Vikublaðið

Issue

Vikublaðið - 15.12.1995, Page 8

Vikublaðið - 15.12.1995, Page 8
8 VTKUBLAÐIÐ 15. DESEMBER 1995 Skíma í^Listhúsi Ófeigs Sjö myndlistarmenn hafa stofn- að til sýningar í Listhúsi Ofeigs að Skólavörðustíg 5. Nafn sýningar- innar er Slama. Sýningin gefur fólld tilefiti að eygja ljós í skamm- deginu og horfa til bjartari daga. Sýnendur eru Hringur Jóhann- esson, Magnús Tómasson, Ofeigur Bjömsson, Ragnheiður Jónsdóttir, Sigurður Þórir, Þorbjörg Hösk- uldsdóttir og Om Þorsteinsson. Þetta em allt landsþekktir lista- menn, sem vinna með hin ólíkustu efhi og hafa haldið fjölmargar sýn- ingar hér heima og erlendis. Sýn- ingin er hafin og stendur til 8. jan- úar. Vergangur í Gerðubergi Fram til 8. janúar gefst listunn- endum tækifæri til að skoða sýn- inguna Vergang í Menningarmið- stöðinni Gerðubergi, en hér er á ferðinni sýning á verkum margra heimsþekktra listamanna, sem sýnt hafa hjá Helga Þorgils Friðjóns- syni í Gallerí Gangi undanfarin 15 ár. Sumir þeirra hafa stuðlað að sýningum íslenskra hstamanna er- lendis. Alls 19 listamenn eiga verk á sýningunni. Er þetta jafnffamt hugsað sem kynning á þessari merku grasrótarstarfsemi. Tjarnar- kvartettinn Tjarnarkvartettinn er að senda frá sér nýjan geisladisk með jóla- lögum, sem Japis gefúr út. Kvar- tettinn skipa Rósa Kristín Baldurs- dóttir sópran, Kristjana Amgríms- dóttir alt, Hjörleifur Hjartarson tenór og Kristján Hjartarson bassi. Þau syngja m.a. lög eftir Jón Ás- geirsson, Jón Hlöðver Áskelsson, Carl Nielsen og Handel. Kvartettinn hefur farið víða með söng, nú síðastliðið haust var hann fúlltrúi Islands á leiklistarhátíðinni í Tampere í Finnlandi og fyrir nokkrum vikum ferðaðist hann um Suðurland í verkefninu „Tónlist fyrir alla“ þar sem hann kynnti ís- lenska tónhst ffá örófi alda til okk- ar daga fyrir skólabömum og öðr- um sunnlendingum. M og M - mynda- sögur og myndlist Nú er unnt að skoða tvær sýn- ingar sem haldnar em í tilefni af 100 ára affnæh myndasögunnar. Annars vegar er tun að ræða sýninguna ,Myndasögur í mynd- hst“ í salnum „Við Hamarinn“ í Hafnarfirði. Þar er fjallað um þau áhrif sem myndasagan hefur haft á íslenska myndlistarmenn. Um 15 íslenskir hstameim sýna þar verk sín, meðal annarra Erró, Helgi Þorgils Friðjónsson, Steingrímur Eyfjörð og Þór Vigfússon. Hins vegar stendur yfir sýningin „Nýjar myndasögur" í Gallerí Greip. Alls em sögur effir 15 ís- lenska myndasöguhöfunda, meðal annars Halldór Baldursson og Þorra Hringsson. í tengslum við sýningarnar hefur sjöunda tölublaðið myndasögu- tímaritsins GISP! litið dagsins ljós eftir nokkurt hlé. með geisla disk r? •ii' . ' BOJTKO skrið á bókaormum Furður og feluleikir Út er komin bókin Furður og feluleildr, limrur og ljóð í sama dúr, effir Jónas Amason. Hörpuútgáfan gefur út. Jónas þarf vart að kynna fyrir lesendum Vikublaðsins. Hann Nú er loldð sýningum á „Taktu lagið, Lóa!“ sem sýnt hefúr verið á Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins við gífurlegar vinsældir. Nú tekur við leikritið Leigjandinn og er það breskt verðlaunaleikrit effir Simon Burke í þýðingu Hallgríms H. Helgasonar. Leigjandinn fjallar um unga konu sem kémur til ókunnrar borgar í leit að húsnæði. Hún hyggst hefja nýtt líf en fortíðin eltir hana miskunnarlaust uppi. Fyrirhugað er að frumsýna Leigj- andann um miðjan næsta mánuð. I kvöld, föstudag ffá kl. 21, heldur unglingahljómsveit- in Kósýjólatónleika í Kaffileikhúsinu í Hlaðvarpanum, en húsið opnar kl. 20. Drengimir í Kósý em þekktir fyrir „huggulega" tónleika með skemmtilegum uppákomum, en þeir hafa nýlega gefið út geisladiskinn „Kósý jól“ við góðar viðtökur. Miðaverð er 600 krónur og verður boðið upp á léttar jólaveitingar. Kóngur um stund Út er komin bóldn Kóngur um stund effir Omólf Amason. Ormstunga gefur hana út. Bóldn hef- ur að geyma opin- skáa frásögn af stormasamri ævi Gunnars Bjama- sonar, ffumkvöðuls í ræktun íslenska reiðhestakynsins og útbreiðslu þess um heiminn. Nú er svo komið að þúsundir fjölskyldna í tutt- ugu löndum eiga íslenska hesta og helga þeim tóm- stundir sínar. Sagt er ffá æsku Gunnars á Húsavík, menntaskólaár- unum á Akureyri, búnaðamámi á Hvanneyri og í Kaupmannahöfn. Þá greinir Gunnar