Morgunblaðið - 20.12.2004, Side 20

Morgunblaðið - 20.12.2004, Side 20
20 MÁNUDAGUR 20. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. V egagerðin sækist nú eft- ir leyfi til að hefja framkvæmdir við tvö- földun Reykjanes- brautar úr Kópavogi gegnum Garðabæ og til Hafn- arfjarðar. Ég hefi ásamt nokkrum öðrum íbúum, f.h. hagsmuna- samtaka íbúa vegna fram- kvæmdanna, átt í samskiptum við stjórnvöld, umhverfisráðuneytið, Vegagerðina og bæjaryfirvöld. Til- gangurinn er að verja hagsmuni íbúa og húseigenda í nágrenni Reykjanesbrautar og sjá til þess að lögformlega verði að fyrirhugaðri framkvæmd staðið. Fólk í Garðabæ, sem ekki verður nú vart við umferð- arhávaða frá brautinni, gerir sér margt hvert ekki ljóst, að eftir tvö- földun brautarinnar mun umferðin aukast fljótt. Hraðinn mun vaxa með mislægum gatnamótum og til- heyrandi stórauknum hávaða. Inn- an tiltölulega fárra ára, þegar um- ferðin fer að nálgast 50.000 bíla á sólarhring verður farið að huga að breikkun brautarinnar í 6 akreinar enda er með fyrirhugaðri breikkun núna búið í haginn fyrir það. Með 6 akreinum er komin braut sem ber 72.000 bíla á sólarhring og þá mun áhrifasvæði brautarinnar ná yfir stóran hluta bæjarins. Skv. yfirlits- myndum Vegagerðarinnar, sem byggðar eru á sérfræðilegum út- reikningum, má fullyrða að áhrifa- svæði framkvæmdanna verði allur Garðabær austan línu sem draga má um Karlabraut. Ljóst er að ef óheppilega tekst til getur framtíð- arverðmæti allra íbúðarhúsa austan Karlabrautar orðið lægra en ella og eignirnar torseldari. Hér er því um gífurlega fjárhagslega hagsmuni að ræða, langtum meiri en þá sem Vegagerðin hefur af því að fara sínu fram án tillits til hagsmuna Garðbæinga. Það er líka umhugs- unarefni að stofnun, sem ver millj- örðum í framkvæmdir eins og jarð- göng sem nokkur hundruð bílar munu fara um á dag, skuli ætla að láta íbúa Garðabæjar bera millj- arðatjón til að sameiginlegur sjóður okkar allra spari nokkur hundruð milljónir króna. Þó er umferðin um Reykjanesbrautina nú þegar á þriðja tug þúsunda bíla á dag. Bæj- arsjóður sjálfur verður líka fyrir tjóni, því hljóðvist á útivistarsvæðum, þ.m.t. golfvellinum og á fyrirhuguðu bygg- ingarsvæði norðan hans er óleyst. Hlutur samgöngu- ráðherra í þessu máli er umhugsunarefni. Hann er æðsti yf- irmaður Vegagerð- arinnar. Það er hann sem ekki veitir for- svarsmönnum stofn- unarinnar umboð til að láta skynsemina ráða. Á sama tíma er honum dillað í fjöl- miðlum vegna gæluverkefna sinna. Hann sprengir síðustu höftin og hann klippir á borða. Hann gerir göng fyrir milljarða sem nokkur hundruð bílar fara um á dag og hann áformar enn dýrari göng sem enn færri bílar fara um. Hann þver- ar heilu firðina í sínu kjördæmi. Hann hugleiðir ekki stöðu flokks síns utan síns kjördæmis. Hann hef- ur litlar áhyggjur af samgöngu- málum á höfuðborgarsvæðinu, en einkaframkvæmdir með veg- gjöldum koma þó til greina. „Róm var ekki brennd á einum degi,“ sagði maðurinn. Verulegur árangur náðist árið 2003 með úrskurði um- hverfisráðherra, því þá fékkst stað- fest að miða skuli við að hljóðstig í íbúahverfum og útivistarsvæðum nærri Reykjanesbrautinni verði ekki hærra en 55 dB(A), en Vega- gerðin hafði áður miðað við 65 dB (A). Þá felur úrskurðurinn í sér að skerða skuli útsýni sem minnst og að hafa skuli samráð við íbúa og að hljóðmælingar skuli framkvæmdar. Ekki er minnst á kostnað í úrskurð- inum enda heilsa og líðan fólks í húfi, auk fjármunanna. Úrskurð- urinn skapar íbúum lagalegan rétt sem þeir og bæjaryfirvöld hljóta að verja sameiginlega. Þegar til framkvæmdarinnar kemur þarf að