24 stundir - 28.05.2008, Blaðsíða 6

24 stundir - 28.05.2008, Blaðsíða 6
31. maí - 1. júní HÁTÍÐ HAFSINS H 2 hönnun 6 MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 2008 24stundir Lögfræðingar ríkisstjórnarinnar vinna enn að svari til mannrétt- indanefndar Sameinuðu þjóðanna um fiskveiðistjórnunarkerfið. Nefndin telur kvótakerfið brjóta í bága við mannréttindasáttmála. Ellefta júní rennur út fresturinn sem íslenska ríkið hefur til að gera grein fyrir máli sínu eða kynna breytta stefnu. Engar upplýsingar fást úr sjávarútvegsráðuneytinu um hvernig verkinu miðar, en sjáv- arútvegsnefnd Samfylkingarinnar hefur skorað á ráðherra að bregð- ast við áliti nefndarinnar með áætl- un um aðgerðir. Helgi Hjörvar sem situr í sjávarútvegsnefnd Alþingis segir að nefndin þurfi að fjalla um svarið áður en það verður sent SÞ. Ráðuneytið segir áfram stefnt að kynningu á Alþingi. bee Enn pælt í kvótakerfinu vegna álits SÞ Stefnt að kynningu á Alþingi – ef næst samkvæmt lögunum. „Mér var sagt að það væri tilgangslaust fyrir mig að sækja um þessar greiðslur því að strákurinn minn félli ekki undir sjúkdómaflokkunina sem skil- greind er í lögunum til að foreldrar fái þessar greiðslur. Staðan er samt sem áður þannig að ég hef ekki get- að unnið vegna veikinda hans. Ég skil ekki alveg til hvers þessi lög eru sett en það virðist alla vega ekki vera til þess að styrkja fólk sem þarf að annast börnin sín.“ Vil bara sinna stráknum mínum Þórunn Eva gagnrýnir hvernig þjónustufulltrúar Tryggingastofn- unar hafa komið fram við hana. „Það er eins og ég sé að fara fram á einhvern rosalegan greiða frá þeim. Það eina sem ég vil er hins vegar að „Mér fannst viðmótið sem ég fékk hjá Tryggingastofnun vægast sagt kuldalegt. Mér var bara sagt að ég gæti gleymt því að ég fengi þessar greiðslur,“ segir Þórunn Eva Guð- bjargar Thapa. Þórunn er móðir fjögurra ára drengs, Jóns Sverris Árnasonar sem hefur verið greind- ur með galla í ónæmiskerfinu. Tilgangslaust að sækja um Þórunn Eva hefur ekki getað stundað vinnu frá fæðingu Jóns Sverris vegna veikinda hans. Hún segist hafa haft samband við Trygg- ingastofnun oftar en einu sinni frá áramótum eftir að lögum um greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna var breytt til að kanna hvort að hún eigi möguleika á því að fá greiðslur geta sinnt stráknum mínum án þess að þurfa að fá í magann um hver mánaðamót þegar rukkanirnar koma inn um lúguna.“ freyr@24stundir.is Móðir veiks drengs gagnrýnir viðmót starfsfólks Tryggingastofnunar Kuldaleg Tryggingastofnun Eftir Hlyn Orra Stefánsson hlynur@24stundir.is „Fjárhagsleg staða flestra hafna landsins er veik og fátt bendir til að hún muni styrkjast á næstu árum,“ segir í niðurstöðu skýrslu sem Hagfræðistofnun Háskóla Ís- lands vann fyrir Siglingastofnun Íslands. Í skýrslunni kemur fram að af 36 höfnum í Hafnasambandi Ís- lands eru ekki nema 3 sem líklegar eru til að geta fjár- magnað nauðsynlegar framkvæmdir og við- hald og greitt af lán- um sínum á næstu árum. Í samband- inu eru helstu hafnir landsins. Hafnirnar eru á ábyrgð sveitarfé- laga. „Það er ljóst að rekstrarafkoma hafnanna getur orðið svo slæm að sveitarfélögin þurfi að taka á sig aukn- ar byrðar vegna rekstrar og skuld- bindinga,“ segir Gísli Gíslason, formaður Hafnasambandsins. Árið 2006 voru hafnir landsins samtals reknar með 170 milljóna króna tapi að því er fram kemur í skýrslunni. Afkom- an hafði þá snúist mjög til hins verra, en árið 1990 var 560 millj- óna króna hagnaður af rekstri þeirra. 