Morgunblaðið - 20.12.2004, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. DESEMBER 2004 23
MINNINGAR
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
ERLENDUR STEFÁNSSON
múrari,
verður jarðsunginn frá Seljakirkju þriðjudaginn 21. desember kl. 11:00.
Kristín Jóhannsdóttir,
Jóhann Sævar Erlendsson, Þuríður E. Baldursdóttir,
Anna Rósa Erlendsdóttir, Guðni Ágústsson
og barnabörn.
Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og
langamma,
PÁLÍNA KR. ÞÓRARINSDÓTTIR,
Álfaskeiði 64-b6,
áður Mjósundi 3,
Hafnarfirði,
lést á líknardeild Landakots þriðjudaginn
14. desember.
Jarðarförin fer fram frá Kapellunni í Hafnarfirði
mánudaginn 20. desember kl. 13.00.
Ómar Valgeirsson, Elín Birna Árnadóttir,
Valgeir Árni Ómarsson,
Aníta Ómarsdóttir, Örnólfur Elfar,
Bjarki Dagur Anítuson, Ómar Örn Elfar.
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
ÓLAFUR GUÐMUNDSSON
fv. lögregluþjónn,
elliheimilinu Grund,
áður til heimilis á Bergþórugötu 57,
Reykjavík,
sem lést föstudaginn 10. desember, verður
jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn
21. desember kl. 13.
Bjarni Ólafsson, Guðrún Árnadóttir,
Guðmundur Ólafsson, María Ólafsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma,
GUÐRÚN M. EINARSON
(Dysta),
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í dag
klukkan 16.00.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Magnús Finnsson, Helga Finnsdóttir.
Kæru ættingjar, vinir og venslamenn
MARGRÉTAR SIGURÐARDÓTTUR,
Grandavegi 47,
Reykjavík.
Hjartans þakkir fyrir samúð og hlýju ykkar við
andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu.
Við óskum ykkur öllum gleðilegra jóla.
Jóhanna Jóhannsdóttir, Einar Örn Lárusson,
Kristín Jóhannsdóttir,
Áslaug Jóhannsdóttir, Sigurður Sigurðsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Okkar ástkæri eiginmaður, faðir, tengdafaðir og
afi,
STEINAR S. WAAGE,
Kríunesi 6,
Garðabæ,
lést á Landspítalanum í Fossvogi að kvöldi
föstudagsins 17. desember.
Útför verður auglýst síðar.
Clara Grimmer Waage,
Vera Waage,
Elsa Waage, Emilio De Rossi,
Snorri Waage, Kristín Skúladóttir
og barnabörn.
✝ Lárus ÓskarÞorvaldsson
fæddist í Reykjavík
15. júní 1926. Hann
lést á Hjúkrunar-
heimilinu Eir í
Reykjavík 9. desem-
ber síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Þorvaldur Óskar
Jónsson, f. 10. sept-
ember 1892, d. 25.
apríl 1970 og Sigríð-
ur Guðrún Eyjólfs-
dóttir, f. 15. ágúst
1895, d. 13. desem-
ber 1993. Systur
Lárusar eru Sigríður Eyja, f. 1923,
Margrét Ágústa, f. 1929 og Ólöf, f.
1934.
Hinn 22. október 1949 kvæntist
Lárus Sveinbjörgu Eiríksdóttur
frá Eskifirði, f. 8. september 1929.
1988, og Andri Þór, f. 1995.
Lárus lauk prófi frá Iðnskólan-
um í Reykjavík 1945, rennismíða-
námi í Vélsmiðjunni Héðni hf.
1947, vélstjóraprófi í Vélskólanum
í Reykjavík 1949 og rafmagnsdeild
1950. Hann var vélstjóri hjá Skipa-
deild SÍS 1949-66, vann hjá Sveini
Jónssyni í Reykjavík við uppsetn-
ingu og viðhald á kæli-og frysti-
vélum 1966-82, en stofnaði þá
Kælismiðjuna Frost hf. ásamt
fimm öðrum starfsmönnum Sveins
og var í stjórn fyrirtækisins frá
upphafi. Hann vann í Kælismiðj-
unni til 1996 er hann varð að hætta
vegna veikinda. Lárus var formað-
ur Skólafélags Vélskólans 1948–
50, sat í varastjórn Vélstjórafélags
Íslands um skeið, einnig í trúnaða-
mannaráði félagsins. Hann starf-
aði í nefnd sem undirbjó tillögur
um starfsmat á kaupskipum, var í
stjórn Þróunarfélags Kópavogs
1988-92 og í stjórn Alþýðuflokks-
félags Reykjavíkur í 2 ár.
Útför Lárusar verður gerð frá
Grafarvogskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.
