Eintak

Tölublað

Eintak - 02.08.1994, Blaðsíða 14

Eintak - 02.08.1994, Blaðsíða 14
f Hörður Sigurgestsson FORSTJÓRI ElMSKIPS var með eina milljón og 169 þúsund krónur í mánaðartekjur 1993. Hann bætti því við sig einum verkamanna- launum frá 1992. Geir Magnússon FORSTJÓRI ESSO var með 969 þúsund krónur í mánaðar- tekjur 1993. Hann hækkaði um 139 þúsund krónur frá því árið áður. Kristinn Björnsson FORSTJÓRI SKELJUNGS var með 926 þúsund krónur í mánaðar- tekjur 1993. SlNDRI SlNDRASON FRAMKVÆMDASTJÓRI PHARMACO var með 899 þúsund krónur í mánaðar- tekjur 1993. Það ersvipað og árið áð- ur. SlGURÐUR HELGASON FORSTJÓRl FLUGLEIÐA var með 899 þúsund krónur í mánað- artekjur 1993. Hann er á svipuðu reki og í fyrra. 1 könnun eintaks á tekjum 47 stjórnenda íslenskra íyrirtækja 1993 kemur í ljós að tekjur þeirra minnka að meðaltali um 1,3 pró- sent á meðan tekjur launamanna á hinum almenna vinnumarkaði hækka um 2,5 prósent samkvæmt tölum frá Kjararannsóknarnefnd ríkisins. Forstjórar landsins virðast því ætla að herða sultarólina líkt og landslýður og jafnvel heldur meira. Það er að vísu heldur hæpið að tala um sultaról í þessu samhengi því meðaltekjur þeirra 47 stjórnenda fyrirtækja sem EINTAK kannaði voru 789 þúsund sem jafngildir um áttföldum launum verkamanns. I könnun EINTAKS var stuðst við sambærilega könnun Frjálsrar verslunar á tekjum þeirra 1992. I þann hóp voru valdir stjórnendur helstu stórfyrirtækja landsins. Bæði tölur Frjálsrar verslunar og EIN- taks eru fengnar með því að reikna tekjurnar út frá útsvari í skattaskrám. Rétt er að geta þess að þessar tölur eru aðeins vísbending en enginn stóridómur um tekju- þróun þessa hóps. Það skal skýrt tekið fram að um allar skattskyldar tekjur er að ræða í þessum tölum. Þá eru meðtaldar tekjur af nefndarstörfum, setu í stjórnum, söluhagnaði eigna og tekjur af eignum. Augljóslega er þetta því ekki mat á hvort föst laun manna í aðalstarfi sínu hafi hækkað eða lækkað. Hörður hæstur Af þeim stjórnendum fýrirtækja sem EINTAK kannaði var Hörður Sigurgestsson forstjóri Eimskips með hæstar tekjur, en hann er ein- mitt maðurinn sem var talinn áhrifamesti maður íslensks við- skiptalífs í nýlegri könnun EIN- TAKS. í all öruggri fjarlægð er Geir Magnússon forstjóri ESSO með 969 þúsund krónur. Hann hefúr fetað sig hratt upp því hann var í tólfta sæti á sambærilegum lista í fyrra. Á hæla hans fyl^ir Kristinn Björnsson forstjóri Skeljungs með 936 þúsund krónur í tekjur. Kristinn er á svipuðu reki og í fýrra enda hafa mánaðarlaun hans hlutfallslega lítið breyst eða „að- eins“ lækkað um 41 þúsund. Þótt venjulegum launamanni muni ef til vill munað um að missa 41 þúsund af mánaðartekjum sínum sér ekki högg á vatni því mánaðartekjur Kristins eru 936 þúsund krónur. I fjórða og fimmta sæti sitja Sig- urður Helgason forstjóri Flugleiða og Sindri Sindrason fram- kvæmdastjóri Pharmaco hnífjafnir. Tekjur þeirra eru 899 þúusnd krón- ur á mánuði. Hörður bætir við sig verkamannalaunum Hörður Sigurgestsson var ekki aðeins tekjuhæstur stjórnenda fyr- irtækja heldur er hann líka einn þeirra sem bætti hvað mest við sig en mánaðartekjur hans hækkuðu sem svarar um einum verkamanna- launum eða rétt ríflega 78 þúsund krónur. Höskuldur var þó á engu flæðiskeri staddur fyrir þessa hækk- un en hann hafði 1.091 þúsund krónur í tekjur 1992. Eins og fram kom