Morgunblaðið - 20.12.2004, Side 33

Morgunblaðið - 20.12.2004, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. DESEMBER 2004 33 Stóra svið Nýja svið og Litla svið BELGÍSKA KONGÓ e. Braga Ólafsson Gríman fyrir besta leik í aðalhlutverki Mi 29/12 kl 20, - UPPSELT Su 2/1 kl 20Fö 7/1 kl 20, Fö 14/1 kl 20, Su 16/1 kl 20 HÍBÝLI VINDANNA leikgerð Bjarna Jónssonar eftir vesturfarasögum Böðvars Guðmundssonar Aðalæfing fi 6/1 kl 20 - UPPSELT Frumsýning fö 7/1 kl 20 - UPPSELT Lau 8/1 kl 20 - GUL KORT- UPPSELT Su 9/1 kl 20 - AUKASÝNING - UPPSELT Lau 15/1 kl 20 - RAUÐ KORT Su 16/1 kl 20 - GRÆN KORT Fö 21/1 kl 20 - BLÁ KORT Lau 22/1 kl 20, Lau 29/1 kl 20, Su 30/1 kl 20 GJAFAKORT Í BORGARLEIKHÚSIÐ - GILDIR ENDALAUST Gjafakort fyrir einn kr. 2.700 - gjafkort fyrir tvo kr. 5.400. Gjafakort á Línu Langsokk fyrir einn kr. 2.000, fyrir tvo kr. 4.000 VIÐ SENDUM GJAFAKORTIN HEIM ÞÉR AÐ KOSTNAÐARLAUSU - pantið í síma 568 8000 eða á midasala@borgarleikhus.is Miðasalan er opin: Mánud. og þriðjud.:10:00-18:00, mið-, fim- og föstudaga: 10:00-20:00, laugar- og sunnudaga: 12:00-20:00 Miðasölusími 568 8000 - miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren Su 2/1 kl 14, Su 9/1 kl 14,Su 16/1 kl 14 Su 23/1 kl 14, Su 30/1 kl 14 HÉRI HÉRASON e. Coline Serreau Fö 14/1 kl 20, Su 23/1 kl 20 SVIK eftir Harold Pinter Samstarf: Á SENUNNI, Sögn ehf og LA. Mi 29/12 kl 20, Fö 14/1kl 20, Fi 20/1 kl 20 AUSA eftir Lee Hall og STÓLARNIR eftir Ionesco - Í samstarfi við LA Frumsýning fi 30/12 - UPPSELT Lau 8/1 kl 20, Su 9/1 kl 20 GJAFAKORTIN OKKAR GILDA ENDALAUST ☎ 552 3000 AUKASÝNING Í JANÚAR VEGNA MIKILLAR AÐSÓKNAR • Sunnudag 26/12 kl 20 NOKKUR SÆTI • Laugardag 15/1 kl 20 LAUS SÆTI eftir LEE HALL Loftkastalinn ✦ Seljavegi 2 ✦ 101 Reykjavík ✦ Miðasalan er opin frá 11-18 ✦ www.loftkastalinn.is ELVIS Í JÓLAPAKKANN! Gjafakort í leikhúsið - skemmtileg og öðruvísi jólagjöf í samstarfi við LEIKFÉLAG AKUREYRAR 4 600 200 leikfelag.is Miðasölusími ÓLIVER! Frumsýnt 28. des Óliver! Eftir Lionel Bart Þri 28/12 kl 20 UPPSELT Frums. Mið 29/12 kl 20 UPPSELT Fim 30/12 kl 16 UPPSELT Fim 30/12 kl 21 UPPSELT Sun 2/1 kl 14 UPPSELT Sun 2/1 kl 20 örfá sæti Fim 6/1 kl 20 örfá sæti Lau 8/1 kl 20 UPPSELT Sun 9/1 kl 20 nokkur sæti Fim 13/1 kl 20 nokkur sæti Lau 15/1 kl 20 örfá sæti Sun 16/1 kl 20 nokkur sæti Sýnt í Reykjavík: Eldað með Elvis, Svik og Ausa og stólarnir AUKASÝNING mið . 29 .12 k l . 20 .00 LAUS SÆTI LOKASÝNING f im. 30 .12 k l . 20 .00 UPPSELT Miðasa lan e r op in f rá k l . 14 -18 Lokað á sunnudögum ALLRA SÍÐUSTU SÝNINGAR BANDARÍSKI myndlistarmað- urinn Walter Gaudnek, sem fædd- ur er í Þýskalandi, stillir sér hér upp fyrir framan eina af teikn- ingum sínum af Adolf Hitler, þar sem nasistaforinginn er orðinn að teiknimyndafígúru í popp- listarstíl. Teikningarnar, sem getur að líta á sýningu í Altomuenster, nærri útrýmingarbúðum nasista í Dachau, hafa reitt gyðinga og sveitarstjórnarmenn á svæðinu til reiði. Sjálfur