Foreldrar hennar
voru Eiríkur Krist-
jánsson, f. 5. ágúst
1903, d. 15. júní 1964
og Ingunn Þorleifs-
dóttir, f. 30. maí 1906,
d. 21. febrúar 1984.
Börn Sveinbjargar og
Láusar eru: a) Ingunn,
f. 1949, d. 2004, maki
Logi Guðjónsson, f.
1949, börn þeirra eru
Gylfi Már, f. 1972,
Oddný Þóra, f. 1973
og Óskar, f. 1980, d.
1998. b) Sigríður Ósk,
f. 1957, maki Þor-
steinn Alexandersson, f. 1957,
börn þeirra eru Björg, f. 1981 og
Sveinbjörn, f. 1986. c) Lárus
Ágúst, f. 1961, d. 1997, maki Val-
gerður Ragnarsdóttir, börn þeirra
eru Eiríkur Ingi, f. 1980, Jakob, f.
Elsku afi, þó það sé sárt að kveðja
þá huggum við okkur við þá tilhugs-
un að þú sért laus við veikindin.
Stundin líður, tíminn tekur,
toll af öllu hér,
sviplegt brotthvarf söknuð vekur
sorg í hjarta mér.
Þó veitir yl í veröld kaldri
vermir ætíð mig,
að hafa þó á unga aldri
eignast vin sem þig.
Þú varst ljós á villuvegi,
viti á minni leið,
þú varst skin á dökkum degi,
dagleið þín var greið.
þú barst tryggð í traustri hendi,
tárin straukst af kinn.
Þér ég mínar þakkir sendi,
þú varst afi minn.
(Hákon Aðalsteinsson.)
Við biðjum Guð að styrkja ömmu
Sveinu í hennar miklu sorg og sökn-
uði.
Guð geymi þig, afi.
Björg og Sveinbjörn
Í dag er til moldar borinn tengda-
faðir minn, Lárus Óskar Þorvalds-
son vélfræðingur. Lárusi kynntist ég
fyrst fyrir aldarfjórðungi þegar ég
fór að gera hosur mínar grænar fyrir
Sigríði Ósk, yngri dóttur hans. Strax
við fyrstu kynni tókst með okkur góð
vinátta sem aldrei bar skugga á.
Lárus var jafnaðarmaður fram í
fingurgóma og ég held að hann hafi
ekki alltaf verið ánægður með
tengdasoninn sem honum fannst oft
vera heldur íhaldssamur. En Lárus
virti skoðanir annarra og hlustaði
með athygli á hvað þeir höfðu fram
að færa þó svo að sannfæringu hans
yrði ekki haggað. Lárus var góð-
menni og var hjálpsemi hans við
brugðið. Verklaginn var hann og oft-
ar en ekki var leitað til hans ef gera
þurfti við eitthvað, hvort sem um var
að ræða pípulagnir eða rafmagns-
tengla. Oftar en ekki þurfti ekki að
óska eftir slíkri aðstoð heldur var
hann yfirleitt mættur ef hann sá að
eitthvað þurfti lagfæringar við.
Lárus var vel lesinn og fylgdist vel
með þjóðmálum. Hann var sérstak-
lega áhugasamur um pólitík og
fylgdist með henni af miklum áhuga
og var á tímabili virkur félagi í Al-
þýðuflokknum. Lárus eignaðist góð-
an lífsförunaut í eiginkonu sinni
Sveinbjörgu sem bjó honum gott og
fallegt heimili þar sem hún hlúði vel
að honum og börnum þeirra þremur.
Börnin fengu gott uppeldi og höfðu
gott veganesti þegar út í lífsbarátt-
una var komið.
Allra síðustu ár voru Lárusi nokk-
uð mótdræg. Hann missti son sinn
Lárus með sviplegum hætti árið
1997 og eldri dóttir hans lést af af-
leiðingum bílslyss á þessu ári. Lárus
greindist með Parkinsonsjúkdóm
fyrir nokkrum árum og fluttist hann
af þeim sökum á hjúkrunarheimilið
Eir þar sem vel var hlúð að honum.
Lárus tök örlögum sínum af æðru-
leysi og aldrei heyrði ég hann kvarta
þó lífið hafi ekki farið um hann mild-
um höndum hin síðari ár. Í veikind-
um hans komu mannkostir eigin-
konu hans vel í ljós, hún var vakin og
sofin yfir velferð hans og annaðist
hann eftir mætti.
Með Lárusi er genginn mikill
mannkostamaður og bið ég Guð að
blessa minningu hans.
Þorsteinn Alexandersson.
Mamma, segir Andri, mikið er
Lárus afi heppinn að vera dáinn, því
nú hittir hann Lalla pabba. Já,“
svara ég, og hann tekur líka vel á
móti honum, því það var mjög kært á
milli þeirra feðga.
