Morgunblaðið - 20.12.2004, Page 22

Morgunblaðið - 20.12.2004, Page 22
22 MÁNUDAGUR 20. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Guðrún Magnús-dóttir Einarson fæddist í Reykjavík hinn 22. maí árið 1905. Hún lézt á Droplaugarstöðum við Snorrabraut hinn 10. desember síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Magnús Einarson, dýralæknir, f. 16. apríl 1870 á Hösk- uldsstöðum í Breið- dal, d. 2. október 1927 í Reykjavík, og eiginkona hans Ásta Sigríður Einarson, f. Sveinbjörns- son hinn 5. desember 1877 í Reykjavík, húsmóðir og píanó- kennari, d. 27. marz 1959. For- eldrar Magnúsar dýralæknis voru hjónin Einar Gíslason, hreppstjóri og alþingismaður á Höskuldsstöð- um, f. 9. desember 1838, d. 8. júlí 1866, og kona hans Guðrún Helga Jónsdóttir, húsmóðir, f. 6. maí 1840, d. 17. júní 1918. Foreldrar Ástu voru Lárus Sveinbjörnsson, háyfirdómari, f. 31. ágúst 1834, d. fræðaskólakennara, f. 6. septem- ber 1898 í Reykjavík, d. 19. febr- úar 1983. Guðrún og Finnur eignuðust tvö börn. Þau eru: 1) Magnús Finnsson, f. 8. apríl 1940, fulltrúi ritstjórnar Morgunblaðs- ins, kvæntur Bryndísi Guðríði Brynjólfsdóttur, móttökuritara, f. 21. ágúst 1940 á Akranesi. Börn þeirra eru: A) Guðrún Ásta Magn- úsdóttir, viðskiptafræðingur, f. 20. nóvember 1967, gift Joaquin Armesto Nuevo, lögfræðingi, f. 12. febrúar 1971, frá Galiciu á Spáni. Dóttir þeirra er Ásta María Armesto Nuevo, f. 30. janúar 2004. B) Finnur Magnússon, hér- aðsdómslögmaður, f. 15. nóvem- ber 1973, kvæntur Jóhönnu Bryn- dísi Bjarnadóttur, lögfræðingi og sendiráðsritara, f. 28. maí 1974. C) Sigurður Örn Magnússon, fé- lagsfræðingur, f. 5. júlí 1976. Auk þess átti Bryndís son, Brynjólf Karlsson, prentsmið, f. 8. febrúar 1961. Hann á fjórar dætur. 2) Helga Finnsdóttir, dýralæknir í Reykjavík, f. 10. febrúar 1948, gift Sigurði Erni Hanssyni, aðstoðar- yfirdýralækni, f. 20. júlí 1947. Dóttir þeirra er Ragnheiður Ásta Sigurðardóttir, nemi í guðfræði, f. 20. apríl 1982. Útför Guðrúnar M. Einarson verður gerð frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 16. 7. janúar 1910, og kona hans Jörgine Sveinbjörnsson, f. Thorgrimsen 25. apríl 1849, d. 6. desember 1915. Guðrún átti þrjú systkini: Þau voru: 1) Lárus Einarson, lækn- ir og prófessor í Árós- um, f. 5. júní 1902, d. 14. ágúst 1969, kvæntur Þuríði Ragn- ars Einarson, f. 9. apríl 1903, d. 5. ágúst 1991. 2) Helga Velschow-Rasmussen, húsmóðir í Kaup- mannahöfn, f. 23. marz 1912, d. 14. október 1997, gift Finn Velschow-Rasmussen, forstjóra, f. 5. september 1906, d. 8. desember 1995. 3) Birgir Einarson, apótek- ari í Vesturbæjarapóteki, f. 24. desember 1914, d. 30. nóvember 1994, kvæntur Önnu Egilsdóttur Einarson, f. 28. október 1917, d. 21. maí 1995. Hinn 12. janúar 1934 giftist Guðrún Finni Magnúsi Einarssyni, bóksala í Reykjavík og síðar gagn- Hún fæddist á öðru ári heima- stjórnar á Íslandi og lést, þegar minningarári aldarafmælis þess er að ljúka. Hún lifði tímana tvenna og kunni frá mörgu að segja. Hún var langminnug lengst af ævinnar og þess nutu margir. Það var unun að heyra hana segja sögur úr gömlu Reykjavík eins og þá, þegar móðir hennar ung varð skautadrottning í bænum og þáði verðlaun úr hendi Hannesar Hafstein, áritaða ljóðabók hans sjálfs, sem hann afhenti með orðunum: „Þetta voru mikil hlaup en þér hafið lítið kaup.