Frjáls þjóð - 16.02.1953, Qupperneq 1
FRJALS ÞJOÐ
2. árg. Mónudaginn 16. febrúar 1953. 6. tbl.
Stóriðja hér á landi verður aft miðast ú
þarfir íslenzku þjóðarinnar
Það verður að varast erlend áhrif og yfirdrottnun í sam
bandi við erlent fjármagn til þeirra framkvæmda
Fá tíðindi munu hafa vakið hér jafn mikla og ai-
menna athygli og frásagnirnar í siðasta tbl. FRJÁLSR-
AR ÞJÓÐAR af áformuðum framkvæmdum Banda-
ríkjanna hér á landi. Sérstaklega voru það upplýsingar
blaðsins um fyrirhugaðar virkjunarframkvæmdir við
Þjórsá og stóriðju í sambandi við þær, sem athygli
vöktu.
Gíbraltar norðurhafa
Hinar nýju kröfur Banda-
ríkjanna um stórfelldan
hernaðarviðbúnað og fram-
kvæmdir hér á landi, sem
frá var skýrt í síðasta tbl.
FRJÁLSRAR ÞJÓÐAR, sýna
glöggt og ótvírætt, hvað
Bandaríkin ætlast í raun og
veru fyrir með ísland. Það
er ljóst nú, að varnarsamn-
ingurinn frá 1951 var aðeins
sá litli fingur, sem átti að
skapa þeim aðstöðu til að
hrifsa alla höndina, þegar
þeim byði svo við að horfa.
Og það verður gert, ef þjóðin
ekki veitir stjórnarvöldum
sínum þá áminningu, sem
dugir.
Það getur engum dulizt
lengur, að áform Bandaríkj-
anna eru þau að gera ísland
að öflugu útvígi sínu og hag-
nýta auðlindir þess í sína
þágu, hvort sem stríð brýzt
út eða friður helzt. Amerísk-
um liernaðaryfirvöldum er
ljóst, að Vestur-Evrópa verð-
ur ekki varin, ef til styrjald-
ar kemur. Þess vegna er ís-
land þeim jafn mikilvægt og
raun ber vitni. Það yrði
rammbyggt virki í fremstu
víglínu — réttnefnt Gí-
braltar norðurhafa. Héð-
an yrðu gerðar árásir á Rúss-
land og Austur-Evrópuríkin,
og hingað yrði stefnt gagn-
árásum. Á íslandi mundi
brotna fyrsta holskefla styrj-
aldarinnar með öllum sínum
geigvænlegu afleiðingum.
Það voru til menn í land-
inu — aðrir en kommúnistar
— sem gerðu sér ljóst fró
öndverðu, að afleiðingarnar
af þátttöku okkar í Atlants-
hafsbandalaginu og hersetu
Bandaríkjanna hér yrðu ó
þessa lund, að við réttum
Bandaríkjunum litla fingur-
inn með varnarsamningnum
1951 og yrðum von bráðar að
sjá á eftir hendinni allri. Sá
dagur er skammt undan, ef
þjóðin heldur áfram að dotta
„dáðlaus, viljasljó“. Það er
of seint að vakna, þegar
Bandaríkin hafa endanlega
Iokið við að leggja ísland
undir sig, hernaðarlega og
f járhagslega, og innlimað það
að fullu í vígbúnaðarkerfi
sitt. Þá hefur þjóðin verið
hremmd í þá hörðu kló, „sem
bágt mun úr að víkja“. Ef
Bandaríkjunum verður látið
haldast uppi að framkvæma
óform sín hér á landi, er ís-
lenzka þjóðin sem sérstök
sjálfstæð þjóð dæmd til tor-
tímingar.
★
Varnarsamningurinn svo
nefndi var réttlættur með
því, að ísland mætti ekki eitt
allra þátttökuríkjanna í At-
lantshafsbandalaginu vera ó-
varið. Hinn stóri hernaðar-
flugvöllur á Reykjanesi byði
heim árás og yrði þess vegna
að vera undir stöðugri gæzlu
herliðs. Þjóðin var fullvissuð
um, að hér byggi ekkert ann-
að undir en það, að komið
yrði upp landvörnum á ís-
landi, fámennt herlið hefði
aðsetur á Keflavíkurflugvelli
og lítils háttar aðstaða yrði
látin hernum í té í Hvalfirði.
Við þetta var varnarsamn-
ingurinn miðaður. Kröfur
Bandaríkjanna nú geta því
með engu móti samrýmzt
þessum samningi. Það verður
að teljast nálega óhugsandi,
að ríkisstjórnin leyfi sér að
ganga að þessum kröfum
Bandaríkjanna án þess að
gera við þau nýjan samning.
