Morgunblaðið - 20.12.2004, Page 18
18 MÁNUDAGUR 20. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Saga bílsins á
Íslandi 1904-2004
Ótrúlega fjölbreytt saga af ævintýrinu
um bílinn, sem breytti íslensku þjóðlífi
meira en nokkurt annað tæki.
Spennandi lestur fyrir alla sem hafa gaman
af þjóðlegum fróðleik, ferðasögum, frá-
sögnum af mannraunum og því hvernig
fólkið í landinu þróaði nýtt samfélag,
samfélag sem byggist á sam-
göngum – stundum í bar-
áttu við stjórnvöldin.
mikið úrval af nýjum fatnaði
LYNGHÁLSI 3 SÍMI: 540 1125
vinsælu Tattini 4 í 1 úlpurnar
komnar aftur - 3 litir
opið
Lau: 9-21
Sun:10-18
mán-mið: 8-21
Þorl.8-22
AIREX DÝNUR
FYRIR JÓGA
OG LEIKFIMI
polafsson.is
Trönuhrauni 6 // 220 Hafnarfjörður // Sími: 565 1533
NIÐURLAG þessarar greinar
vantaði þegar hún birtist sl. laugardag
og því er hún birt hér í
heild. Beðist er velvirð-
ingar á þessum mistök-
um sem urðu við vinnslu
blaðsins:
Að gefnu tilefni tel ég
sjálfsagt og rétt að les-
endur Morgunblaðsins
geti á þessu stigi fjár-
söfnunarinnar kynnt sér
orðrétt Yfirlýsinguna
,,Innrásin í Írak – ekki í
okkar nafni“, sem birt
verður með heilsíðuaug-
lýsingu í bandaríska
stórblaðinu New York
Times í janúar.
Í auglýsingunni í New York Times
verður nefndur fjöldi þeirra Íslend-
inga sem kostuðu birtinguna.
Hér fer því frumtexti Yfirlýsing-
arinnar, sem birt verður í New York
Times:
– YFIRLÝSING –
Innrásin í Írak – ekki í okkar nafni
,,Við, Íslendingar, mótmælum ein-
dregið yfirlýsingu íslenskra stjórn-
valda um stuðning við innrás Banda-
ríkjanna og ,,viljugra“ bandamanna
þeirra í Írak í mars 2003. Með þeirri
yfirlýsingu voru brotin íslensk lög, al-
þjóðalög – og íslensk lýðræðishefð.
Ákvörðun um stuðning við innrás-
ina tóku forsætisráðherra og utanrík-
isráðherra Íslands einir án þess að
málið fengi fyrst umfjöll-
un í utanríkismálanefnd
Alþingis Íslendinga. Er
það þó skylt samkvæmt
íslenskum lögum, sem
segja að þar skuli fjalla
um öll meiriháttar utan-
ríkismál. Ákvörðun
þessi hefur hvorki verið
afgreidd formlega frá
Alþingi né ríkisstjórn Ís-
lands.
Kofi Annan, fram-
kvæmdastjóri Samein-
uðu þjóðanna, hefur lýst
innrás Bandaríkjanna
og bandamanna þeirra brot á Stofn-
sáttmála Sameinuðu þjóðanna og þar
með brot á alþjóðalögum.
Alþingi Íslendinga neitaði að lýsa
yfir stríði á hendur Þýskalandi og Jap-
an árið 1945, sem var þá skilyrði fyrir
stofnaðild að Sameinuðu þjóðunum.
Með stofnaðild að NATO árið 1949
tóku Íslendingar sérstaklega fram að
þeir myndu ekki lýsa yfir stríði á hend-
ur annarri þjóð, enda hefur Ísland
aldrei haft eigin her.
Ákvörðun íslensku ráðherranna um
að styðja innrásina í Írak er til van-
sæmdar íslenskri stjórnmálasögu og
hnekkir fyrir lýðræðið. Gengið er í
berhögg við hefðir Alþingis Íslend-
inga, elsta löggjafarþings heims. Allar
skoðanakannanir hafa sýnt að yf-
irgnæfandi meirihluti íslensku þjóð-
arinnar er mótfallinn stuðningi ís-
lensku ráðherranna við innrásina í
Írak.
Við biðjum írösku þjóðina afsökunar
á stuðningi íslenskra stjórnvalda við
innrásina í Írak.
Við krefjumst þess að nafn Íslands
verði umsvifalaust tekið út af lista
hinna ,,viljugu“ innrásarþjóða.
Ísland hefur átt vinsamleg sam-
skipti við Bandaríkin um langa hríð.
Þau samskipti hafa byggst á gagn-
kvæmu trausti og hreinskilni.
Því teljum við skyldu okkar að
koma þessum skoðunum á framfæri –
bæði við Bandaríkjamenn og aðrar
þjóðir.“
Þjóðarhreyfingin – með lýðræði
www.thjodarhreyfingin.is
__________________________
Heyrst hafa raddir sem segja að
með auglýsingu í New York Times á
raunverulegri andúð íslensku þjóð-
arinnar við ákvörðun íslensku ráð-
herranna – sé Þjóðarhreyfingin að
vekja athygli arabískra illvirkja á eyj-
unni okkar friðsælu. Því er til að svara
að nú þegar mega íbúar Mið-
Austurlanda halda að allir Íslendingar
standi að baki stuðningsyfirlýsingu
ráðherranna við innrásina með því að
setja nafn Íslands á lista hinna ,,vilj-
ugu og staðföstu“.
