Morgunblaðið - 20.12.2004, Page 24
24 MÁNUDAGUR 20. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Minningarkort
Minningar- og
styrktarsjóðs
hjartasjúklinga
Sími 552 5744
Gíró- og kreditkortaþjónusta
LANDSSAMTÖK
HJARTASJÚKLINGA
A
u
g
l.
Þ
ó
rh
.
1
2
7
0
.9
7
✝ Katrín Ingi-bergsdóttir
fæddist á Melhól í
Meðallandi í V-
Skaftafellssýslu 8.
október 1908. Hún
lést á hjúkrunar-
heimilinu Droplaug-
arstöðum í Reykja-
vík 10. desember
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
hjónin Guðríður
Árnadóttir hús-
freyja á Melhól, f.
16. ágúst 1873, d.
22. október 1950, og Ingibergur
Þorsteinsson bóndi, f. 30. desem-
ber 1856, d. 30. júlí 1942. Alsystk-
ini Katrínar voru Steindór, f.
1897, d. 1897; Jón, f. 1899, d.
1923; Árni, f. 1903, d. 1928; Val-
gerður, f. 1905, d. 1994; Málfríður
Guðlaug, f. 1907, d. 1932; Vil-
hjálmur Kristinn, f. 1909, d. 1990;
Karólína, f. 1911, d. 1966; Svein-
björg, f. 1912, d. 1996; Ragnheið-
ur, f. 1913, d. 1997; og Eyþór, f.
1915, d. 1984. Hálfsystkini Katr-
ínar, samfeðra, voru Páll, f. 1884,
d. 1885; Sigurlaug, f. 1886, d.
dóttur hjúkrunarfræðingi, f. 15.1.
1941. Þau skildu. Börn þeirra
eru: a) Katrín, f. 20.3. 1958. Maki
Eiríkur Jónsson, f. 21.8. 1952.
Þau skildu. Börn þeirra: Lovísa, f.
1986, og Baldur, f. 1989. b)
Ljósbrá, f. 24.6. 1971, maki
Matthías Gísli Þorvaldsson, f.
15.6. 1966. Börn þeirra: Hrafn-
hildur Ýr, f. 1991, Eysteinn Orri,
f. 1997, og Svava Sól, f. 2000.
Fyrir átti Matthías Söndru, f.
1989. c) Guðbjörg Eva, f. 16.6.
1982. Sambýliskona Baldurs er
Anna Kristrún Jónsdóttir lyfja-
fræðingur, f. 29.1. 1952. Börn
hennar eru: Herdís Anna, f. 2.10.
1964, Gunnlaug, f. 23.4. 1976, Jón
Þórarinn, f. 7.12. 1977, og Hannes
Þórður, f. 13.4. 1983.
Katrín og Óskar bjuggu lengst
af í Vík í Mýrdal. Katrín var hús-
freyja í Vík og Óskar sjómaður
og síðar skrifstofumaður hjá
Kaupfélagi V-Skaftfellinga. Þau
fluttu árið 1959 á Selfoss og vann
Óskar þar hjá Kaupfélagi Árnes-
inga uns hann lést 1969. Katrín
flutti þá til Reykjavíkur og starf-
aði í nokkur ár hjá Afurðasölu
Sambandsins á Kirkjusandi. Árið
1989 fór Katrín á hjúkrunarheim-
ilið Droplaugarstaði og dvaldi
þar til æviloka.
Útför Katrínar fer fram frá
Háteigskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.
1951; Pálína, f. 1887,
d. 1928; Karitas, f.
1891, d. 1973; Þor-
steinn, f. 1892, d.
1914; og Magnús, f.
1894, d. 1941.
Fyrsta október
1933 gekk Katrín að
eiga Óskar Jónsson,
sjómann, bókara og
alþingismann, f. 3.
september 1899, d.
26. apríl 1969. For-
eldrar Óskars voru
Ragnhildur Gunnars-
dóttir, f. 27.7. 1869,
d. 6.2. 1945, og Jón Valdemar Ey-
leifsson, f. 18.4. 1880, d. 3.6. 1968.
Katrín og Óskar eignuðust tvö
börn, þau eru: 1) Ásdís hjúkr-
unarfræðingur, f. 8.6. 1933, maki
Benedikt Gunnarsson listmálari,
f. 14.7. 1929. Börn þeirra eru: a)
Valgerður, f. 29.1. 1965, maki
Grímur Björnsson, f. 7.6. 1960.
Börn þeirra: Gunnar, f. 1993, og
Sóley, f. 1996. b) Gunnar Óskar, f.
18.5. 1968, d. 27.9. 1984. 2) Bald-
ur viðskiptafræðingur og fram-
haldsskólakennari, f. 26.12. 1940.
Kvæntur Hrafnhildi Guðmunds-
Einstaka konur eru svo stórar,
strax við fyrstu kynni, að manni
finnst þær fremur guðlegar en
mennskar. Þegar ég mætti Katrínu
tengdamóður minni fyrst var hún
kona á háum aldri. Engu að síður
hafði persóna hennar djúpstæð áhrif
á mig. Mér fannst hún bæði vitur, góð
og göfug. Hún varð samt að lúta lög-
málum lífsins og missti þrótt undir
lokin, bæði líkamlegan og andlegan.
Hins vegar hélt hún reisn sinni, virð-
ingu og sjálfstæði til síðustu stundar.
Katrín var sönn listakona. Allt lék í
höndunum á henni. Hún var sískap-
andi frá morgni til kvölds. Mynstrin
sem hún galdraði fram í frjálsu prjóni
voru svo falleg að til þess var tekið.
Hún teiknaði, orti og söng. Hafði
yndi af öllu fögru. Hún elskaði ís-
lenska náttúru öðru fremur, ólst þó
upp við þröngan kost í einni rýrustu
sveit landsins í stórum systkinahópi.
Á heimili hennar í Meðallandi ríkti
ávallt gleði, glaðværð og jákvætt við-
horf til lífsins. Í uppeldinu og jafnan
síðar var góður Guð nálægur. Kær-
leikur og fyrirgefning voru þær
dyggðir sem allir höfðu með í fartesk-
inu upp frá því. Þung skörð voru því
miður höggvin í þann stóra barnahóp
allt of snemma og urðu Katrínu til-
efni til fyrirbæna alla tíð. En krakk-
arnir á Melhóli þóttu óvenju mann-
vænleg og unnu sér traust og trúnað
hvar sem þau hösluðu sér völl. Nú er
Katrín, styrka eikin, fallin síðust úr
hópi sautján systkina.
Þegar við Baldur vorum stödd á
Melhóli sumarið 1998 hringdum við í
Katrínu og báðum hana að lýsa fjalla-
sýninni. Hún hafði þá ekki komið
austur í 40 ár. Engu að síður gat hún
rakið nöfn kennileita og fjalla frá
Vatnajökli vestur til Víkur. Síðustu
árin dvöldum við í samtölum gjarnan
við Meðallandið, vinina, leik og starf.
Hún elskaði móður sína mikið, föður
sinn og allt sitt fólk. Lýsing Katrínar
á Kötlugosinu 1918, sem Valgerður
Benediktsdóttir hljóðritaði á 90 ára
afmæli hennar, hlýtur að verða jarð-
fræðingum framtíðarinnar umhugs-
unarefni.
Það var ekki tilviljun að faðir minn,
Jón apótekari í Iðunni, og móðir mín
nutu þess að fara með okkur systk-
inin til Víkur í Mýrdal. Þar dvöldum
við iðulega á efsta lofti hótelsins hjá
Gunnu og Brandi og hlustuðum á
regnið belja á bárujárninu. Þess á
milli gengum við um eina fegurstu
strönd heimsins. Ég vissi þá ekki að í
næsta húsi hefði Baldur fæðst. En ég
veit það nú að Óskar og pabbi hittust
og áttu sameiginlega kunningja.
Garðurinn sem Katrín ræktaði við
rætur Þorsteinsbrekku er enn mikil
staðarprýði. Hún elskaði grösin og
blómin og því ekki furða að kvæði
Jónasar Hallgrímssonar væri sá
skáldskapur sem hún leitaði jafnan
til, auk Hallgríms Péturssonar sem
var á vísum stað á hennar hillu.
„Smávinir fagrir, foldar skart“ var
eitt af því fyrsta sem hún kenndi
Baldri.
Kallið er komið. Þótt Katrín fengi
aukinn kraft síðasta daginn sem hún
lifði kveið hún ekki því sem koma
skyldi. Hún vissi sem var að „þar bíða
vinir í varpa sem von er á gesti“.
Upprisan og lífið eftir lífið var í henn-
ar huga jafn sannur veruleiki og sól-
arupprásin. Megi góður Guð umvefja
hana og ástvini hennar, þessa heims
og annars, elsku sinni.