hér að ofan voru tekjur hans 1993 1.169 þúsund krónur. Þetta jafngildir 6,7 prósenta hækkun milli ára. Þótt Höskuldur bæti all nokkuð við sig hefur hann þó síður en svo vinninginn í þeim efnum. Það er Sigurður Gísli Pálmasson stjórn- arformaður Hagkaups sem bætir mest við sig af þeim stjórnendum fyrirtækja sem EINTAK kannaði. Tekjur hans jukust um hvorki meira né minna en 198 þúsund krónur á mánuði milli áranna 1992 og 1993. Skýringin á því er þó að nokkru leyti sú að hann var heldur tekjulágur 1992 miðað við menn í hans stöðu og virðist honum nú takast að „rétta sinn hlut“ í þeim efnum. Hann hafði 617 þúsund krónur á mánuði í tekjur 1993 mið- að við 419 þúsund 1992. Með þesssu fetar Sigurður sig aðeins upp list- ann en á þó langt í land í topp tíu þrátt fyrir stærð fyrirtækis síns. Það eru fleiri sem bæta hressilega við sig og má til dæmis nefna þá Geir Magnússon forstjóra ESSO og Davíð Scheving fyrrverandi framkvæmdarstjóra Sólar hf. sem dæmi um það. Tekjur Geirs hækk- uðu um 139 þúsund krónur á mán- uði en Davíðs um 103 þúsund krónur. Báðir feta þeir sig upp list- ann, Geir alla leið upp í annað sæt- ið en Davíð í það 13. Þeir höfðu ver- ið ríflega tíu sætum neðar á sam- bærilegum lista í fýrra. Missir þrenn verkamannaiaun Þótt sumir hækki í mánaðartekj- um eru þeir þó fleiri sem missa miklar tekjur milli áranna 1992 og 1993. Sá sem þarf að sjá eftir mest- um tekjum er Bogi Pálsson fram- kvæmdastjóri P. Samúelssonar. Tekjur hans á mánuði lækkuðu um hvorki meira né minna en sem svarar um þremur verkamanna- launum eða 260 þúsund krónur. Að sjálfsögðu hefur þetta þær af- leiðingar að hann er mun neðar á lista í ár en hann hefur áður verið. I fyrra var hann meðal þeirra 10 efstu en nú hafnar hann í 32. sæti. Af öðrum sem misstu töluverðar tekjur má nefna Jón Helga Guð- mundsson forstjóra BYKO, en tekjur hans lækkuðu um 144 þús- und krónur á mánuði. Tekjur hans hafa minnkað mikið ár frá ári en hann var talinn annar tekjuhæsti forstjórinn árið 1991, í 17. sæti 1992 en hafhar nú í 27 sæti. Mánaðartekjur Jóns Sigurðs- sonar forstjóra Járblendifélagsins lækkuðu einnig töluvert eða um 134 þúsund krónur sem og tekjur Víg- lundar Þorsteinssonar fram- kvæmdastjóra BM-Vallá. Hans tekjur lækkuðu um 117 þúsund krónur.O STÆRSTW STÖKKIN MESTA HRAPIÐ SlGURÐUR GíSLI PÁLMASON STJÓRNARFORMAÐUR HAGKAUPS Tekjur hans jukust um 198 þúsund krónur milli áranna ‘92 og ‘93. Mánað- artekjur hans 1993 voru 617 þúsund en voru 419 þúsund 1992 sem var heldurlítið í samanburði við stjórnend- ur fyrirtækja af svipaðri stærðargráðu. Davíð Scheving Thorsteinsson FYRRVERANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI SÓLAR HF. var með 818 þúsund í mánaðartekjur 1993. Það er 102 þúsund króna hærri tekjur en árið áður, þá var hann með 716 þúsund krónur. Bogi Pálsson framkvæmdastjóri P. Samúelssonar Tekjur hans lækkuðu um 260 þúsund milli áranna ‘92 og ‘93. Nú hefur hann 592 þúsund krónur í mánaðartekjur en hafði áður 852 þúsund. Jón Helgi Guðmundsson FORSTJÓRA BYKO Tekjur hans lækkuðu um 144 þúsund milli áranna ‘93 og ‘92. Hann var talinn til annars tekjuhæsta stjórnanda fyrir- tækis 1991 þannig að hann færist hratt niðurá við. Mánaðartekjur hans 1993 voru 642 þúsund í samanburði við 786 þúsund 1992. 14 ÞRIÐJUDAGUR 2. ÁGÚST 1994 f

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.