Frjáls þjóð - 27.10.1952, Síða 2

Frjáls þjóð - 27.10.1952, Síða 2
2 FRJÁLS ÞJÓÐ Mánudaginn 27. október 1952. FRJÁLS ÞJÓÐ Kemur út á hverjum mánudegi. Útgefendur og ritstjórar: Bergur Sigurbjörnsson, Valdimar Jóhannsson. Afgreiðsla: Skólavörðustíg 17. Sími 2923. — Pósthólf 561. Áskriftargjald kr. 5,00 á mánuði. Verð í lausasölu kr. 2,00. Félagsprentsmiðjan h.f. Góö áminnimg „Tíminn, „blað handa bænd- um“, segir í ritstjórnargrein 21. þ.m„ að talsvert sé talað um það, að opinber gjöld séu þung og álögur vægðarlausar. Það er satt, — orð í tíma talað, góð áminning til fjármálaráðherra og fjárveitingarnefndar, og ef- laust vel meint. Hins vegar virðist Tímanum vaxa í augum gagnrýnin á álögunum. Þannig segir, að svo „virðist, að tveimur blöð- um hafi verið hleypt af stokk- unum á þessu ári að verulegu leyti til að berjast gegn skatta- álögunum.“ Frjálsri þjóð skilst, að þessu sé að hálfu leyti til sín beint. Ef það er rétt skilið, skal það tekið fram, að sú „barátta“ er því nær öll eftir. Verður Frjáls þjóð að skoða þetta svo, að Tíminn sé að minna á það, sem ógert er, en gera þarf. Ófurlítið hefur Frjáls þjóð þegar minnzt á þessi mál. Blað- ið hefur skýrt frá því, að á ár- inu 1951 hafi samanlagðar á- lögur ríkisins, bæjar- og sveita- félaga numið helmingi FRAM- TALINNA þjóðartekna, (2. tbl. 15. sept), að álögur ríkisins hafi hækkað frá 1938 til 1951 úr því að vera 16% af framtöldum þjóðartekjum í það að vera 35% — að kostnaður við stjórnarráðið hafi 16-fald- azt á sama tíma og kostnaður við utanríkismál 33-faldazt, en óviss út- gjöld hækkað úr 25 þús. krón- um í 4,2 millj. kr. (allt í 3. tbk, 22. sept.). Þá hefur blaðið sýnt fram á, að samkvæmt upplýs- ingum fjármálaráðherra sjálfs mundu ríkisálögur vera a. m. k. 24—25% af raunverulegum þjóðartekjum, meðan ríkisálög- ur Norðmanna eru 19,1% og Svía 18,1%, og að ríkisálögur eru hér meira en þriðjungi að biðja stjórnarandstöðuna um í hessu efni. Hann biður um sundurliðun á bví, hvaða störf eða bjónustu eigi að lcggja niður. Hér er um að ræða framkvæmdaratriði, sem hver ríkisstjórn á að hafa með hönd- um, og um þetta á hann því fyrst og fremst að spyrja fjár- málaráðherra. Ef fjármálaráð- herra víkst undan með svör við þessu að einhverju leyti, sem vel getur verið eðlilegt og heil- brigt, þá er að snúa sér til hlut- aðeigandi stjórnardeildar um hvert atriði. Ádeilur stjórnar- andstöðunnar eiga yfirleitt að vera almenns eðlis, ]jó að rétl- lætanlegt sé að deila á hið ein- staka, þegar það er blöskran- legt. Tíminn segir það satt, að „þegar litið er yfir til- Iögur og nýmæli á Al- þingi því er nú situr, fer ósköp lítið fyrir tillögum um að spara opinber útgjöld." Þetta er af því að fjármála- stjórn þings og stjórnar er röng og skaðsamleg, eins og höfundi ritstjórnargrcinar Tím- ans er sýnilega Ijóst. Því ber honum líka skylda til að taka allri rökstuddri gagnrýni á fjármálastjórn landsins vel, og reyna að gera sitt til að styðja gagnrýnina og laga fjármála- stjórnina. Annars vill Frjáls þjóð taka það fram, að blaðið lítur eigi svo á, að f jármálastjórn ríkisins sé það sem allra verst er » ís- lenzkum stjórnmálum. Við höf- um þó á allra síðustu árum fengið fjárlög á réttum tíma, tekjuhallalaus, og að því leyti hafa þau staðizt, að ekki hefur orðið halli á ríkisreikningi. Rík- isreikningar okkar eru líka vel gerðir frá bókhaldinu. Þetta er allt þakkarvert á þessum tím- t7r víðri veröld