segir Gaudnek að til- gangurinn með hinum litríku verkum sé að sýna Hitler sem manneskju en ekki skrímsli. Reuters Hitler teiknaður sem manneskja ÉG VERÐ að viðurkenna að ég varð alveg hissa þegar ég heyrði geisladisk Kórs Áskirkju sem ber heitið Það er óskaland íslenskt. Lögin á diskinum hafa vissulega verið sungin ótal sinnum; Í Hlíð- arendakoti, Ó! Fögur er vor fóst- urjörð, Abba labba lá, Hver á sér fegra föðurland og fleira í þeim dúr, en samt var eins og ég væri að heyra þau öll í fyrsta sinn. Hvernig stendur á því? Jú, kórinn flytur þau svo fallega, túlkunin er svo innileg og söngurinn svo tær, hljómmikill og fágaður að það er hreint ótrú- legt. Greinilegt er að Kári Þormar, stjórnandi kórsins, er smekkmaður, blæbrigðin sem hann galdrar fram með hjálp kórsins eru sjaldheyrð á geisladiskum af svipuðum toga. Upptaka Sveins Kjart- anssonar er óvanalega góð; hvert einasta orð heyrist vel og hljómurinn er gæddur dásamlegri dýpt án þess að efstu tónarnir glati skærleika sínum. Geisladiskurinn hefur verið til- nefndur til Íslensku tónlistarverð- launanna og er ekki að undra; hann á svo sannarlega skilið að sigra. Vissulega er tónlistin ekki ný af nálinni en túlkunin er svo fersk að maður sér hana í alveg nýju ljósi. Sjaldheyrður galdur TÓNLIST Íslenskar plötur Kór Áskirkju flytur íslensk ættjarðarlög. Stjórnandi: Kári Þormar. Það er óskaland íslenskt Jónas Sen Kári Þormar ÆTLI kveðskapur sé að komast í tísku aftur? Fyrst varð Steindór Andersen að stjörnu með gullrödd sína og rímnakvæði, nú er eins og annar hver maður sé farinn að yrkja í hefð- bundnum stíl. Sigfús Bjartmars slær í gegn með heimsósóma sínum og nú stígur hver fram eftir annan með kveð- skap sinn, Lárus Jón Guðmundsson með Fröken Kúlu könguló, Davíð Þór Jónsson er með bækur í bundnu máli og áreið- anlega eru fleiri á ferð sem ég ekki hef séð. Kannski mál að Gerður Kristný fari að líta aftur á gömlu ljóð- in sín? Davíð Þór Jónsson hefur ekki svo ég viti gefið út bækur áður en kemur með tvær barnabækur fyrir þessi jól. Önnur er reyndar unglinga- bók, a.m.k. sögðu sjö ára Sólveig og bráðum tíu ára Dísa að Vísur fyrir vonda krakka væri leiðinleg og þær skildu hana ekki. Jólasnótirnar þrett- án hins vegar var „fyndin og skemmtileg“ og greinilega meira fyr- ir þeirra aldurshóp. Davíð Þór liggur mikið á hjarta í bók sinni Vísum fyrir vonda krakka og ég var ekki sam- mála litlu vinkonunum um hana. Yrk- isefni Davíðs Þórs eru helstu lestir samfélagsins og mannkynsins alls, sem hvorugt er upp á marga fiska miðað við kveðskapinn. Vísurnar eru misjafnar, sumar afbragð eins og t.d. Binnabálkur en aðrar síður eftir- minnilegar og kannski örlítið þving- aðar en yfirhöfuð hefur höfundur gott vald á forminu. Kaldhæðnin er hér alls ráðandi og margar vísurnar líka afar kaldranalegar. Þetta er án efa ástæða þess að þær sjö og tíu ára skildu ekki bókina, þær eru ekki komnar á kaldhæðnistigið. Tove Jansson hefur skrifað skemmtilega