Morgunblaðið - 20.12.2004, Page 28

Morgunblaðið - 20.12.2004, Page 28
FRÉTTIR 28 MÁNUDAGUR 20. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Treystu á þessar, þær virka... Fæst í öllum apótekum, Blómaval, Heilsuhúsunum og Heilsubúðinni Hfj. af öllum flíspeysum til jóla. 20%afsláttur J Ó N S S O N & L E ’M A C K S • jl .i s Fegurð Hreysti Hollusta Hafnarstræti 97 602 Akureyri Sími: 462 2214 FRANK USHER S tarfsemi tæknifrjóvgunar- stofunnar ART Medica í Kópavogi hefur komist í kastljósið eftir að Morg- unblaðið birti frétt sl. miðvikudag um að óskað væri eftir eggjum frá konum gegn greiðslu. Málið vakti athygli og umtal og m.a. kom fram gagnrýni frá heilbrigð- isráðuneytinu og landlækni, sem taldi að ART Medica væri þarna á gráu svæði. Einnig hefur mikið verið hringt á stofuna og spurt og dæmi eru um að konur hafi spurt út í greiðslurnar. Fleiri hafa þó boðið fram aðstoð sína, án þess að hugsa um að fá eitthvað greitt fyrir það. Til að afla frekari upplýsinga um fyrirkomulag eggjagjafar var tekið hús á læknunum Þórði Óskarssyni og Guðmundi Arasyni, sem eru í for- svari fyrir ART Medica. Það gekk reyndar ekki þrautalaust fyrir sig, því biðstofan var þétt setin og erfitt að ná tali af þeim félögum báðum í einu. Skiptust þeir á að sinna við- skiptavinum sínum og forvitnum blaðamanni og í þessari stuttu heim- sókn kom berlega í ljós hve eft- irspurn eftir þjónustu ART Medica er mikil. Þess má geta að ART er skammstöfun á enska fagheitinu Artificial reproductive technology. Stofan hóf einkarekstur sinn í ný- legu húsnæði við Bæjarlind 12 í októ- ber sl. og var svo vígð með form- legum hætti í byrjun nóvember af Jóni Kristjánssyni heilbrigð- isráðherra. Hjá ART Medica starfa nú 10 manns, flestir þeir sömu og voru á tæknifrjóvgunardeild Land- spítalans, sem lokað var í júní á þessu ári. Hátt í 30 pör bíða eftir eggi Tæknifrjóvganir lágu því niðri í nokkra mánuði og segir Þórður í upphafi samtals okkar að næg verk- efni hafi beðið nýju stofunnar í októ- ber. Mörg pör hafi verið orðin óþreyjufull að komast að og langur biðlisti myndast. Við opnun stof- unnar var byrjað á tæknisæðingum og síðan tóku glasafrjóvganir við. Þeir segja starfsemina nú vera komna á fullt og eftirspurn eftir tæknifrjóvgunum vera svipaða og þegar þeir störfuðu á Landspít- alanum, en um 300 slíkar meðferðir hafa farið fram árlega. „Við höfum náð að anna eftir- spurninni án þess að stytta mikið biðlistana sem hafa myndast. Þörfin fyrir egg er mikil en framboðið hefur nær ekkert verið,“ segir Þórður en í dag eru á bilinu 25–30 pör sem bíða eftir því að fá egg til frjóvgunar. Hafa sum pörin beðið í mörg ár og m.a. gripið til þess ráðs að auglýsa í blöðum eftir eggjagjafa. Hafa þær auglýsingar ekki skilað árangri upp á síðkastið og að sögn Þórðar og Guð- mundar er það ekki síst af þeim sök- um sem ART Medica ákvað að hjálpa þessu fólki og vera milligönguaðili um greiðslur fyrir egg frá konum, ef með þarf. Þeir leggja mikla áherslu á að þetta séu ekki kaup og sala á ein- hverri vöru, heldur séu greiðslurnar hugsaðar til að dekka þann kostnað, vinnutap og fyrirhöfn sem lendir á konum sem vilja gefa egg. Um sé að ræða meðferð sem geti tekið frá hálf- um mánuði upp í einn mánuð og til þessa hafi allur kostnaður lent á eggjagjafanum. „Við tökum engar þóknanir fyrir milligöngu okkar heldur er litið á greiðslurnar sem kostnað fyrir þá fyrirhöfn sem fylgir svona meðferð. Við