Morgunblaðið - 20.12.2004, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 20.12.2004, Blaðsíða 31
MEZZÓSÓPRANSÖNGKONAN Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir og spænski gítarleikarinn Franc- isco Javier Jáuregui halda tón- leika í Iðnó við Tjörnina í kvöld kl. 20. Á efnisskrá eru íslensk, ensk og ítölsk lög, ný og gömul, ásamt spænskum jólasöngvum. „Þetta verður innileg stemn- ing, við verðum bara með söng og gítar,“ segir Guðrún. „Við flytjum þarna nokkur ný lög eftir John Speight, sem ekki hafa áður verið flutt af at- vinnutónlistarmönnum, en hann samdi þau í fyrra. Svo munum við flytja umritanir fyr- ir gítar á ýmsum lögum, ís- lenskum, enskum og ítölskum, m.a. eftir Jón Ásgeirsson og Donizetti. Einnig munum við frumflytja lag eftir okkur sjálf, við ljóð eftir Kristján Þór Hrafnsson.“ Guðrún hefur undanfarin misseri búið í London og Madr- íd. „Ég hef þó aðallega verið á flakki, þó að ég sé enn með lög- heimi mitt á Íslandi,“ segir Guðrún. „Það er alltaf yndislegt að koma heim um jólin og hitta fjölskyldu og vini. Það er svo mikil jólastemning á Íslandi, að sjá jólasnjóinn og jólaljósin.“ Innileg jólastemning í Iðnó Veitingahúsið Tjarnarbakkinn er opið fyrir og eftir tónleikana. Aðgangseyrir er 1.500 kr. og 1.200 fyrir námsmenn og ellilífeyrisþega. Morgunblaðið/Kristinn MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. DESEMBER 2004 31 DAGBÓK                                                    !" #$ %&'                 !  (& !" #$ %&' "# $    %& &         !                                                   !  !  "   # $   !   %    !  !  !  ! &#     '    ($) & * + ,    & , &     - ! ! ! .   * ! / 0 *1  !     2 3 "    !  * 1   * # / 4   !    RAFMAGNSVERKFÆRI HÖGGBOR / BROTVÉLAR BORVÉLAR HANDFRÆSARAR HJÓLSAGIR HÖGGBORVÉLAR SVERÐSAGIR PÚSSARAR RAFHLÖÐUBORVÉLAR STINGSAGIR KEÐJUSAGIR Gleðileg jól 1. d4 Rf6 2. Bg5 Re4 3. Bf4 d5 4. e3 c6 5. Bd3 Rd6 6. Rd2 Rd7 7. Rgf3 g6 8. c4 dxc4 9. Rxc4 Rxc4 10. Bxc4 Da5+ 11. Kf1 Rb6 12. Bb3 Bg7 13. Be5 O-O 14. Bxg7 Kxg7 15. Re5 c5 16. Hc1 cxd4 17. Dxd4 f6 18. Rd3 Bf5 19. e4 Had8 20. Dc5 Dxc5 21. Rxc5 Bc8 22. Ke2 Hd6 23. a4 a5 24. Hhd1 Hfd8 25. Hxd6 Hxd6 26. Rd3 Kf8 27. Ke3 Be6 28. Bxe6 Hxe6 29. Hc5 f5 30. e5 Rxa4 31. Hxa5 Rb6 32. Kd4 Rd7 33. Ha8+ Kg7 34. Hd8 Rf8 35. Rc5 Hc6 36. Kd5 Staðan kom upp í frönsku at- skákmóti sem lauk fyrir skömmu. Andrei Istratescu (2611) hafði svart gegn Antoanetu Stefanovu (2523) en heimsmeistari kvenna lék hræðilega af sér í síðasta leik. 36... Hxc5+! og hvítur gafst upp enda verður hann riddara undir eftir 37. Kxc5 Re6+. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Svartur á leik. Óskastund 3 UPPRIFJUN gamalla minn- ingamynda vekur okkur vermandi til- finningu og eins er með tónanna töfrandi mál. Þakkarvert hið bezta er þegar þau eru færð okkur enn á ný í sínum upphaflega búningi og hug- hrifin á stundum ærið sterk. Þá heilsa okkur gömlu, góðu lögin sem við hlýddum á forðum og heilluðumst af, sungum gjarnan með eða stigum við dans, dunandi hraðan eða seiðandi hægan eftir eðli laganna. Það er undur ljúft að eiga enn á ný með þeim ánægjufund á diskinum Óskastund 3, sem hún Gerður G. Bjarklind hefur valið þangað af næmri smekkvísi rétt eins og hún hafi lesið í innstu hugsanir þeirra sem fyrst og síðast njóta þessara laga, margra um of gleymdra. Annars veit ég marga mun yngri en af minni kynslóð sem eiga við þessi lög ljúfan vinafund sem auðvitað op- inbera enn á ný þau sannindi, að þau eru mörg lögin sem eiga engan sér- stakan tíma, eru alltaf og ævinlega í fullu gildi. Það er að vonum að Gerður finni þennan sanna tón fyrir svo marga í ljósi þess ágæta starfs að Óskastund útvarpsins sem hefur glatt og gleður hjörtu svo ótalmargra á föstudagsmorgnum. Auðvitað grípa þessi lög gömul sem ung hjörtu misjafnlega mikið, engan eflaust eins heldur, en ljúf og sönn er heildin og hrífur