um kaldhæðni, en í múmínsögu henn- ar „Ósýnilega barnið“ verður lítil stúlka ósýnileg því frænka hennar sýnir henni stöðugt kaldhæðni. Lík- lega hefur verið rannsakað sér- staklega hvenær börn fara að skilja kaldhæðni en ég gæti trúað að bók Davíðs Þórs væri upplögð fyrir unglinginn sem er í þann mund að gera sér grein fyrir tvöfeldni og hræsni samfélagsins og er kannski dálítið upp- tekinn af því, bókin er líka ádeila sem þörf er á. Myndskreytingar Lilju Gunnarsdóttur eru skemmtilega grafískar og grófar eins og vís- urnar, mikil vinna liggur í þeim og þær eru mátu- lega hræðilegar og hlægilegar um leið. Jólasnótirnar þrettán Davíð Þór er bæði frumlegur og einkar fyndinn í vísum sínum um systur jólasveinanna og grikki þeirra. Hér eru þær mættar Sokkaskaði, Lykla-krækja, Rógtunga og Klára- mjólk, Staurblanka, Rauðsokka og fleiri sem gera okkur stöðugt grikk í hversdagsamstrinu. Þessi er tilvalin í skóinn eins og segir í auglýsingunni, og þá handa nokkuð stálpuðum börn- um, vísurnar eru fyndnar og umfjöll- unarefni þeirra öllum kunn. Hér er ekki kaldhæðni eða kaldranaleiki á ferð, sem gerir þessa bók aðgengi- legri þeim sem yngri eru. Myndir Jean Antoine Posocco eru hlýlegar og fallegar og kerlingarnar krúttlegar í ljótleika sínum, teikningarnar vega salt milli fallegra mynda og skrípa- legra, rétt eins og vísurnar. Þetta eru áhugaverðar og fyndnar bækur sem eru góð viðbót í hvaða bókaskáp sem er. Og fyrir þá sem ekki finna rím við Jesú er bara að kíkja í Vísur fyrir vonda … Hvað rímar við Jesú? Davíð Þór Jónsson Ragna Sigurðardóttir BÆKUR Barnaljóð Vísur fyrir vonda krakka Eftir Davíð Þór Jónsson, Lilja Gunnars- dóttir myndskreytti. 21 12 kúltúr kompaní 2004. Jólasnótirnar þrettán Eftir Davíð Þór Jónsson, Jean Antoine Posocco myndskreytti. 21 12 kúltúr kompaní 2004. BJÖRGVIN Guðmundsson (1891– 1961) tilheyrði frumherjahópnum sem kom íslenzkri listtónsköpun á rekspöl úr engu við frumstæðar að- stæður einangrunar, mennt- unarskorts og skilningsleysis. Voru flestir skáldbræður hans hér sjálf- numdir, og tveggja ára tónhá- skólanám hans í London á 3. áratug því afar fágætt fyrir sinn tíma. Þess- ar aðstæður skýra einnig að hluta hvernig óratóríustíll Händels gat lifnað aftur við í stærstu kórverkum Björgvins, löngu eftir að barokk- skeiðinu lauk sunnar í álfu. En kannski var það ekki svo skrýtið fyr- ir þjóð sem kvaddi kirkjutóntegundir miðalda þrem öldum á eftir nágrannalönd- unum í Evrópu. Það kemur kannski stóru verkunum helzt í koll hvað fyrirmynd þeirra er bæði forn og al- þekkt, og hefur þar sízt bætt úr skák frum- leikadýrkun seinni ára á Jóni Leifs. Hins vegar standa hin smærri verk Björg- vins furðuvel fyrir sínu innan um síðbúnar snemmrómantískar af- urðir annarra íslenzkra samtímatónskálda. Það má glöggt sjá á þessum nýútkomna hljómdiski, er sýnir fleiri hliðar á tónskáldinu og fjölbreyttari en vænta mætti af risaverkunum. Raun- ar rakst ég í fljótu bragði aðeins á