær finna því frekar streitueinkenni sem oft koma fram í þunglyndi og depurð. En það á náttúrlega ekki að slá neitt af og við höldum áfram þess- ari keyrslu,“ segir Inga. Í svari Geðlæknafélags Íslands við fyrirspurnum frá heilbrigðis- og trygginganefnd um hvers vegna notkun þunglyndislyfja hefur auk- ist svo mikið hér á landi kemur m.a. fram að þar til ný geðdeyfð- arlyf komu á markaðinn í kringum 1990 voru þunglyndis- og geðrask- anir mjög vangreindar og vanmeð- höndlaðar. Nýrri lyf hafa hins veg- ar minni aukaverkanir og viðhorf almennings er orðið jákvæðara og fordómar gegn geðsjúkdómum fara minnkandi. Einnig er talið lík- legt að hár kostnaður við sálfræði- meðferð ýti undir aukna notkun á þunglyndislyfjum. „Engin skrifar upp á þessi lyf að gamni sínu. En fólk hefur miklu betra aðgengi að lyfjameðferð en viðtalsmeðferð,“ segir Guðlaug Þorsteinsdóttir, for- maður félagsins. Öfugur munur hjá börnum Í hópi barna og unglinga eru fleiri strákar en stelpur sem fá nið- urgreiðslur vegna tauga- og geð- lyfja. Inga segir að það megi rekja beint til aukinnar notkunar á rítal- íni en það er notað við ofvirkni og athyglisbresti sem er algengari meðal drengja. Umræðan um kynjamun í þess- um aldursflokki er þó sumpart á öðrum nótum en um kynjamuninn hjá fullorðnum. Fleiri virðast taka því sem staðreynd að drengir glími frekar við athyglisbrest og/eða of- virkni en stelpur. Skýringanna er síður leitað í því að stelpur fái ekki greiningu á vanda sínum þótt með- vitund sé að aukast um það að hugsanlega sé öðruvísi tekið á vandamálum stúlkna en drengja, t.d. í skólastofunni. Heimild Staðtölur almannatrygginga 2003. Gefið út af Tryggingastofnun ríkisins. Fréttaskýring | Niðurgreiðsla mismunandi lyfja í Staðtölum almannatrygginga Sex milljarðar í lyfjakostnað Mikill kynjamunur á kostnaði við tauga- og geðlyf á aldursbilinu 40–70 ára Úr Staðtölum: Konur nota tauga- og geðlyf frekar en karlar. Hagstæðara fyrir fólk að kaupa stóra lyfjaskammta  Greiðsluþátttökukerfi Trygg- ingastofnunnar hvetur lækna til þess að skrifa frekar upp á stóra skammta af lyfjum því þá er end- urgreiðsluhlutfallið hærra. Það er hagstæðara fyrir sjúklinginn en dýrara fyrir ríkið. Þar af leið- andi er líklegt að miklu magni af lyfjum sé fleygt á hverju ári. Í nokkur ár hefur verið rætt um endurskoðun á endurgreiðslu- kerfinu sem fæli í sér að kerfið yrði réttlátara og gagnsærra. hallag@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.