Morgunblaðið - 20.12.2004, Síða 34
34 MÁNUDAGUR 20. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
*
EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINSwww.borgarbio.is
Sýnd kl. 6 og 8..
Miðasala opnar kl. 15.30
Jólaklúður Kranks
Jólamynd fjölskyldunnar
Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 16 ára.
Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. B.i. 14 ára.
VINCE VAUGHNBEN STILLER
Sýnd kl. 3.40, 5.45, 8 og 10.15.
PoppTíví
Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 16 ára.
Sýnd kl. 4.
Hann er á toppnum...
og allir á eftir honum
Framleidd af Mel Gibson
Pottþéttur spennutryllir...
...
DodgeBallÓ.Ö.H. DV
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. B.i. 14 ára.
Sýnd kl. 10.
kl. 4, 6, 8 og 10.
Jólaklúður Kranks
Jólamynd fjölskyldunnar
SVAKALEGA ÖFLUG BARDAGAMYND Í ANDA BRUCE-LEE
EIN ÓHUGNALEGASTA MYND SEINNI ÁRA
HVERSU
LANGT
MYNDIR ÞÚ
GANGA TIL
AÐ HALDA
LÍFI
CARY
ELWES
DANNY
GLOVER
MONICA
POTTER
„Balli Popptíví“
EKKERT fyrirtæki býr að eins
miklu safni af íslenskri tónlist og
Skífan, því ekki er bara að fyrirtækið
hafi yfir að ráða upptökum úr eigin
útgáfusögu heldur hefur því líka
áskotnast obbinn af því sem til er
upptekið af íslenskri tónlist. Und-
anfarin ár hefur Skífan marvisst
unnið að því að gefa út tónlist úr safni
sínu og hyggst enn auka útgáfuna á
næstu árum, enda virðist ekki skorta
eftirspurn. Fyrir þessi jól sendir
Skífan frá sér nýjar plötur með göml-
um lögun Ellyar Vilhjálms, Helenu
Eyjólfsdóttur og Óðins Valdimars-
sonar, en einnig heldur áfram útgáfa
á svonefndu Óskalagasafni, en það er
eins konar dægurlagasaga Íslands,
út kemur áttunda platan í þeirri röð
og einnig Óskastund 3 með lögum
sem Gerður G. Bjarklind hefur valið.
Óskir fólksins
Eiður Arnarson, útgáfustjóri hjá
Skífunni, segir að endurútgáfum fyr-
irtækisins megi skipta í þrennt; fyrst
sé að nefna endurútgáfu á heilum
plötum, stundum með aukalögum en
oftar með litlu eða engu aukaefni, þá
eru það safnplötur af gömlu efni sem
sé oft selt á vægara verði og svo gef-
ur Skífan út það sem hann kallar fer-
ilsplötur, þar sem reynt sé að gefa
sem besta mynd af ferli einstaks tón-
listarmanns eða hljómsveitar og þá
mikið lagt í að safna góðum upplýs-
ingum um viðkomandi, myndum og
þess háttar.
Eiður segir að Skífan fari mikið
eftir óskum fólks þegar verið er að
ákveða hvað eigi að endurútgefa
hverju sinni. „Sem dæmi um það er
að við gáfum út safnplötu með bestu
barnalögum Ruthar Reginalds á síð-
asta ári og vorum þá að svara ein-
dregnum óskum fólks,“ segir Eiður
en bætir við að ekki séu þeir Skífu-
menn alltaf sammála því að tímabært
sé að gefa út safnplötu þótt beðið sé
um hana, það sé alltaf mat hverju
sinni.
Fleiri lög og betri hljómur
Að sögn Eiðs gerir Skífan æ meira
af því að endurnýja safnplötur, ef svo
mætti segja, að gefa út nýja safn-
plötu þótt þegar sé til á markaðnum
safnplata sem jafnvel selst prýðilega.
„Platan með Elly, Allt mitt líf, er gott
dæmi um þetta því safndiskur með
helstu lögum hennar, Lítill fugl, kom
út 1994 og hefur selst gríðarlega vel,
seldist til að mynda í eitt þúsund ein-
tökum á síðasta ári. Það var þó orðið
fyllilega tímabært að gefa þau lög út í
betri hljóm og þá var tekin ákvörðun
um að hafa mun fleiri lög á diskinum
og gera þetta allt betur.“
Allt mitt líf með Elly er dæmigerð
„ferilsplata“, eins og þeir Skífumenn
kalla það, en Skífan gefur út tvær
aðrar ferilsplötur í haust, annars
vegar plötu Helenu Eyjólfsdóttur,
Hvítu mávar, og hins vegar Er völlur
grær með Óðni Valdimarssyni, en
þau Óðinn og Helena voru samstarfs-
fólk í Atlantic-kvartettinum fyrir
norðan á sínum tíma.
Eiður segir að þegar vinna var
langt komin með plötuna hennar
Ellyar hafi mönnum dottið í hug að
gefa út safnplötu með Helenu, en
engin slík plata er til þrátt fyrir mikl-
ar vinsældir hennar í gegnum tíðina.
