Eintak

Tölublað

Eintak - 02.08.1994, Blaðsíða 6

Eintak - 02.08.1994, Blaðsíða 6
EINTAK Gefið út af Nokkrum íslendingum hf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Framkvæmdastjóri: Hafsteinn Egilsson Auglýsingastjóri: Örn ísleifsson Dreifingastjóri: Trausti Hafsteinsson HÖFUNDAR EFNIS í ÞESSU BLAÐI Alda Lóa Leifsdóttir, Andrós Magnússon, Björn Malmquist, Bonni, Rafn Marteinsson, Gauti Bergþóruson Eggertsson, Geröur Kristný, Glúmur Baldvinsson, Gísli Hjartarson, Jói Dungal, Jón Óskar Hafsteinsson, Jón Kaldal, Ragnhildur Vigfúsdóttir, Sigurgeir Sveinsson og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson. Setning og umbrot: Nokkrir íslendingar hf. Filmuvinnsla og prentun: Prentsmiöjan Oddi. Verð í lausasölu kr. 195. Áskriftarverð kr. 1.200 á mánuði fyrir tvö blöð í viku. ______Þeir sem greiða með greiðslukorti fá 10 prósent afslátt._ Kjósum í haust Það er dálítið erfitt að sjá hvers vegna Davíð Oddsson ætlar að taka sér tvær vikur í að velta því fyrir sér hvort hann ætli að rjúfa þing og boða til kosninga. Forsætisráðherra sem gef- ur slíka yfirlýsingu blæs ekki lífi í ríkisstjórn sína. Það er frek- ar svo að hann blási hana af. Það er því erfitt að sjá hvernig Davíð ætlar að komast að annarri niðurstöðu en þeirri að boða til kosninga. Og í raun er það vonum seinna. Þessi ríkisstjórn er fyrir löngu orðin óstarfhæf. Forystumenn flokkanna tveggja ræð- ast varla við. Stjórnin kemur sér ekki saman um stefnu í neinu sem máli skiptir. Hver ráðherra sinnir í raun bara sín- um málum án afskipta hinna. Stjórnin er því líkari regnhlífa- samtökum ráðherra en samhentri ríkisstjórn. I raun þarf ekki að fara mörgum orðum um ástandið innan ríkisstjórnarinnar eða hvort hún sé líkleg til þess að koma sér saman um stefnu í hinum stærri málum. Það nægir að minna á að ráðherrarnir sjálfir telja það til afreka stjórnarinnar að almennt er talið að efnahagshorfur í heiminum séu skárri nú en áður og ef einhver bati verður muni hann skila sér til ís- lands. Það var inntak blaðamannafundar sem Davíð boðaði til og notaði tækifærið á og blés kreppuna af. Ekkert í efna- hagsspá Þjóðhagsstofnunar sem Davíð kynnti þar má rekja beint til aðgerða eða aðgerðaleysis ríkisstjórnarinnar. Sú stjórn sem ekki getur státað sig af öðru en spám um betri horfur í efnahagsmálum heimsins er ekki líkleg til stórra af- reka. Og þegar öllu er á botninn hvolft þá er ekkert að því að kjósa í haust. Við þekkjum mun fleiri dæmi þess að hand- ónýtar ríkisstjórnir hafi þráast við og lafað lengur en nokkurt lífsmark var með þeim. Þannig var um ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen sem gafst upp vonum seinna og þannig var það líka með ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar sem var dauð megn- ið af þeim skamma tíma sem hún sat við völd. í þeirri umræðu sem hefur verið um hugsanlegar haust- kosningar hafa þær raddir heyrst að eðlilegt sé að ríkisstjórn- in ljúki því verki sem hún einsetti sér að klára og sitja þar af leiðandi út kjörtímabilið. í sjálfu sér er það falleg hugsun. Að menn eigi að klára það sem þeir taka sér fyrir hendur. En það er ekki síður mikilvægt að menn átti sig á hvenær það er raunhæft að rembast við eitthvert verkefni og hvenær er rétt- ast að játa sig sigraðan. Það er í sjálfu sér jákvætt að hafa há- leit markmið en það er nauðsynlegt að átta sig á hvenær þau markmið eru orðin að óraunsæjum draumum. f þeirri stöðu er ríkisstjórn Davíðs Oddssonar í dag. í upp- hafi setti hún sér þau markmið að endurskoða hlutverk ríkis- ins og stefnu þess í öllum helstu málaflokkum. Ef það var einhvern tímann von til þess að henni tækist það er sú von fyrir löngu orðin að engu. Það er því eðlilegast að hún segi af sér og boði til kosninga í þeirri von að samhentari ríkisstjórn verði mynduð að þeim loknum. © Ritstjórn og skrifstofur Vesturgötu 2, 101 Reykjavík sími 1 68 88 og fax 1 68 83. Þjóðlegar umbúðir spírans á útihátíðum Hroðaleg um- gengni