Morgunblaðið - 19.12.2004, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 19.12.2004, Blaðsíða 24
Þrátt fyrir að tímarnir breytist og tískan sé hverful hafakjólar staðist tímans tönn. Kjólar eiga sér ævafornasögu og hafa raunar aldrei dottið úr tísku. Þeir und- irstrika kvenleika og fegurð; hvort sem þeir eru dragsíðir eða knallstuttir. Á þriðja áratugnum þegar Coco Chanel opinber- aði nýju fatalínuna sína skipaði kjóllinn áberandi sess þótt hversdagsfatnaðurinn væri allur í anda jafnréttis. Kjóllinn var reyndar víðari og styttri en áður þekktist enda áttu konur að vera frjálsar til að dansa og hreyfa sig óheftar. Í dag þegar tímabilstískan er í algleymingi eru kjólar jafnvel vinsælli en nokkru sinni fyrr, enda á boðstólum kjólar í anda flestra tíma- bila síðustu alda. Það skemmtilega við tískuna núna er að hönnuðir taka gömul tímabil og færa þau í form sem hentar nútímakonunni. Ímyndunaraflinu er greinilega gefinn laus taumurinn og ekkert fundið því til fyrirstöðu að hanna t.d. kjól í anda fimmta áratugarins með austurlensku eða gotnesku ívafi. Stefnur og straumar | Tímarit Morgunblaðsins fór á stúfana til að kanna helstu stefnur og strauma í verslunum borgarinnar og komst að því að áherslurnar eru misjafnar en undirtónninn sá sami; að konur finni sinn eigin persónu- lega stíl og séu óhræddar við að undirstrika hann með fallegum fylgihlutum. Karen Ómarsdóttir, verslunarstjóri Oasis í Kringlunni, segir svart satín alltaf vinsælt í versl- uninni fyrir jólin, hvort sem litið er til kjóla eða dragta. Hún segir konur opnari fyrir litum þegar þær kaupa sér kjóla fyrir nýársfögnuði eða árshátíðir, en leiti frekar í svart fyrir jólin. Kjólarnir í Oasis ná flestir rétt niður fyrir hné og minnir hönnun þeirra á „baby-doll“-kjólana og tískuna frá því á sjötta áratugnum (50’s). Karen segir hönnuðina hjá Oasis leggja mikla áherslu á að hver kona finni sinn eigin persónulega stíl og undirstriki hann með fylgihlutunum. Sem dæmi þá ráði hún konum frá því að velja sér hefðbundna svarta skó við t.d. myntugrænan kjól og bendir á mögu- leikann að velja silfurlitaða skó og fylgihluti við kjólinn. ,,Þetta er skírskotun í stíl Carrie í Beðmál í borginni; að blanda saman litum og leyfa fylgihlutunum að spila veigamikið hlutverk,“ segir Kar- en og tekur fram dökkgræna skó, tösku og fylgihluti við myntugræna kjólinn, sem fær á sig nýjan blæ. Rómantík og blúndur | Í GK á Laugaveginum er rómantískt yfirbragð á kjólunum og segir Kolbrún Petrea Gunnarsdóttir, einn eigandi verslunarinnar, blúndur, perlur og fínofin net áberandi í kjólum fyrir hátíðirnar. Sniðin á kjólunum í GK minna á þriðja áratuginn (20’s) og ná kjólarnir, sem flestir eru í svörtum lit, niður á miðja kálfa. Kolbrún mælir með stígvélum við þessa kjóla sem gefur skemmtilegt yfirbragð og hentar einkar vel íslensku veðurfari um þessar mundir. Í Karen Millen kennir ýmissa grasa og má segja að tvær línur takist á um athyglina í versl- uninni; gamli Hollywood-glamúrinn og austurlenskt „fusion“. Í versluninni má finna allt frá hálfsíðum skásniðnum satín-kjólum til þröngra korsilettukjóla sem minna á kjóla japanskra geisja. Skórnir og samkvæmistöskurnar í Karen Millen vekja eftirtekt og á hönnuður merkisins heiður skilinn fyrir að hanna skó og töskur í stíl við kjólana, þótt ekkert sé því til fyrirstöðu að blanda saman fatnaði og fylgihlutum úr ólíkum línum. Svo nú er bara að fara á stúfana og finna rétta kjólinn og skarta með honum dýrindis skóm og tösku. | elinros@simnet.is TÍSKA | ELÍNRÓS LÍNDAL ÓÐUR TIL FORTÍÐAR Fyrir Hollywood-dívur og aðrar drottningar Kjóll 14.990 kr. OASIS. Skór frá The Seller 22.990 kr., samkvæmistaska frá DKNY 15.990 kr. Eva. Kjóll 12.990 kr., skór 7.990 kr., samkvæmistaska 3.990 kr. OASIS. Kjóll 17.990 kr., skór 15.990 kr., samkvæmistaska 10.990 kr. Karen Millen. Kjóll 17.990 kr., skór 17.990 kr., samkvæmistaska 12.990 kr. Karen Millen. Skór 12.990 kr. og samkvæmistaska 17.990 kr. Karen Millen. Kjóll frá Day í Night-línunni frá Birger et Mikkelsen 18.590 kr. Stígvél frá Fluxa kosta 29.900 kr. GK Reykjavík. Samkvæmistaska Ingra Pel Bolsos 4.200 kr. Tösku- og hanskabúðin. L jó sm yn di r: Á rn i S æ be rg 24 | 19.12.2004

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.