Baráttan um Hvíta húsið Ráða negrarnir úrslitum? Skörpustu spámennirnir, sem rýna í krystalkúlu forsetakosn- inganna í Bandaríkjunum, veita atkvæðum negranna sérstaka athygli. Hvernig falla þau? Það getur ráðið úrslitum, — ekki í Suðurríkjunum, þar sem þátt- taka negranna í kosningum er ennþá 'lítil, heldur í höfuðborg- um Norður- og Vesturríkjanna, en það eru þau ríki, sem for- setakosningarnar geta oltið á. Áhrif negranna í þessum ríkj- um byggjast ekki aðallega á því, hve margir þeir eru, held- ur fjölda þeirra í hlutfalli við atkvæðamismun flokkanna í þessum ríkjum, og fjölda kjör- manna, sem þessi ríki velja. Átta Norður- og Vesturríki velja 210 kjörmenn af 531, sem síðan kjósa forsetann. Eftir- farandi tafla sýnir fjölda kjör- manna í hverju þessara ríkja, atkvæði negranna og þann meirihluta, sem hvor flokkur um sig hlaut í síðustu forseta- kosningum. Kjör- menn Ohio 25 Indiana 13 New York . . . 45 New Jersey . 16 Pennsylvania .... 32 Illinois 27 Michigan 20 California .. . 32 Fimm þessara ríkja, með 126 kjörmönnum, snerust á sveif með repúblikönum í kosning- unum 1948, þrátt fyrir það að meirihluti negranna studdi Truman. Hinsvegar er enginn vafi á því, að það voru atkvæði negranna ,sem hjálpuðu Tru- man til að halda kjörmönnun- um í Ohio, Illinois og Cali- forníu, en hvert þessara ríkja um sig gat ráðið úrslitunum. Forsetaefnunum eru líka ljós þessi áhrif negranna, sem bezt kom í ljós, þegar Eisenhower sagði í ræðu, að hann mundi ekki hika við að taka hæfan negra í ráðuneyti sitt, ef hann yrði kosinn, og jafnframt að hann mundi reyna að draga úr kynþáttamuninum í Washing- ton. En þrátt fyrir þetta hafa forystumenn negranna og sam- tök látið í ljós þá skoðun sína, að a.m.k. 60—70% þeirra muni styðja Stevenson, eða a. m.k. svipað hlutfall og Truman hafði 1948. . Hvers vegna styðja negrarnir Stevenson? Ástæðuna fyrir því er að finna í verkum hans. Ef hann væri eins þekktur um öll Bandarík- in, og í heimaríki sínu, mundu negrarnir verða honum enn fylgispakari. Sem ríkisstjóri Illinois reyndi hann að minnka bilið milli kynþáttanna, eink- um í atvinnulífinu, en átti erf- itt um vik vegna meirihluta repúblikana í þinginu. Þó af- nam hann aðskilnað hvítra Negra- Meirihluti atkv. 1948. 121.000 7.100 (Dem.) 44.000 13.000 (Rep.) 185.000 61.000 (Rep.) 72.000 85.000 (Rep.) 165.000 149.000 (Rep.) 166.000 33.000 (Dem.) 110.000 45.000 (Rep.) 88.000 18.000 (Dem.) manna og svartra í opinberri þjónustu og fleira þess háttar. Negrarnir vita að þeir geta treyst honum ekki síður en Truman forseta. Dirfska sú og hreinskilni, er hann sýndi í kynþáttavandamálinu í ræðu, sem hann flutti í New York í janúar sl„ löngu áður en hann var tilnefndur sem forsetaefni, verður honum einnig til stuðn- ings hjá negrunum. Á hinn bógiijn er aðstaða Eisenhowers mun lakari í þessu efni, og það þrátt fyrir allar þær yfirlýsingar og lof- Dwight D. Eisenhower. orð, sem hann kann að gefa í kosningabaráttunni. Negrarnir þekkja þar aftur yfirmann herforingjaráðsins, sem kom í veg fyrir það, að það jafnrétti, sem skapazt hafði í hernum á stríðsárunum milli hvítra og svartra, héldist að stríðinu loknu. Samband hans við öldungardeildarmann- inn Taft, bætir heldur ekki fyrir honum. Þrátt fyrir Suðurríkja- demókratana. En hvernig stendur á því, að negrarnir fylgja Stevenson þrátt fyrir afstöðu Suðurríkja- demókratanna til kynþátta- vandamálsins? Mikill meirihluti þeirra býr