eitt líklegt dæmi um Händel-áhrif, þ.e. í Forspilinu fyrir píanó (ávæning af For he shall feed his flock úr Messíasi) og gæti þó rithátturinn eins verið frá D. Scarlatti ef ekki fleirum. Erfiðara var að skafa úr sér ættarsvip Ástarglettna við Vila vid denna källa eftir Bellman! Að því gamni slepptu er margt heillandi við þennan disk, og jafnvel nýstárlegt. Sérstaklega að heyra ís- lenzk gullaldarsönglög útsett í eins konar nútíma vísnapoppstíl (ef það er þá rétta orðið), og e.t.v. einsdæmi. Gildir það um lögin Í rökkurró, Draumi þrælsins og Lifnar hagur lengir dag, öll bráðvel sungin af Bergþóri Pálssyni þó að dægurlægur brjóst- tónn hans sé ekki alls staðar sannfærandi, og Vögguvísu og Sofðu unga ástin mín sem eru fagurlega seimkraunuð af Eivøru Pálsdóttur. En einnig hefð- bundnu lögin njóta sín vel úr óhróflandi hönd- um jafnágætra lista- manna og Sigrúnar Hjálmtýsdóttur, Önnu G. Guðmundsdóttur, Snorra S. Birgissonar og Eyjólfs Eyjólfssonar (nema helzt þegar hann hneigist til að eftirreigja að hætti ungra söngv- ara). Karlakórinn Fóstbræður fer auðvitað sigri hrósandi með kórlögin undir vandvirkri stjórn Árna Harð- arsonar, og „djasskombóið“ smekk- lega með vandasamt upppopp- unarhlutverk sitt undir umsjón Péturs Grétarssonar slagverks- manns í prýðisgóðri upptöku. Loks hefur diskurinn sér til ágætis að hvert einasta lag er samvizkulega ár- sett í diskbæklingi. Óratóríusmiðurinn frá Vopnafirði TÓNLIST Íslenskar plötur 24 lög eftir Björgvin Guðmundsson. Snorri Sigfús Birgisson, Anna Guðný Guð- mundsdóttir & Kjartan Valdemarsson píanó, Karlakórinn Fóstbræður u. stj. Árna Harðarsonar, Eyjólfur Eyjólfsson tenór, Sigrún Hjálmtýsdóttir sópran, Sig- rún Eðvaldsdóttir fiðla, Bergþór Pálsson barýton, Pétur Grétarsson slagverk, Valdemar Kolbeinn Sigurjónsson & Birgir Bragason kontrabassi, Sigurður Ingi Snorrason klarínett, Eivör Pálsdóttir söngur og Edvard Lárusson gítar. Bæk- lingsgrein eftir Bjarka Sveinbjörnsson. Upptökustjóri og listrænn stjórnandi: Pétur Grétarsson. Útgefandi: Smekk- leysa © 2004 SMK 40. Björgvin Guðmundsson – Hljómblik Ríkarður Ö. Pálsson Björgvin Guðmundsson Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í er- lendum tungu- málum hefur gefið út fyrstu bókina í rit- röð fjölmála texta á Íslandi. Um er að ræða tvímála útgáfu á hinu sígilda leikriti Yermu eftir Fed- erico Garcia Lorca í þýðingu Mar- grétar Jónsdóttur og Karls J. Guð- mundssonar. Frumtexti og þýðing birtast hlið við hlið, línu fyrir línu, auk neðanmálsgreina þar sem skýrð eru ýmis málleg og menningarleg atriði textans. Einnig hefur Margrét ritað ýt- arlegan fræðilegan inngang að bókinni til frekari skýringa og samið æfingar fyrir spænskunema sem er að finna aftast. Fengur er að spænsk-íslenskri tvímála útgáfu þar sem ekki er til spænsk-íslensk orðabók á Íslandi. Dreifingu annast Háskólaútgáfan og fæst bókin í bókaverslunum. Fjölmála texti

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.