Anna Kristrún Jónsdóttir.
Allt breytist. Heimurinn, tíminn,
landið – og við. Öldurnar við Vík
hrifsa í sífellu ný stykki af fjörunni og
kannski er það aðeins Katla sem get-
ur bjargað henni, þegar öllu er á
botninn hvolft.
En jökullinn hefur þagað lengi.
Síðast þegar gaus var heimurinn
annar en nú. Þá var amma mín tíu
ára, bjartleit með fléttur í rauðu hári
og upplifði einn sérstæðasta atburð
ævi sinnar, sem hún gaf okkur hlut-
deild í hvenær sem við vildum.
Nú hefur amma lokað augunum í
hinsta sinn. Og jökullinn er tekinn að
ókyrrast, Katla er farin að skjálfa á
nýjan leik.
Ég held í hendur ömmu þar sem
hún hvílir í rúminu sínu. Finn hitann
frá þeim streyma inn í mínar í síðasta
sinn; veit að eftir stutta stund verður
handtakið orðið kalt. Það seytlar inn í
mig eins og fljót sem skarast, í boð-
hlaupi kynslóðanna. Ég horfi á lokuð
augu ömmu og get ekki varist brosi
að sjá að glittir ögn í annað þeirra,
eins og hún vilji áfram hafa auga með
okkur sem eftir lifum.
Amma. Tenging mín við horfinn
tíma, tímavélin mín inn í fjósbaðstof-
una í Meðallandinu, inn á heimilið í
Vík og í garðinn hennar góða þar sem
blómin uxu hvert öðru fegurra.
Sagnaþulurinn amma, vísnakonan,
galdrakonan með prjónana og heklu-
nálina. Amma, þessi sterka kona sem
tókst á við lífið af ósérhlífni og
nægjusemi sinnar kynslóðar og
hugsaði meira um velferð annarra en
sjálfrar sín.
Í huganum er ég í fjörunni í Vík,
sökkvi lófum í sandinn og horfi á öld-
urnar koma og fara. Bjargfuglinn
svífandi í loftinu. Allir þessir enda-
lausu steinar í fjörunni, og engir eins,
heimtir úr hafi þar til næsta alda
hremmir þá á ný. Sandurinn rennur
milli fingra mér, sandurinn frá Kötlu,
sandur sem kemur og fer, eins og lífið
sjálft.
Ég held enn um hendur ömmu.
Innsigla vináttu okkar, beggja vegna
grafar, og þakka henni samfylgdina.
Mínum höndum og barna minna hélt
hún heitum í áraraðir með því að
prjóna á okkur vettlinga í tugatali.
Nú vermi ég hennar hendur og óska
henni góðrar ferðar yfir í þann heim
sem hún trúði að biði að loknu þessu
lífi.
Valgerður Benediktsdóttir.
Elsku langamma. Ég veit ekki
hvernig hægt er að lifa lífinu án þín.
Þótt ég heimsækti þig ekki oft var ég
alltaf að hugsa til þín, hvernig þú
hefðir það, hvað þú værir að gera og
margt annað. En allt í einu varstu dá-
in.
Þú varst svo góð manneskja,
prjónaðir vettlinga og sokka, peysur
og margt annað handa okkur. Þegar
ég fæddist komstu meira að segja
með fullan kassa af flíkum handa mér
á fæðingardeildina.
Þegar þú varst yngri prjónaðirðu
eina lopapeysu á dag og seldir, þang-
að til þú varst búin að prjóna þér fyr-
ir íbúð.
Ég veit að engan langar til að
deyja en röðin kemur einhvern tíma
að manni. Svona er þetta og við get-
um ekki breytt því. Ég hugsaði með
mér að þótt það taki okkur á jörðu
niðri sárt að þú skulir deyja þá muntu
hitta aftur hann Óskar langafa, for-
eldra þína og systkin, skyldmenni og
vini. En það sem gleður mig mest er
að þú skyldir deyja hamingjusöm.
Daginn áður en þú dóst varstu svo
spræk og glöð, orðin svo hress að þú
gekkst niður stigann á Droplaugar-
stöðum í staðinn fyrir að taka lyft-
una, og minnið virtist líka vera komið
í lag.
Þegar þú varst látin fórum ég og
foreldrar mínir í kaffi til afa og
ömmu. Var ég beðinn að kveikja á
kertinu sem stóð á matarborðinu.