“ Þessi bók varð eldinum að bráð í Glasgowbrunan- um mikla árið 1903. Guðrún Einarson eða Dysta, eins og hún var jafnan kölluð af vinum, var af góðu bergi brotin. Hún var næstelst fjögurra barna Magnúsar dýralæknis Einarsonar alþingis- manns Gíslasonar og Ástu Sigríðar píanóleikara, dóttur Lárusar Svein- björnssonar háyfirdómara við Landsyfirréttinn og Jörgínu Thor- grímsen frá Eyrarbakka. Hún þekkti æðaslög miðbæjarins – var alin upp í Túngötu 6, sem Lárus reisti árið 1876 og ennþá stendur, en þar hafði áður staðið hús kjörföður hans, Þórðar Sveinbjörnssonar há- yfirdómara. Dystu þótti ákaflega vænt um sitt fólk og kunni af því margar góðar sögur, en miklaðist þó aldrei af nokkru úr eigin ranni, enda gáfuð kona og hógvær í einu og öllu. Hún dáði og virti foreldra sína, hafði móður sína hjá sér á ellidögum hennar, en faðir hennar lést árið 1927, einungis 57 ára gamall. Með Dystu og systkinum hennar og mök- um þeirra var einkar kært alla tíð, en hún kveður nú síðust þeirra átta. Dysta giftist 1934 Finni Einars- syni, kennara og kunnum bóka- manni og bóksala hér í Reykjavík og áttu þau samleið í næstum hálfa öld. Hann átti við heilsubrest að etja hátt í tuttugu síðustu árin og þá stóð Dysta eins og klettur úr hafinu, veitti skjól og vernd, var sólin í lífi Finns, sem virti hana og dáði og gat alltaf séð björtu hliðarnar á lífinu þrátt fyrir veikindi sín. Sú hetjusaga er ekki „rituð á blað en rist inn í fá- ein hjörtu“. Dysta var falleg kona bæði hið innra og ytra, hvort heldur ung eða gömul. Það var í rauninni allt fallegt í kringum hana. Hún hafði fallegt tungutak og sagði fallega frá. Hún spilaði fallega á píanó, talaði fallega um alla menn og hafði fallega sýn á lífið. Minning hennar er falleg og björt eins og kertalogi á aðventunni. Fyrir sextán árum ritaði hún minn- ingarorð um vinkonu sína Önnu Pjeturss píanóleikara, sem nú geta átt við hana sjálfa: „Síðustu árin átti Anna við mikla vanheilsu að stríða og veit ég að hún var hvíldinni fegin. Guð umvefji hana sinni miklu mis- kunn og náð.“ Pétur Hafstein. „Vertu ekki með þessar lýjur.“ Svo mælti bóndinn í Móum við dýra- læknisdótturina dag einn, er hún var á fjórða ári. Sá dagur varð hans hinzti, en hennar beið framtíðin. Níutíu og sex árum síðar er Guð- rún Einarson kvödd hinztu kveðju. Undarlegar eru tilviljanir, sem verða til þess, að minning greypt í hugskot barns brýzt fram löngu síð- ar og opinberast óvænt þeim, sem reynist eiga náin tilfinningatengsl við þá minningu. Þess naut ég, svo að ekki verður fullþakkað, að sjöunda áratuginn átti ég vináttu þeirra hjóna í Árós- um, Þuríðar og Lárusar Einarsonar prófessors, bróður Guðrúnar. Minning frá þeirri tíð skal rifjuð upp. Kvöldstund eina brá ég upp á tjald í stofu þeirra litmyndum úr ferðum mínum, meðal annars úr Esjugöngu. Þegar mynd birtist, þar sem sá of- an á bæina undir Esju, Esjuberg og Móa, urðu skjót viðbrögð Lárusar: ,,Þeir drukknuðu saman bændurnir þar.“ Og kom honum á óvart, er ég mælti að bragði: ,,Já, og annar þeirra var langafi minn.