Morgunblaðið - 11.12.2003, Blaðsíða 25
Tveir tímar í undirbúning, matseld og bakstur. Úr verða sjö smáir réttir,
huggulegur drykkur, skemmtilegur félagsskapur.
Hráefnið fæst í verslun Hagkaupa í Kringlunni
lifun
U
m
sj
ó
n:
H
al
la
B
ár
a
G
es
ts
d
ó
tt
ir
•
L
jó
sm
yn
d
ir
G
un
na
r
Sv
er
ri
ss
o
n
kampavíns-„framboise”
750 ml flaska kampavín eða freyðivín
10 msk hindberjalíkjör
fersk hindber
Kælið kampavínið. Hellið 2 msk af líkjör í
hvert glas. Fyllið upp í með kampavíni og
berjum. (fyrir 5)
matur
Fljótlegir og auðveldir smáréttir eru
nauðsynlegir á góðu kvöldi. Samsetning
réttanna skiptir máli svo úr verði gott bragð
og hljómgóður matseðill. Hvernig ætli þetta
bragðist?
• Kampavín með hindberjakeim
• Parmesan-kex með chillí
• Bruschetta með balsamfíkjum og
gorgonzola-kremi
• Engifermaríneraðar risarækjur
• Míní-mozzarella með ferskum kryddjurtum
og sólþurrkuðum tómötum
• Fílósnittur með rauðlauk, osti og hráskinku
• Hörpuskel með beikoni og myntu-
baunaídýfu
• Smákökusamlokur með karamellukremi
Mælt er með rauðvíninu Boomerang Bay,
Cabernet Shiraz, kampavíninu Santero
Moscato eða köldum Heineken-bjór.
Vinir hittast og halda veislu