Eftir að ég kveikti á kertinu horfði ég
mikið á það og virti fyrir mér litla log-
ann sem óx og dafnaði, þar til hann
slokknaði skyndilega.
En þótt þú sért dáin þá elskum við
þig samt öll, kæra langamma.
Gunnar Grímsson.
KATRÍN
INGIBERGSDÓTTIR
✝ Jón Kjartanssonfæddist í Pálm-
holti í Arnarnes-
hreppi, Eyjafirði 25.
maí 1930. Hann lést
á heimili sínu 13.
þessa mánaðar. For-
eldrar hans voru
Kjartan Ólafsson, f.
29.12. 1893, d. 19.1.
1972, bóndi í Pálm-
holti, og Þuríður
Jónsdóttir, f. 12.8.
1907, d. 16.4. 1997,
húsfreyja í Pálm-
holti. Systkini Jóns
eru Ólafur, f. 2.8.
1931, Elín, f. 13.9. 1934, og Guð-
rún, f. 4.10. 1937. Þau eru öll bú-
sett á Akureyri.
Árið 1970 kvæntist Jón Ingi-
björgu Gunnþórsdóttur, f. 24.6.
1946. Jón og Ingibjörg áttu saman
Laugaskóla 1954 og stundaði nám
við Kennaraskóla Íslands 1955–
1957. Hann lauk verkstjóraprófi
1977 og stundaði einnig nám við
Námsflokka Reykjavíkur og Fé-
lagsmálaskóla alþýðu.
Jón vann ýmis störf, m.a. barna-
kennslu, gullsmíði, steinsmíði hjá
Steinsmiðu Sigurðar Helgasonar
og var starfmaður Félagsmála-
stofnunar Reykjavíkurborgar.
Jón var einn af stofnendum
Leigjendasamtakanna og formað-
ur þeirra í mörg ár.
Hann sat um tíma í stjórn Rit-
höfundasambands Íslands og auk
þess í stjórn Ásatrúarfélagsins.
Eftir Jón liggur fjöldi bóka,
ljóðabækur, skáldsögur og þýðing-
ar. Má þar t.d. nefna nýútkomna
ljóðabók, Söng í mannhafinu, sem
kom út fyrir stuttu, Orgelsmiðj-
una, skáldsögu 1965, Ferðina til
Sædýrasafnsins, barnabók 1979,
List og tár, ljóðaþýðingar 1991,
auk fjölda blaðagreina.
Útför Jóns verður gerð frá Foss-
vogskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 15.
tvö börn. Þau eru: 1)
Sigrún Lilja, f. 13.3.
1968, sambýlismaður
Stefán E. Pálsson, f.
24.1. 1956. Sonur
þeirra er Gunnþór, f.
13.5. 1994. Fyrir átti
Sigrún Lilja dótturina
Svanfríði Sunnu
Árnadóttur, f. 12.10.
1990. 2) Gunnþór, f.
18.9. 1974, maki Katr-
ín Sylvía Gunnars-
dóttir, f. 30.7. 1974.
Jón og Ingibjörg slitu
samvistum. Fyrir átti
Jón dótturina Fann-
eyju Möggu, f. 23.6. 1959. Hennar
sonur er Magnús Dílan Soransson,
f. 22.1. 1989. Móðir Fanneyjar
Möggu er Steinunn Ósk Magnús-
dóttir.
Jón lauk gagnfræðaprófi frá
Elskulegi afi okkar hefur alltaf ver-
ið í miklu uppáhaldi hjá okkur. Okkur
þótti öllum vænt um hann og örugg-
lega mörgum öðrum. Hann var mikill
og merkilegur maður.
Afi var skemmtilegur og við mun-
um ekki eftir einum einustu jólum án
hans.
Við og vonandi margir aðrir munu
muna eftir honum sem fjörugum
bókaormi, listamanni og síðast en
ekki síst frábærum afa.
Takk fyrir okkur.
Sunna og Gunnþór
afabörn.
Fræg er frásögn Steins Steinarrs í
blaðagrein, þar sem hann lýsir komu
sinni til Reykjavíkur og langri leit að
Njálsgötu, en þar átti hann vísan
samastað í húsi númer tólf. Það tók
hann tvær klukkustundir að finna
umrætt hús. En frá þeirri stundu,
sem hann fann húsið, var hann Reyk-
víkingur, að eigin sögn. Og tíminn
hélt áfram að vefjast upp á kefli eilífð-
arinnar, uns þar kom árið 1954 að
annar ungur sveitamaður sté sín
fyrstu skref á strætum borgarinnar.