Og það er þjóðarinnar að
koma stjórnarvöldunum í
skilning um það, að hún æski
ekki eftir slíkri samninga-
gerð.
Bátagjaldeyrisbraskið
framlengt
Lágu til þess tvær höfuð-
ástæður. Önnur var sú, að
mörgum hefur orðið það æ
Ijósara, einkum nú hin
svonefndu „betliár“, að hér
yrði að koma á fót stóriðju
í einhverri mynd, ef þjóðin
ætti að geta veitt sér þau
lífsþægindi og það menn-
ingarlíf, sem hún gerir
kröfur til í dag, án þess að
vera þurfalingur erlendra
stórvelda, AÐ HÉR YRÐI
AÐ KOMA Á FÓT STÓR-
IÐJU, SEM EINGÖNGU
VÆRI ÆTLAÐ ÞAÐ
HLUTVERK AÐ AFLA
ÞJÓÐINNI GJALDEYRIS-
TEKNA.
Hin ástæðan var sú, að það
skyldu vera Bandaríkin, sem
ætluðu að leggja til fjármagnið
í þessar framkvæmdir, og
miða þær við SÍNAR þarfii og
óskir, en EKKI OKKAR ís-
lendinga.
Öllum var ljóst, hver
voði slíkt væri íslenzku
þjóðinni, þegar þess alls
var gætt, hvílík risafyrir-
tæki Bandaríkin gætu
stofnsett hér, aðstaða sú,
sem þau hafa þegar náð
hér á landi, og vilja- og
getuleysi núverandi stjórn-
arflokka og ráðamanna til
að halda eins og MENN á
rétti íslands gagnvart
hinni bandarísku ásælni.
Nauðsyn stóriðju.
Eins og áður var sagt, fjölgar
þeim nú stöðugt, sem gera ser
þess grein, að það getur engin
þjóð, jafnvel ekki mjög fá-
menn þjóð, skapað sér til
lengdar örugga velmegun og
það menningarlíf, sem nútíma
fólk gerir kröfur til, og á að
gera kröfur til, með því að eiga
allt sitt „undir sól og regni.“
Orð eins og „aflabrestur ',
„síldarleysi" og „markaðseri'ið-
leikar“ heyrast of oft nefnd, til
þess að þeir, sem þessi mál
hugleiða, sjái ekki, hvert stefn-
ir. Og öll alvarleg umhugsun
um þessi mál hefur leitt að
einni niðurstöðu. Allar helztu
menningarþjóðir veraldar eru
iðnaðarþjóðir. Og það getur
ekki verið nein tilviljun, að
þeim mun lengra, sem iðnþrjun
hinna ýmsu þjóða er komin,
þeim mun meiri velmegun og
auðugra menningarlíf hafa þær
öðlazt.
Sú skynsamlegasta ályktun,
sem við getum af því dregið,
ætti því að vera sú, að Islend-
ingar verði að snúa á sömu
braut, ef þeir ætla að verða í
framtíðinni sjálfstæð þjóð á
sama hátt og aðrar sjálfstæðar
þjóðir. — Að vísu á þessi skoð-
un enn þá of fáa fylgjendur.
Enn þá heyrast mótbárur gegn
henni, eins og þær, að það
skorti markaði, iðnaðarvörur
yrðu of dýrar hér og því ekki
samkeppnisfærar o. s. frv. —
Þetta er þó ekki rétt, hvorki
raunvemilega né fræðilega.
Okkar þarfir eru svo broslega
smáar miðað við það vörumagn,
sem árlega er boðið fram á
heimsmarkaðinum, að þeirra
yrði varla meira vart en drop-
ans í hafinu, ef iðnaðarfram-
leiðsla hér væri eingöngu mið-
uð við þarfir okkar einna, þ. e.
gjaldeyrisþarfir.
Þar að auki mundu margar
þjóðir vilja kaupa iðnaðarvör-
ur, sem við framleiddum, til að
selja okkur aðrar vörur, sem
þær framleiddu of mikið af,
en okkur vantaði.
í annan stað eru hér
skilyrði fyrir hendi til
iðnaðarframleiðslu, sem
hvergi eru annars staðar
og mundu gera okkar fram-
leiðsluvörur ódýrari en
annarra þjóða.
Mun nánar vikið að því síðar.