10 hafnir skiluðu hagnaði árið 2006, en 26 voru reknar með tapi. Mest tap Reykjaneshafna Mest var tapið á rekstri Reykja- neshafna, eða tæpar 290 millj- ónir. Hafnarfjarðarhöfn var rekin með 150 milljóna króna tapi og höfnin í Vestmannaeyjum með 110 milljóna króna tapi. Faxa- flóahafnir í Reykjavík voru hins vegar reknar með 490 milljóna króna hagnaði og hafnir Fjarða- byggðar með 155 milljóna króna hagnaði, en þessar tvær hafnir voru reknar með mestum af- gangi. Þá kemur fram að afkoman hafi versnað mest á tímabilinu hjá Reykjaneshöfnum, þar sem 11 milljóna króna hagnaður árið 1990 snerist í 290 milljóna króna tap árið 2006. Í Hafnarfirði, Norðurþingi og Vestmannaeyjum hefur afkoman versnað um 100 milljónir króna eða meira og hjá sjö höfnum þar að auki um meira en 25 milljónir. Tekjur af aflagjaldi ekki aukist Á undanförnum árum hafa rekstrargjöld allra hafna aukist og eins rekstrartekjur aðrar en tekjur af aflagjaldi. „Fyrir vikið hefur kreppt verulega að þeim höfnum sem eiga mikið undir aflagjaldi, en í þeirra hópi eru bæði stórar og smáar hafnir,“ segir í skýrsl- unni. Gísli fagnar jákvæðri afstöðu Kristjáns Möllers samgönguráð- herra til styrkja til að hvetja til strandsiglinga. „Það er tvímæla- laust til mikilla hagsbóta fyrir hafnirnar, sem nutu á sínum tíma tekna af strandsiglingum. Þá þurfti að leggja út í kostnaðar- sama aðstöðugerð vegna strand- siglinganna, sem ekki fást inn tekjur fyrir lengur.“ Árið 2000 hættu Samskip strandsiglingum, en árið 2004 hætti Eimskip reglubundnum strandsiglingum. Harðnar í ári hjá höfnum  Aðeins 3 af 36 höfnum munu geta staðið undir kostnaði og af- borgunum  Kreppt að þeim sem eiga mikið undir aflagjaldi ➤ Árið 1990 var 560 milljónakróna hagnaður af rekstri hafna landsins. ➤ Árið 2006 var 170 milljónakróna tap af rekstrinum. VIÐSNÚNINGUR 24stundir/Gunnlaugur Úr mínus í plús Stykkishólmshöfn er ein þeirra hafna þar sem viðsnúningur hefur orðið í rekstri. Ríkisstjórnin hefur lagt fyrir Alþingi tæplega 150 þingmál til að fylgja eftir stefnuyfirlýsingu sinni. Þetta kom fram hjá Geir H. Haarde forsætisráð- herra í eldhúsdags- umræðum á Alþingi í gær. Ráðherra segir að 80% af þeim málefnum sem þar eru tiltekin hafi þegar ver- ið tekin fyrir og full- afgreidd, eða komið í vinnslu. „Ég held því fram að á bekkjunum í kvöld sitji ríkisstjórn brostinna vona sem ekki er starfi sínu vaxin,“ sagði Guðni Ágústsson, formaður Framsóknar. Fjármálakreppuna tel- ur Guðni meðal annars stafa af því að ungir menn hafi óátalið slett úr klaufum eins og feitir kálfar að vori og dreift ódýru silfri yfir þjóðina. Formenn flokkanna voru meðal ræðumanna á eldhúsdegi, að frátöld- um Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur og Steingrími J. Sigfússyni. Efndir eða brostnar vonir Mál ríkissaksóknara gegn fjórum mönnum sem kærðir eru fyrir stórfellt fíkniefnasmygl verður þingfest fyrir Héraðsdómi Reykja- víkur á morgun. Brotið var framið undir lok síðasta árs og snerist um tilraun til inn- flutnings á röskum 4,6 kílóum af am- fetamíni og nærri 600 grömmum af kókaíni. Fíkniefnin fundust við leit tollgæslu og lög- reglu í bifreið hraðsendingafyr- irtækis á Keflavík- urflugvelli, þar sem einn hinna ákærðu starf- aði. Hafði hann lagt á ráðin með félögum sínum um hvernig haga skyldi sendingu og móttöku efnanna þannig að þau lentu ekki í klóm yf- irvalda og gerði hann samverkamönnum sínum viðvart þegar hald var lagt á sendinguna. Mönnunum er öllum gefið að sök að hafa miðlað á milli sín upplýs- ingum um hvernig hægt væri að koma í veg fyrir að sendingin yrði fyr- ir afskiptum yfirvalda. Auk þess höfðu mennirnir samskipti við óþekktan sendanda í Þýskalandi, sem fékk um 10.000 evrur og hálfa milljón króna í reiðufé sem þóknun. Kært fyrir stórfellt fíkniefnasmygl Gömul skotfæri fundust nýverið við göngustíg í Öskjuhlíð. Sprengjusérfræðingar Landhelg- isgæslunnar voru kallaðir til og grófu þeir efnið upp og eyddu því. Talið er að um sé að ræða stríðs- minjar – talsvert magn riffil- og skammbyssuskota auk fosfórblysa. Landhelgisgæslan vill beina þeim tilmælum til almennings að hreyfa ekki við skotfærum eða sprengjum sem finnast, heldur hafa samband við lögreglu eða stjórnstöð Landhelgisgæslunnar. Sama gildir ef fólk hefur í fórum sínum gamlar sprengjur eða skotfæri, sem geta verið mjög hættuleg. aij Skotfæri finnast í Öskjuhlíð

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.