Vikublaðið - 15.12.1995, Page 6
6
Vinstripólitíkin
VIKUBLAÐIÐ 15. DESEMBER 1995
eftir Ögmund Jónasson þingmann
Alþýðubandalagsins
og óháðra ogformann BSRB
Samræðan um samstarf félags-
hyggjufólks er að mínu mati að kom-
ast í góðan farveg. Málefhi og inni-
hald setja í sífellt ríkari mæli svipmót
á þessa umræðu og í ífamhaldinu er
spurt hverjir eigi samleið til þess að
vinna pólitískum markmiðum og
hugsjónum brautargengi og á hvaða
forsendum skuli reisa slíkt samstarf.
Um nokkurra áratuga skeið hafa
hugtökin hægri og vinstri þótt duga
sæmilega sem skilgreiningartæki í
pólitík bæði hér á landi og með
grannþjóðum okkar og hefur þá ver-
ið sett samasemmerki á milli vinstri
stefhu og jafnaðar- eða félagshyggju
annars vegar og hægri stefnu og
markaðshyggju hins vegar. Þannig
hafa vinstri menn starfað samkvæmt
þeirri formúlu að félagslegur jöfnuð-
ur sé jafnan settur í öndvegi, það höf-
uðmarkmið sem stefha beri að. Fyrir
þessu hafa þeir síðan fært efnahagsleg
og siðferðileg rök.
Hægri menn hafa á hinn bóginn
talið að það komi samfélaginu í heild
sinni best að láta markaðinn sem
mest sjálffáðan og hafa gefið minna
fyrir þann ójöfnuð sem skapast þegar
stjómvöld takmarka gerðir sínar við
það eitt að smyrja gangverk mark-
aðslögmálanna. Látum ekki kjara-
misrétti í þjóðfélaginu villa okkur
sýn, sagði Hayek, einn helsti postuli
hægri manna, það er ffjáls samkeppni
sem hefur fært þjóðimar ffam á við.
Vissulega ganga menn mislangt í
því að fylgja þessum höfuðmarkmið-
um ffam og á það að sjálfsögðu við
bæði um vinstri vænginn og hægri.
A félagshyggjuvængnum hafa
menn um langt skeið verið sammála
um að blandað hagkerfi sé eftirsókn-
arvert, en áherslur hafa hins vegar
verið ólíkar varðandi blönduna, sam-
setningu einkareksturs og ríkisrekst-
urs. Menn hafa þannig deilt um það
að hvaða marki rétt sé að nýta hin
margvíslegu skipulagsform samfé-
lagsins, svo sem launakerfin, til að
jafna kjörin með beinum hætti og svo
einnig hitt að hvaða marki menn
skuli nýta markaðslögmálin en síðan
jafna kjörin eftir á með tilfærslum í
gegnum skattakerfið. Þessi áherslu-
munur hefur birst í ýmsum litbrigð-
um hjá Alþýðubandalagi, Alþýðu-
flokld, Framsóknarflokld og Kvenna-
lista í áranna rás.
Það sem sameinar
Tvennt hefur þó til skamms tíma
sameinað þessa flokka og að mínu
mati réttlætt það að skírskota til
þeirra sem félagshyggjuflokka. I
fyrsta lagi er það sú grundvallaraf-
staða að skipa jafnaðarsjónarmiðum í
öndvegi og í öðru lagi er það afstað-
an til velferðarþjónustunnar. Þar hafa
flokkamir verið með þá afdráttar-
lausu skoðun að hleypa markaðslög-
málum hvergi nærri, einfaldlega
vegna þess að slíkt væri til þess fallið
að mismuna fólki - skapa félagslegt
misrétti.
Þama hefur semsé víglínan á milli
hægri og vinstri stefnu legið. Hún
hefur legið á milli þeirra sem vilja
skilyrðislaust setja jöfnuð í öndvegi
og standa vörð um velferðarþjónustu
fyrir alla þegna þjóðfélagsins og svo
hinna sem trúa á markaðinn og vilja
nýta lögmál hans sem víðast í efna-
hagslífinu, einnig innan velferðar-
þjónustunnar, jafiivel þótt það leiði
til félagslegrar mismtmunar.
Á undanfömum áratugum hefur
oft kastast í kekki á milli manna og
flokka á félagshyggjuvæng stjómmál-
anna. Annað veifið hafa Alþýðu-
flokksmenn og Framsóknarmenn
gengið til stjómarsamstarfs við Sjálf-
stæðismenn og átök hafa oftsinnis
orðið um pólitískar lausnir. Gagnvart
velferðarþjónustunni hefur þó fyrst
og fremst verið teldst á um það hve
hratt skuli gengið í uppbyggingu vel-
ferðar- og jafiiaðarsamfélags.