Hann hafði komið með rútu norðan úr
Eyjafirði og haft með sér miða. Á
þessum blaðsnepli stóð götuheitið
Njálsgata að viðbættu húsnúmeri.
Þessum unga sveitamanni fór sem
Steini Steinarr hálfum mannsaldri áð-
ur; honum gekk treglega að finna
Njálsgötu. Stoðaði lítt að spyrjast til
vegar, því fólki lá á í dagsins önn. Þó
kom þar, að hann sá lágvaxin mann á
gráum frakka og fór sá sér að engu
óðslega. Þennan mann ávarpar komu-
maður og spyr til vegar; hann sé að
leita að Njálsgötu. Þeir voru staddir
neðarlega á Skólavörðustígnum og sá
frakkaklæddi lét sér ekki nægja að
vísa vegvilltum manni til vegar, held-
ur gekk með honum upp brekkuna og
alla leið þangað sem sér frá Skóla-
vörðustíg að Njálsgötu. Þar skildu
leiðir. Síðar komst hinn ungi Eyfirð-
ingur að því, að sá sem leitt hafði hann
að Njálsgötunni var enginn annar en
Steinn Steinarr.
Ekki fór það nú svo með þennan
unga mann norðan úr Eyjafirði, að
hann yrði Reykvíkingur við það eitt
að finna hús við Njálsgötu, að minnsta
kosti ekki til fulls. Til þess lágu rætur
hans of djúpt í frjórri mold norð-
lenskrar bændamenningar. Og ekki
enn risnir með mönnum draumar um
álver norður þar.
Jón Kjartanson hét sveitamaður-
inn ungi og átti eftir að kenna sig við
bæ þann, hvar hann ólst upp, Pálmholt
í Arnarneshreppi. En þá var hann líka
orðinn skáld og þurfti því að aðgreina
sig frá öðrum Jónum þessa heims.
Ég ætla mér ekki þá dul að kryfja til
mergjar skáldskap Jóns frá Pálmholti
í stuttri minningargrein, enda veit ég
ekki annað, en að hann lifi góðu lífi
þótt höfundur hans hafi nú gengið á
fund feðra sinna. Hitt er svo annað
mál, að bókmenntaiðja Jóns hefur
lengstum verið vanmetin af flestum.
En það er ekki hans skaði, heldur tjón
villuráfandi þjóðar, sem undanfarna
áratugi hefur ekki þorað að líta í spegil
en kosið að ráfa um í myrkri og eltast
við staka glampa frá hrævareldum.
En þetta ástand á eftir að ganga yfir
eins og aðrar plágur. Þegar þar kemur
mun fólk læra að meta skáldskap Jóns
frá Pálmholti.
Heldur væri það þunnur þrettándi,
ef Jóns frá Pálmholti yrði aðeins
minnst fyrir skáldskap. Til þess var
maðurinn of flókinnar gerðar. Hann
hafði ríkari réttlætiskennd en flestir
menn aðrir, sem ég hef kynnst. Hann
hafði megnustu skömm á auðsöfnun,
án þess ég heyrði hann nokkru sinni
segja eitt styggðaryrði um þá, sem
rata í þá ógæfu, að gangast henni á
vald. Og fátæktina fyrirleit hann að
innstu hjartans rótum. Bæði var hon-
um ljóst, að hún er jafn mannskemm-
andi og auðurinn og eins þótti honum
hún beinlínis óþörf.
Seint verður víst fundin raunhæf
lausn til að lækna menn af auðsöfn-
unaráráttunni. Þar á móti eru ýmsar
leiðir færar, til að losa fólk undan fá-
tækt, ekki síst meðal ríkra þjóða eins
og Íslendinga. Jón frá Pálmholti kaus
að ganga eina af þessum leiðum með
því að berjast fyrir réttindum eins fá-
tækasta hóps fólks í landi hér; leigj-
enda íbúðarhúsnæðis. Hann gekkst
fyrir stofnum Leigjendasamtakanna
og var formaður þeirra frá stofnun
þeirra árið 1978 til ársins 1985 og síðar
aftur á árunum 1989 til 2001. Vann
hann þar merkilegt starf í mannrétt-
indabaráttu snauðra Íslendinga, sem
að áliti margra stjórnmálamanna og
hagfræðinga eru víst ekki til. Ber þar
JÓN FRÁ
PÁLMHOLTI