“ Þetta var honum í barnsminni. Þegar ég bar móður minni þessi ummæli, rifjaði hún upp frá dvölinni hjá ömmu sinni í Móum á æskuár- um, þegar Magnús dýralæknir kom þar í vitjun og hafði sér til fylgdar ungan son. Ekki höfðum við hugboð um, að hér að baki væri í rauninni ósögð saga. Óvænt kom hún fram löngu síðar, fyrir um þrettán árum, er þær urðu sessunautar í langferð, móðir mín og Guðrún. Í góðviðri blasti Esja við og reik- aði hugurinn víða. Kom þar, að orð féllu, er vöktu óskipta athygli móður minnar, og geymdi hún með sér. Þau voru svo fólgin í ávarpi henn- ar á niðjamóti í Skógum undir Eyja- fjöllum sumarið 1994, en þar sagði í lokin af ,,síðasta deginum hans afa“: ,,Góð kunningjakona mín sagðist sem barn muna eftir bóndanum í Móum. Hún sagðist hafa komið inn til sín með spýtubrjóstsykur í hendinni og verið að sleikja hann. Þá sá hún ókunnugan mann, sem var þarna gestur og var að drekka kaffi. Og hann sagði við hana vingjarn- lega: ,,Væna mín, þetta er ljótt. Vertu ekki með þessar lýjur. Þetta fer illa með tennurnar. Ég segi honum pabba þínum frá þessu.“ Þetta var hjá Magnúsi dýra- lækni. Guðrúnu dóttur hans, sem er núna 89 ára, er þetta í barnsminni, því þetta mun hafa verið síðasta húsið, sem hann kom í áður en hann lagði í sína hinztu för.“ Mannskað- inn á Kollafirði 20. janúar 1909 var sviplegur og dýralæknisdóttirin geymdi með sér minningu um mann, sem hún sá ekki framar. Leiðir foreldra minna og Guðrún- ar lágu snemma saman. Hún vann hjá Sjóvátryggingarfélagi Íslands þar til hún gifti sig árið 1934 og átti samstarf við föður minn; þessa var jafnan getið með gleðibragði. Sameiginleg vinahjón, og er þá fyrst að minnast Birnu Hjaltested og Geirs Stefánssonar, urðu til þess, að á langri tíð var efnt til marg- víslegra samfunda. Í hálfa öld hafa þær móðir mín og Guðrún svo starfað í Rebekkustúk- unni nr. 1, Bergþóru. Hið góða samneyti þeirra metur móðir mín mikils. Og ferðin minnisstæða, þar sem gamla bernskuminningin leystist úr læðingi, var einmitt boðsferð fyrir aldnar stúkusystur. Á æskuárum þekkti ég Guðrúnu einnig af orðspori, þar sem ég var í sveit hjá frænda okkar beggja, Páli Björgvinssyni á Efra-Hvoli, enda var kært með honum og þeim börn- um Magnúsar dýralæknis. Og svo heiðraði hún mig með því að bjóða ekki einungis móður minni, heldur mér einnig, í níræðisafmælið sitt, þar sem Birna, jafnaldra henn- ar og vinkona alla tíð frá bernsku, hyllti hana með þrumandi ræðu. Við, sem hlýddum á, sáum fyrir okkur iðandi börnin úr Suðurgötu 7 og Túngötu 6 að leik upp úr alda- mótum. Að leiðarlokum eru góð kynni þökkuð og fjölskyldu Guðrúnar færðar hlýjar kveðjur móður minn- ar, Sigríðar Jónsdóttur, með þökk fyrir langa samfylgd. Blessuð sé minning Guðrúnar Einarson. Jón Ragnar Stefánsson. GUÐRÚN M. EINARSON ✝ Jón Sigurðssonfæddist á Eyrar- bakka 8. september 1916. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ 8. desem- ber síðastliðinn. For- eldrar hans voru Sigurður Theodór Ísleifsson trésmiður, f. 14. des. 1879, d. 16. feb. 1971 og Sesselja Magnúsdóttir hús- móðir, f. 12. feb. 1879, d. 5. nóv. 1955. Alsystkin Jóns voru Magnea Gróa, f. 1902, d. 2000, Helgi Ísleifur, f. 1906, d. 1969, Guðmundur, f. 1908, d. 1977, Óskar Axel, f. 1911, d. 1987, Kjartan Theodór, f. 1912, d. 2002 og Guðrún, f. 1920, d. 1990. Jón kvæntist 11. ágúst 1945 Guðnýju Ólafsdóttur húsmóður, f. f. 1.12. 