Frjáls þjóð - 27.10.1952, Blaðsíða 4

Frjáls þjóð - 27.10.1952, Blaðsíða 4
t Orðabeigur Sigríður í Brattholti Ung að árum og fátœk að fé skráði heiðurskonan Sigríður í Brattholti nafn sitt óafmáanlega í sögu íslands með því að koma í veg fyrir að Gullfoss yrði seld- ur útlendingum. Það er í sam- rœmi við ríkjandi hugsunarhátt þessara tima, að eitt stjórnar- blaðið, Tíminn, telur nú sjálfsagt, þó að seint sé, að greiða Sigríði viðvik þeta í peningum. Mikið er, að ekki skuli vera stungið upp á að inna greiðsluna af hendi með Marshallfé. FRJÁLS ÞJÓD vill hvetja menn til að taka vel undir til- mœlin um fjárhagslega aðstoð við Sigríði í Brattholti, en sú aðstoð á eingöngu að vera hjálp til gamallar konu, sem misst hefur heimili sitt í eldsvoða. Hið fagra þjóðrceknisverk Sig- ríðar í Brattholti má ekki sví- virða í elli hennar með þvi að meta það til fjár. Slík verk hafa laun fólgin í sjálfum sér, þó að œttjarðarbröskurum vorra tíma gangi að sjálfsögðu erfiðlega að skilja. „Blað handa bændum“ Áður fyrr skoðuðu þeir, sem rituðu Tímann, sig sem mál- svara FYRIR bœndur, þeir rit- uðu FYRIR bœndur og litu á blaðið, sem þeir unnu við og unnu fyrir sem BLAÐ FYRIR BÆNDUR. En nú segir blaða- maður við Tímann (miðv.d. 22. þ.m.), Andrés Kristjánsson, vel lœrður í íslenzku máli, í blað- inu sjálfu, að þett.a sé „dönsku- sletta“, og sé það eitt rétt mál að segja og rita, að Tíminn sé „blað handa bœndum.“ Ekki er að undra, þó að sumt af andlega fóðrinu í „blaði handa bœndum" sé „fremur rýrara en meðallag", þegar ritararnir líta svona á hlutverk þess. Samkvœmt ís- lenzkri málvenju er „blað HANDA bœndum“ blað til hand- argagns eða afnota bœndum (í staðinn fyrir gras eða mosa, eftir því sem á stendur?) Háskólinn rækir skyldur sínar Háskólinn heldur uppi umfangsmikilli enskukennslu fyrir íslendinga, sem einkum mun vera sótt af kvenfólki. ★★ Eftir vesturför sína hefur nú háskólarektor boðað, að hann opni salarkynni há- skólans fyrir hermönnum af Keflavíkurflugvelli til íslenzku- náms. ★★★ Háskólinn rekur sum- arhótel í Stúdentagörðunum. •••••• •••••• •••••• •••••• •••••• RADDIR LESENDA •••••• •••••• •••••• Skólastjóri gagnfræðaskóla í stórum kaupstað segir í bréfi til blaðsins m.a. á þessa leið: „Hef lesið þrjú fyrstu blöð- in með mikilli ánægju. Þið eruð á réttri leið. Blessaðir hamrið á ósómanum, sem er að gera út af við íslenzku þjóðina. Auðvitað vil ég gerast fastur áskrifandi að slíku blaði, þó að ég sé flokksbundinn Framsóknar- maður.“ Ungur maður í Suður-Þing- eyjarsýslu skrifar á þessa leið: „Ég hef lesið þrjú fyrstu tölublöð „Frjálsrar þjóðar“ með mikilli ánægju yfir því að eiga svo framtakssama skoðanabræður sem útgef- endur hennar eru. Ég hef aldrei getað aðhyllzt neinn hinna íslenzku stjórnmála- flokka, en er hrifinn af sósíalistísku verkamanna- flokkunum í nágrannalönd- unum, svo sem í Bretlandi.“ Bóndi í Vestur-Skaftafells- sýslu, sem sendi blaðinu nöfn I*iitÞifi n tjíM - leyfin — Framh. af 3. síðu. vínveitingaleyfi mun óhætt að virða 2—5 þús. kr. til fjár, og er það því engin smáræðisgjöf, er dómsmálaráðherra hefur gefið stjórnarflokkunum árlega, þó að ekki sé reiknuð sú að- staða er þau fá með leyfunum til að veiða veikar sálir. Blaðið lætur lesendur sína um að dæma það stjórnmála- siðferði, sem er að baki öllu þessu braski dómsmálaráðherra með vínveitingaleyfin. Síðar verður nokkru meira rætt um vínveitingaleyfin til annarra en stjórnmálaflokk- anna. fjögurra nýrra áskrifenda, auk sín, ritar á þessa leið: „Frjáls