Vaknað upp við vondan
draum
Hröð og markviss sókn til velferð-
ar og jafnaðar hefur einkennt tækni-
samfélög norðursins. Svo ákafar í
uppbyggingunni hafa þjóðimar verið
og svo bjartsýnar á framtíðina að
slegin hafa verið lán á lán ofan þar til
nú að menn vakna upp við þann
vonda draum að halli á ríkissjóði er
orðinn landlægur og aðkallandi úr-
lausnarefni um allan heim. Með
kreppu og samdrætti undangengins
hálfs annars áratugar hefur þessi
vandi ágerst og skapað keðjuverkandi
vandamál með fjöldaatvinnuleysi sem
svo aftur hefur reynst ávísun á enn
ffekari útgjöld, skuldasöfnun og rík-
issjóðshalla.
Hægri menn hafa boðið upp á
lausnir gagnvart þessum vanda og
einkenndist m'undi áratugurinn af
markvissum áróðri fyrir hægri lausn-
um. Þessum áróðri var haldið mjög
rækilega að íslendingum. Hingað til
lands vom hugmyndafræðingar
frjálshyggjunnar fluttir í stómm stíl.
Hver man ekki eftir komu þeirra
Hayeks, Buchanans, Friedmans og
fleiri. Þær lausnir sem þessir menn
buðu upp á gengu allar út á að efla
markaðinn, gefa fyrirtækjunum aukið
svigrúm með því að létta af þeim
sköttum. Þegar til lengri tíma væri
litið myndu fyrirtækin eflast, færa út
kvíamar og bjóða upp á fleiri störf.
Þessi stefna var á síðasta áratug oft
kennd við Thatcher forsætisráðherra
Bretlands og Reagan Bandaríkjafor-
seta og var stundum talað um Reaga-
nomics í þessu sambandi, eða Reag-
an-hagfræði. Undir stjóm Reagans í
Bandaríkjunum og Thatchers í Bret-
landi var létt sköttum af fyrirtækjum
og efriafólkd og gengið svo langt í því
efni að tekjutapi ríldssjóðs var mætt
með vaxandi ríkissjóðshalla og bull-
andi lántökum sem síðan skrúfuðu
upp vextina, ekki aðeins í Bandaríkj-
unum þar sem stefnunni var fylgt
fram af mestu offorsi, heldur víðs
vegar um heiminn.
Af hækkandi vöxtum höfðu tals-
menn peningafrjálshyggjunnar ekki
þungar áhyggjur. Þegar allt kæmi til
alls væm vextir ekkert annað en verð
á peningum. Peningar væm vara á
markaði og ættu lögmál markaðarins,
ffamboð og efitirspum, að sjálfsögðu
að sjá um verðlagið á þeim vamingi
eins og öðmm. Þetta var gjaman við-
kvæðið og minnist ég þess hvemig
talsmenn Vinnuveitendasambands-
ins íslenska höfðu allt ffarn á síðustu
ár á takteinum nákvæmlega þennan
talsmáta þegar bankavexti bar á
góma. ^
Hafnað var öllum samanteknum
ráðum um að hafa afsldpti af efna-
hagslífinu nema þeim einum sem
beinlínis vom sniðin til þess að greiða
fyrir opnari markaðsviðskiptum.
Vinstri vængurinn var að sjálf-
sögðu á öndverðum meiði. Þar á bæ
vom bæði siðferðileg og efhahagsleg
rök færð fyrir því að jafhaðarstefna
væri happasælli í alla staði. í fyrsta
lagi væri ekld boðlegt að bjóða þegn-
unum upp á aukna missldptingu og
félagslegan ójöfnuð sem markaðs-
hyggjan Ieiddi af sér. Þá væri jöfnuð-
ur beinlínis forsenda efriahagslegra
ffamfara. Eftir því sem missldptingin
ykist og þeim fjölgaði sem hefðu lítil
efni - væri vísað á dyr í neyslusamfé-
laginu - þeim mun meir drægi úr eft-
irspum effir þjónustu og neysluvam-
ingi, sem síðan leiddi til sámdráttar
og auldns atvinntdeysis. Jafnaðar-
þjóðfélagið væri aftur á móti kröff-
ugra á alla lund, stuðlaði í senn að
jafnvægi og leikgleði sem síðan leiddi
til ffamfarasóknar.
Þetta em kenningar og stefnur í
allra grófustu dráttum. Lítum nú á
vemleikann einsog hann hefur birst
okkur hér á landi síðustu árin.
Kveður við jafnaðartón
Árið 1988 var mynduð ríldsstjóm
félagshyggjuflokka undir forsæti
Steingríms Hermannssonar. Bundu
margir miklar vonir við hana. Á vor-
dögum 1989 vom gerðir kjarasamn-
ingar á vegum BSRB og ASI þar sem
kvað við mjög ákveðinn jafhaðartón.
Og í upphafi næsta árs vom svo enn
gerðir samningar serh náðu til yfirT
gnæfandi meirihluta launafólks. Svo
víðtæk samstaða myndaðist um þessa
samninga að þeir vom kenndir við
þjóðarsátt. Að þeim stóð nær öll
Iaunaþjóðin að háskólamönnum
undanskildum, en það átti vissulega
effir að draga dilk á eftir sér.
