Frjáls þjóð - 16.02.1953, Síða 2
2
FRJÁLSþjóð
Mánudaginn 16. febrúar 1953.
FRJÁLS ÞJÓÐ
Kemur út á hverjum mánudegi.
Útgefendur og ritstjórar:
Bergur Sigurbjörnsson, Valdimar Jóhannsson.
Afgreiðsla: Skólavörðustíg 17. Rvík. Sími 2923. — Pósthólf 561.
Áskriftargjald kr. 5,00 á mánuði. — Verð í lausasölu kr. 2,00.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Vinaboð
Stórveldin tvö í austri og
vestri keppast um að bæta
taflstöðu sína í refskákinni um
heimsyfirráð. Að mörgu er
hugað, einskis látið ófreistað og
allra ráða neytt. Framleiðsla
vopna og vígvéla og hvers kyns
vígbúnaður til stórfelldra
mannvíga er að vísu gildasti
þáttur þessa kapphlaups, en í
fleiri horn er litið.
Eitt af því, sem stórveldi
þessi leggja mikla rækt við, er
að efla sem mest andleg áhrif
sín meðal annarra þjóða, eign-
ast sem víðast handgengna
menn, er séu eins konar óform-
legir fulltrúar þeirra og merk-
isberar. t þessu skyni bjóða þeir
heim mönnum, er þeir telja
sér feng í að vinna á sitt band,
sýna þeim ríki sín og dýrð
þeirra og gera á alla lund sem
bezt til þeirra. Margir þessara
manna snúa aftur heimleiðis
með ofbirtu í augum yfir þeim
mikilleik og gæðum, sem þeir
fengu augum litið í hinu mikla
kóngsríki allrar dýrðar. Sjá
þeir eftir það engan kost betri
fyrir sína eigin þjóð en tengj-
ast sem bezt stórveldi því hinu
alfullkomna, er þeir hafa gist
í góðu yfirlæti og þegið af
margvíslega sæmd, taka sér til
fyrirmyndar hvað eina í fari
þess og fórna til þess því, er
fórnað verður. Sjálfstæði, þjóð-
erni, tunga og sérstæð menning
eigin þjóðar verða í þeirra
augum léttvæg gæði, sem eng-
in sérstök þörf sé að vernda,
þegar annars vegar er hið á-
gæta, vinveitta stórveldi, er að-
eins vilji landi og þjóð hið
allra bezta.
★
íslendingar hafa ekki farið
varhluta af þessum þætti hins
kalda stríðs. „Utanstefningar“
héðan eru orðnar alltíðar til
austurs og vesturs. Bandarík-
in og Sovétríkin bjóða héðan á
víxl heim íslenzkum mönnum
til kynningar og vinmála. Hafa
þeir menn flestir margt að segja
af ágæti og dýrð sinna gisti-
vina og mikla viðtökur og veitt-
an beina. Og þeir, sem aðgang
fá að íslenzka ríkisútvarpinu,
flytja þar hjartnæm þakkar-
ávörp.
Mjög er aðstöðu þessara stór-
velda misskipt til að greiða veg
áhrifum sínum hér á landi.
Annað hefur her í landi með
góðu samþykki stjórnarvalda.
Meginhluti af blaðakosti þjóð-
arinnar er eindregið á þess
bandi. íslendingar hafa átt við
það ýmiss konar ^amskipti fyrr
og síðar. Þar í landi ríkir lýð-
ræðislegt stjórnarform. Þangað
er margt að sækja til lærdóms
og eftirbreytni. Tunga þess er
kennd í hverjum unglinga-
skóla landsins og er mörgum
íslendingum furðu töm. Þaðan
fáum við blöð og bækur, kvik-
myndir, hljómlist og ótal margt
fleira.
Hitt stórveldið hefur ávallt
verið fjarlægt. Við höfum ná-
Iega aldrei átt við það nein
skipti. Tungu þess skilur svo til
enginn maður á íslandi. Menn-
ingaráhrif berast þaðan fá og
smá. Meginhluti þjóðarinnar
hefur rótgróna andúð á stjórn-
arfari þess. Við þetta bætist svo
það, að flest blöð landsins verja
nálega daglega til þess miklu
rúmi að vara þjóðina við þessu
stórvelfli, berjast gegn öllum
áhrifum þaðan og stimpla alla
formælendur þess hér á landi
sem þjóðihættulega menn og
fimmtu herdeild í landinu.
★
Það ræður því af líkum, að
hér muni amerísk áhrif eiga
auðveldara uppdráttar en rúss-
nesk, enda er sú raunin. —
Amerísku áhrifin flæða yfir ís-
lenzkt þjóðlíf leynt og ljóst,
beint og óbeint. Sú hætta, sem
þetta boðar íslenzku þjóðerni,
tungu og menningu, er sívax-
andi áhyggjuefni allra hugs-
andi manna. Og við erum ekki
einir um þetta, íslendingar.