þjóð“ fer ekki erind- isleysu út til fólksins ef hún heldur áfram eins og hún byrjar: djörf, rökljós, há- vaðalaus, hispurslaus og hóf- samleg á loforð. Umtalsmál- ið er að blaðið þorir að segja eins og er og umfram allt að það hafi nóg þrek svo að það ÞREYTIST EKKI Á AÐ SEGJA SATT. Ég er flokks- maður, ekki „leiðtogi“ og hvorki „þræll“ né „gæðing- ur“. Kuldalaust sagt og blátt áfram. Og svo er um marga. Þeir aðhyllast eitt eða fylgja einni stefnu, þeirri sem þeim þykir bezt eða stundum af illum skást, sjá þörf á að- finnslum og ávítum, en koma engu að nema þar sem það er flokknum til bölvun- Bónda í Hörgárdal í Eyja- fjarðarsýslu farast orð sem hér segir: „Þér hafið sent mér nokk- ur tölublöð af „Frjálsri þjóð“, og kann ég yður mín- ar beztu þakkir fyrir. „Frjálsa þjóð“ vil ég gjarn- an kaupa og lesa. Ég dáist að hispursleysi hennar og hreinskilni. Hún er snerpu- hvöss og snjöll í máli og má hiklaust halda fram sem horfir.“ Annar maður í sömu sveit skrifar m.a. á þessa leið: „Haldið áfram með blaðið á þeirri braut, sem því hefur verið mörkuð með þessum fyrstu blöðum. Látið rnnfram allt ekki niður falla baráttu ykkar gegn hersetunni. Þið megið vera þess fullvissir, að í því máli standa margir með ykkur. Það er áreiðan- legt, að mikill meiri hluti þjóðarinnar vill herliðið burt úr landinu.“ Blaðið þakkar þessar á- gætu viðtökur og hvatn- ingarorð. FR|ÁLS ÞJÓÐ Mánudaginn 27. október 1952. Bátagjaldeyrisálagiö — Framhald af 1. síðu. Dæmi 1. Þorskur með roði (7 lbs.). Framleiðslukostnaður (S. H.) . kr. 5361,00 á smál. Frá dregst: Leiðrétting skv. nefndaráliti 1947 .. kr. 608,00 — — 4753,00 Seld bein ................................ kr. 300,00 — — Raunverulegt framleiðsluverð (fob.) .... kr. 4453,00— — Selt 1951 í Sterlingsgjaldeyri 14,871,2 smál. @ 62,983 þús. krónur (fob.) .. kr. 4235,00 — — + bátagjaldeyrisálag 60% á kr. 2117,00 . . kr. 1270,00— — Verð til hraðfrystihúsanna .............. kr. 5505,00— — Hreinn ágóði umfram það, sem meðtalið er í framanskráðu framleiðsluverði (kr. 4453,00) er því 1052,00 kr. á smálest. Dæmi 2. Þorskur, roðlaus fyrir Evrópumarkað. Framleiðslukostnaður (S. H.) ........... kr. 5775,00 á smál. Leiðrétting skv. nefndaráliti 1947 .. kr. 761,00 — — 5014,00 Seld bein ................................ kr. 320,00 Raunverulegt framleiðsluverð (fob.) .... kr. 4684,00 — — Selt 1951 í clearing gjaldeyri 4735,2 smál. @ 23,806 þús. kr. eða............... kr. 5027,00 — — + bátagjaldeyrisálag 26% á kr. 2513,00 .. kr. 653,00— — Vaxandi áhugi á auk- inni smábátaútgerð Síðan FRJÁLS ÞJÓÐ birti grein sína um aukna smá- bátaútgerð, hefur nokkur hreyfing komizt á það mál. Þrír þingmenn Framsóknar- flokksins hafa flutt tillögu til þingsályktunar um lán- veitingar út á smábáta og vátryggingar þeirra. Efni til- lögunnar er það, „að fisk- veiðasjóður veiti framvegis lán út á smábáta í samræmi við lán út á stærri báta, án þess að krefjast baktrygg- ingar, enda séu smábátarn- ir vátryggðir í samræmi við vátryggingu hinna og trygg- ingafélög skylduð, ef með þarf, til þess að taka þá í tryggingu“. FRJÁLS ÞJÓÐ fagnar þessum stuðningi við smá- bátaútgerðina og væntir þess að flutningsmennirnir knýi fram afgreiðslu tillögunnar nú á þessu þingi. Eigendur smábáta í Rvík hafa nýverið endurvakið fé- Iag sitt, Björg. Hyggst félag- ið að beita sér fyrir því, að smábátarnir fái betri aðstöðu í Reykjavíkurhöfn eða i Skerjafirði, að smábáta-' tryggingum verði komið í1 viðunandi horf og bátaeig- j endur fái að selja fisk sinnj