1991 og Viktoría Sif, f. 8.4. 1995. Jón ólst upp á Eyrarbakka fyrstu 10 árin en fluttist þá með foreldrum sínum á Bergþórugöt- una í Reykjavík og síðar á Baróns- stíginn. Jón og Guðný (Lóa) byggðu sér hús á Laugarteigi 6 1947 og síðar byggðu þau aftur 1960 í Garðsenda 3 þar sem þau bjuggu til 1991 en þá fluttu þau í Hæðargarð 35. Jón hefur verið vistmaður á Hjúkrunarheimilinu Skógarbæ frá 1997. Jón nam tré- smíði í Iðnskólanum í Reykjavík 1945 og varð meistari í greininni 1947. Hann vann við trésmíðar all- an sinn starfsaldur bæði sjálfstætt og með öðrum en síðustu starfs- árin vann hann á smíðaverkstæði Olís. Jón var einn af stofnendum Bræðrafélags Bústaðakirkju og hvatamaður að byggingu kirkj- unnar. Hann átti ófá handtökin við bygginguna og síðar aðstoðaði hann við messur og leysti af sem kirkjuvörður. Jón verður jarðsunginn frá Bú- staðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. í Dalbæ í Gaulverjabæ 7. febrúar 1921. Börn þeirra eru: 1) Sigríð- ur, f. 9.9. 1947, d. 20.7. 1997, maki Úlfar Ey- steinsson, þau skildu, börn þeirra eru Stef- án, f. 20.7. 1967 og Guðný, f. 8.4. 1972. Seinni maki Mark A. Peterson, dóttir þeirra Inga Lóa, f. 28.3. 1995. 2) Hilmar, f. 16.12. 1954, maki Jóhanna Gunnlaugs- dóttir, f. 24.11. 1947, synir þeirra eru Gunn- laugur Ingi, f. 19.10. 1965, Páll Lúther, f. 15.8. 1974, Guðfinnur Heiðar f. 10.2. 1976 og Jón Óskar, f. 16.12. 1979. 3) Reynir, f. 7.8. 1965, maki Kristín Sigurðardóttir 18.8. 1963, börn þeirra eru Jónína Guðrún, f. 22.7. 1983, Reynir Þór, Elsku pabbi, þá hefur þú fengið hvíldina sem þú varst farinn að þrá eftir þessi löngu og erfiðu veikindi. Það var erfitt að horfa upp á það sem þú máttir ganga í gegnum þín síðustu æviár. Þú sem alltaf varst svo hraust- ur og kraftmikill. Þegar horft er yfir farinn veg eru það ótal margar góðar minningar sem skjótast upp í hugann. Þitt ævistarf voru trésmíðar. Ótal margar byggingar standa uppi í dag sem þú komst að á einn eða annan veg. Sjálfsagt hefur tíminn sem þú vannst við byggingu Sjómannaskól- ans verið þér eftirminnilegur. Við smíði skólans kynntist þú tveimur af bræðrunum sem áttu heima á Efri- Brúnavöllum á Skeiðum. Þeir áttu ekki bíl og fengu þig eitt skipti til að keyra sig austur. Það var þá sem þú kynntist mömmu sem varð upphafið að ykkar einstaka sambandi sem nú hefur varað í rúm sextíu ár. Þú byggðir tvö hús yfir fjölskyld- una, fyrst á Laugateigi 6 með Arthúri vini þínum. Síðar var keyptur grunn- ur í Garðsenda 3 sem var mitt æsku- heimili. Á þeim tíma þótti sú staðsetn- ing ansi langt úr leið þótt ótrúlegt megi virðast. Við teikningu hússins var að sjálfsögðu hugsað fyrir því að nægt rými væri til fyrir ömmu og afa þegar þau hygðust flytja úr sveitinni, sem þau síðar gerðu. Þar eyddu þau síðan sínum síðustu æviárum. Mér er það minnisstætt þegar ég og Óli frændi fengum að fara með þér í Garðsendann á meðan bygging stóð yfir, þar sem við fengum svo að leika okkur að vild. Það þótti okkur hin mesta skemmtun. Þú varst