tryggja að það sem Skipulagsstofnun og umhverf- isráðherra hafa áskilið verði virt. Nú höfum við fulltrúar hagsmuna- samtakanna setið 13 fundi með Vegagerðinni og þegar litið er til baka þá eru það nokkuð blendnar tilfinningar sem koma í hugann. Annars vegar hafa þessi fundir ver- ið að ýmsu leyti ánægjulegir og fulltrúar Vegagerðarinnar hafa leit- ast við að koma til móts við íbúa í ýmsum útfær atriðum. Má m annars nefna endurhönnun mana hafa þæ að úr 13,5 me 9,5 metra, læk því að vera á v hæða blokk í vera á við 3–4 blokk. Fleira kvætt nefna. Hins vegar Vegagerðin s þeirri fyriræt að leggja brau óbreyttri hæð bæinn. Til up er rétt að geta þess að frá u hefur íbúum verið ljóst að m tök urðu við hönnun brauta Ákveðið var að byggja vegi um nokkra metra, en þó ek lega til að undirgöng sem te Bæjargil og Hnoðraholt næ staðli. Göngin eru aðeins 2, hæð og hafa nokkrar bifrei ar eyðilagst af því að bílstjó eðlilega ekki von á slíku. Þá hvorki strætisvagnar né slö bifreiðar um undirgöngin. E kunnugt er, var leyst úr þe vandræðagangi seint og um með lagningu vegar um Ve Vegagerðin hefur andæf myndinni um að hún leiðrét eigin gömlu mistök með læ brautarinnar. Augljóst er a manir geta lækkað mikið m un vegarins. Þá færi brauti miklu betur í landinu, útsýn ing yrði engin og íbúar næs inni vestanverðri slyppu við skugga hárra hljóðvarnarv Nauðsynlegar síðari viðbæ hljóðvarnir yrði einnig auðv að samræma margnefndum skurði. Í ársbyrjun 2003 up Vegagerðin í bréfi til umhv isráðherra að áætlaður kos við lækkunina væri um 600 virðist það ábyrg tala. Nú e vegar látið að því liggja að þ kostnaður sé nær 1.200 m.k enginn skilið hvernig sú tal fengin, en hún nýtist óneita í áróðursskyni. Verra er þó að Vegagerð að hundsa úrskurð umhver isráðherra með því að hefja kvæmdir án þess að sýna fr úrskurðurinn sé uppfylltur unin telur sig geta beitt svo sértækum aðgerðum, jafnv Mesta hagsmunamá Ragnar Önundarson Ragnar Önundarson fjallar um vegaframkvæmdir gegnum Garðabæ Enn um opinbert fé G rein mín í Morgun- blaðinu hinn 11. des- ember, Fjárlög, mannréttindi, sann- sögli, hefur kallað á tvenn viðbrögð á síðum blaðsins, frá Lúðvík Bergvinssyni alþing- ismanni hinn 17. desember og Margréti Heinreksdóttur, fv. stjórnarformanni og fram- kvæmdastjóra Mannréttinda- skrifstofu Íslands, hinn 18. desem- ber. Hvorugur greinarhöfundur hnekkir neinu af því, sem fram kom í grein minni. Ég þakka Mar- gréti fyrir að lýsa málavöxtum frá sinni hlið. Hún staðfestir, að aldrei var samið við Mannréttindaskrif- stofuna á þann veg, sem fram kom í minnisblaði frá vorinu 1998, ein- kennt með stöfunum HÁ, það er fangamarki Helga Ágústssonar, þáverandi ráðuneytisstjóra utan- ríkisráðuneytisins. Margréti kemur á óvart, að okk- ur ráðuneytisstjóra dóms- og kirkjumálaráðuneytisins hafi þótt þetta minnisblað vera eins og óskalisti frá Mannréttinda- skrifstofunni, þegar okkur var sýnt það fyrir fáeinum vikum. Hvað sem undrun hennar líður, voru viðbrögð okkar á þennan veg. Í grein sinni segir Margrét, að misskilningur um, að Halldór Ás- grímsson hafi áritað þetta minn- isblað, sé frá henni kominn. Samskipti Margrétar við emb- ættismenn utanríkisráðuneytisins þekki ég ekki, og ekki heldur, hvernig samstarfi Mannréttinda- skrifstofu við Mannréttinda- stofnun Háskóla Íslands var hátt- að. Undir lok greinar sinnar segir Margrét: „Dómsmálaráðherra hefur skýrt skerðingu framlags ráðuneytisins með hinni einhliða uppsögn MRSÍ [Mannréttindaskrifstofu] á samn- ingnum [við Mannréttindastofnun Háskóla Íslands]. Það er óneitan- lega athyglisvert, að hann skyldi ekki einu sinni gefa forystu skrif- stofunnar færi á því að segja sína hlið á málinu og reyna að fá stofn- anirnar til samstarfs á ný. Vissu- lega hafði MRSÍ borist viðvörun um að hún gæti ekki endalaust treyst á framlög frá ráðuneytinu – bréf þar um var afmælisgjöf dómsmálaráðherra í júní sl. þegar MRSÍ varð 10 ára.