við verri efnahagsafkomu en aðrir Bandaríkjamenn. Fyrir þá er atvinna og mannsæmandi húsnæði mikilvægara en fagur- yrði um borgaralegt jafnrétti. Síðan á dögum New Deal Roosevelts hafa þeir sett demó- krata og næga atvinnu í órjúf- andi samband. Það voru negr- arnir, hinir lægstlaunuðu af öllum stéttum, sem harðast urðu úti í kreppunni. Atvinnu- leysisstyrkir o. a. þ. h„ sem Roosevelt kom á, bjargaði þeim því fyrst og fremst frá algjörri örvæntingu. Gróði Bandaríkjanna í síð- asta stríði og eftir það, hefur búið negrunum lífskjör, sem þeir höfðu aldrei áður þekkt. Þess vegna óttast þeir repú- blikana, á sama hátt og fjöldi hvítra manna gerir, sem flokk kreppu og atvinnuleysis. Negrarnir eru fastheldnir. Sagt er, að negrarnir séu mjög íhaldssamir í stjórnmál- um í þeim skilningi, að hafi þeir tekið tryggð við einn flokk, þá eru þeir seinir til að yfir- gefa hann. Gleggsta dæmið um þetta er hin langvarandi tryggð þeirra við repúblikana (1865—1936) þrátt fyrir mjög mikil og end- urtekin vonbrigði. Það er litið svo á, að Theódór Roosevelt (1900—1908) hafi verið síðasti forseti repúblikana sem rétta vildi hlut negranna. Samt sem áður hélt meirihluti þeirra tryggð við Hoover í kosning- unum 1932, þegar fjölmennir hópar annarra yfirgáfu hann, og gengu í lið með Roosevelt. Og það var ekki fyrr en 1936 að negrarnir fóru að styðja demókrata. En þegar aldan snerist í þá átt, þá gerði hún það af full- Adlai Stevenson. um þunga, og hún snýr ekki strax við aftur, sízt ef tekið er tillit til þess, að kjör negranna hafa batnað meira þau 20 ár sem demókratar hafa farið með völd, en þau 70 ár, sem líðu frá þrælastríðinu og fram til þess tíma. (The Economist). og liðugur, ekki sendur sér „af sjálfum valdsmanni, heldur af einni kvinnu.“ Eru þetta næsta einkennileg og torskilin um- mæli, því að naumast má gera ráð fyrir að Helgi Cjiíl Cju jiniuuíssoi'L: Tvíkvænismaður til Englands og gengið að eiga þarlenda konu. Væri þetta ann- að en flugufregn, hafði Helgi gerzt sekur um tvíkvæni, þar eð eiginkona hans á Ströndum var enn í fullu fjöri. Vegna orð- hærri á hvern íbúa en í Dan- mörku og Noregi og dálitlu hærri en í Svíþjóö (6. tbl. 13. okt.). Þetta er að vísu allt of lítið að gert, en blaðið hefur þurft að ræða fleiri mál. Annars skal það fram tekið, að Frjáls þjóð lítur svo á, að ríkið íslcnzka eigi að hafa all- mikið með höndum, og því hljóti að vera hér talsvert þungar ríkisálögur. En þegar þær álögur eru orðnar miklu hærri, bæði hlutfallslega móts við þjóðartekjur og á íbúa, en hjá nágrannaþjóðum okkar og frændþjóðum, sem verja of fjár til landvarna, er við höfum engar, þá er áreiðanlega allt of langt gehgið. Þetta er það, sem Tíminn finnur, og þess vegna minnir hann á umtalið um vægðarlausar álögur og aug- lýsir eftir enn greinargleggra umtali. Annars misskilur Tíminn það, hvað hann sem stjórnarblað á um. En þetta hefur ekki enn komið í veg fyrir það, að ríkis- álögurnar eru orðnar of þungar og að afkoma ríkisins er undir því komin, að við flytjum inn meiri vörur en við getum greitt og drekkum miklu meira brennivín en við höfum gott af. Því veitir ekki af, að Tíminn minni á, að gagnrýnin á fjár- málastjórnina þarf að vera meiri og rækilegri en hún er. ♦ —--- Ekki svarar Míelt/i Eftir síðustu grein FRJÁLSR- AR ÞJÓÐAR um kjötsölumál- in hefur slegið þögn á fram- kvæmdastjóra útflutningsdeild- ar S.