Eintak

Tölublað

Eintak - 02.08.1994, Blaðsíða 18

Eintak - 02.08.1994, Blaðsíða 18
Þegar Gunnar Smári Egilsson var ungur maður vann hann í Súlnasalnum á Hótel Sögu, sem er einskonar musteri hinna óhamingjusömu og miðaldra. Hann rifjar hér upp nokkrar sögur frá þessum tíma. Þrefaldur Southem Comfort í appelsíni og tveir grænir Salem egar ég var eitthvað átján, ní- tján ára vann ég sem hjálp í Súlnasalnum á Hótel Sögu. Eitt sinn var ég að bardúsa við bar- inn, horfði niður fyrir mig og tók ekki eftir því að það var viðskipta- vinur við barinn fyrr en ég heyrði kvenmannsrödd segja: „Þrefaldan Soutern Comfort í appelsíni og tvo græna Salem.“ Ég leit upp og sá smávaxna konu komna af miðjum aldri standa framan við barinn. Hún var klædd eiturgrænum pall- íettukjól með skífum á stærð við túkalla og með eldrautt túperað hár sem stóð upp úr hausnum á henni eins og skakki turninn í Piza. Þegar ég sá hana áttaði ég mig á að svona kona gat ekki pantað annað en þre- faldan Southern Comfort í appels- íni og tvo græna Salem og sagði: „Að sjálfsögðu." Þetta var glæsilegasta konan sem ég sá á þessum árum þegar ég var að bera brennivín og mat í mið- aldra fólk sem fór út að „skemmta sér“. Ég set gæsalappir utan um að skemmta sér vegna þess að maður varð tiltöiulega lítið var við gleði og kátínu hjá þessu fólki. Það kom inn, settist, pantaði sér drykk og fór að rífast. Ekki opinskátt heldur með eitruðum glósum sem þau sendu yfir borðið. Ef til vill er það vegna þess að ég er karl en mér fannst eins og konurnar sendu heidur hatrammari pillur. Það var eins og þær finndu sig öruggar þarna í margmenninu. Og ég var líka viss um að karlarnir lemdu þær í buff þegar þau færu heim. En ekki konuna I græna kjólnum með eldrauðu túperinguna. Hún kom ein. Til þess að drekka Sout- hern Comfort í appelsíni. ér leiddist þarna S Súlnasaln- um. Mér fannst þetta hálfgert helvíti. Víti þar sem aliir voru miðaldra, ósáttir við hvað hefði orðið úr þeim og ósáttir við hverj- um þeir giftust. Og ef það er satt að brennivín geti hlýjað fólki um hjartarætur þá hafði þetta fólk ekki heyrt um það. Eftir því sem það drakk meira varð það ósáttara, skapstyggara og minna ástleitið. Og að því mér fannst - unglingnum - kjánalegra. Ég man til dæmis eftir Anker Jörgensen, þá forsætisráðherra Dana, sitjandi með krosslagðar lappir úti á miðju gólfi í Norður- landaþingsveislu á tali við einhverja sænska skvísu í hippamussu. Þau hafa ábyggilega talið sig þó nokkuð svöl. Mér fannst þau idíótísk. Einu mennirnir sem hegðuðu sér eins og rnenn í þessari veislu voru Grænlendingarnir. Þeir sátu átta saman við borð á stillingunni minni og drukku viskí — svo mikið að það tók sig ekki að afgreiða það í glasavís heldur lét ég þá fá flösku á borðið. Og skipti reglulega um. £g tók eftir því að þeir voru ekki að tala saman heldur að segja sögur. Hver þeirra talaði aldrei styttra en hálftíma í senn. Það var eins og þeim fyndist ekki taka því að opna munninn fyrir minna. Þegar veisl- an var búin tóku þeir fjórar viskí með sér upp á herbergi og héldu áfram að segja sögur. Aðrir voru eins og fífl í þessari veislu. Þegar ég var að skenkja rauðvíni tók ég eftir því að gestirnir fylgdust með mér út undan sér og þegar ég var að skenkja í glasið hjá þriðja manni frá þeim þá tóku þeir glasið sitt út í einum teig. Þetta var fólk sem var vant því að drekka á kostnað ríkisins. Svo vant að einn Svíinn meig utan í eina súluna í Súlnasalnum undir lokin. Þetta var á tímum leðurbindanna og pastell- ituðu jakkafatanna og mér fannst hann taka sig nokkuð vel út þarna við súluna. Orðinn alruglaður á ókeypis brennivíni. Frá þessari veislu hefur mér alltaf fundist Grænlendingar almennilegt fólk. Og Skandinavar hálfgert drasl-fólk. En fyrst ég er að tala um Súlna- salinn verð ég að segja eina hetjusögu af honum bróður mínuni sem tók það að sér að kenna mér undirstöðuatriðin í því að þjóna fólki. Ég byrjaði að vinna á árshátíð íslenskra aðalverktaka. Það voru stórar veislur. Hluti af