ffá því hvemig tókst að forða hestinum og hestamennsk- unni ffá því að deyja út eftir lok síð- ari heimsstyrjaldarinnar þegar sveitamenn flykkmst í þéttbýlið. Frásögn Gunnars af lífshlaupi sínu er hispurslaus og lýsingar hans á samferðamönnum næmar og skemmtilegar. Höfúndur bókarinnar, Ömólfur Ámason, hefur fengist við ritstörf af mjög margvíslegu tagi. Hann hefúr skrifað fjölda leikrita fyrir svið, út- varp og sjónvarp, kvikmyndahandrit, óperalíbrettó, ævisögur, ferðabækur og skáldverk, auk þess að vera um langt árabil einn af afkastamestu þýðendum á íslandi. Ymsar af bók- um Ömólfs Amasonar hafa verið metsölubækur: Á slóðum kol- krabbans, Lífsins dóminó, Jámkarl- inn og Bankabókin. Óttalaus Út er komin bók- in Óttalaus, æviminningar Jósafats Hinriksson- ar, ritaðar af honum sjálfum. Útgefandi er Skerpla. Jósafat hefur um árabil rek- ið vélsnúðju, sem nú er þekkt víða um heim fyrir ffarn- leiðslu sína, einkum fyrir toghlera og blakldr. Jósafat kynntist ungur erfiðis- vinnu, fyrst í eldsmiðju föður síns á Norðfirði og síðan í vinnu fyrir aðra, meðal annars Lúðvíkjósepsson, sem þá rakútgerð. Harm stundaði sjóinn um árabil, en um miðjan aldur söðl- aði hann um og setti vélsmiðju sína á fót. Fyrir utan ffamleiðsluna hefúr hann komið upp einstæðu sjóminja- og smiðjumunasafni í fyrirtæki sínu. Jólatónleikar Kósý í Kaffileikhúsinu Leikstjóri Leigj- andans er Hallmar Sigurðsson, en leikendur eru Tinna Gunnlaugsdóttir, Örn Árnason, Randver Þorláks- son, Pálmi Gests- son, Stefán Jóns- son og Anna Krist- ín Arngrímsdóttir. Leigjandinn á Smíðaverkstædinu sendi í fýrra ffá sér stórskemmtilega limrubók og bætir hér um bemr. Sýnishom: Anno 2005 Til eflingar ætt- landsins gæðum eru menn famir að ræða um að reisa nú ennþá eitt iðjuver hátt og breitt þar sem forðum var fáki beitt efst á Amarvams- hæðum. Ávöxtur efasemda Út er komin bóldn Ávöxtur efa- semda eftir Eijó (Einar Þór Eyþórs- son), sem gefúr bókina út sjálfur. Þetta er sögð vera bók fýrir ungt fólk á öllum aldri, nútímasaga með ást, spennu og ævintýrum, krydduð með heimabakaðri heimspeki og húmor fýrir þá sem kunna að meta hann framreiddan kaldan. Um er að ræða samtímasögu í fantasíu og er þetta fýrsta bók höfundar. Bókin hefst með eftirfarandi orð- um: „Heimsi var hann kallaður. Enginn vissi lengur hvort það var stytting á hans raunverulega naftú, Heimir, eða viðumefninu Heim- spddngurinn sem hafði náð að fest- ast við hann á unga aldri einhverra ástæðna vegna. Kannsld það hafi eitthvað haft með það að gera að fýrstu orðin sem hann lærði að segja voru ekki mamma eða pabbi heldur spumarfomöfnin hvemig, af hverju og hvers vegna.“ Kjarvalskver Búið er að endurút- gefa bókina Kjar- valskver, eftir Matthías Jóhannesen, en Kjar- valsstaðir gefa bókina út. Bókin var fýrst gefin út 1968 og síðan í aukinrú og endur- bættri útgáfu 1974 og era báðar útgáfúr löngu uppseldar. Bók- in hefur að geyma í einu lagi þau viðtöl er Matthías átti við Jó- hannes S. Kjarval list- málara auk frásagnar af síðasta fúndi þeirra 1969. „Listin er einstæðingur og vantar stundum fýrirvinnu til að brúa bilið milli staðreyndanna og þess sem gæti verið til, ef ekki yrði allt húmorsleysi að bráð,“ sagði Kjarval í einu þessara viðtala Matthíasar, en viðtölin þykja endurspegla vel frum- legan persónuleika þessa mikla list- málara. Bókina er hægt að kaupa í Safnverslun Kjarvalsstaða og í Ás- mundarsafiú. Hlér Út er komin ljóðabóldn Hlér eftir Hrafn Andrés Harðarson. Sjálfsút- gáfuforlagið Andblær gefúr bókina út. Hlér er ljóðaflokkur 35 ljóða og fjalla þau um veðrabrigðin sem verða í sál manns við sáran nússi ást- vinar, fárviðri reiðinnar, bítandi frost sorgarinnar, staðvinda saknaðar og hægsefandi blæbrigði árstíða, dags og nætur og töfralækningu tímans. Bóldn er tileinkuð syni skáldsins, Leifi, sem fæddist 31. desember 1974oglést 11. ágúst 1975. I bókinni era auk þess 8 sönglög Gunnars Reynis Sveinssonar við ljóðin. Ljóðadæmi: Veiðimaður Hann hefur ekki í hyggju að eta fiskana, hann ann þeim og vill bjarga úr heljarlind. Fiskunum, Hlér, er áskapað að synda í tjöminni og reyna að bíta á. Beitan er vonin.

x

Vikublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.