Morgunblaðið - 19.12.2004, Side 32

Morgunblaðið - 19.12.2004, Side 32
32 | 19.12.2004 SMÁMUNIR... Það getur verið þrautin þyngri að búa til girnilega eftirrétti sem eiga að vera með bráðinni sykurskorpu þegar réttu tækin til eldamennskunnar vantar. Þá er gasbrennari á borð við þennan lausnin en með full- tingi hans verður leikur einn að töfra fram hnossgæti á borð við Crème brûlé heima í eldhúsi. Þarna er á ferðinni hálfgert log- suðutæki, lítill brenn- ari sem hentugur er til að bræða sykur eða ost eða þá brúna kjöt svo eitthvað sé nefnt. Tækið gengur fyrir venjulegu kveikjara- gasi og er með rafrænni kveikju. Loginn er stillanlegur og mögulegt er að beina honum í hvaða átt sem er við notkun. Gasbrennarinn fæst í Bús- áhöldum og gjafavörum í Kringlunni og kostar 3.425 krónur. Jólagjöf fyrir matgæðinginn Flestir leggja sig í líma við að skarta sínu feg- ursta um jólin. Þegar búið er að dressa sig upp í jakkaföt og bindi er lítill glamúr í því að vera í gömlu, slitnu brókinni innanundir glæsi- fatnaðinum. Í Hagkaupum fást þessar sér- deilis glaðlegu jólanærbuxur sem ættu að hæfa tilefninu. Þær eru frá Joe Boxer, eru úr 100% bómull og kosta 2.499 krónur. Jólalegur yst sem innst Ilmsölumaðurinn og það sem hann stóð fyrir í hugum fólks í Suður- Frakklandi fyrr á öldum er jólaþema L’Occitane í ár. Ilmsölumaðurinn boðaði komu jólanna, þegar hann, stuttu fyrir jól, fór um Provence-hér- aðið með körfur sínar fullar af ilm- andi blómum, jurtum og ýmsum ilm- andi varningi. Hann gekk á milli bæja og borga og kallaði með syngjandi rómi þegar hann nálgaðist bæjar- mörkin: „Hér kemur ilmsölumaður- inn, komið og sjáið það sem ég færi ykkur nú. Komið börnin góð og heyrið sögur ilmsins…“ Börnin biðu komu ilmsölumannsins með eftirvæntingu, hann sagði þeim sögur og ævintýri og foreldrarnir keyptu svo af honum vörur til að skreyta heimilin og gæða þau ilmi jólanna. Olivier Baussan, stofnandi L’Occitane, segir að í sínum huga standi ilmsölumaðurinn fyrir tveim- ur störfum, annars vegar grasafræðinginn, sem sé heillaður af lækn- ingarmætti og fagurfræðilegum gildum plantna og hins vegar ilm- gerðarmanninn, sem með örlæti konungs og reynslu „nefsins“ fangar ilm hina ævinlega göfugu blóma. Ilmsölumaðurinn hefur ýmislegt fram að færa þessi jólin og fást t.d. vanillu-, appelsínublóma-, rósa-, magnolíu- og mímósuilmur í öllum mögulegum formum og útfærslum; ilmvötn, sápur, freyðiböð, líkams- krem, kerti o.fl. í verslun L’Occitane, Laugavegi 76. Þá hefur ilmsölumaðurinn útbúið gjafakassa með mismunandi inni- haldi, sem kosta frá 1.500–10.000 kr. Einnig gefst viðskiptavinum kostur að velja úr góssi hans og raða sjálfir í slíka kassa. 20 ml. ilmvatnsglös eru á 1.380 kr. og 125 ml. á 3.325 kr. Á umbúð- unum er nafn ilmsins skrifað með blindraletri. Ilmsölumaðurinn boðaði komu jólanna Þeir eru ófáir sem geta illa verið án kaffis, hvort sem er hversdags eða á hátíðum. Þessa síðustu daga fyrir jól þegar drjúgur tími fer í búða- rölt og útrétt- ingar er fátt meira hress- andi en að skella í sig góð- um bolla af bragðmiklu kaffi og hvað er þá betra en að skerpa á jólastemningunni í leiðinni. Í Te og kaffi er hægt að fá sérstakt Jólakaffi sem ætti að henta vel í slíkum tilfellum. Jólakaffið er malað úr Arabica-kaffibaunum og er bragðbætt með súkkulaði, heslihnetu og kanil í þeim tilgangi að töfra fram ilm jólahátíðarinnar upp úr kaffi- bollanum. Þeir sem eru lítið gefnir fyrir bragðbætt kaffi geta hins vegar fengið sér Hátíðarkaffi sem er úr blöndu sérvalinna úrvalskaffibauna. Hið bragð- bætta Jólakaffi er selt í 125 gramma umbúðum og kostar 398 krónur en Hátíðarkaffið er selt í 250 gramma umbúðum og kostar 545 krónur. Og þegar boðið er upp á jólasmákökurnar í fjölskylduboð- unum um jólin verður ekki bara bakkelsið spari heldur kaffið líka. Ilmur af jólum úr kaffibollanum Hundar grafa bein, íkornar safna hnetum fyrir veturinn og kameldýr koma sér upp vatns- og matarbirgðum fyrir margra daga ferðalag um eyðimörkina. Þótt grísir hvorki grafi, safni né birgi sig upp af einu né neinu, hafa þeir engu að síður orðið tákn fyrir sparnað. Til eru sparigrís- ir í öllum stærðum og gerðum, þeir eru í auglýsingum og víða í framlínu þegar sparnaður er annars vegar. Nærtækt er að nefna eitt slíkt, mjög svo bleikt, sem fer með stórt hlutverk hjá matvörukeðju hér á landi. Grísir urðu andlit söfnunar og sparsemi fyrir tóman misskilning, sem á rætur að rekja til mið- alda að því hermt er á vefnum www.ideafinder.com. Þar segir að á fimmtándu öld hafi málmur verið munaður og því sjaldan notaður í búsáhöld alþýðunnar. Diskar, pottar og þvíumlíkt voru úr leirtegund, sem nefndist pygg, en enska orðið yfir grís er pig. Ef fólk gat sparað smápening var vaninn að láta hann í slíkt leirílát; pygg-bankann eða piggy- bankann eins og þau voru stundum kölluð. Næstu tvær til þrjár aldirnar gleymdist að „pygg“ stóð fyrir ákveðna leirtegund. Svo á nítjándu öld þegar breskir leirkerasmiðir voru beðnir um að framleiða piggy-bauka, hvarflaði ekki annað að þeim en að búa til bauka í líki grísa. Þaðan í frá urðu grísir táknmynd sparnaðar, enda féllu þeir vel í kramið hjá börnum sem fullorðnum. Sparigrís fyrir misskilning

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.