sjálfir á ákveðnum stöðumj í bænum. — Er þessi sjálfs- bjargarviðleitni smábátaeig- enda í Reykjavík hin lof- samlegasta. Augu manna eru nú óð- um að opnast fyrir því, að FRJÁLS ÞJÓÐ hafi hreyft þörfu máli með grein sinni um smábátaútgerðina. Víðs vegar af landinu berast fregnir, sem sýna ótvírætt, að hér er um að ræða líf- vænlega atvinnumöguleika. Brýna nauðsyn ber til þess, að gert sé öflugt átak til að stórauka þessa atvinnugrein, sem getur orðið ómetanleg lyftistöng fyrir mörg hinna smærri sjávarþorpa og er raunhæfasta lausnin á at- vinnuvandamálum þeirra. Leyfir FRJÁLS ÞJÓÐ sér að minna á tillögur sínar í þessu máli, sem birtar voru í blað- inu 6. þ. m. /vvwwvuwwvwuwvvwvwwvuviftjwwvvwwvvv'uvyvyvi Verð til hraðfrystihúsanna (fob.) .......... 5680,00 — Hreinn ágóði (sbr. dæmi 1) um 1000 kr. á smálest. Hér ber þó enn að gæta þess, að nokkuð af þeim fiski, sem seldur var 1951, var fram- leiddur árið 1950, og kostaði því minna í framleiðslu en greint er hér að framan, þannig að raunverulegur gróði hefur orðið enn meiri, en hér er gert ráð fyrir. Liggur nærri að á- lykta, að bátagjaldeyrisálagið hafi allt verið hreinn ágóði hraðfrystihúsanna árið 1951, og því með öllu óþarft miðað við það verð, sem þau SKÖMMT- UÐU bátunum. Á ábyrgð ríkisst j órnarinnar. Það er öllum ljóst og hefur lengi verið, að sú fáheyrða fjárplógsstarfsemi, sem rekin er með bátagjaldeyrisbraskinu, er gerð í skjóli og á ábyrgð nú- verandi ríkisstjórnar. Það var ríkisstjórnin, sem lét sérfræðing sinn og ráðunaut í efnahagsmálum samþykkja þá útreikninga sem lagðir voru til grund- vallar bátagjaldeyrinum. Og það var hún og ráðu- nautur hennar, sem sam- þykktu þá fáránlegu fram- kvæmd á þessum málum, að ákveða fast prósentu- álag (60% og 26%) á all- an útflutning án tillits til söluverðs. Útkoman af því gæti (og hefur) orðið sii, að ef einhver farmur var seldur með tapi varð upp- bótin með bátagjaldeyris- álaginu lítil, en ef einhver farmur var seldur með verulegum gróða, varð uppbótin með álaginu þeim mun meiri!! Er ekki að efa, að það hefur þurft því sem næst heimsfræg- an sérfræðing og reikningshaus, til að finna upp slíka aðferð. En afleiðingarnar af öllu því braski, sem rakið hefur verið í stuttu máli hér að framan, hafa bitnað á öllum almenningi með þeim ofurþunga, sem alþjóð er kunnugt. Ef til vill gætu menn gert sér einhverja hugmynd um þær, ef þeir hugleiddu, að báta- gjaldeyririnn nam rúmlega 100 milljónum króna árið 1951, og útlit er fyrir, að hann verði meiri á þessu ári. Álit sr. JEmiis ... Framhald af 1. síðu. Eg tel einangrun herliðsins í herstöðvunum stuðla að hvoru tveggja og óumflýjanlegt að hverfa að því ráði eins og kom- ið er. Hér er ekki aðeins um takmörkun á frelsi hermann- anna að ræða, heldur og þeirra íslendinga, sem vildu heim- sækja þá að erindislausu. Það þarf að takmarka samgang ís- lendinga og herliðsins við þau skyldustörf, sem hvor aðili um sig þarf nauðsynlega að vinna innan vébanda hins. Ef herset- an er nauðsynleg vörn, þá er einangrun hersins lífsnauðsyn- leg sjálfsvörn. Blöðin hafa öll rætt vandamál hersetunnar, af misjafnri alvöru þó, og allir virðast sammála um, að eitt- hvað þurfi að gera. Það verði að stinga við fótum í samskipt- unum við herinn. Mín skoðun er sú, að einangrun herstöðv- anna með.fyrrgreindum hætti, sé það spor, sem næst beri að stíga, allt annað sé gagnslaust. Ég geri ráð fyrir, að prestarn- ir svari almennt, þegar álits þeirra er leitað í jafn aðkallandi vandamáli og hér um ræðir, enda