Morgunblaðið - 20.12.2004, Síða 32
32 MÁNUDAGUR 20. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
DAGBÓK
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Mundu að sýna öðrum þolinmæði, þú
átt auðvelt með að missa stjórn á skapi
þínu. Reiði gegnir engu öðru hlutverki
en að gera fólki lífið leitt, þótt þú haldir
annað.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Reyndu að festast ekki kirfilega í sama
farinu. Þér hættir til þess, þar sem þú
vilt sjá niðurstöðuna fyrir. Óvæntar
uppákomur eru þér alls ekki að skapi.
En þær gera ekki boð á undan sér.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Það er auðvelt að finna til óyndis þegar
maður leggur í vana sinn að flögra frá
blómi til blóms og vaða úr einu verk-
efni í annað. Grasið verður alltaf
grænna hinum megin, þannig er það
bara.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Þér hættir til þess að hanga allt of
lengi í slæmu sambandi. Það er vegna
þess að þú átt erfitt með að sleppa
hendinni af hlutunum. Það gildir líka
um rusl!
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Stoltið kemur oft í veg fyrir að þú náir
markmiðum þínum. Einnig leiðir stolt-
ið stundum til þess að þú þurfir að gera
eitthvað sem þú kærir þig ekki um.
Þetta virkar ekki alveg, er það nokkuð?
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Þú ert með ófullkomleikann á heilanum
í stanslausri leit þinni eftir fullkomnun.
Þér hættir til þess að horfa á hlutina og
reyna að finna gallana. Slakaðu aðeins
á.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Þú getur ekki gert öllum til hæfis alla
daga, af hverju að reyna? Ef þú gerir
sjálfri þér til hæfis eins og hægt er,
kæra vog, gleðjast þeir sem eru í
kringum þig. Prófaðu það.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Þér hættir til þess að sjá hlutina í
svart-hvítu. Annaðhvort líkar þér eitt-
hvað eða ekki, það gildir líka um fólk.
Lífið er hins vegar mestmegnis í gráu.
Er þetta ekki dálítið ýkt hjá þér?
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Bjartsýni er til margra hluta nyt-
samleg og eiginlega dásamlegt fyr-
irbæri. Raunsæið er hins vegar líka
dýrmætt og það er góð regla að lofa
ekki meiru en maður getur staðið við.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Óttinn við höfnun og hræðslan við það
að mistakast heldur oft aftur af þér. Þú
ert þinn mesti óvinur að þessu leyti.
Reyndu að sýna meiri dirfsku og kýla á
það sem þig langar að gera.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Nautið hefur orð á sér fyrir þrjósku en
sannleikurinn er sá að vatnsberinn er
þrjóskastur allra. Þú ert bara góður í
að halda því leyndu, vatnsberi. Þú ert
líka rosalega klár.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Ekki falla í þá gildru að halda að þú
sért leiksoppur örlaganna. Þér hættir
til að telja að þú lendir „alltaf“ í vand-
ræðum og fáir „aldrei“ það sem þú vilt.
Það er della.
Stjörnuspá
Frances Drake
Bogmaður
Afmælisbarn dagsins:
Hugur þinn er forvitinn og rannsakandi.
Þú ert snjöll, skörp og hvatvís manneskja
og hugmyndir þínar leiða jafnan til at-
hafnasemi af einhverju tagi. Þú elskar að
hella þér í nýtt nám eða verkefni og skoð-
ar hugann með höfuðið hátt uppi í skýj-
um og báða fætur á jörðinni. Þú stendur
frammi fyrir mikilvægum valkosti á
árinu. Gaumgæfðu vandlega.
Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár
af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
Krossgáta
Lárétt | 1 æla, 4 óhrein-
skilin, 7 haldast, 8 nef, 9
skordýr, 11 líffæri, 13 rétt,
14 drukkið, 15 köld, 17
mynnum, 20 kyn, 22 anar,
23 huldumenn, 24 stúlkan,
25 gabba
Lóðrétt | 1 varkár, 2 trjá-
stofn, 3 einkenni, 4 sægur,
5 ganga, 6 frelsarann, 10
yfirbragð, 12 kraftur, 13
eldstæði, 15 dælum, 16
kvendýr, 18 legubekkir,
19 glitra, 20 heiðurinn, 21
undur.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt | 1 fannhvítt, 8 spurð, 9 rofna, 10 rúm, 11 kuðla, 13
innar, 15 krafts, 18 stund, 21 kóp, 22 forða, 23 orðan, 24
skrattinn.