laginn við að láta mann hafa eitthvað fyrir stafni, láta manni finnast maður vera mikilvæg hjálparhella. Í bílskúrnum í Garðsenda var oft að finna eldhússkúffur, stóla og hina ýmsu hluti í lagfæringum, sem voru oft á tíðum verk sem fáir vildu taka að sér, en þú varst ávallt boðinn og búinn að koma til hjálpar við slík viðvik. Þar var einnig að finna ýmsa afganga eins og rúður, gler, spýtur og fleira, með það fyrir augum að þetta gæti komið einhverjum til góða. Alltaf varstu að hugsa um náungann. Kirkjan var ávallt ríkur þáttur í þínu lífi og varst þú þar tíður gestur. Þú varst einn af stofnendum bræðra- félags Bústaðakirkju sem tók virkan þátt í smíði hennar. Voru það ófáar stundirnar sem þú vannst í sjálfboða vinnu við byggingu og síðar lagfær- ingar á henni. Mikill áhugamaður varstu um fjall- göngur og voru þau ófá fjöllin sem þú hafðir gengið á. Eru mér sérstaklega minnisstæðar ferðirnar upp í Skorra- dal þar sem ég var að byggja sum- arbústaðinn minn, hversu fróður þú varst um fjöll og örnefni. Við bygg- ingu sumarbústaðarins reyndist þú okkur einstaklega vel og áttum við þar góðar stundir saman. Þær voru ekki fáar vísurnar og ljóðin sem þú kunnir utan bókar og langar mig að enda þetta á þeirri vísu sem þú hafðir svo mikið dálæti af og fórst svo oft með fyrir mig þegar ég var krakki. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Elsku pabbi minn, ég trúi því að þú sért kominn á góðan stað, guð veri með þér. Hilmar Jónsson. Elsku pabbi minn, nú ertu dáinn, farinn til Guðs sem þú trúðir svo heitt á. Ég veit að þér líður betur núna eftir mörg ár í erfiðum veikindum, það er samt ótrúlega sárt að loks sé komið að kveðjustund. Ég hefði ekki getað kosið mér betri föður, alltaf tilbúinn að miðla af reynslu þinni og aðstoða okkur systk- inin við verkefni okkar, en skemmti- legast fannst þér ef einhverjar verk- legar framkvæmdir voru í gangi, þá hafðir þú alltaf nógan tíma til að að- stoða. Aldrei man ég eftir þér öðruvísi en í góðu skapi og með létta lund og eitthvað að dunda þér og þá helst í bíl- skúrnum við smíðar. Útivist og ferða- lög voru þín helstu áhugamál og þau voru fá fjöllin sem þú hafðir ekki gengið á, og þekktir nöfnin á þeim öll- um. Þér fannst ég stundum eyða miklum tíma og peningum í bíla, en staðreyndin er sú eins og ég marg- sagði þér að þá erfði ég bílagenin frá þér. Þú keyptir þér bíl ungur, sem var nú ekki algengt þá, og bílar skiptu þig alltaf miklu máli og að ég tali nú ekki um að hafa þá hreina og snyrtilega. Þú kenndir mér líka að trúa á Guð og að það væri sama hvaða vandamál steðjuðu að þá gæti ég alltaf leitað til Hans. Ég reyni að fylgja fordæmi þínu og kenna börnunum mínum kærleika Guðs og að allir eigi að vera góðir hver við annan. Ég veit að nú ertu búinn hitta Siggu systur og að hún hefur tekið vel á móti þér. Hvíl í friði, elsku besti pabbi minn. Reynir. JÓN SIGURÐSSON Elsku afi. Ég hef elskað þig alla mína ævi og elska þig enn og nú endar þitt líf og ég kveð þig með grát. Þú ert besti afi í heimi, sama hvað gerist, þú ert alltaf bestur. Við elskum þig mjög mikið. Ástarkveðja Reynir Þór og Viktoría Sif. HINSTA KVEÐJA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.