erum ekki að auglýsa eftir eggjum til kaups og sölu. Á því byggist sennilega mis- skilningurinn sem hefur verið í um- ræðunni,“ segir Þórður. Skilyrði að vera ung og hraust En hvernig ber kona sig að sem vill gefa úr sér egg? Getur hvaða kona sem er gefið egg? Ekki er það svo einfalt, segja læknarnir. Fyrsta skilyrði er að konan þarf að vera á aldrinum 25–35 ára og hraust á sál og líkama. Hún getur verið vinkona, systir eða frænka konunnar, má alls ekki vera mágkona hennar eða önnur úr ætt viðkomandi eiginmanns eða sambýlismanns. Ef konan uppfyllir þessi skilyrði getur hún haft samband við ART Medica og er í kjölfarið kölluð í ít- arlegt viðtal þar sem farið er yfir fé- lagslegan bakgrunn og heilsufars- sögu hennar. Grennslast er fyrir um ástæðu fyrir áhuga konunnar og henni gerð grein fyrir hvað hún er að fara út í. Gengið er úr skugga um að konan sé ekki að þessu á röngum for- sendum og ef ástæða þykir til er frekari upplýsinga aflað um hana annars staðar frá, m.a. frá aðstand- endum og kunningjum. Þegar ákveðið hefur verið að hefja meðferð og þiggja egg frá konunni, hringir hún á tæknifrjóvgunarstof- una við upphaf blæðinga og fær þá nefúða og eina litla sprautu á dag í vikutíma eða svo. Næst fer egg- heimtan fram hjá ART Medica með ómstýrðri ástungu og tekur sú að- gerð 15–20 mínútur. Einum til tveim- ur tímum síðar fær konan að fara heim og notar nefúða áfram í nokkra daga, eða þar til að blæðingar hefjast á ný. Telst þá meðferð vera lokið fyr- ir eggjagjafann. Ekki líkt og blóðgjöf Þórður bendir á að víða í hinum vestræna heimi fari sæðisgjöf fram og þá gegn greiðslu fyrir þann tíma og fyrirhöfn sem slík meðferð kostar viðkomandi gjafa. Slíkar greiðslur tíðkist t.d. hjá sæðisbönkum í Dan- mörku, sem útvegað hafa sæði hing- að til lands, en um sé að ræða lágar greiðslur og þær fyrst og fremst hugsaðar sem óþægindakostnaður. Lyfjafyrirtæki bjóði fólki einnig greiðslur fyrir þátttöku í margs kon- ar rannsóknum. Landlæknir hefur líkt eggjagjöf við gjöf á lífsýnum eins og blóði. Þórður segir þetta ekki sambærilegt. Blóðgjöf kalli á heimsókn í Blóð- bankann sem taki 15–20 mínútur en eggjagjöf geti tekið allt upp í mánuð og fyrirhöfnin því margfalt meiri. Varðandi umræðuna um greiðslur og ekki greiðslur benda þeir á að séu eggjagjafar óskyldir konunum þá sé til mikils mælst ef þeir fá ekkert fyr- ir sína fyrirhöfn. Ekki geti verið um háar greiðslur að ræða ef til kemur. Að sögn læknanna hjá ART Medica hafa nokkrar konur hringt síðustu daga og efst í huga þeirra margra hefur ekki verið að fá eitthvað greitt fyrir egg úr sér. Hafa þessar konur gjarnan sagt að þær hafi ekki áttað sig á hver þörf fyrir gjafaegg hafi verið mikil. Eru þó einhver dæmi þess að konur hafi spurt hve þóknun geti verið mikil. Spurður hvort greiðslur fyrir egg úr konum hafi tíðkast áður segist Guðmundur ekki vita til þess, enda hafi tæknifrjóvgunardeild Landspít- Mikið hringt í tæknifrjóvgunarstofuna ART Medica og spurt út í egg til gjafar eða greiðslu Erum alls ekki á gráu svæði Morgunblaðið/Sverrir Læknarnir Þórður Óskarsson og Guðmundur Arason hjá tæknifrjóvgunarstofunni ART Medica segja misskilning vera í umræðunni um greiðslur fyrir egg til tæknifrjóvgunar. Í sam- tali við Björn Jóhann Björnsson segjast þeir aðeins vera milliliðir í aðstoð við fjölmörg pör sem beðið hafa eftir eggi árum saman.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.