Morgunblaðið - 20.12.2004, Side 19

Morgunblaðið - 20.12.2004, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. DESEMBER 2004 19 UMRÆÐAN www.krabb.is Uppl‡singar um vinningsnúmer í símum 540 1918 (símsvari) og 540 1900 og á heimasí›u Krabbameinsfélagsins www.krabb.is/happ Audi A3 Sportback. Ver›mæti 2.490.000 kr. Bifreið eða greiðsla upp í íbúð. Ver›mæti 1.000.000 kr. Úttektir hjá ferðaskrifstofu eða verslun. Hver a› ver›mæti 100.000 kr. 168 Krabbameinsfélagsins skattfrjálsir vinningar að verðmæti 170 20.290.000 kr. Vertu með og styrktu gott málefni vinningar: Eftirfarandi greinar eru á mbl.is: Guðrún Lilja Hólmfríðar- dóttir: „Ég vil hér með votta okkur mína dýpstu samúð vegna þeirrar stöðu sem komin er upp í íslensku þjóðfélagi með skipan Jóns Steinars Gunnlaugssonar í stöðu hæstaréttardómara. Ég segi okkur af því að ég er þolandinn í „Prófessors- málinu“.“ Sveinn Aðalsteinsson: „Nýjasta útspil Landsvirkj- unar og Alcoa, er að lýsa því yfir að Kárahnjúkavirkjun, álbræðslan í Reyðarfirði og línulagnir þar á milli flokkist undir að verða „sjálfbær- ar“!“ Hafsteinn Hjaltason: „Landakröfumenn hafa eng- ar heimildir fyrir því, að Kjölur sé þeirra eignarland, eða eignarland Biskups- tungna- og Svínavatns- hreppa.“ María Th. Jónsdóttir: „Á landinu okkar eru starfandi mjög góðar hjúkrunardeildir fyrir heilabilaða en þær eru bara allt of fáar og fjölgar hægt.“ Guðmundur Hafsteinsson: „Því eru gráður LHÍ að inn- taki engu fremur háskóla- gráður en þær sem TR út- skrifaði nemendur með, nema síður sé.“ Á mbl.is Aðsendar greinar BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið, Kringlunni 1, 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is FÁTT ER skemmtilegra en að setjast niður með góða bók þegar húmar að á köldu vetrarkvöldi. Ég hef notið góðra kvölda und- anfarið við að lesa bókina Lífsins melódí eftir Árna Johnsen „lífs- kúnstner“. Það er of langt mál að titla Árna á annan hátt, þar sem hann kemur og hefur komið svo víða við á lífsgöngunni. Bókin er sann- kallað lestrarkonfekt og ætti eng- inn sem hefur gaman af litríkum persónum og skemmtilegum uppá- komum að láta þessa bók ólesna. Bókin skiptist í sex kafla: Toppar í landslagi mannlífsins: Viðtöl og skemmtilegar sögur af litríkum karakterum. Á ferð og flugi: Atburðir af vett- vangi fréttamennskunnar. Þarna gefur Árni lesandanum tækifæri á að skyggnast inn á baksvið frétta- mennskunnar. Fyrstir með fréttirnar: „Mogg- inn“ hefur verið ein af vinjum eyðimerkurinnar í lífi Árna og með RAX sér við hlið hefur mörg hildin verið háð. Þennan kafla les maður allan í einu, það er ekki hægt að leggja bókina frá sér fyrr en kaflinn er búinn. Með gítar að vopni: Frábær lýsing á trúbadornum Árna John- sen. Árni gefur ekkert eftir í sjálfs- gagnrýni. Litríkar sögur af enn litríkari uppákomum. Á þingi: Vinsælasta „tívolí“ Ís- lands á sinn kafla í bókinni og eins og gefur að skilja er bara skemmtilegt að lesa um uppá- komurnar. Héðan og þaðan: Árni hefur komið víðar við og gert fleira en flestir gætu hugsað sér að gera á þremur æviskeiðum. Þessi kafli lætur engan ósnort- inn sem ekki hefur steinhjarta og stáltaugar. Það má gagnrýna bækur á ýmsa vegu. Ég gef mig ekki út sem gagnrýnanda á bókmenntir en fyr- ir mínar sjónir kom þessi bók eins og ég hef hér ritað, skemmtileg, litrík, full af jákvæðni á persónur og leikendur í leikriti lífsins. Það er guðs þakkarvert að Ís- land skuli eiga jafn litríka ein- staklinga og höfund þessarar bók- ar. Að grámóskulegu neikvæðn- ismógularnir sem yfirleitt eru sjálfskipuð leiðréttingarforrit meðalmennskunnar skuli ekki allt- af hafa yfirhöndina. Árni, ég óska þér til hamingju með þessa frábæru bók. Hún er bæði sölt og sykruð eins og góðar bækur eiga að vera. SIGURMUNDUR G. EINARSSON, Suðurgerði 4, Vestmannaeyjum. Lífsins melódí sann- kallað ljós í myrkrinu Frá Sigurmundi G. Einarssyni ferðamálafrömuði Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.