Morgunblaðið - 20.12.2004, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 20.12.2004, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. DESEMBER 2004 13 ERLENT VIKTOR Jústsjenko, forsetaefni stjórnarandstöð- unnar í Úkraínu, var byrlað hreint TCDD, eitt af eitruðustu efnum sem til eru í heiminum, að sögn vísindamanna sem hafa rannsakað blóðsýni úr hon- um. Þrjár rannsóknarstofur í Hollandi og Þýskalandi hafa staðfest að í blóði Jústsjenkos voru 100.000 ein- ingar af eitrinu, sem er næstmesta magn sem nokkru sinni hefur mælst í blóði manns. Eiturefnafræðingurinn Abraham Brouwer, sem stjórnaði rannsókninni, sagði að TCDD væri hættu- legast allra díoxína. TCDD var notað í illgresiseyði sem bandarískir hermenn úðuðu á þéttan gróður í Víetnamstríðinu til að koma í veg fyrir að óvinahermenn gætu falið sig þar. Hætt var að nota illgresiseyðinn eftir að í ljós kom að hann olli fjölda kvilla meðal hermanna og óbreyttra borgara í Víetnam. Brouwer sagði að aðeins tilraunastofur sem kaupa eða selja eitrið til eiturefnarannsókna, herir sem réðu yfir efnavopnum eða „snjall efnafræðingur“ gætu útvegað hreint TCDD. Lögreglan í Úkraínu gæti því einbeitt sér að þessum þremur möguleikum við rannsóknina á því hvaðan eitrið kom. AP Viktor Jústsjenko á kosningafundi í Kíev í Úkraínu í gær með manni sem klæddur er sem heilagur Nikulás. Var byrlað skæðasta díoxínið London. AP. AÐ minnsta kosti 62 menn biðu bana og hátt í 200 særðust í tveim- ur bílsprengjutilræðum í helgum borgum sjíta í Írak í gær. Óttast er að tilræðin séu upphaf að hrinu árása á sjíta fyrir þingkosningarn- ar í Írak 30. janúar. Um 48 manns lágu í valnum eftir að bílsprengja sprakk nálægt helgistað sjíta í Najaf. Tveimur klukkustundum áður létu fjórtán manns lífið þegar bílsprengjuárás var gerð á strætisvagnastöð í grennd við helgistað sjíta í Karb- ala. Árásin í Najaf var gerð á torgi í miðborginni, nálægt grafhýsi ímamsins Alís. Mikill mannfjöldi var á torginu til að fylgjast með líkgöngu þegar bílsprengjan sprakk. Héraðsstjóri og lögreglustjóri Najaf voru um hundrað metra frá bílnum sem sprakk. Lögreglu- stjórinn sagði að markmiðið með árásinni hefði verið að ráða þá af dögum. Sjónarvottar sögðu að árásar- mennirnir í Karbala hefðu fyrst reynt að aka að skrifstofu, þar sem nýliðar eru skráðir í lögregluna. Gatan var hins vegar lokuð og þeir óku þess í stað inn á lögreglustöð- ina og sprengdu bílinn þar í loft upp. Fimm bílar og tíu smárútur eyðilögðust í sprengingunni. Fjórum dögum áður létu tíu manns lífið og fjörutíu særðust í sprengingu við grafhýsi ímamsins Husseins í Karbala. Óttast er að markmiðið með árásunum á sjíta sé að hindra kosningarnar í janúar. Sjítar eru um 60% íbúa landsins og búist er við að þeir verði langáhrifamestir í næstu ríkisstjórn. Súnnítar voru við völd í landinu meginhluta ald- arinnar sem leið. Starfsmönnum bandarísks fyrirtækis rænt Um 30 vopnaðir menn sátu í gær fyrir bíl starfsmanna íraskrar stofnunar, sem skipuleggur fyrir- hugaðar þingkosningar, og skutu þrjá þeirra til bana. Tveir aðrir voru í bílnum en þeir særðust ekki. Yfirmaður írösku stofnunarinn- ar sagði að kosningarnar yrðu haldnar 30. janúar sama hversu margir starfsmenn hennar féllu í árásum „hryðjuverkamanna“. Þá réðust íraskir uppreisnar- menn inn í skrifstofur bandaríska fyrirtækisins Sandi Group í Írak í gær og tóku tíu íraska starfsmenn þess í gíslingu. Uppreisnarmenn- irnir sendu frá sér myndband þar sem þeir hótuðu að taka fólkið af lífi og ráðast á fleiri starfsmenn fyrirtækisins hætti það ekki starf- semi í Írak. Fyrirtækið, sem er með