Lóðrétt | 2 afurð, 3 niðra, 4 varmi, 5 tófan, 6 ósek, 7 maur,
12 lof, 14 net, 15 kufl, 16 afrek, 17 skata, 18 spott, 19 urðin,
20 dóni.
Kór Áskirkju hefur sent frá sér hljóm-plötuna „Það er óskaland íslenskt,“ enhún er gefin út vegna 100 ára afmælisheimastjórnar á Íslandi og inniheldur
24 af ástsælustu ættjarðarlögum þjóðarinnar.
Með plötunni fylgir vandaður og greinargóður
bæklingur upp á 64 síður þar sem tónskáldum og
ljóðskáldum eru gerð skil, einnig á ensku þýsku
og frönsku, ásamt ljóðaþýðingum á sömu málum.
Hljómplatan hefur fengið tilnefningu til Íslensku
tónlistarverðlaunanna í flokki sígildrar og sam-
tímatónlistar.
Kári Þormar, organisti og stjórnandi kórs Ás-
kirkju, segir öll kvæði og lög á diskinum eiga það
sameiginlegt að í vitund þjóðarinnar séu þau orðin
ein órjúfanleg heild sem ekki verður slitin í sund-
ur. „Þegar fólk kemur saman eru þessi verk sung-
in í fjöldasöng eða hlustað á þau í kórsöng,“ segir
Kári. „Heyrist lagið spilað er kvæðið sungið með,
heyrist kvæðið lesið syngur það í huganum. Öll
þessi verk hafa öðlast þann sess að vera „sígræn“
og hluti af þjóðarsál Íslendinga.“ Kór Áskirkju
undir stjórn Kára Þormar nálgast þessar perlur
þjóðarinnar af næmi og nærfærni og færir okkur
á nýrri öld endurnýjun á birtu og framtíðarsýn
„aldamótamannanna“ með ungum röddum og
hreinum tóni.
Hver eru einkenni góðra ættjarðarlaga?
„Það sem á endanum sker úr um hvort ættjarð-
arlög séu góð eða síður góð er á endanum tíminn
sjálfur. Flest okkar ættjarðarlög verða til á tímum
sjálfstæðisbaráttu og á tímum nýrra strauma og
stefna og þar af leiðandi eru þau barn síns tíma.
Íslensk söngvasöfn eins og Ljóð og lög , sem var
gefið út í fjölmörgum bindum, Íslenskt söngva-
safn (fjárlögin) og fleiri söngvasöfn, sýna okkur
hve mikinn fjöldi er til af lögum um fósturjörðina.
Hvaða þýðingu hafa þessi lög fyrir Íslendinga?
„Land, þjóð og tunga, þrenning ein og sönn, segir
Snorri Hjartarson einhvers staðar og svarar þess-
ari spurningu hvað best. Lýðveldið íslendinga er
60 ára um þessar mundir og 100 ár liðin frá því að
Íslendingar fengu heimastjórn og enn eru spurn-
ingar um framtíð Íslands í heimi samþjöppunar og
alls konar bandalaga og hvernig framtíð þessa
óskalands íslensks verði. Þetta hefur verið mér og
okkur í Kór Áskirkju hugleikið og hefur haft
mikla þýðingu. Við höfum þó viljað nálgast þessar
perlur íslenskrar þjóðarsálar með öðrum hætti,
svona eins og horft úr fjarlægð til þessa tímabils,
með nærfærni og ljóðrænni nálgun en kannski án
of mikillar tilfinningasemi.“
Tónlist | Hljómplata með ættjarðarlögum tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna
Sígrænn hluti af þjóðarsál
Kári Þormar er fædd-
ur árið 1968 í Hafn-
arfirði. Hann lauk burt-
farar- og píanó-
kennaraprófi frá
Tónlistarskólanum í
Reykjavík og burtfar-
arprófi í orgelleik frá
Tónskóla þjóðkirkj-
unnar 1993. Þá lauk
hann framhaldsnámi í
kirkjutónlist við Robert
Schuman Hochschule í Düsseldorf, Þýska-
landi, undir handleiðslu Hans Dieters Möllers í
orgelleik og Volkers Hempfling í kórstjórn.