Í.S., Helga Pétursson, þrátt fyrir mælsku hans dagana þar á undan. FRJÁLS ÞJÓÐ bíður enn eftir svari hans, og mun birta það, ef það berst, þó með þeim skilyrðum er honum voru sett um siðmennilegan rithátt. Niðurl. Leið nú nokkur tími, og spurðist ekkert til Helga. — Skyndilega skýtur honum þó upp á Austfjörðum að nýju. Kemur hann frá Englandi og er nú tekinn að fást við kaup- sýslu. Efnir hann til verzlunar við Austfirðinga, að sjálfsögðu á laun, því að ekki hafði hann leyfi til kaupskapar. Er nú ekki að orðlengja það, að Helgi kemur á hverju sumri um tíu ára skeið frá Englandi og stundar launverzlun, aðallega á Austfjörðum, en einnig á Suð- urlandi. Fátt er nú vitaö um hagi hans og háttu að öðru leyti, og verður ekki ráðið af heim- ildum, hvort enskir menn hafa verið í félagi með honum um verzlun þessa, né hverjir hafa ráðið yfir farkosti þeim, sem hann sigldi á milli landanna. Ólíklegt verður að teljast, að hann hafi sjálfur haft skip í förum. Hitt er sennilegra, að hann hafi verið í þjónustu enskra kaupmanna, er notfærðu sér þekkingu hans á íslenzkum staðháttum og kunnugleika austanlands. Um þetta verður þó ekkert fullyrt. Helgi virðist hafa orðið vin- sæll kaupmaður, a. m.k. segir í skjali einu varðandi mál hans, að á Austfjörðum hafi hann verið vel liðinn. Hins vegar fóru að komast á kreik sögur um það, að ekki væri allt með felldu um einkamál hans. Laust upp þeim kvitti, að hann væri kvæntur í Englandi, en ætti aðra konu á lífi vestur í Strandasýslu, er hann hefði hlaupizt frá fyrir allmörgum árum. Má ætla, að orðrómur þessi hafi í upphafi farið nokk- uð hljóðlega, en smám samar. fékk hann byr undir vængi. Barst sú saga að lokum til eyrna Ara sýslumanns Magnús- sonar í Ögri, að strokumaðurinn Helgi Þorgeirsson hefði komizt róms þessa auglýsti Ari á Al- þingi 1638, „að Helgi Þorgeirs- son hafi forséð sig í hórdómi i tvær reisur með Guðrúnu, dótt- ur Hjalla-Völku, og betalað það fyrra brotið, en annað sé ókvitt. Nú skuli hann vera hlaupinn, og nokkrir segja, að hann sé giftur í Englandi.“ Fyrir þessar sakir sé Helgi „rétttækur“, hvar sem hann náist hér á landi. — Jafnframt notar Ari tækifærið og auglýsir, að Guðrún Hjalla- Völkudóttir hafi tekið sér nýj- an „fylgdarmann“, Þorkel að nafni, og hlaupi hann nú með Gunnu um sveitir. Séu þau bæði rétttæk til refsingar, og beri að flytja þau vestur til sín. Nú gerist ekkert í máli Helga þangað til sumarið 1640. Þá kemur hann enn hingað til lands. Er hann þá tekinn suður í Gullbringusýslu og sendur vestur til Ara í Ögri. Segir Ari, að hann hafi ekki komið þangað sem fangi, heldur laus hafi nú verið fúsari en áður til að heimsækja Ara sýslumann. Er ekkert, sem til þess bendir, að hann hafi verið svo skyni skroppinn, að bonum hafi ekki verið fullljóst, hversu mjög hann hafði af sér brotið. En hvernig sem þessu hefur verið farið, þá er það víst, að þetta sumar komst Helgi í hendur Ara sýslumanns, sem setur yfir honum rétt í Ögri 12. ágúst. Kveður sýslu- maður með sér sex menn til að fella dóm um það, „hvernig itl lykta leiðast málefni þessa fá- ráða manns, Helga Þorgeirsson- ra.“ í dóminum segir, að Helgi játi sig kvæntan í Englandi, og sé hann því sekur um tví- kvæni, þar eð kona hans ís- lenzk sé enn á lífi. Við afbroti Helga, sem sé eigi aðeins tví- kvæni, heldur einnig þriðja hórdómsbrot, liggi dauðarefs- ing að íslenzkum lögum. Hins vegar segjast dómsmenn ekki

x

Frjáls þjóð

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.