Sá sem hefur sérstaklega séð um að
auglýsa nafn Íslands um heim allan
sem bandalagsþjóð Bush og félaga er
núverandi utanríkisráðherra Íslands,
Davíð Oddsson. Honum hefur með
dugnaði sínum tekist að koma þeim
skilaboðum á framfæri, þ.m.t. við
Arabaheiminn.
Á blaðamannafundi í Hvíta húsinu
6. júlí sl. sagði Davíð orðrétt:
„Davíð Oddsson forsætisráðherra:
Já, aðeins – um þetta, þá verð ég að
segja að ég er sammála forsetanum
um Írak. Framtíð Íraks er – framtíð
heimsins er mun betri vegna skuld-
bindinga Bandaríkjanna, Bretlands og
bandamanna þeirra þar. Og án þeirra
aðgerða mundi ástandið í þeim heims-
hluta vera mikið mun hættulegra en
það er nú. Nú er von. Áður var engin
von.
Bush forseti: þakka þér, herra for-
sætisráðherra.“
Ummæli Davíðs flugu um heims-
byggðina, m.a. á sjónvarpsstöðinni
CNN.
,,Innrásin í Írak – ekki í mínu
nafni!“ Ég vil að Arabar og aðrir íbúar
þessarar jarðar fái ekki eingöngu yf-
irlýsingar frá tveim ráðherrum, Davíð
og Halldóri, um afstöðu Íslendinga í
Íraksstríðinu. Þess vegna mótmæli ég
á alþjóðavettvangi. Og skilaboðin eru
ma. þau að yfirgnæfandi meirihluti Ís-
lendinga styður EKKI ákvörðun ráð-
herranna. Og einmitt þess vegna
borga Íslendingar birtinguna í New
York Times.
Tökum því höndum saman um að
birta yfirlýsinguna í The New York
Times. Hringið í síma 90-20000 og
leggið þannig fram 1.000 kr. (eitt þús-
und krónur) til að kosta birtingu yfir-
lýsingarinnar. Einnig má leggja frjáls
framlög á bankareikning nr. 833 í
SPRON (Þjóðarhreyfingin: kt.
640604-2390).
Verði afgangur af söfnuninni renn-
ur hann til Rauða kross Íslands til
hjálpar stríðshrjáðum í Írak.
Yfirlýsingin í New York Times
„Innrásin í Írak – ekki í okkar nafni“
Hans Kristján Árnason fjallar
um væntanlega yfirlýsingu
Þjóðarhreyfingarinnar í New
York Times
’Ég vil að Arabar ogaðrir íbúar þessarar
jarðar fái ekki eingöngu
yfirlýsingar frá tveim
ráðherrum, Davíð og
Halldóri, um afstöðu Ís-
lendinga í Íraksstríðinu.
Þess vegna mótmæli ég
á alþjóðavettvangi.‘
Hans Kristján Árnason
Höfundur er viðskiptafræðingur
og einn af ábyrgðarmönnum
fjársöfnunar Þjóðarhreyfingarinnar
– með lýðræði.
ÉG fagna því að hafa nú loksins
fengið gott tækifæri
til að sýna andstöðu
mína í verki gegn
innrásinni í Írak sem
við Íslendingar erum
ófúsir þátttakendur í.
Með því að greiða
1.000 kr. fyrir auglýs-
ingu í New York Tim-
es þar sem afstaða
mín kemur skýrt
fram fæ ég tækifæri
til þess að mótmæla
því að vera þátttak-
andi í hörmulegu og
ónauðsynlegu stríði.
Þessi kröftuga leið
að birta auglýsingu sem ég veit að
mun vekja eftirtekt um allan heim
sýnir að við Íslendingar erum ekki
allir staðfastir og viljugir þátttak-
endur í stríðinu sem tveir ónefndir
ráðamenn drógu okkur inn í.
Þrátt fyrir að allur heimurinn
viti í dag að blekkingum var beitt
til þess að narra Ís-
lendinga og fleiri
þjóðir til þess að
styðja og taka þátt í
stríðinu gegn írösku
þjóðinni vilja þessir
tveir ráðamenn hvorki
ræða, draga til baka
stuðning sinn né ein-
faldlega biðjast afsök-
unar á þátttöku Ís-
lendinga í ólöglegu
stríði.
Þátttöku í stríði
sem yfir 80% íslensku
þjóðarinnar eru á
móti!
„Ég, Hildur Rúna, sem mann-
eskja og Íslendingur, hefði aldrei
trúað því að óreyndu að ekki væri
farið að lögum og tveir ráðherrar
gætu ákveðið upp á sitt eindæmi
að fara í stríð í mínu nafni og
þjóðarinnar.“
Núna er tækifæri fyrir okkur öll
sem erum á móti stríðinu í Írak –
sem geisar enn þrátt fyrir yfirlýs-
ingar ráðherranna tveggja um að
því sé löngu lokið – að taka hönd-
um saman og sýna í verki að við,
80% af þjóðinni, höfum ákveðið að
greiða atkvæði okkar í söfn-
unarsíma 902 0000 til að birta aug-
lýsingu í New York Times þar
sem ég veit að atkvæðisréttur
okkar er virtur að fullu.
Mótmæli við innrásinni
í Írak – í mínu nafni
Hildur Rúna Hauksdóttir
fjallar um auglýsingu Þjóðar-
hreyfingarinnar ’Núna er tækifæri fyrirokkur öll sem erum á
móti stríðinu í Írak …‘
Hildur Rúna
Hauksdóttir
Höfundur býr í 101 Reykjavík.