Morgunblaðið - 20.12.2004, Qupperneq 29
alans aldrei haft milligöngu um slíkt.
Vel geti verið að eggjagjöfum hafi
með einhverjum hætti verið umbun-
að af þakklátum foreldrum, deildin
hafi ekki verið upplýst um það.
Guðmundur segir það ljóst að erf-
iðara sé en áður að finna eggjagjafa.
Á því geti verið ýmsar skýringar,
m.a. tímaskortur fólks og annríki í
vinnu og á heimili og ótti kvenna við
að svona meðferð geti haft ein-
hverjar aukaverkanir í för með sér.
Sá ótti sé ástæðulítill.
„Höfum ekkert að fela“
Varðandi gagnrýni Sigurðar Guð-
mundssonar landlæknis um að
tæknifrjóvgunarstofan sé á gráu
svæði vísa Þórður og Guðmundur því
alfarið á bug. Fyrirtækið sé alls ekki
á gráu svæði og ekkert sé í lögum
sem banni konum að taka við
greiðslu fyrir egg úr sér. ART
Medica hafi ekki ætlað sér að fá ein-
hverja umbun fyrir sína milligöngu,
enda sé það bannað, og þetta eigi
landlæknir að vita. Bæði embætti
landlæknis og heilbrigðisráðuneyt-
inu sé velkomið að kynna sér starf-
semina nánar og hafa eftirlit með
henni.
„Við tökum það ekki nærri okkur,
enda höfum við ekkert að fela. Það er
nauðsynlegt að hafa faglegt eftirlit
með svona læknisþjónustu sem og
tíðkast með annarri sérfræðiþjón-
ustu,“ segir Guðmundur.
Þeir segjast vera sáttir í nýju um-
hverfi, í einkarekstri utan Landspít-
alans. Góð reynsla sé af fyrstu tveim-
ur mánuðum starfseminnar,
viðskiptavinir séu ánægðir og tali oft
um hve aðstaðan í Bæjarlindinni sé
mun þægilegri og betri en á spít-
alanum. „Hér þurfa okkar sjúklingar
ekki að hafa áhyggjur af bílastæðum
og að keppast um að ná sæti á bið-
stofunni.“
Morgunblaðið/Sverrir
Þórður Óskarsson og Guðmundur Arason, læknar og eigendur ART Medica í Kópavogi, segja gagnrýni á
„eggjagreiðslurnar“ hafa byggst á misskilningi. Greiðslan dekki vinnutap og kostnað vegna meðferðarinnar.
bjb@mbl.is
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. DESEMBER 2004 29
ÚTSÖLUMARKAÐUR
Faxafeni 12
Opið 10 - 18 virka daga
og 10 - 16 laugardaga.
www.66north.is
af öllum flíspeysum til jóla.
20%afsláttur
Lýstu upp jólin með ljósum frá Ljósbæ
Faxafeni 14 s. 568 0850
Pílutjöld ehf
Faxafeni 12
108 Reykjavík
s. 553 0095
www.pilu.is
• Gardínustangir
• Felligardínur
• Bambusgardínur
• Sólskyggni
Smíðum og
saumum eftir máli.
Allt fyrir gluggann
Stuttur afgreiðslutími
FÁI barn, sem verður til með
tæknifrjóvgun, vitneskju um það
síðar meir frá foreldrum sínum, og
vill vita hver hafi verið eggja- eða
sæðisgjafinn, þá segir Guðmundur
Arason að það geti haft samband
við ART Medica eftir 18 ára aldur
og kannað hvort gjafinn hafi verið
undir nafnleynd eða ekki. Sé nafn-
leynd ekki til staðar þá er barnið
upplýst og eggjagjafinn látinn vita
af þeirri upplýsingagjöf. Þetta get-
ur fyrst orðið mögulegt eftir 15 ár
en á undanförnum þremur árum
hafa um 40 börn orðið til með
tæknifrjóvgun hér á landi.
40 börn með
tæknifrjóvgun
UNDANFARNA mánuði hefur
framboð á nautkálfum til nauta-
stöðvar Bændasamtaka Íslands á
Hvanneyri verið með minna móti en
undanfarin ár. Slík staða er mjög
bagaleg fyrir kynbótastarfið og í
raun afar mikilvægt fyrir kúa-
bændur landsins að ávallt sé um of-
framboð á nautkálfum að ræða,
enda er það eina leiðin til að
tryggja að besta erfðaefnið skili sér
áfram til næstu kynslóðar, segir á
heimasíðu Landssambands kúa-
bænda (naut.is).
Þeir kúabændur sem ná að selja
sína kálfa til Nautastöðvarinnar fá
að jafnaði um 45 þúsund krónur
fyrir nautið. Jafnframt fær viðkom-
andi kúabóndi greitt sem nemur 5
lítrum mjólkur fyrir hvern þann
dag sem kálfurinn er alinn heima,
en að jafnaði eru það um 45 dagar.
Ef viðkomandi naut nær því að fara
í dreifingu og verða valið sem
nautsfaðir fær viðkomandi kúa-
bóndi svo 10.000 króna verðlaun
fyrir nautið og 40.000 krónur til
viðbótar ef nautið verður valið
„besta naut árgangsins“, segir enn-
fremur á heimasíðunni.
Vantar nautkálfa
Morgunblaðið/Atli Vigfússon