Í framhaldi af því hafi svo þótt við
hæfi að gefa líka út plötu með safni
laga sem Óðinn Valdimarsson hefur
sungið. Eiður segir að mörgum þyki
eflaust skrýtið að ekki skuli áður
hafa verið gefin út safnplata með lög-
um Helenu. „Hugsanlega hefur
mönnum þótt safnplatan sem gefin
var út með Hljómsveit Ingimars Ey-
dals duga, en þó skarast Hvítu mávar
að litlu leyti við þá plötu, ekki eru
nema örfá sömu lögin á báðum plöt-
unum.“
Óskalög þjóðarinnar
Sala á safnplötum er eðlilega mis-
jöfn, en Eiður segir að þegar vel
tekst til hlaupi salan á nokkrum þús-
undum og þannig hafi plata Vil-
hjálms Vilhjálmssonar, Dans gleð-
innar, sem kom út á geisladisk 1999,
selst í 12–13 þúsund eintökum og ný
plata Ellyar sé þegar komin í um 4
þúsund eintök en að sögn Eiðs hefur
fjöldi annarra slíkra ferilsplatna
gengið afar vel á undanförnum árum.
Ekki er bara að Skífan sé að gefa
út ferilsplötur á árinu heldur kemur
einnig út áttunda platan í útgáfuröð
sem kallast Óskalögin. Eiður segir að
markmiðið með þeirri útgáfu sé að
hafa plöturnar ódýrar í útgáfu til að
geta selt þær ódýrt og þannig sé
Óskalögin 8 á 2 þúsund kr. út úr búð,
en á diskinum eru 40 lög. „Það stend-
ur til að fara upp í tíu í þeirri útgáfu-
röð, en hugmyndin með henni var að
segja eins konar dægurlagasögu Ís-
lands, að vera með eins breitt svið og
hægt er, stundum ólík lög og ólíkar
tónlistarstefnur en alltaf lög sem
hafa verið vinsæl á hverjum tíma,“
segir Eiður.
Átak í endurútgáfu framundan
Tækninni fleygir fram og sífellt
verða menn betri í því að færa tónlist
á stafrænt gagnasnið fyrir geisla-
diskaútgáfu. Eiður segir og að þeir
Skífumenn hafi það sem þumalputta-
reglu að ef liðin eru fimm ár eða
meira síðan tónlist var unnin fyrir
geisladisk sé það gert aftur. „Við er-
um alltaf að fá betri og betri tæki fyr-
ir stafræna yfirfærslu auk þess sem
færni og reynsla tæknimanna eykst
og margar plötur kalla reyndar á það
að vera gefnar út aftur með end-
urbættum hljómi. Gott dæmi um
þetta er fyrsta útgáfa af Hana nú
með Vilhjálmi Vilhjálmssyni á geisla-
diski og svo nýja útgáfan sem er í
verslunum núna, en það er lygilega
mikill munur á þessum tveimur plöt-
um hvað sú síðarnefnda hljómar
miklu betur.“
Þess má svo geta að lokum að Skíf-
an hyggst gera átak í endurútgáfu á
næsta ári og gefa þannig út talsvert
af plötum á geisladiskum sem ekki
hafa verið fáanlegar áður auk þess
sem ýmsar útgáfuraðir eru í bígerð.
Tónlist | Safnplötur koma út með dáðum dægursöngvurum
Elly, Helena og Óðinn
arnim@mbl.is
BRESKA leikkonan Vanessa Red-
grave tók þátt í sýningu Vesturports
á Rómeó og Júlíu í Playhouse-
leikhúsinu í Lundúnum í fyrrakvöld,
fór með lokaorðin.
Redgrave er í hópi kunnra leikara
sem tekið hafa að sér að fara með
lokaorð verksins nú í desember og
janúar. Á morgun er röðin komin að
sir Derek Jakobi og á miðvikudag
verður Jonathan Pryce gestur Vest-
urports. Að sýningu lokinni stillti
Redgrave sér upp með leikhópnum
fyrir ljósmyndara Morgunblaðsins.
Hún er fyrir miðri mynd með
blómvönd og flösku í hendinni en
annar frá hægri er breski leikarinn
Alan Rickman sem var áhorfandi á
sýningunni. Hann er í seinni tíð lík-
lega þekktastur fyrir hlutverk sitt
sem Snape prófessor í Harry Potter-
myndunum vinsælu.
Vanessa Redgrave
í góðum félagsskap
Ljósmynd/Daniel Sambraus
AKUREYRINGAR
voru svo sann-
arlega ekki út-
undan í gleðinni
um helgina en þá
kom Sálin í hinn
sögufræga
skemmtistað Sjall-
ann og hélt uppi
dynjandi dansfjöri.
Ekki var kvartandi
yfir skorti á vin-
sældum sveitar-
innar en talið er að
um ellefu hundruð
manns hafi mætt í
húsið til að
skemmta sér á föstu-
dagskvöldið og ku hafa verið stút-
fullt út úr dyrum.
Sálin er ein elsta og vinsælasta
starfandi hljómsveit landsins og
eiga þeir mikið safn sígildra slag-
ara.
Sálin í Sjallanum
Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson