Morgunblaðið - 22.12.2004, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.12.2004, Blaðsíða 4
EIÐUR Smári Guðjohnsen, fyrirliði íslenska landsliðs- ins í knattspyrnu, sem tók þátt í kjöri á leikmanni árs- ins á vegum Alþjóða knatt- spyrnusambandsins, setti samherja sinn hjá Chelsea, Frank Lampard, í efsta sæt- ið á atkvæðaseðli sínum, Thierry Henry í annað og Ronaldinho í þriðja. Atkvæðaseðill landsliðs- þjálfaranna Ásgeirs Sig- urvinssonar og Loga Ólafs- sonar var með Ronaldinho í efsta sæti, Thierre Henry í öðru og Brasilíumanninn Adriano í þriðja. Það voru landsliðsþjálf- arar og fyrirliðar landsliða, sem tóku þátt í kjörinu. Eiður Smári valdi Lampard FÓLK  GUÐJÓN Þórðarson, fyrrverandi landsliðsþjálfari í knattspyrnu, skrif- aði í gær undir þriggja ára samning hjá Keflavíkurliðinu í knattspyrnu.  JULIAN Duranona skoraði 9 mörk, þar af eitt úr vítakasti, þegar lið hans Vulkan Vogelsberg vann SG Bruchköbel, 37:31, í 3. deild þýska handknattleiksins. Duranona er markahæsti leikmaður liðsins á leiktíðinni, hefur skorað 115/25 í 13 leikjum.  GRÍÐARLEGUR áhugi var í Nor- egi á úrslitaleik Norðmanna gegn Dönum í úrslitaleik Evrópumóts landsliða í handknattleik sl. sunnu- dag. Tæplega 1,3 millj. Norðmenn horfðu á beina útsendingu frá leikn- um á TV 2 en þar fögnuðu Norð- menn sigri. En þetta er ekki metá- horf þar sem 1,5 millj. Norðmenn sáu úrslitaleik Norðmanna gegn Frökkum í úrslitum heimsmeistara- keppni kvenna sem fram fór í Noregi árið 1999.  SCOTT Parker miðjumaður úr liði Chelsea leikur ekki knattspyrnu næstu vikurnar. Leikmaðurinn varð fyrir meiðslum í leik Chelsea gegn Norwich um síðustu helgi og eftir myndatöku kom í ljós að Parker er fótbrotinn.  RICARDO Carvalho, varnarmað- ur Chelsea, er frá keppni eins og er vegna tábrots. Hann lék ekki gegn Norwich en José Mourinho, knatt- spyrnustjóri, reiknar með að hann geti leikið gegn Liverpool á nýárs- dag en telur hæpið að Portúgalinn nái leiknum við Aston Villa annan í jólum.  MATHIAS Svensson framherji Norwich verður frá keppni og æf- ingum næstu vikurnar vegna meiðsla í hné sem hann hlut í leikn- um við Chelsea um nýliðna helgi.  EDMILSON hinn brasilíski, er á förum frá norska liðinu Lyn en þang- að kom hann í sumar. Hann fékk heimþrá kappinn og var ákveðið að láta hann fara, enda náði hann sér aldrei á strik með liðinu. Lyn hefur keypt finnska sóknarmanninn Keijo Huusko, en hann er 24 ára og var ný- lega valinn í finnska landsliðið í knattspyrnu.  DANIEL Karbassiyoon, tvítugur varnarmaður frá Arsenal, hefur ver- ið lánaður til 1. deildarliðs Ipswich í einn mánuð. Karbassiyoon er banda- rískur en foreldrar hans eru frá Ítal- íu og Íran og hann hefur leikið með yngri landsliðum Bandaríkjanna. Hann lék með Arsenal gegn Ever- ton, Manchester City og Manchester United í deildabikarnum fyrir skömmu og skoraði gegn City. Ég á ekki von á því að takaákvörðun fyrir jól, en býst við að vera búinn að því fyrir áramót. Það kemur vel til greina að leika áfram og það væri mun skemmti- legra að halda áfram að spila körfu- bolta. En ég veit ekki hvað verður,“ sagði Kristinn við Morgunblaðið í gær. Spurður um hvort líklegra væri að hann léki með liði á Suð- urnesjum þar sem hann er búsettur sagði Kristinn að það skipti ekki öllu máli. „Ég gæti allt eins leikið með Tindastól á ný eða Keflavík. Í raun skiptir það ekki máli hvar liðið er staðsett og allt kemur til greina,“ sagði Kristinn en hann verður 33 ára á Þorláksmessu. Hann lék fyrst í úrvalsdeild 1989– 1990 með Keflavík og hefur skorað yfir 15 stig að meðaltali í úrvals- deild í rúmlega 300 leikjum. Mest tímabilið 1994–1995 með Þór frá Akureyri, 27,1 stig að meðaltali. KRISTINN Friðriksson, fyrrverandi þjálfari og leikmaður úrvals- deildarliðs Grindavíkur í körfuknattleik, hefur ekki gert upp hug sinn hvort hann leiki með öðru félagi á yfirstandandi leiktíð. Samn- ingi Friðriks var sagt upp í síðustu viku og tók Einar Einarsson við sem þjálfari liðsins. SHAQUILLE O’Neal miðherji NBA-liðsins Miami Heat mun mæta fyrrum félögum sínum í Los Angeles Lakers í fyrsta sinn á laugardag frá því að hann fór frá Lakers sl. sumar. Í við- tali á mánu- daginn sagði O’Neal að hann ráð- legði fyrrum félaga sínum hjá Lakers, Kobe Bryant, að halda sig fyrir utan vítateiginn í sókn- arleik Lakers, því það mætti bú- ast við átökum. Bryant hefur ítrekað sent O’Neal kaldar kveðjur í gegnum fjölmiðla frá því O’Neal fór fram á það að fara frá Lakers. „Ef að hraðskreiður bíll lendir á vegg á miklum hraða þá mun eitthvað slæmt gerast. Bryant er hraðskreiður og ég er vegg- urinn,“ sagði O’Neal við ABC- sjónvarpsstöðina á mánudaginn. Leikurinn fer fram í Los Ang- eles og býst O’Neal við köldum kveðjum frá stuðningsmönnum liðsins. „Ég virði Bryant sem leikmann en við vorum ekki miklir mátar á meðan við vorum samherjar og hann virti mig ekki sem leikmann, hann vildi að ég léki með öðrum hætti sem hentaði honum betur. En ég vissi að ég yrði að fara frá fé- laginu er ég frétti það á vefsíðu að Phil Jackson þjálfari liðsins yrði ekki endurráðinn. Yfirleitt var ég sá fyrsti sem frétti um breytingar sem voru í vændum en það var búið að ýta mér út í horn hjá félaginu,“ segir O’Neal. „Vertu úti, vinur“ O’Neal ÞAÐ hrökk ekki til hjá Allen Iver- son að hann skyldi skora 51 stig fyrir Philadelphia 76ers í NBA- deildinni í fyrrakvöld en þar tapaði 76’ers 103:101 gegn Utah Jazz. Iverson skoraði 54 stig gegn Mil- waukee í síðasta leik 76’ers og er þar með sjöundi leikmaðurinn frá upphafi NBA-deildarinnar sem skorar 50 stig eða meira í tveimur leikjum í röð. Iverson fékk 6. villu sína rétt fyrir leikslok eftir að hann braut á Mehmet Okur og tryggði Okur Jazz sigur með því að hitta úr tveimur vítaskotum. „Jim O’Brien þjálfari okkar var duglegur að kalla leikkerfi þar sem ég fékk að ljúka sóknum okkar og í raun notuðum við sama leikkerfið fyrir mig frá upphafi til enda. Það á við um alla leikmenn sem ná að finna taktinn í sókninni, þeir hætta ekki að skjóta,“ sagði Iverson eftir leikinn en hann skoraði 54 stig gegn Milwaukee í vikunni og er þar með fyrsti leikmaður félagsins sem nær að skora meira en 50 stig í tveimur leikjum í röð frá því að Wilt Chamberlain gerði slíkt árið 1962. Antawn Jamison skoraði 50 stig í tveimur leikjum í röð sem leik- maður Golden State Warriors árið 2000 en aðrir sem hafa afrekað slíkt eru Rick Barry, Elgin Baylor, Chamberlain, Bernard King og Michael Jordan. AP Allan Iverson sækir hér að körfu Utah Jazz, þar sem þeir Aleks- andar Radojevic (51) og Carlos Boozer eru til varnar. Iverson með yfir 50 stig á ný Kristinn liggur undir feldi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.