“ Margrét kýs að hafa það gildis- hlaðið, að dóms- og kirkjumála- ráðuneytið hafi 11. júní 2004 svar- að bréfi, sem það fékk frá Mann- réttindaskrifstofu og dagsett var 7. júní 2004. Ráðuneytisbréfið var ekki hugsað sem afmælisgjöf held- ur svar við erindi. Ef forysta skrif- stofunnar hefði viljað, strax að fengnu svarinu, skýra mál sitt fyr- ir mér, hefði henni verið það í lófa lagið. Skrifstofan óskaði ekki eftir fundi fyrr en í haust, eftir að fjárlagafrumvarp hafði verið lagt fyrir alþingi, og brást ég fljótt við óskinni og efndi til fundarins. Á fundinum var þeirri skoðun lýst af hálfu dóms- og kirkju- málaráðuneytisins, að rangt væri hjá Bryn- hildi Flóvenz, stjórn- arfomanni Mannrétt- indaskrifstofu, í Morgunblaðinu 19. október að skrifstofan hefði árið 19 munnlegt samkomulag við isráðuneytið með fulltingi andi dómsmálaráðherra, a neyti þeirra myndu veita s stofunni fastan rekstrarsty Fyrsta árið skyldi styrkur sex milljónir króna og síða hækka jafnt og þétt upp í 12 milljónir. Staðfestir Ma Heinreksdóttir einmitt í gr sinni, að slíkt samkomulag aldrei gert. Lúðvík Bergvinsson, þin Samfylkingarinnar, kýs að svar sitt við grein minni í þ búning, að hann sé að verj málin fyrir óvönduðum stjó málamönnum. Batnandi m Eftir Björn Bjarnason B VANDI ÍBÚÐALÁNASJÓÐS Morgunblaðið birti í gær at-hyglisverða fréttaskýringuum vanda, sem Íbúðalána- sjóður gæti staðið frammi fyrir, eftir einn af blaðamönnum blaðsins, Grétar J. Guðmundsson. Fréttaskýring þessi hefur valdið uppnámi hjá forráða- mönnum sjóðsins, ef marka má við- brögð talsmanns hans í ljósvakamiðl- um í gær. Í fréttaskýringunni fjallar blaða- maðurinn um rætur hugsanlegs vanda og segir m.a.: „Ástæðan fyrir þessu er einkum sú, hvernig staðið var að skuldabréfa- skiptum í tengslum við breytinguna úr húsbréfakerfinu yfir í hið nýja pen- ingalánakerfi sjóðsins, sem tók gildi hinn 1. júlí síðastliðinn. Möguleikinn á því að þessi staða komi upp hefði ekki komið til, ef ekki hefði verið ráðizt í þau miklu skuldabréfaskipti, sem ákveðin voru samfara lánakerfisbreyt- ingunni með þeim hætti, sem gert var.“ Og síðar segir í fréttaskýringu Grét- ars J. Guðmundssonar: „Hin nýju íbúðabréf eru ekki með innköllunarákvæði en eru endur- greidd með afborgunum tvisvar á ári. Íbúðalánasjóður getur því ekki inn- kallað þessi bréf með sama hætti og hægt var varðandi húsbréfin, til að mynda ef mikið er um uppgreiðslur á lánum sjóðsins, sem standa að baki þessum skuldabréfum.“ Og ennfremur: „Á móti þeim u.þ.b. 200 milljörðum króna í íbúðabréfum með um 4,5% vöxtum, sem Íbúðalánasjóður skuldar, standa lán, sem íbúðaeigendur skulda Íbúðalánasjóði að sömu fjárhæð en með 5,1% vöxtum. Þetta gæti því í fljótu bragði virzt líta vel út fyrir Íbúðalánasjóð. Svo er þó ekki. Það stafar af því, að íbúðaeigendurnir, sem skulda Íbúðalánasjóði lánin með 5,1% vöxtunum, geta greitt inn á þau eða greitt þau upp hvenær, sem þeir vilja. En er það ekki allt í lagi? Jú, ef Íbúða- lánasjóður gæti ávaxtað þá peninga, sem sjóðurinn fær þannig inn með vöxtum yfir þessum u.þ.b. 4,5% vöxt- um, sem sjóðurinn þarf að greiða af íbúðabréfunum. En svo er ekki við nú- verandi aðstæður og þar liggur vandi Íbúðalánasjóðs.