kurekanna Verðum sjálfsagt að fara með raksturvél á svæðið til að þrífa upp ruslið segir Sigurbjöm Sigurðsson á Skríðufelli Á annað þúsund manns söfnuð- ljótan svip á helgina og dreift um undan við að þrífa svæðið en Sigur- ust saman á tveimur tjaldsvæðum í sig rusli. Nokkur vinna er fram- björn segist ekki sjá önnur ráð til að Þjórsárdal um helgina. Fólkið tjald- aði annars vegar á svæði Skógrækt- ar ríkisins á Sandártungu en hins vegar á landi bóndans í Skriðufelli. Friðrik Þórarinsson hjá Skóg- ræktinni segir að allt hafi farið fram með miklum sóma á þeirra svæði. Þar hafi eingöngu verið fólk sem vildi vera í rólegheitum í sátt og samlyndi við náttúruna. Umgengni hafi verið til fyrirmyndar og svæðið sé í sama horfi og það var fyrir helgi. Sigurbjörn Sigurðsson á Skriðufelli hafði því miður ekki sömu sögu að segja. Á tjaldsvæðinu í Skriðufellslandi dvöldu um það bil sjö hundruð manns. Sigurbjörn segir að flestir hafi gengið þokka- lega um en lítill hópur sem kallaði sig kúrekana hafi hins vegar sett Fimm þúsund manns í Galtalæk í góðu veðrí Templarar sáttir við útkomuna en segja að Irtill hagnaður verði af mótinu í ár. Mun færri voru á bindindismót- inu í Galtalæk um þessa verslunar- mannahelgi en áður. Gestir þar voru um fimm þúsund en hafa undanfarin ár verið allt að tvöfalt fleiri. Mótsgestir voru á öllum aldri en þess má geta að um það bil átján hundruð börn yngri en tólf ára voru á svæðinu. Ekki var hægt að kvarta yfir veðr- inu í Galtalæk, þar var hlýtt og bjart og ekki kom nema stöku skúr og þá að nóttu til þegar flestir voru í fasta svefni. Guðjón B. Eggertsson starfs- maður mótsnefndarinnar í Galta- læk sagði að mótið hefði farið fram af miklum sóma. Dagskrá gekk samkvæmt áætlun og allir undu glaðir við sitt. Guðjón hefði hins vegar viljað sjá fleiri gesti en hann segir að það hafi verið eins og fólk hafi ekki þorað að leggja af stað heiman frá sér vegna rigningarinn- ar og ekki áttað sig á því að veður- skilyrði í Galtalækjarskógi eru oft mun betri en í nálægum byggðar- lögum. Þó að samkoman í Galtalæk eigi að heita bindindismót gerist það alltaf að einhverjir reyna að smygla áfengi inn á mótssvæðið. Guðjón segir að nokkuð af áfengi hafi verið gert upptækt bæði við hliðið sem og inni á svæðinu sjálfu, en þetta hafi þó ekki verið meira magn en áður. Engin ofbeldismál komu upp í Galtalæk en eitthvað var um smá óhöpp. Einn brenndist til að mynda þegar hann var að kveikja upp í grilli og annan þurfti að setja í gifs eftir að hafa dottið og orðið fyrir einhverju hnjaski. Guðjón var sáttur við útkomu mótsins en segir að það verði lítill afgangur þegar búið verði að gera allt upp. O þrifa þetta upp en að taka fram raksturvél býlisins og raka draslinu saman. EINTAK hafði samband við einn kúrekanna sem ekki vill láta nafns síns getið og spurði hann um ástæður þessa subbuskapar. Sá sagði að engin rusalíiát hefðu verið á svæðinu og því hefði verið erfitt að ganga sómasamlega frá því drasli sem féll til, en hann játaði einnig að umgengni þeirra hefði mátt vera betri. O Enn óvissa um byggingu HM hallar „Erum aðfalla á tíma“ segir boiyarstjóri. Lítið hefur þokast í umræðum um byggingu fjölnota íþrótta- húss fyrir heimsmeistarakeppn- ina í handknattleik á næsta ári. Borgarverkfræðingur annast nú gerð skýrslu um hvaða kröfur húsið þarf að uppfylla og er búist við að niðurstöður liggi fyrir á næstu dögum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri segir að málið sé að falla á tíma og líklegt að niðurstaða fáist um málið fyrir helgi þar sem sænska fyrir- tækið Electrolux þurfi að hefjast handa hið fyrsta svo unnt sé að ljúka byggingunni fyrir keppn- ina. Fyrirtækið hafi sent fyrir- spurnir til borgarinnar um möguleika á húsaleigusamningi og fengið þau svör að fyrir- komulag á húsaleigu íþrótta- mannvirkja sé eins í öllum til- vikum, þessu eins og öðru.O 6 ÞRIÐJUDAGUR 2. ÁGÚST 1994

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.