Sunnudagsblaðið - 12.01.1964, Blaðsíða 6

Sunnudagsblaðið - 12.01.1964, Blaðsíða 6
Ég geng niður . tröppurnar með lykilinn í hendinni. Það hlýtur að vera laugardagssíðdegi, því Marta gamla, vinnukonan kaupmannsins með fölá og þreytulega andlitið og rauðu þvottakonuhendurnar,; er úti í gárðinum og þvær tröppu- steinana. Handatiltektir hennar með gólfskrúbbinn minna á vængjaslátt skordýrs, sem ekki.er frjáist. Frá morgtii til kvölds iíáin- ast Marta við verk síti, og fólkið, se/ti þiggur staxf hennar, á ekki til nógu sterk orð til að hrósa henni. Fólkinu dettur aldrei í hug, að hinar snöggu hreyfingar henn- ar kunni að stafa af ómeðvituðu hatri, — hatri út í alla þá'hörku og miskunnarleysi, sem lífið hefur fært henni. Marta lítur ekki upp, þegar ég hoppa yfir. blautan tröppustein. Hún lætur umheiminn ekki trufla sig í sjálfseyðileggingu sinni. Ég geng þvert yíir sólbjartan garðinn, opna dyrnar að skúmum og geng með glýju í augunum inn í hroll- svalan ganginn meff salernisdyr- unum fjórum. Útidyrahurðin að baki mér fellur aftur vegna súgs- ins, en ég held henni frá með oln- boganum til að útiloka ekki alla birtu. Ég lít yfir garðinn. Sem bet- ur fer eru ekki affrir piltar niffrL Háðsglósur hræffist ég enn meir en myrkriff. Ég legg spýtu á gólf- ið milli stafs og hurffar, svo dyrn- ar séu ekki alveg lokaðar. Þegar ég lýk salernisdyrunum okkar upp, situr rottan við tunn- una. Hún horfir á mig meff sínum svörtu, glampandi perluaugum. Um leiff og ég mæti tilliti henn- ar fellur hula frá augum mínum. Það er sem eldblossi gjósi upp að baki þessara augna, og sem f skyndisýn blasir við mér rottan öll: ljótt. trýnið, dökk, uppmjó eyrun, óræktarlegur hnakkinn, hárlaus halinn, sem hringar sig aff framfótunum — allt þetta stendur ljóslifandi fýrir augum mér. Guð almáttugur hefur sjálfsagt vitáð, að hann gerði okkur mönn- unum mikinn greiða, þegar hann skammtaði okkur sjónina ekki of skarpa, svo við sæjum hlutina ekki í einu vetfangi í öllum þeirra ó- hugnanleik. Ég hrökklast aftur út og skelli hurðinni í. g SUNNUDAGSBLAÐ — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.