Kári hefur starfað frá árinu 2001 sem org-
anisti og kórstjóri við Áskirkju í Reykjavík.
Kona hans er Sveinbjörg Halldórsdóttir nær-
ingarfræðingur og eiga þau einn son.
Tónlist
Iðnó | Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir mezzó-
sópran og Javier Jáuregui gítarleikari
flytja íslensk, ensk og ítölsk lög ásamt
spænskum jólasöngvum kl. 20.
Kópavogskirkja | Camerarctica leikur tón-
list eftir Mozart í Kópavogskirkju kl. 21.
Nemendur og eldri borgarar fá afslátt og
ókeypis er fyrir börn.
Kópavogskirkja | Mozart við kertaljós kl.
21. Aðventutónleikar Camerarctica.
Myndlist
Alliance Francaise | Marie-Sandrine Bej-
anninn – málverk.
Anddyri Suðurlandsbrautar 4 | Rafn Sig-
urbjörnsson – Fjölskyldan. Tíu olíumálverk.
Gallerí Tukt | Innrás úr Breiðholtinu í Gall-
erí Tukt.
Gerðuberg | Guðríður B. Helgadóttir – Efn-
ið og andinn.
Gerðuberg | Ari Sigvaldason – mannlífs-
myndir af götunni.
Þetta vilja börnin sjá! – Myndskreytingar úr
íslenskum barnabókum sem gefnar hafa
verið út á árinu. Sýndar eru myndir úr nær
fjörutíu bókum eftir tuttugu og sjö mynd-
skreyta.
Hafnarborg | Jólagjafir hönnunarnema í
Iðnskólanum í Hafnarfirði til þjóðþekktra
Íslendinga.
Hallgrímskirkja | Jón Reykdal – 6 ný olíu-
málverk.
Hrafnista Hafnarfirði | Sigurbjörn Krist-
insson myndlistarmaður sýnir málverk og
tússmyndir í menningarsal.
Listasafn Reykjanesbæjar | Sýning á olíu-
verkum úr safneigninni þar sem náttúra Ís-
lands er viðfangsefnið. Má þar m.a. sjá verk
eftir gömlu meistarana Kjarval, Jón Stef-
ánsson og Þórarin B. Þorláksson.
Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn |
Maðurinn og efnið. Yfirlitssýning á verkum
Ásmundar Sveinssonar.
Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Graf-
ísk hönnun á Íslandi. Erró – Víðáttur.
Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir |
Textíllist 2004 – alþjóðleg textílsýning.
Myndir úr Kjarvalssafni.
Listmunahúsið Síðumúla 34 | Verk Valtýs
Péturssonar.
Lóuhreiður | Sigrún Sigurðardóttir – Gróð-
ur og grjót.
SÍM-salurinn | Sigurborg Jóhannsdóttir
sýnir myndir unnar í ull.
Skólavörðustígur 20 | Gunnella sýnir ný
málverk.
Suzuki-bílar | Björn E. Westergren sýnir
myndir málaðar í akrýl og raf.
Listasýning
Handverk og hönnun | Jólasýningin „Allir
fá þá eitthvað fallegt …“
Leiklist
Iðnó | Jólasöngleikurinn Jólin syngja er
sýndur í Iðnó fram að jólum. Í aðal-
hlutverkum eru Rut Reginalds og Rósa
Guðmundsdóttir. Hægt er að panta miða í
562-9700.
Söfn
www.skjaladagur.is | Þjóðskjalasafn Ís-
lands, Borgarskjalasafn Reykjavíkur og
héraðsskjalasöfn um land allt hafa samein-
ast um vefinn www.skjaladagur.is þar sem
að finna fróðleik og sýningu um árið 1974 í
skjölum.
