Morgunblaðið - 20.12.2004, Side 12
12 MÁNUDAGUR 20. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
MINNSTAÐUR
Munið
að slökkva
á kertunum
❄
❄❄
❄
❄
❄
❄
Eldtefjandi efni sem
sprautað er á
kertaskreytingar koma
aldrei í veg fyrir bruna.
Slökkvilið
Höfuðborgarsvæðisins
❄
❄
❄
❄
❄
❄
HUGMYNDIN kviknaði í spjalli þeirra Snjólaugar og
Ásu Harðardóttur forstöðumanns Safnahússins. Þær voru
sammála um að hún væri tilraunarinnar virði og ákváðu að
slá til. Húsnæðið var til staðar og þarna var kominn staður
þar sem einnig væri hægt að bjóða upp á ýmsar uppá-
komur á aðventunni.
Snjólaug hefur sett upp listmuni sína og handverk í
kaffihúsinu og hefur til sölu, en að öllu jöfnu er galleríið
hennar staðsett heima hjá henni á Brúarlandi á Mýrum.
„Okkur datt í hug að setja upp kaffihús og reyna að
koma smá lífi í gamla bæinn í Borgarnesi,“ sagði Snjólaug.
„Ég vona að það hafi tekist því hér hafa verið fjölbreyttar
uppákomur sem byrjuðu með því að Þórarinn Eldjárn las
úr bók sinni Baróninn og afhenti Héraðsskjalasafni Borg-
arfjarðar vinnuskjölin sem hann notaði á meðan á ritun
bókarinnar stóð.
Einnig las Finnur Torfi Hjörleifsson eigin ljóð. Seinna
lásu þau Guðmundur Sesar, Stefán Máni, Einar Guð-
mundsson, Kristín Helga Gunnarsdóttir, Þorvaldur Þor-
steinsson og Kristín Thorlacius úr bókum sínum og Hall-
veig Thorlacius kom með brúðuleikhús sitt Sögusvuntuna
og flutti leikgerð sína Egla í nýjum spegli. Þá kom Ernst
Olsen sagnaþulur og sagði frá lífinu í Færeyjum, menn-
ingu og sögu, og á föstudaginn komu Zsuzsanna Budai
píanóleikari, Steinunn Pálsdóttir gítarleikari og systurnar
Eygló og Jenný Lind Egilsdætur, sem sögðu frá jólunum
þegar þær voru að alast upp í Borgarnesi á gamansaman
hátt.“
Flutti sig til markaðarins
Snjólaug segir að allar uppákomurnar hafi verið vel
sóttar. „Svo hefur verið reytingur af fólki á daginn sem
komið hefur til að fá sér kaffi og með því og kíkt á muni
sem hafa verið hér í boði,“ segir hún. „Ég hef selt svolítið,
örugglega meira en ef ég hefði verið heima, enda gerir fólk
sér ekki ferð upp í sveit svona rétt fyrir jólin. Með þessu
móti gat ég sótt til markaðarins í staðinn. Þetta hefur ver-
ið virkilega skemmtilegt og mér hefur fundist að þetta hafi
mælst vel fyrir.“
Settur var upp vefstóll frá Hússtjórnarskólanum á
Varmalandi og tóku margir þátt í að vefa jólavefinn. Hann
var síðan settur upp á föstudaginn og sagði Ása Harð-
ardóttir af því tilefni að vonandi væri þetta aðeins byrj-
unin; rithöfundar, fulltrúar menningarmálanefndar Borg-
arbyggðar, gestir og gangandi hefðu tekið þátt í að vefa
fyrsta jólavefinn af mörgum, vonandi.
Að sögn Ásu verður nú sest niður og rætt um fram-
haldið. Þær Snjólaug voru sammála um að margt kæmi til
greina. Til dæmis að fá fleiri listamenn til að flytja vinnu-
stofur sínar í Kaffihúsið og að hver yrði einn mánuð í senn.
Margskonar möguleikar á sýningarhaldi
„Hér eru einnig margskonar möguleikar á sýningar-
haldi,“ segir Snjólaug. „Ég hef til dæmis notað muni frá
Hússtjórnarskólanum á Varmalandi og hér væri hægt að
setja upp sérstaka sýningu með þeim. Ég er viss um að
margir hefðu gaman af því, sérstaklega gamlir nemendur
skólans. Þá væri hægt að setja hér upp netkaffihús og
tengja það bókasafninu. Það finnst mér spennandi mögu-
leiki. Hér hefur vantað kaffihús, stað þar sem fólk getur
hist og verið saman. Ég hef trú á að líka væri hægt að
mynda hér skapandi orku og umræðu með því að gefa
lista- og handverksfólki tækifæri til að hafa opna vinnu-
stofu þar sem hægt væri að spjalla, skiptast á skoðunum
og hugmyndum.“
Snjólaug ætlar að hafa opið til jóla að minnsta kosti,
jafnvel út mánuðinn og svo verður séð til með framhaldið.
Kaffi- og listmunahús í Safnahúsi Borgarfjarðar á aðventunni
Hér gæti verið vett-
vangur skapandi orku
Kaffihúsamenning hefur ekki náð
að skapast í Borgarnesi og kaffi-
hús hafa aðeins verið rekin þar á
sumrin undanfarin ár. Úr þessu
rættist þó í byrjun desember og
fór Ásdís Haraldsdóttir í heim-
sókn á jarðhæðina í Safnahúsi
Borgarfjarðar þar sem Snjólaug
Guðmundsdóttir vefnaðarkennari
hefur flutt vinnustofu sína og
gallerí og þar er einnig lítið kaffi-
og listmunahús.
Morgunblaðið/Guðrún Vala
Snjólaug Guðmundsdóttir vefnaðarkennari flutti
vinnustofu sína og gallerí í Safnahúsið og opnaði lítið
kaffi- og listmunahús.
VESTURLAND
Ása Harðardóttir, forstöðumaður Safnahúss Borg-
arfjarðar, með jólavefinn.
asdish@mbl.is
Ólafsfjörður | Slökkvilið Ólafsfjarðar afhenti fyrir
skömmu hjónunum Ásgrími Pálmasyni og Kristínu
Káradóttur eldvarnarbúnað í húsið sem þau hafa endur-
reist síðustu þrjá mánuði. Íbúðarhús þeirra við Hlíðar-
veg í Ólafsfirði brann 21. ágúst síðastliðinn og var nánast
ónýtt.
Þau hjónin voru fjarverandi með börnin sín þegar eld-
urinn braust út.
Í þessum eldvarnarbúnaði eru meðal annars eldvarn-
arteppi, slökkvitæki og reykskynjarar. Slökkviliðsmenn-
irnir gáfu eldvarnarbúnaðinn, en Slökkvilið Ólafsfjarðar
fer á hverju ári í sérhvert hús í bænum til að selja raf-
hlöður í reykskynjarana og bjóðast þeir enn fremur til að
yfirfara slík tæki ef fólk vill.
Þeim telst til að í Ólafsfirði séu um það bil 1.300 reyk-
skynjarar í 350 húsum. Ekki er vitað til að önnur slökkvi-
lið á landinu geri slíkt hið sama.
Gefa eldvarnarbúnað í endurreist hús
Morgunblaðið/Helgi Jónsson
Gjöf Slökkviliðsmenn Ólafsfjarðar ásamt eigendum
hússins: Halldór Guðmundsson, Gunnlaugur J. Magn-
ússon, Anton Konráðsson, Kristín Káradóttir, Ásgrímur
Pálmason, Eggert Friðriksson og Jóhann Jóhannsson.
LANDIÐ