Morgunblaðið - 20.12.2004, Síða 40

Morgunblaðið - 20.12.2004, Síða 40
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MÁNUDAGUR 20. DESEMBER 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Áskriftarsími 881 2060 Í FORMI LIFANDI VÍSINDI Áskriftarsími 881 4060 UNGLINGAR í Valhúsaskóla settu upp sýn- inguna Hárið í Félagsheimili Seltirninga í gær. Sáu unglingarnir sjálfir um allan undirbúning sýningarinnar og rann allur ágóði af henni, miðasölu sem sælgætissölu, til barna- og ung- lingageðdeildar Landspítalans. Sýningin heppn- aðist vel, mikið fjör var á sviðinu og undirtektir áhorfenda góðar. Að sögn talsmanns sýning- arinnar var troðfullt út úr húsi og krakkarnir mjög ánægðir með hvernig til tókst. Ágóðinn verður afhentur forsvarsmönnum BUGL bráð- lega. Sungu og léku til styrktar BUGL Morgunblaðið/Kristinn ALGENGUSTU fyrirspurnir sem Húseigendafélagið fær yfir hátíð- irnar varða jólaskreytingar, há- vaða vegna flugelda og lyktarmeng- unar af hinni vestfirsku skötu. Nokk- uð ljóst er að ekki finnst öllum lyktin af skötunni sem fyllir loftin á Þorláksmessu jafn góð. Ekki eru t.d. allir íbúar í fjöleign- arhúsum á eitt sáttir um lyktina sem borist getur fram á gang. Það er gömul saga og ný að oft eru athafnir einum til ánægju og yndisauka en öðrum til ama og óþæginda, skrifar Hrund Krist- insdóttir, lögfræðingur Húseig- endafélagsins. Það er harla ólíklegt að eigendur í fjöleignarhúsum geti að hennar mati krafist þess að ná- grannar þeirra láti af þeim alda- gamla vestfirska sið að elda skötu á Þorláksmessu./Fasteignir Ilmurinn úr eldhúsinu ekki alltaf lokkandi MIKIÐ hefur verið hringt á tækni- frjóvgunarstofuna ART Medica síð- ustu daga og spurt út í egg til gjafar eða greiðslu. Fleiri hafa þó boðið fram aðstoð sína, án þess að hugsa um að fá eitthvað greitt fyrir það. Þetta kemur fram í viðtali við eig- endur stofunnar, læknana Þórð Ósk- arsson og Guðmund Arason, í Morg- unblaðinu í dag. Að sögn þeirra hafa þær konur sem hringt hafa gjarnan sagt að þær hafi ekki áttað sig á hve þörf fyrir gjafa- egg væri mikil. „Þörfin fyrir egg er mikil en fram- boðið hefur nær ekkert verið,“ segir Þórður en í dag eru á bilinu 25–30 pör sem bíða eftir því að fá egg til frjóvg- unar. Hafa sum pörin beðið í mörg ár. Á undanförnum þremur árum hafa um 40 börn orðið til með tæknifrjóvg- un hér á landi. Um 300 meðferðir vegna tæknifrjóvgunar fara fram hér á landi árlega. Margir hringt vegna eggjanna  Erum alls ekki/28–29 STJÓRNENDUR Íbúðalánasjóðs gerðu ráð fyrir innkomu bankanna á húsnæðislánamarkaðinn og að til uppgreiðslu lána myndi koma, skv. upplýsingum Halls Magnússonar, sviðsstjóra þróunar- og almennings- tengslasviðs Íbúðalánasjóðs. Hann segir það ekki rétt sem fram hafi komið í fréttaskýringu Morgunblaðs- ins sl. sunnudag að sjóðurinn geti komist í þrot ef framhald verður á miklum uppgreiðslum á útlánum sjóðsins. Hallur segir þó ýmislegt í grein blaðsins standast fræðilega séð. Hallur segir að sérstaklega hafi verið haldið fyrir utan skuldabréfa- skiptin sl. sumar rúmlega 120 millj- örðum kr. í húsbréfum og þar að auki tryggi skiptiprósenta í útboðinu sjóðnum annað eins. ,,Það þýðir að öllu óbreyttu að sjóðurinn er með hátt í þriðja hundrað milljarða getu til þess að takast beint á við þessar breytingar, óháð öðrum þáttum sem við getum gripið til og höfum verið að grípa til í gegnum okkar mjög svo virku áhættu- og fjárstýringarstefnu og fjárstýringaraðgerðir,“ segir hann. Í fréttatilkynningu Íbúðalánasjóðs í gær segir að lánshæfismatsfyrir- tækið Moody’s hafi staðfest „frábært lánshæfismat