24 stundir - 28.05.2008, Blaðsíða 21

24 stundir - 28.05.2008, Blaðsíða 21
24stundir MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 2008 21 Eftir Hauk Harðarson haukurh@24stundir.is Nú þegar sól hækkar á lofti eru margir farnir að huga að því hvað þeir geta gert fyrir garðinn sinn. Rósir eru í uppáhaldi hjá mörgum en þeir eru færri sem dettur í hug að rækta þær í sínum eigin garði. „Allir sem hafa aðstöðu til þess geta byrjað að rækta rósir,“ segir Vilhjálmur Lúðvíksson, efnaverk- fræðingur og stjórnarmaður í Rósaklúbbi Garðyrkjufélags Ís- lands. Rétt val á tegund mikilvægast „Það sem þarf fyrst að huga að er val á tegund og yrki,“ segir Vil- hjálmur. „Svo þarf að velja góðan stað í garðinum á móti suðri og ganga frá jarðvegi og finna út hvar er þokkalegt skjól og umhverfi til að koma þeim fyrir. Svo þarf bara að pæla í því hvaða rósir þú vilt hafa, en mikilvægt er að sú tegund sem verður fyrir valinu sé harðgerð og passi fyrir íslenska aðstæður.“ Á vefsíðu félagsins, www.rosaklubb- ur.is, má finna lista yfir harðgerðar rósategundir sem er tilvalið að skoða við val á rósum. Suðrænar kjöraðstæður „Logn, sól, hiti og góður jarð- vegur eru bestu aðstæðurnar til rósaræktunar. En þetta er allt spurning um að velja rétt saman, aðstæður og svo tegund og yrki. Sumar tegundir þrífast ágætlega þó að hér séu ekki alveg kjöraðstæður, ég er sjálfur með garð uppi á Val- húsahæðinni á Seltjarnarnesi sem er nú ekki talinn besti staður í heimi fyrir ræktun rósa en þær þrífast nú ágætlega þar.“ Fallegar rósir eru gar- ðaprýði Vilhjálmur hefur góða reynslu af ræktun þeirra. Rétt val á rósategundum og yrki lykilatriði Rósir ræktaðar í garðinum Rósir eru eitthvað sem fáum dettur í hug að rækta í eigin garði. Vil- hjálmur Lúðvíksson í stjórn Rósaklúbbsins gef- ur góð ráð fyrir áhuga- sama byrjendur. ➤ Hafðu í huga að velja réttarharðgerðar rósategundir fyrir íslenskar aðstæður. ➤ Finndu sólríkan og skjólsæl-an stað á móti suðri í garð- inum og undirbúðu jarðveg- inn vel AÐ BYRJA RÓSARÆKTUN Rósir Tilvalið fyrir róm- antíska að rækta þær í garðinum. Rósin ’Katrín Viðar’ Ber fjölda blóma og ilmar sérlega vel. ’Nova’ stendur í blóma fram í september. „Vatnaliljur eru vand- meðfarnar jurtir,“ segir Steinunn Reynisdóttir, garðyrkjufræðingur í Garðheimum. „Þær þurfa að vera úti allan ársins hring og tjörnin má alls ekki frjósa til botns því þá deyja þær. Ef ekki er til staðar búnaður til að dæla varma í tjörnina þá bregða margir á það ráð að geyma vatnaliljurnar inni í fötum yfir veturinn. Ílát undir liljurnar „Flestir eru með einhver ílát undir vatnaliljurnar,“ segir Steinunn um hvernig er best að koma þeim fyrir. „Þá kemst súr- efni og vatn að þeim og vegna þess að við höfum ekki þann jarðveg sem vatnaliljur þrífast best í þá er gott að setja mosa í ílátin til að þær dafni betur.“ Steinunn segir vatnaliljurnar þurfa gott skjól og að ekki megi vera mikil hreyfing í vatninu ná- lægt þeim. „Síðan er mikilvægt að vita að vatnaliljur þurfa að vera á svolitlu dýpi, 50-60 cm.“ Vatnaliljur eru gífurlega við- kvæmar og það þarf natni og þrautseigju til að þær lifi af veðrið og jarðveginn á Íslandi. Þær eru vanar miklu deigari jarðvegi en hér er.“ Steinunn segir að fyrir þá sem gefist hreinlega upp megi benda þeim á gervivatnaliljur sem setja megi á tjörnina til skrauts. „Gervililjurnar reka til um á vatninu meðan vatnaliljur rétt bærast, fyrir þá sem þekkja jurt- ina er munurinn augljós en engu að síður geta gervililjurnar verið fallegt skraut sem gaman er að.“ dista@24stundir.is Fagrar og vandmeðfarnar jurtir Ævintýralegar vatnaliljur Garðhúsgögn & sumarvörur © In te r I KE A Sy ste m s B .V . 2 00 8 Opið virka daga kl. 10:00-20:00 │ Laugardaga 10:00-18:00 │ Sunnudaga 12:00-18:00 PLATTA gólfklæðning, L45xB45 cm. 595,- 7.990,- KARLSÖ sólhlíf, stillanleg, ýmsir litir, Ø300, H250 cm. www.IKEA.is IKEA PS VÅLLÖ garðkanna, ýmsir litir 1,2 l. 195,- SOMMAR löber L140xB45 cm. 695,- SOMMAR kökuhjálmur Ø37, H25 cm. 495,- SOMMAR ilmkerti, ýmsir litir, H12 cm. 495,-/stk. SKINA hangandi útiskraut, rafhlöðuknúið Ø20 cm. 995,- SOMMAR lugtir f/kubbakerti, ýmsir litir Ø20, H41 cm. 1.490,-/stk. GRENÖ sessur, ýmsar tegundir 40x40 cm. 495,-/stk. 395,- SOMMAR skurðarbretti m/hníf L20xB16 cm. ÄPPLARÖ bekkur, sætishæð 42 cm. 7.990,- ÄPPLARÖ felliborð, L140/260xB78, H72 cm. 13.990,- ÄPPLARÖ hægindastóll, sætishæð 41 cm. 5.490,- BORNHOLM motta, L114xB76 cm. 695,- MYNTA blómapottur, rauðbrúnt Ø32, H30 cm. 1.790,- 5.290,- ÄPPLARÖ stóll m/örmum, sætishæð 41 cm.

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.