Þjóðminjasafn Íslands | Bjúgnakrækir
kemur í heimsókn kl. 13. Þá eru íslensku
jólasveinarnir komnir á jólasveinadagatal
sem fæst í safninu. Jólasveinakvæði Jó-
hannesar úr Kötlum er einnig í dagatalinu.
Veitingastofa safnsins býður fjölþjóðlegar
jólakræsingar. Kynntir eru japanskir og
pólskir jóla- og nýárssiðir auk íslenskra.
Fréttir
Bókatíðindi 2004 | Númer mánudagsins
20. desember er 87767.
Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur | Jólaút-
hlutun verður dagana 20. og 21. des. kl. 14–
17 á Sólvallagötu 48. Svarað er í síma 551-
4349 sömu daga kl. 11–16 og tekið á móti
varningi og gjöfum. Netfang: mnefnd@mi-
.is.
Námskeið
ITC-samtökin á Íslandi | Námskeið á veg-
um ITC 12. jan.–2. mars á Digranesvegi 12,
Kóp. Fjallað verður um ímynd, raddþjálfun
og líkamsbeitingu. Nánari uppl. gefur Ingi-
björg s. 822-1022 og Hildur s. 663-2799.
http://www.simnet.is/itc Útbr.nefnd ITC.
Útivist
Ferðafélagið Útivist | Útivistarræktin fer
frá gömlu Toppstöðinni í Elliðaárdalnum kl.
18. Allir velkomnir, ekkert þátttökugjald.
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos
Staður og stund á mbl.is.
Nánari upplýsingar um viðburði
dagsins er að finna á Staður og
stund undir Fólkið á mbl.is
Meira á mbl.is
Sláandi fegurð.
Norður
♠9876
♥ÁD743 N/NS
♦D7
♣83
Suður
♠ÁDG1053
♥62
♦ÁKG10
♣7
Vestur Norður Austur Suður
– Pass 2 hjörtu 3 spaðar
5 lauf 5 spaðar Allir pass
Þegar andstæðingur vekur á hindr-
unarsögn fylgja flestir spilarar þeirri
reglu að stökk í lit sé sterkt, enda sé
ástæðulaust að „hindra hindrun“.
Stökk suðurs í þrjá spaða sýnir því
góð spil yfir opnun austurs á veikum
tveimur í hjarta. En svo kemur vest-
ur með þriðja stökkið – í fimm lauf.
Hann er vafalítið í fórnarhugleið-
ingum og norður velur að berjast í
fimm spaða.
Og þá erum við loks komin að efn-
inu, sem er að taka ellefu slagi í fimm
spöðum. Vestur spilar út laufás og
austur setur drottninguna undir (til
að sýna gosann, væntanlega). Vestur
spilar aftur laufi, gosinn úr austri og
suður trompar. Hvernig er nú best að
spila?
Margt er vitað um skiptinguna.
Austur á sexlit í hjarta (og þar með
kónginn), og því virðist nauðsynlegt
að komast hjá því að gefa á tromp-
kónginn. Með hliðsjón af því sýnist
svíning í trompi sjálfgefin. En bíðum
við:
Norður
♠9876
♥ÁD743
♦D7
♣83
Vestur Austur
♠K4 ♠2
♥– ♥KG10985
♦8543 ♦962
♣ÁK109652 ♣DG4
Suður
♠ÁDG1053
♥62
♦ÁKG10
♣7
Spilið er öruggt ef trompið er 2–1.
Suður tekur á spaðaásinn og spilar
svo tíglunum fjórum. Í þessu tilfelli
trompar enginn, en þá er trompi spil-
að. Vestur lendir inni og verður að
spila laufi í tvöfalda eyðu og þá hverf-
ur tapslagurinn á hjarta. Ef austur
hefði átt spaðakónginn yrði hann að
gera slíkt hið sama, eða spila hjarta
upp í ÁD.
Einfalt og fagurt.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is
Fréttasíminn
904 1100