Íbúðalánasjóðs Aaa og telur að horfur sjóðsins séu stöðug- ar,“ eins og segir í tilkynningunni. Hallur Magnússon, sviðsstjóri hjá Íbúðalánasjóði Gerðu ráð fyrir innkomu banka og uppgreiðslum  Segir fjarri/6  Leiðari/20 KONUR greiða hlutfallslega meira fyrir lyf sem þær nota en karlar ef skoðað er meðaltal allra lyfjaflokka. Þetta kemur fram í Staðtölum almannatrygg- inga fyrir árið 2003 sem eru gefnar út af Tryggingastofnun ríkisins (TR). Þar af leiðandi fer meira fé í að greiða niður lyf fyr- ir karla og á það við um alla ald- ursflokka nema tvo (0–4 ára og 65–69 ára) þar sem kynin eru jöfn. Munurinn er mestur á ald- ursbilinu fimmtán til þrjátíu ára. Sigurbjörn Sveinsson, formað- ur Læknafélags Íslands, segir að ástæðan sé sú að konur vegi meira í þeim lyfjaflokkum þar sem teknar hafa verið ákvarð- anir um takmarkaðri niður- greiðslur frá Tryggingastofnun. Hann tekur sem dæmi að flest algengustu geðlyfjanna séu að- eins skrifuð út fyrir 30 daga í senn en konur eru líklegri til að taka slík lyf en karlar. „Ríkissjóður tekur því start- gjald á þrjátíu daga fresti eins og leigubílstjóri sem er að reyna að fá eins marga stutta túra og hann getur,“ segir Sigurbjörn og bætir við að svona sé þessu ekki háttað með lyf við hjarta- og blóðsjúkdómum sem karlar taka frekar. Þarf að endurskoða kerfið Inga J. Arnardóttir, lyfjafræð- ingur hjá TR, segir að Trygg- ingastofnun taki mismikinn þátt í endurgreiðslu lyfja. „Lyf við krónískum sjúkdómum eins og hjarta- og æðasjúkdómum og astma eru meira niðurgreidd en önnur lyf. Meiri partur lyfja hef- ur hins vegar minni niður- greiðslu eins og gigtarlyf og annað en notkun kvenna vegur þungt þar. Lyf sem karlar nota meira af eru dýr og meira nið- urgreidd,“ segir Inga en bætir við að getnaðarvarnarpillan vegi líka nokkuð þarna þar sem hún sé ekki niðurgreidd. „Það má kannski sjá þetta í pólitísku ljósi; að kerfið mismuni körlum og konum.“ Inga segir að umræða um endurskoðun á greiðsluþátttöku- kerfinu hafi verið í gangi í nokk- ur ár. „Ég held samt að flestir séu sammála um að kerfið sem við höfum í dag er óréttlátt. Það er mismikil niðurgreiðsla eftir lyfjum og svo virðist sem sum lyf séu „fínni“ en önnur. Maður get- ur verið heppinn að fá einn sjúk- dóm frekar en annan varðandi kostnað. Það þarf að gera kerfið gagnsærra og réttlátara,“ segir Inga. Konur borga meira fyrir lyf en karlar Ríkið tekur startgjald eins og leigubíl- stjóri, segir for- maður Lækna- félagsins  Sex milljarðar/8 KJARTAN Henry Finnbogason og Theodór Elmar Bjarnason, ungir knattspyrnumenn úr KR, sömdu í gær við skoska meistaraliðið Glas- gow Celtic og hefja atvinnuferilinn með því í janúar. Báðir skrifuðu þeir undir samning til ársins 2007 og KR-ingar gengu jafnframt frá samningum við Celtic í Glasgow í gær. Kjartan Henry og Theodór Elmar eru fyrstu íslensku knattspyrnumennirnir í röðum Celtic síðan Jóhannes Eðvaldsson lék með félaginu á áttunda áratugnum./Íþróttir Ungir KR-ingar sömdu við Celtic Morgunblaðið/Kristinn Kjartan Henry og Theodór Elmar í búningi skosku meistaranna Glasgow Celtic. UNGUR piltur slasaðist mjög alvarlega á baki á vélsleða á Ólafsfjarðarvegi við Hauga- nesafleggjara um miðjan dag í gær. Hann var fyrst fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Ak- ureyri, en síðan um kvöldmat- arleytið með sjúkraflugi suð- ur til Reykjavíkur á Land- spítala – háskólasjúkrahús til frekari rannsókna og með- ferðar. Pilturinn er ekki talinn í lífshættu, en er engu að síður mjög alvarlega slasaður. Slasaðist alvarlega á vélsleða ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.