Þjóðarsáttarsamningamir gengu í
stuttu máli út á það að keyra niður
verðbólgu sem þá var um 30% og
komast út úr ferli óðaverðbógu og
tíðra gengisfellinga. Á árinu 1989
einu hafði gengið verið fellt um 30%
sem ætla má að hafi rýrt kaupmátt
launa um 15 af hundraði. Ut úr þessu
fari vildu menn ólmir komast og
hefja sókn til bættra lífskjara. Menn
vildu reisa launataxtann við og efla
velferðarþjónustu landsmanna.
Forsendu til að þetta gæti gengið
eftir töldu menn vera allsherjar tiltekt
urt með höft-
in, niður með
verðlagið og inn
á markaðstorg
Evrópu. Allt í
þágu alþýðunn-
ar. Alþýðuflokk-
ur gat hann heit-
ið - en jafnaðar-
mannaflokkur
hefur hann ekki
verið undanfarin
flögur ár.
í þjóðfélaginu. Og menn hófust þeg-
ar handa. Tekið var til við að laga
landbúnað að vaxandi alþjóðlegri
samkeppnisverslun með matvæli, þó
þannig að kjör bænda yrðu varin eftir
því sem kostur væri. Aðrir þættir
efnahagslífsins vom einnig teknir til
rækilegrar skoðunar: sjávarútvegur,
iðnaður og verslun, hvemig væri
hægt að stuðla að framgangi, vexti og
uppbyggingu með markvissari
menntastefhu og rannsóknum. Rætt
var um samræmdar aðgerðir til að ná
niður vöxtum og nýjar lausnir í hús-
næðismálum vom í deiglumú.
I stuttu máli er óhætt að segja að
þjóðfélagið hafi allt verið að stilla sig
saman í átaki til að lagfæra og hreinsa
til hvar sem litið var. Og það sem
meira er, þessi mnræða fór fram á
forsendum jafnaðar- og félagshyggju.
Hvemig væri unnt að ffamkvæma
nauðsynlegar skipulagsbreytingar án
þess að skapa atvinnuleysi eða félags-
lega röskun, hvemig mætti bæta vel-
ferðarþjónustu, reisa við lága kaup-
taxta og hnika til í skattakerfi til að
skapa öllum þegnum þessa lands vel-
sæld. Þannig spurðu menn og á þess-
um forsendum var leitað eftir svör-
um.
Bjartsýni og framfarasókn
Ekki leikur nokkur vafi ’ á því að
þetta jók félagshyggjumönnum bjart-
sýni og í kosningunúm 1991 var það
viðhorf almennt ríkjandi að auðnað-
ist þessum flokkum að ná meirihluta-
fylgi færi í hönd uppbyggilegt skeið
þar sem félagshyggjuöflin myndu í
sameiningu feta sig áffarn til sl$m-
samlegra lausna á - ,efy^h^gsvanda
þjóðarinnar og búa í haginn fyrir
uppbyggingu og ffamfarir.
Eg minnist þess að fólk til vinstri í
stjómmálum ræddi það af fullri al-
vöm að sameining felagshyggjunnar
væri nú skammt undan, að þess væri
ekki langt að bíða að hún yrði að
veruleika. Kosningabandalag væri að
fæðast.
Þetta byggðist á þeirri sannfæringu
að menn gætu gengið að því vísu að
ffamhald yrði á stjómarsamstarfinu
ef stjómarflokkamir næðu meiri-
hluta. Kjósendur gætu hins vegar val-
ið þær áherslur sem þeir vildu styrkja
innan væntanlegrar ríldsstjómar með
því að kjósa Alþýðubandalag, Al-
þýðuflokk eða Framsóknarflokk eftir
því hver pólitískur smekkur manna
væri, hvaða áherslur þeir vildu styrkja
innan stjómarinnar. Mörg okkar
vom áhugasöm um að fá Kvennalist-
ann einnig inn í þetta samstgrf.
I umræðunni um, sameiningu
vinstri manna var það ofarlega á
baugi og viðkvæðið hjá okkur mörg-
um sem vorum á þessum buxum að
kjósendur flokkanna hefðu þegar
sameinast, það væm bara forsvars-
mennimir sem ættu eftir að fylgja
straumnum. Ekld höfðum við
áhyggjur af því að þessir flokkar gætu
ekki komist að sameiginlegri niður-
stöðu í erfiðum deilumálum því svo
lengi sem menn hefðu svipuð h'fsgildi
og hugsjónir þá myndu þeir ráða
ffam úr erfiðum þrautum og vanda-
málum og komast að samkomulagi -
vandamálin væm til að leysa, þau
væm einfaldlega tæknilegs eðlis, úr-
lausnarefni, en ekld pólitískar hindr-
anir.
Ég veit með hverjum - en
ekki hvert!
Þessi afstaða minnir ufn margt á
viðhorf margra ungra Alþýðubanda-
lagsmanna um þessar mundir. „Eg
veit með hverjum ég ætla að leggja
upp í för þótt ég viti ekki nákvæmlega
hvert förinni er heitið", sagði ungur
maður á landsþingi Alþýðubanda-
lagsins nýlega.