fólkinu sat niðri í Átthagasal og þurfti að ganga í gegnum tvö eld- hús til að hitta félaga sína sem var vísað ti) sætis í Súlnasalnum. Og það var misjafn sauður í þessu fé. Og við bræðurnir lentum á þeim misjöfnustu, kornungu fólki sem var varla eldra en sextán ára og var örugglega að fara út að borða í fyrsta skipti á ævinni. Einn þeirra dó um leið og hann settist til borðs og missti hausinn beint fram á borðið. En bróðir minn var að kenna mér að þjóna tii borðs og vildi ekki slá af kröfunum þótt gestirnir væru ekki hæfir til að greina muninn. Hann lagði mikla áherslu á að við skenkjuðum víninu í takt — hann öðru megin við borðið og ég hin- um megin. Og þegar við lögðum forréttinn fyrir gestina gerðum við það í takt. Þessi dauði var á þeirri hlið sem bróðir minn sá um. Þegar við kom- um með forréttinn reif hann í hárið á honum, renndi disknum undir andlitið og sleppti. Og þegar við tókum forréttadiskana þá reif hann aftur í hárið á honum, tók diskinn undan og sleppti. Og svona gekk þetta alla máltíðina. Dauði maður- inn fékk forrétt, aðalrétt og desert eins og hinir. Og aldrei missti bróð- ir minn úr takt. Siggi Hall - kokkurinn á Stöð 2 - sagði mér einu sinni sögu af árshátíð íslenskra aðalverk- taka. Þá var kokkur að skera iauk í rauðvínssósuna þegar einhver kall- aði til hans með þeim afleiðingum að hann leit upp og skar framan af fmgri. Hann var frekar hissa á því að honum væri illt og stóð bara og horfði á blóðið gusast út um sárið. Félagar hans ruku til, vöfðu tusku utan um puttann og drógu mann- inn með sér niður í kjallara til að skjóta honum út um starfsmanna- innganginn. Á leiðinni stoppaði einn þeirra og spurði hvort það væri ekki réttast að taka stubbinn með. Hann hafði lesið einhvers staðar að læknarnir gætu grætt svona stubba aftur á. Þeir ruku aft- ur upp og komu í þann mund að ungkokkurinn sem hafði verið sett- ur í að klára sósuna sturtaði laukn- um út í pottinn. Og líklega stubbn- um líka. Kokkarnir stóðu þarna yf- ir pottinum og horfðu ofan í sós- una. Einn þeirra sagði stundarhátt: „Ætli hann fljóti?“ og annar reyndi að hræra upp í sósunni í von um að stubburinn kæmi í ljós. Eftir smástund áttuðu þeir sig á að þetta var tilgangslaust og héldu aftur nið- ur í kjallara til að koma kokkinum á spítala. Og einhver gestur á árshátíð Islenskra aðalverktaka hefur sjálf- sagt fundist bitinn sinn heldur seig- ur. að var aldrei mannát í Súlna- salnum á meðan ég var þar við vinnu. Einu sinni munaði reyndar litlu að eiginkona eins þjónsins kveikti í honum en það bjargaðist allt fyrir horn. Það var á annarri stórri árshátíð. Það var ísbomba surprice í desert. Það er bara venjulegur ís sem er frystur í stóru formi og surpricið felst held ég fyrst og fremst í því að þjónarnir áttu að bera hann inn á fötum. Og ofan á ísnum átti að loga í litlum koníakpollum. Gallinn var sá í þetta skiptið að kokkarnir höfðu gleymt að hita koníakið svo það skipti engu máli hversu mikið var reynt að kveikja í því að það logaði alls ekki. Þá datt einhverjum í hug að hella pínulitlu spritti út í koníakspollana og stökk fram í eld- hús að sækja það. Þegar hann kom til baka rétti han konu fremsta þjónsins brúsann og sagði henni að kveikja í ísbombunni hans. Ein- hverra hluta vegna þá bar hún eld að um leið og hún sprautaði spritt- inu þannig að það kveiknaði að sjálfsögðu í bununni. Og við það brá henni. Svo mjög að hún kreisti brúsann þannig að það stóð eld- strókurinn yfir alla þjónaröðina, en mest af henni fór samt yfir fremsta þjóninn. Ég stóð þarna hjá og reyndi að slökkva mestan eldinn á grey þjóninum en tókst ekki að ljúka verkinu því honum varð svo mikið um að hann rauk af stað út í sal með ísbombuna sína. Þegar ég sá á eftir honum sá ég tvo elda stíga upp úr hausnum á honum. Þeir voru eins og horn í laginu þar sem þeir loguðu sitt hvorum megin á hausnum á honum. Þannig hvarf hann út í salinn. Eins og skrattinn sjálfur. © 18 ÞRIÐJUDAGUR 2. ÁGÚST 1994

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.