Við erum að tala um tengdaföður
minn, sem lést eftir löng og erfið
veikindi. Ég kynntist Lárusi og
Sveinu fyrir 25 árum þegar ég kom
inn á heimili þeirra með Lalla syni
þeirra. Það fyrsta sem ég sagði við
Lalla var; mikið er hann pabbi þinn
myndarlegur. Og að sjálfsögðu lét
hann pabba sinn vita af því! Þetta
var sannarlega rétt hjá mér. Hann
var myndarlegur, hjartgóður,
traustur maður sem lét fjölskyldu
sína ganga fyrir. Ég varð mjög fljótt
var við það, því ég var strax tekin
sem ein af fjölskyldunni og gott bet-
ur en það.
Gott er fyrir þig Lár us minn að fá
hvíldina, þetta var löng sjúkralega
hjá þér og þú misstir svo mikið þegar
Lalli dó. Þá varð allt miklu erfiðra
fyrir þig. Nú eruð þið feðgar búnir að
hittast og þér farið að líða vel aftur.
Elsku Lárus, þú skilur eftir svo
margar góðar minningar hjá mér og
strákunum.
Hvíl í friði.
Valgerður.
Svili minn, Lárus Óskar Þorvalds-
son, var góður maður og vandaður.
Við hjónin minnumst hans með sökn-
uði og erum þakklát fyrir að hafa átt
hann að vini. Við Lárus áttum sam-
leið í meira en hálfa öld, giftumst
systrum á sama degi fyrir réttum 55
árum, án þess að það væru saman-
tekin ráð og hálfur mánuður var á
milli fyrstu barna okkar og var það
einnig hrein tilviljun. Leiðir skildu
svo þegar ég fór í framhaldsnám er-
lendis. Þá var það Lárus sem hélt
uppi sambandinu á milli fjölskyldn-
anna nýorðinn vélstjóri á Sam-
bandsskipunum. Við fylgdumst
spennt með Jökulfellinu þegar von
var á því til Danmerkur og Svíþjóð-
ar, því alltaf kom Lárus færandi
hendi. Ég minnist þess að við sátum
fyrir honum í Kaupmannahöfn.
Hann heimsótti okkur í Álaborg og
við gerðum okkur ferð alla leið til
Kalmar þar sem Jökulfellið hafði
leitað hafnar undan ísum nokkru fyr-
ir jól. Það urðu miklir fagnaðarfund-
ir og Lárus leysti okkur út með
lambalæri og forláta Havana-vindl-
um, en hann var þá nýkominn frá
Kúbu. Lárus sigldi á sínum yngri ár-
um um öll heimsins höf og gat ég
fræðst af honum um ferðir hans, því
hann var eftirtektarsamur, fróð-
leiksfús og sagði vel frá, en ég var þá
enn lítt sigldur og naut góðs af því
seinna meir þegar ég lagði land und-
ir fót. Lárus var jafnaðarmaður af
hugsjón, sem hann drakk í sig með
móðurmjólkinni. Foreldrar hans
voru mikið sómafólk og afi hans Eyj-
ólfur frá Dröngum var annálaður
baráttumaður og ævisaga hans
merkileg þjóðlífslýsing, með þeim
betri sem ég hefi lesið. Lárus var
myndarlegur maður og vel á sig
kominn, prúður og kurteis og hafði
góða nærveru. Hann var mikill fjöl-
skyldumaður og náði það til stórfjöl-
skyldunnar allrar, smiður góður og
listrænn og bjó til fallega gripi.
Það varð því skarð fyrir skildi þeg-
ar Lárus missti heilsuna fyrir aldur
fram. Hann bar þó illvígan sjúkdóm
með karlmennsku á meðan stætt
var, en þjáðist mikið síðustu árin og
dauðinn kom eins og líknandi engill.
Við söknum hans öll og vottum
Sveinbjörgu mágkonu minni og fjöl-
skyldu innilega samúð okkar.
Jón Þorsteinsson.
LÁRUS ÓSKAR
ÞORVALDSSON
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir og amma,
HREFNA EINARSDÓTTIR,
Reykjanesvegi 16,
Ytri-Njarðvík,
verður jarðsungin frá Ytri-Njarðvíkurkirkju
miðvikudaginn 22. desember kl. 14. Þeim sem
vildu minnast hennar er bent á FAAS í símum
533 1088 og 898 5819.
Guttormur Arnar Jónsson,
Sigurbjörg Arndís Guttormsdóttir, Haraldur Auðunsson,
Harpa Guttormsdóttir, Orri Brandsson,
Soffía Guttormsdóttir, Sighvatur Halldórsson,
Alma Björk Guttormsdóttir, Björgvin V. Björgvinsson,
Elfa Hrund Guttormsdóttir, Einar Ásbjörn Ólafsson
og barnabörn.