Sem dæmi má þó nefna það,
sem sagt var frá hér í síðasta
blaði. Til að breyta úraníum í1
plútóníum þarf óhemju raf-
orku. Bandaríkin framleiða
þessa raforku með olíu, sem er
mörgum sinnum dýrari orku-
gjafi en vatnsaflið, þar sem
það er mikið og auðbeizlað
eins og hér. Það er því auðséð,
að aðstaðan hér til þessarar
framleiðslu er mun betri en í
Bandaríkjunum.
Stóriðja við
okkar hæfi.
Það hlýtur að vera öllum
ljóst, sem þessi miál hugleiða í
alvöru, að stóriðja hér á landi
verður að miðast við þarfir ís-
lenzku þjóðarinnar.
Ef það sjónarmið væri
ekki lagt til grundvallar
allri slíkri framleiðslu hér,
mundu íslenzku þjóðarinn-
ar bíða þau örlög ein að
verða þrælar en ekki herr-
ar þeirrar framleiðslu.
En hverjar eru þá þarfir ís-
lendinga í þessum efnum? —
Síðustu árin hefði verið hér
almenn velmegun, ef útflutn-
ingstekjur okkar hefðu numið
1000—1200 milljónum króna á
ári. Ef við gerum ráð fyrir, að
stóriðja hér byggðist að veru-
legu eða einhverju leyti á inn-
fluttum hráefnum, mætti gera
ráð fyrir, að gjaldeyristekjur
okkar þyrftu að vera um 2000
millj. króna á ári, til þess að
um almenna velmegun og næga
atvinnu handa öllum yrði að
ræða. Mætti þá gera ráð fyrir,
að reikna mætti með öruggum
gjaldeyristekjum fyrir sjávar-
afurðir um 500 millj. kr. ár-
lega (hafa verið 600—700 millj.
kr.) miðað við núverandi gengi,
og er þá gert ráð fyrir afla-
brestum o. fl.
Af því er ljóst, að sú stóriðja,
sem hér yrði stofnuð, þyrfti að
skapa okkur útflutningsverð-
mæti, sem svaraði 1500 milljón-
um króna árlega (brúttó) eða
um 32,8 millj. sterlingspunda,
(en það er eins og afköst eins
miðlungs fyrirtækis í Bret-
landi).
Ef Bandaríkjunum væru
hins vegar veitt réttindi til að
reisa hér iðnfyrirtæki, sem
miðuð væru við þeirra þarfir
og óskir, en ekki okkar, gætu
þau auðveldlega reist hér fyrir-
tæki, sem miðuð væru við að
framleiða
fyrir 15.000—20.000 millj.
króna árlega.
Er það auðséð, hvaða
möguleika jafn fámenn
þjóð og við íslendingar og
fátæk að veraldar auði,
með innan við 2000 milljón
króna þjóðartekjur, hefði
til að eignast og gerast
herrar þeirrar framleiðslu.
Við hefðum ekki einu sinni
nóg af verkfæru fólki til að
reka þau fyrirtæki. Mundi því
fara á svipaða lund fyrir okkur
og íransbúum gagnvart brezka
olíuhringnum, að okkar fólk
lærði ekki einu sinni að stjórna
eða reka þau fyrirtæki.
Og þó yrðu þessi hlutföll, sem
nefnd voru, okkur enn óhag-
stæðari en olíufyrirtækin í
íran voru írönsku þjóðinni.
Hvers konar stóriðja?
Það mun að vonum verða um
það spurt, hvers konar stóriðju
(Framh. á 4. síðu)
Neðanmálsgreinin
Neðanmálsgrein blaðsins að
þessu sinni fjallar um ein-
kennilegan mann, borgfirzk-
an, Björn Sigurðsson að
nafni, sem auknefndur var
og kallaður Björn biblía.
Hann var aukapóstur vestan-
lands um tuttugu ára skeið,
stundaði kall sitt af trú-
mennsku, en þótti kynlegur
í háttum. — Þáttur þessi er
prentaður hér eftir handriti
í Landsbókasafninu.
Tilkynnt hefur verið, að
bátagjaldeyrisbraskinu skuli
haldið áfram þetta ár með svip-
uðum liætti og verið hefur.
FRJÁLS ÞJÓÐ hefur áður
skýrt lesendum sínum frá því,
hvers konar starfsemi þar er
um að ræða. — Skýrði blaðið
frá því fyrir nokkrum mánuð-
um síðan, að ríkisstjórnin liefði
skipað nefnd opinbcrra starfs-
manna, til að rannsaka, hver
þörf væri fyrir bátagjaldeyris-
álagið, og hvert það rynni.