höfuðstöðvar í Washington, býður upp á öryggis- og túlkaþjón- ustu í Írak auk þess sem það sér um flutninga. Minnst 62 bíða bana í tilræðum í borgum sjíta Najaf, Karbala, Bagdad. AP, AFP. AP Írakar á torgi í miðborg Najaf eftir bílsprengjuárás sem kostaði 48 manns lífið í gær. Nær hundrað manns særðust í sprengjutilræðinu. DULARFULLT rússneskt fjár- festingarfélag, Baikalfinansgroup, hreppti stærsta vinnslufyrirtæki rússneska olíurisans Yukos, Yug- anskneftegaz, á uppboði í Moskvu í gær. Kaupverðið er 260,75 millj- arðar rúblna, jafnvirði tæpra 580 milljarða króna. Fjárfestingarfélagið var óþekkt áður en það tók þátt í uppboðinu en rússneskir kaupsýslusérfræð- ingar sögðu líklegast að það tengd- ist gaseinkasölu ríkisins, Gazprom. Búist hafði verið við að Gazprom keypti dótturfyrirtæki Yukos en gasfyrirtækið tilkynnti á síðustu stundu að það hygðist ekki bjóða í það. Yuganskneftegaz framleiðir um milljón tonna af olíu á dag, eða jafnmikið og framleitt er í Texas í Bandaríkjunum. Fyrirtækið var boðið upp til að hægt yrði að greiða meintar skattskuldir sem Yukos hefur véfengt. Stjórnendur Yukos sögðust ætla að höfða mál gegn nýjum eigendum Yuganskneftegaz þar sem uppboðið væri ólöglegt. Rússneska olíufyrirtækið Surg- utneftegaz, sem búist var við að myndi taka þátt í uppboðinu, sagð- ist ekki standa á bak við fjárfest- ingarfélagið dularfulla. Baikalfinansgroup er skráð í hér- aðinu Tver í Mið-Rússlandi. Rúss- neskir sérfræðingar sögðu að Gazprom hefði líklega stofnað fé- lagið upp á eigin spýtur eða með öðrum fyrirtækjum sem tengdust ríkinu. Dularfullt félag keypti vinnslu- fyrirtæki Yukos Talið tengjast Gazprom Moskvu. AFP. STJÓRN Ísraels samþykkti í gær að 170 Palestínumönnum yrði sleppt úr ísr- aelskum fangelsum síðar í vikunni. Embættismenn í Jerúsalem sögðu að fangarnir yrðu látnir lausir til að styrkja stöðu Mahmuds Abbas fyrir forsetakosn- ingar Palestínumanna 9. janúar og til að sýna þeim að Ísraelar vildu sættir. Palestínskir embættismenn tóku þó ákvörðun Ísraelsstjórnar fálega og kröfð- ust þess að hún leysti alla palestínska fanga í Ísrael úr haldi. Þeir eru nú um 7.000. Í tilkynningu frá ráðuneyti Ariels Shar- ons, forsætisráðherra Ísraels, sagði að ákvörðunin hefði verið tekin í þakklæt- isskyni við Hosni Mubarak Egyptalands- forseta vegna þeirrar ákvörðunar hans að sleppa Ísraela sem haldið var í fangelsi í Egyptalandi fyrir njósnir í þágu Ísraels. Hernaði á Gaza hætt Ísraelskar hersveitir fóru frá Khan Yunis-flóttamannabúðunum á Gaza-svæð- inu á laugardag eftir tveggja daga hernað sem kostaði ellefu Palestínumenn lífið. Nær 40 íbúðarhús voru eyðilögð í árásum Ísraela. Ísraelsher sagði að hernaðurinn hefði beinst að húsum sem Palestínumenn hefðu notað til að gera 50 sprengju- og flugskeytaárásir á byggðir gyðinga á Gaza-svæðinu. Palestínskir fangar leyst- ir úr haldi Jerúsalem. AP. HEIMILISLAUSUM manni, sem sofnaði í ruslagámi í Bandaríkjun- um, var sturtað í öskubíl á föstudag og hann lenti þar í sorpþjöppu – en slapp lítt meiddur. „Það var svo sannarlega krafta- verk að maðurinn skyldi komast út úr bílnum án alvarlegra meiðsla,“ sagði framkvæmdastjóri sorp- hreinsunar bæjarins Ann Arbor í Michigan. Hann bætti við að í bíln- um væri stór járnspaði sem ýtti sorpinu að vegg til að þjappa því saman og nýta rýmið sem best. Eftir að öskukarlarnir urðu mannsins varir fóru slökkviliðs- menn upp á þak bílsins og þeim tókst að ná honum út. Hann hafði lagst til svefns í ruslagámi á bak við krá og veitingahús. Slapp úr sorpþjöppu Ann Arbor. AP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.