væri annað í ósamræmi við samþykkt prestastefnunnar. Framlay Islands — Framhald af 1. síðu. feðgar í þorpi fyrir norðan, báðir vitgrannir. Faðirinn vai jötunn að vexti og afli, en son- urinn væskill í hvívetna. Fyrir margt voru þeir frægir að endemum, feðgarnir, en eink- um þó fyrir það, að þegar þeir mættu fólki á förnum vegi, skauzt strákurinn bak við sitj- anda föður síns, og æpti þaðan ókvæðisorðum að vegfarendum. Voru það uppnefni, og svívirð- ingar. Hafði karlinn hina mestu skemmtun af þessu tiltæki son- ar síns, hló hrottalega og esp- aði hann til óþurftarorðanna, og jafnvel mest, þegar aðkomu- menn áttu í hlut. Hins vegar hafði grandvart og siðsamt fólk hina mestu raun af þeim feðgum, og taldi þá til lítillar þurftar og lítils góðs maklega, þó að ekki væri að gert. Sá, sem þekkti til þeirra feðga, og hefur kynnt sér fram- lag Morgunbl. til heimsmál- anna, getur ekki komizt hjá því að sjá líkinguna með þessu tvennu, þegar hann les þá heimspeki einfeldninnar, sem vitnað var til hér að framan. Um nokkurt skeið hefur rík- isstjórn íslands „skotizt bak við sitjanda" stórveldis og látið aðalmálgagn sitt, Mbl., hrópa ókvæðisorðum til ýmissa ríkja. Þeirra meðal eru nokkur, sem aldrei' hafa átt við okkur ann- að en vinsamleg samskipti eins og t.d. Pólland, Tékkóslóvakía og Ungverjaland. Við önnur höfum við lítil eða engin sam- Biskup íslands sagði um sein- ustu áramót: „Sjálfstæði íslands á eng- an styrkari staf eða stoð til þess að styðjast við á fram- tíðarvegi en kristið hugar- far þegnanna og það hug- rekki, sem þorir að horfast í augu við öll stórveldi heimsins í réttlætismálum íslands“. Nú er um réttlætismál ís- lands að ræða. Emil Björnsson.“ skipti haft, hvorki til góðs né ills, eins og t.d. Kína. Þá heyrir einnig undir þetta, að þegar is- lenzkur utanríkisráðherra fékk tækifæri til að ávarpa allar þjóðir heims í útvarpi í fyrsta sinni í sögu landsins, fannst honum sögueyjan hafa það merkast til heimsmálanna að leggja, að kenna þessum sömu þjóðum um það, að nokkrir piltar af götum Reykjavíkur hefðu brotið rúður í Alþingis- húsinu með grjótkasti. Þetta er í fáum orðum það, sem ritstjóri Mbl. á við, þegar hann heldur því fram, að við getum ekki „verið hlutláusir áhorfendur að öllu því sem ger- ist á sviði heimsmála og HEIMSÁTAKA“ (Lbr. F.Þ.) Og þannig VILL hann að framlag íslands verði á því sviði. FRJÁLS ÞJÓÐ hefur áð- ur látið í ljós þá skoðun, að framlag íslands til heims- málanna mundi ekki verða mikið, en það væri æski- legast, að það mætti verða á þann veg að efla sam- vinnu og friðsamleg sam- skipti allra þjóða í siað þess að stuðla að sundrung og átökum þeirra í milli. FRJÁLS ÞJÓÐ hefur síður en svo nokkuð við baráttu gegn kom- múnismanum að athuga, en telur þeirri baráttu bezt borgið undir merkjum skynsemi og mannúðar, en ekki heimsku og stríðsæðis. Hún telur þeirri baráttu bezt borgið með því að þyrma mannslífum, en ekki tortíma og með því að skapa mannkyninu meiri lífshamingju en kommún- isminn gerir, en ekki minni. „Menn með slíkum hugsun- arhætti, eru sannkallaðir stein- gervingar------“ segir Valtýr Stefánsson, og hann má útvega sér einkaleyfi á þeirri skoðun sinni' án þess að móðga þetta blað á nokkurn hátt. Og meira en það. Blaðið gæti vel unnað honum þess frama að verða gerður heiðursdoktor í einfeldni við einhvern háskóla í Bandaríkjunum, þegar úr vesturför hans verður, sem hann mun vera að borga fyrir- fram með skrifum sínum.

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.