Sunnudagsblaðið - 12.01.1964, Blaðsíða 4

Sunnudagsblaðið - 12.01.1964, Blaðsíða 4
Árrnanns árið 1936. Upp frá því keppti ég svo nokkrum sinnum í 1500 og 3000 m. hlaupum. — Hvernig gekk? — Blessaður, minnstu ekki á það. — Þú ert ekki stökkvarinn Sig- urður Sigurðsson? — Nei, það er nokkuð útbreidd- ur misskilningur og ekki úr vegi að leiðrétta hann hér. Sigurður Sigurðsson frá Vestmannaeyjum, síðar málarameistari í Reykjavík, sem komst íyrstur íslendinga í að- alkeppni á Olympíuleikjunum ár- ið 1936, er annar maður.Hann var um tíma methafi hér í öllum stökkum og einn fremsti íþrótta- maður þjóðarinnar. Ég vil mjög ógjarnan verða til þess að eigna mér heiðurinn af afrekum hans. — En þú hefur farið á Olympíu- leika? —- Já, sem fréttamaður. Aldrel * sern keþpandi sem betur fer. — Hvenær hófst svo íþrótta- fréttamennskan? — Það var ekki fyrr en 1948. — Þá varstu orðinn starfsmaður útvarpsins? — Já, ég hef starfað hjá inn- heimtudeildinni frá 1943. — Og hver voru tildrðgin að starfinu við hljóðnemann? — Það var nú eiginlega allt sam an tilviljun. Svo var ihái með vexti, að árið 1948 fór ég á Ol- ympíuleikana í London sem að- stoðarmaður Jóns Múla Ámason- ar útvarpsþuis, en hann átti að lýsa leikjunum í ísl. ríkisút- varpið vegna þess að meðal þátt- takenda voru allmargir íslending- ar. Jón otaði mér svo út í að lýsa keppni í 200 m. hlaupi og lét ég til leiðast mest af fikti. Þegar við heyrðum svo plötuna hjá enska útvarpinu, — gat ég ekki var- izt hlátri, en Jón Múli var hinn alvarlegasti og sagði hiklaust: „Þetta notum við”. Þetta varð mín fyrsta íþróttalýsing í íslenzka út- varpinu og stóð hún um þrjár mínútur vegna tveggja þjófstarta, en hlaupið sjálft um tuttugu og tvær sekúndur. — Og hvernig líkaði „sveins- stykkið??? Upp úr þessu var útvarpað, en menn úr fprystulíði íþróttanna höfðu annast íþróttsþsetti áður, en nú var horfið að því ráði að út* varpið lét sína eigin starfsmenn annast þættina. Af þessu leiddi að ég tók að mér nokkrar frjáls- íþróttalýsingar árið 1949 en 1950 tók ég við íþróttaþáttum að öllu leyti, mest fyrir áeggjan þeirra Andrésar Björnssonar og Jónsi Magnússonar. — Lýstirðu fyrst eingöngu frjálsum íþróttum? — Já, ég byrjaði ekki á knatt- spyrnunni fyrr en 1953. — Segðu mér eitt: Hver er fyrsta íþróttalýsing íslenzka út- varpsins? — Það mun vera kappleikur á milli íslenzks og dansks liðs, sem háður var hér á milli 1930 og ’40 og Benedikt Waage lýsti. — Hvað er það, sem þér finnst skemmtilegast að lýsa? — Hlaupum. Þar hefur maður einna bezta yfirsýn yfir keppnina. Það er yfirleitt gott að fylgjast með hlaupumun og auk þess eru þau oft mjög spennandi. En hlaup geta auðvitað verið misskemmti- leg eins og aðrar greinar. — Og hverju er erfiðast að lýsa? — Skíðakeppnum. Þá er maður úti við, oft í kulda og mjallroki og við önnur óhentug veðurskilyrði. Ég hef oft farið illa með röddina við slíka aðstöðu. — Sumir segja, að þú sért óþarf- lega æstur við hljóðnemann? — Já, ég hef heyrt því fleygt oftar en einu sinni. Og það kann að vera rétt, að ég sé stundum æstur, en það stafar bara af því, að „publikum” umhverfis mig æsir sig upp. Þegar fólk æpir og öskrar á spennandi augnablikum er ákaflega erfitt að brýna ekki raustina. Ég held líka, að það skaði ekkert, þvi að geðbrigði manns spegla ef til vill gang leiksins öðru fremur. — En ....? — Ég skal segja þér smásögu í sambandi við þetta: Einu sinni var litla dóttir mín ákaflega hnuggin yfir því, að bekkjarsystkin hennar kolluðu hana dóttur ,æsta manns- ins í útvarpinu.’ Eg reyndi að hugga hana og leiða henni fyrir sjónir, að þetta væri talsvert orð- um aukið, og til þess að hún sann- færðist tók ég hana einu sinni með mér á Vollinn, þegar ég átti að lýsa knattspymukeppni. Sú stutta situr við hlið mér stillt og prúð á meðan ég lýsi síðari hálf- leik en þegar honum er lokið, snýr hún sér að mér og segir eins og henni létti við: „Þú ert bara alls ekki neitt æstur, pabbi”. — Hvað háir þér mest við lýs- ingar? — Taugaóstyrkur. — Er Sigurður Sigurðsson „ner- vös”? — Já, alveg ógurlega. Og það á- gerist með árunum. Mér líður aldr- ei vel, þegar lýsing nálgast. — En hefur það ekki bæði kosti Og — Jú, þaö kaiin að vcrc. Ég býst við, að maður vandi sig frekar og kasti síður höndum til verksins, þegar maður er „nervös”. — Hvað ertu hræddastur við..? — Að missa röddina. Það 'er hryllilegt .... — Sumir eru hiasa á því, hve létt þér reynist að þekkja leiköienn- ina í fjölmennum knattspymu- leikjum? — Já, margir hafa furðað sig á því, en mér hefur aldrei reynzt það verulegt vandamál. Það kem- ur afar fljótt. Nafnaþula er eins og ferskeytla. Maður með brag- eyra gleypir hana í sig. — Hvemig virðist þér árangur íslenzkra fþróttamanna, þegar þú lítur aftur, Sigurður? — Alveg ótrúlega góður. — Og hvaða afrek telurðu mark- verðust? — Eg tel árin 1950 og ’51 merk- ust íslenzkra iþrótta. Árið 1950 sendu íslendingar 12 þátttakendur á Evrópumelstaramót í Briissel, þar sem við eignuðumst Evrópu- meistara, þá Gunnar Huseby og Torfa Bryngeirsson. Á mótinu átti Torfi að keppa í stöng og lang- stökki, en þar sem keppt var I báð- um þessum greinum samtímis, varð hann að velja aðra hvora. Hann valdi langstökkið, sem ann- ars var aukagrein hans, sigraði með 7,32 m. — og setti nýtt íslandsmet. — Á þessu sama móti tók Örn Clausen silfrið í tug- þraut eftir harða keppni við einn bezta tugþrautarmann heimsins, Frakkann Heinrich. Það vantaðí herzlumuninn á að Örn færi með sigur af hólmi, stigin stóðu 7364: 7297 Frakkanum 1 vil að lokum, en Öm setti nýtt og glæsilegt íslenzkt 4 SUNNUDAGSBLAÐ — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.