Nú er loks ljóst, hvaða opin-
berir starfsmenn áttu sæti í
þessari nefnd. Voru það þeir
Gunnlaugur Briem, Þórhallur
Ásgeirsson, Sigtryggur Klem-
enzson, Benjamín Eiríksson og
dr. Oddur Guðjónsson. Enda
þótt nefnd þessi muni hafa
komizt að svipuðum niðurstöð-
um um bátagjaldeyrisbraskið
og getið var hér í blaðinu, hef-
ur hún fallizt á að þessari
hneykslanlegu ráðstöfun skuli
áfram haldið, að mestu ó-
óbreyttri, til óbætanlegs tjóns
fyrir allan almenning, svo og
sjómenn og útgerðarmenn. —
Mbl. segir að af hálfu sjómanna
og útgerðarmanna hafi þeir
útgerðarmennirnir Sverrir Júl-
íusson, Finnbogi Guðmundsson,
Sigurður Egilsson og Baldur
Guðmundsson tekið þátt í
samningunum, en Elías Þor-
steinsson fyrir S. H. og Ólafur
Jónsson fyrir S.Í.F. Hinsvegar
láðist blaðinu að geta þess, að
a.m.k. Finnbogi Guðmundsson
er áhrifamaður í S. H. og Mið-
stöðinni með Elíasi Þorsteins-
syni og í varastjórn S.Í.F. með
Ólafi Jónssyni.
Svo geta menn velt því fyrir
sér, ef þeir vilja, hvernig á því
standi, að hlutur sjómanna og
útgerðarmanna er alltaf fyrir
borð borinn, og að þessir
„ s a m n i n g a r“ leiddu
til þess, að ákveðið hefur verið
að fiskvinnslustöðvarnar greiði
sama verð og í fyrra fyrir
þorskinn, sem er meginhluti
aflans. Sjómenn og útgerðar-
menn verða að skilja það í eitt
skipti fyrir öll, að þeir eiga að-
eins eitt ráð til að verja sig
fyrir þeirri svikamyllu, sem
hér er leikin, en það er að
verka SJÁLFIR þann þorsk,
sem þeir afla, herða hann og
salta, og reyna á þann hátt að
fá það, sern þeim ber fyrir
framleiðslu sína. Reyni þeir
það ekki, munu þeir verða arð-
rændir ennþá rækilegar á þessu
Framhald á 4. síðu
Þögnin mikla
Hin uggvænlega þögn ríkisstjórnarinnar í landhelgis-
málinu veldur vaxandi kvíða þjóðarinnar. Sú spurning er nú
æ oftar borin fram, hvort stjórnin muni vera að undirbúa
undanhald og svik í þessu brýna hagsmunamáli þjóðarinnar.
Fyrir alllöngu síðan bárust íslendingum þær fregnir er-
lendis frá, að brezka stjórnin hefði sent íslenzku ríkisstjórn-
inni orðsendingu varðandi þetta mál — og er það ekki í
fyrsta skipti, sem þjóðin fær fyrstu fregnir varðandi við-
kvæm, íslenzk mál fyrir milligöngu erlendra fréttastofnana.
En ríkisstjórnin þegir þunnu hljóði. Hún gerir hvorki að
svara orðsendingu Breta né gefa þjóðinni neitt til kynna
um efni orðsendingarinnar. Og svo laumulega er með þessa
orðsendingu farið, að jafnvel FRJÁLSRI ÞJÓÐ hefur ekki
tekizt að afla sér neinnar vitneskju um efni hennar. Ríkis-
stjórnin sveipar þetta mál meira myrkri og þögn en nokkurt
mál annað, sem til hennar kasta hefur komið. — Þessi ugg-
vænlega þögn spáir engu góðu. Hún getur naumast boðað
annað en það, að nú sé verið að brugga einhver ráð, sem
hentara sé, að þjóðin fái engar upplýsingar um fyrr en í
síðustu lög.
Stækkun landhelginnar er eina skrautfjöðrin í hatti
núverandi ríkisstjórnar. Þess vegna hefur margur maðurinn
ekki viljað trúa því, að stjórnin mundi bregðast LÍKA í
ÞESSU MÁLI. Óskandi væri, að mönnum yrði að þeirri trú
sinni, en ÞÖGNIN MIKLA spáir engu góðu um heilindi
stjórnarinnar í landhelgisdeilunni. En reynslan leiðir í ljós
á sínum tíma, hver gifta muni fylgja forustu ríkisstjórnar-
innar í þessu máli.