“ Eins og sjá má af þessum stuttu til- vitnunum í mun lengri grein rökstyður Grétar J. Guðmundsson mjög vel það mat sitt, að Íbúðalánasjóður gæti stað- ið frammi fyrir miklum vanda. Svo vill til að blaðamaðurinn, sem hér á hlut að máli, býr yfir sérþekkingu á þessum málaflokki vegna fyrri starfa eins og forráðamenn Íbúðalánasjóðs vita mæta vel. Sú staðreynd ein hefði átt að duga til þess að þeir hefðu staldrað við og íhugað þau rök, sem fram koma í umfjöllun blaðamannsins. Íbúðalána- sjóður er ekki einkafyrirtæki þeirra heldur eign þjóðarinnar allrar. Þegar fram koma rökstuddar ábendingar byggðar á mikilli þekkingu um hugs- anlegan vanda, sem sjóðurinn gæti staðið frammi fyrir, verður að gera þá kröfu til forsvarsmanna sjóðsins að þeir íhugi þann rökstuðning vel og svari honum með rökum og upplýsing- um en ekki upphrópunum. Það skal tekið fram, að ritstjórn Morgunblaðs- ins tekur að sjálfsögðu fulla ábyrgð á umfjöllun blaðamannsins, enda er hún unnin í fullu samráði við þá, sem ábyrgð bera á efni blaðsins. Að þessu sögðu er fullt tilefni til að um þau sjónarmið, sem fram hafa komið í þessu máli, fari fram málefna- legar umræður þannig að yfirsýn fáist um þann vanda, sem Íbúðalánasjóður gæti staðið frammi fyrir, enda athygl- isvert, að talsmaður sjóðsins viður- kenndi í samtali við Ríkisútvarpið í gær, að ábendingar Grétars J. Guð- mundssonar gætu staðizt „í teoríunni“ eins og hann komst að orði. STÓRT SKREF Leiðtogar ríkja Evrópusambands-ins tóku stórt skref á föstudag þegar ákveðið var að taka upp beinar viðræður um aðild Tyrklands að sam- bandinu. Tyrkir hafa í fjóra áratugi barið að dyrum hjá Evrópusamband- inu og niðurstöðu fundarins var beðið með mikilli eftirvæntingu í Tyrklandi. Ánægjan var mikil þegar niðurstaðan var ljós. Í ríkjum Evrópusambandsins eru hins vegar skiptar skoðanir um aðild Tyrklands og það er kannski ekki að furða. Tyrkland er fátækt land á mælikvarða Evrópusambands- ins – verg landsframleiðsla á mann er u.þ.b. einn sjöundi af meðaltalinu í Evrópu – og yrði eitt fjölmennasta ríki þess, ef ekki það fjölmennasta. Áhrif Tyrkja yrðu því mikil innan ESB fengju þeir aðild að sambandinu því að íbúatala ræður atkvæðavægi aðildarríkjanna. Andstaða við aðild Tyrklands stafar þó fyrst og fremst af ótta við að svo fjölmennt múslímaríki gangi í ESB. Margir hafa lagt baráttuna gegn hryðjuverkum upp sem átök milli menningarheima; milli Vesturlanda og íslams og sagt sem svo að hefði aðildarviðræðum við Tyrki verið hafnað hefði það undirstrikað að þau átökin væru raunveruleg. Recep Tayip Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands, hefur ítrekað bent á að múslímar um allan heim – en ekki að- eins í Tyrklandi – hafi fylgst með því hvaða svör Tyrkir fái. Gert er ráð fyrir að viðræðurnar við Tyrki hefjist í október á næsta ári og þær getu tekið meira en áratug. Ákveðinn ótti er í Tyrklandi um að reynt verði að draga viðræðurnar á langinn og búa til ný skilyrði eftir því sem önnur verða uppfyllt. Tyrkir verða vitaskuld að uppfylla þær kröf- ur sem gerðar eru. Miklar framfarir hafa orðið þar í stuttri valdatíð núver- andi forsætisráðherra og hafa verið gerðar umbætur í mannréttindamál- um, dregið úr völdum hersins og dauðarefsingar lagðar af, en vitaskuld getur margt gerst á áratug. Í Morg- unblaðinu á laugardag var vitnað í tyrkneska dálkahöfundinn Mehmet Yilmaz að tilboðið um aðildarviðræð- ur væri „ljós vonar fyrir íslamska heiminn“: „Við verðum fyrsta ríkið sem múslímar byggja og getur staðist vestrænar kröfur um lýðræði.“ Það er mergurinn málsins. Standist Tyrk- land gerðar kröfur um aðild gildir einu hvaða trúar íbúarnir eru.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.