mann á fund fjarlægra stunda en alltaf jafnkærra. Og svo aðeins sé brugðið á leik með heiti laganna þá hvíslar lítill fugl að þér um litlu sætu ljúfuna góðu með augun bláu sem á ekki að horfa svona alltaf á þig og alls ekki að segja nei, heldur kannski, það segja fjórir kátir þrestir að minnsta kosti og þetta áttu að geyma í hjarta þér á meðan þú ert á sjó. Og lífskúnst glókollsins verður máske að taka lífinu létt, þessu ljúfa lífi og leika frjáls eins og Adam og Eva með sín leyndarmál og hann hvíslar að Önnu Maju að ef hún komi í kvöld til hans og syngi honum kvöld- ljóð frá Moskvu og vonandi heyrir hún bæn hans, þá færir hann henni rósir og ævintýrin munu enn gerast. Þessir leikandi hljómar gleðja okk- ur í skammdeginu, fylgja okkur inn í nóttina, vekja af værum blundi eða mæta eyrum okkar í önn dagsins. Þakkarvert framlag á föstunni sem færir okkur gengnar gleðistundir á ný. Það er svona í ætt við það að maður hafi hitt á óskastund. Helgi Seljan. Velvakandi Svarað í síma 5691100 kl. 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Félagsstarf Aflagrandi 40 | Félagsvist kl. 14 leik- fimi og vinnustofa kl. 9, boccia kl. 10, frjáls spilamennska alla daga, bókabíll- inn kl. 13.30 til 14 alla mánudaga. Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa- vinna, bútasaumur, samverustund. Dalbraut 18–20 | Kl. 9–11 kaffi og dag- blöð, kl. 10–10.45 leikfimi, kl. 11.15–12.15 matur, kl. 13–16.45 brids, kl. 13–16 sam- verustund, kl. 14.30–15.30 kaffi. Félag eldri borgara í Kópavogi | Fé- lagsvist verður spiluð í Gullsmára 13, kl. 20.30. Síðasta spilakvöld fyrir jól. Félag eldri borgara, Reykjavík | Leik- félagið Snúður og Snælda, æfing kl. 15.30 í dag. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Garðabergi verður lokað 17. desember og opnað aftur miðvikudaginn 5. janúar. Ath. breyttur opnunartími, frá kl. 12.30 til 16.30. Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, m.a. almenn handa- vinna, kl. 10.30 sund og leikfimiæfingar í Breiðholtslaug, skötuveisla í hádeginu. Frá hádegi spilasalur opinn. Allar upp- lýsingar á staðnum, s. 575 7720 og www.gerduberg.is. Gam-Anon samtökin | Fundir eru alla mánudaga í Skúlatúni 6, 3. hæð kl. 20. Allir velkomnir. Gam-Anon samtökin eru sjálfshjálparsamtök fyrir aðstand- endur spilafíkla. Hraunbær 105 | Kl. 9 postulínsmálun, keramik – perlusaumur – kortagerð, kl. 10 fótaaðgerð, bænastund, kl. 12 há- degismatur, kl. 13.30 skrautskrift, kl. 15 kaffi. Hvassaleiti 56–58 | Opin vinnustofa kl. 9–16, frjáls spilamennska kl. 13–16 böðun virka daga fyrir hádegi, fótaað- gerðir. Norðurbrún 1, | Kl. 9 fótaaðgerð kl. 9 smíði kl. 10 ganga kl. 13–16.30 opin vinnustofa. Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir, kl. 9.15–15.30 handavinna, kl. 9–10 boccia, kl. 11–12 leikfimi, kl. 11.45–12.45 hádegisverður, kl. 13–16 kóræfing, kl. 14.30–15.45 kaffiveitingar. Kirkjustarf Grafarvogskirkja | Morgunstundir alla virka daga aðventunnar kl. 7. Hver stund samanstendur af ritningarlestri, hugleiðingu og bæn og tekur um 10–15 mín. Hún gefur fólki tækifæri til að eiga friðar- og kyrrðarstund í erli aðvent- unnar. Morgunverður í safnaðarsal að helgihaldi loknu. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos SKAMMDEGINU verður skákað í dag og fram á morgundaginn, þegar Emiliano Monaco, kvikmyndargerðarmaður og ljósmyndari, sýnir myndverkið Summer Solstice á Hverfisgötu, við Alþjóða- húsið. Í verkinu sést lítill hluti sjávarins frá einu sjónarhorni. Það var tekið samfellt í 24 tíma úr Gróttuvita um sumarsól- stöður nú í sumar sem leið og verður sýnt nú um vetrarsólstöður. Þannig lýs- ir lengsti dagur ársins upp lengstu nóttina. Myndverkið verður sýnt frá kl. 12 á hádegi í dag til kl. 12 á hádegi á morgun á Hverfisgötu hjá Alþjóðahúsinu. Lengsti dagurinn lýsir upp lengstu nóttina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.