Fjölmennari þjóðir og meira
megandi en við ala nú ugg í
brjósti af sömu ástæðum, þar
á meðal sumar frændþjóðir
okkar á Norðurlöndum, svo sem
Norðmenn og Danir. Ýmsum
beztu mönnum þeirra þjóða er
orðið þetta mikið áhyggjuefni,
og þeir eru teknir að vara þjóð-
ir sínar við hinni þjóðernislegu
hættu. Er þar ekki til að dreifa
neinni óvild til hinnar voldugu
Bandaríkjaþjóðar, heldur einni
saman umhyggju fyrir eigin
þjóð. Mættu þeir íslendingar,
sem stimpla sérhverja viðleitni
til verndar þjóðerni okkar og
menningu sem kommúnisma og
Rússaþjónkun, vera minnugir
þessarar staðreyndar.
En hér á íslandi eru flestir
helztu framverðir okkar á sviði
menningarmála furðu andvara-
lausir. Þeim er boðið til Banda-
ríkjanna hverjum á eftir öðr-
um, og þeir koma hingað heim
með glýju í augum. Síðan efla
þeir félög til aukinna menning-
arlegra tengsla milli landanna
og opna amerískar lesstofur.á
íslandi. Jafnvel á því áraskeiði,
sem dönsk áhrif þóttu óþarf-
lega mikil hér á landi og
embættismenn á íslandi þáðu
stöður sínar úr hendi danskra
stjórnarvalda, var ekki borið
við að stofna hér Danavinafélög
til útbreiðslu danskrar menn-
ingar og áhrifa. Svo mjög hef-
ur sómatilfinningunni hrakað.
Ur vthri ueröld
FyrirhuguS virkjun og storiðja á Gullstrðndinni
Túhnrœn fyrir 99leiö sérleyfn ay itínn**.
þeyttr í hiut eiya stórveitii oy auöhrinyawi
Nokkru fyrir áramótin síð-
ustu var birt í London opinber
skýrsla („hvit bók“) um fyrir-
ætlanir brezkra stjórnarvalda
og brezkra auðhringa um stór-
kostlega alúminíumframleiðslu
og virkjun fallvatna á Gull-
ströndinni í Afríku.
í þessari skýrslu var ræki-
lega sagt frá imdirbúningi
málsins, athugunum á mögu-
leikum til alúminíumvinnslu í
ríkum mæli á öðrum stöðum en
þeim, sem endanlega varð fyr-
ir valinu, áætlimum, sem gerðar
hafa verið um slíka framleiðslu,
kostnað, framleiðslumagn o. s.
frv., og að síðustu frá þeim
ákvörðunum, sem nú hafa verið
teknar um framkvæmdir, þ. á.
m. samningum, sem brezka
stjórnin, nýlendustjórnin á
Gullströndinni og hinir brezk-
kanadísku auðhringar hafa
nýlega gert með sér um til-
högun framkvæmdanna og
fjárútvegun vegna þeirra.
Skýrsla þessi er hin fróð-
legasta á margan hátt. Hún
sýnir m. a. ljóslega, hvernig
„leið sérleyfa og lána“, sem
stjórnarblaðið Tíminn hefur
svo oft og lengi mælt með, að
farin verði hér á landi til þess
að koma upp stóriðju, er í
framkvæmd, þegar í hlut á
annars vegar heimsveldi, sem
þarf að gæta í senn sinna hags-
muna og þá um leið hagsmuna
nýlendna sinna, og hins vegar
auðhringar, sem fara með ein-
okun á framleiðslu og sölu
mikilsverðrar vörutegundar á
stóru svæði og eru því ríki í
ríkinu.
★
Hin „hvíta bók“ brezku
stjórnarinnar um þetta mál ber
það með sér á margan hátt, að
brezka stjórnin hefur gert sér
far um að taka tillit til hags-
muna nýlendu sinnar, Gull-
strandarinnar, í málinu, enda
eiga blökkumennirnir, sem
hana byggja, nú mun meiri þátt
í stjórn nýlendunnar en í flest-
um öðrum nýlendum Breta í
Afríku.
Ef til vill má vænta þess, að
þeir stjórnmálamenn íslenzkir,
sem nú hafa mestan áhuga á
sköpun stóriðju á íslandi með
samningum við stórveldi og
auðhringa, vildu ekki ætla ís-
lendingum verri hlut í þeim
viðskiptum en Bretar hafa"
ætlað blökkumönnum sínum á
Gullströndinni.
Samningar þeir, sem gerðir
háfa verið og skýrt er frá í
hinni „hvítu bók“, eru milli
þriggja aðilja, brezku stjórnar-
innar í London, nýlendustjórn-
ar Gullstrandarinnar og al-
úminíumhringanna, Aluminium
Ltd. í Kanada og British Al-
uminium Co., en það voru ein-
mitt þeir hringar, sem létu fyrir
nokkrum árum athuga mögu-
leika á stóriðju í Þjórsá með
alúminíumframleiðslu fyrir
augum.
Samkvæmt þessum samning-
um er gert ráð fyrir eftirfar-
andi framkvæmdum á næstu
árum:
1) Stórvirkjun í fljóti, sem
rennur úr Valtavatni í Afríku
til sjávar. Virkjun þess á full-
gerð að framleiða 564 þúsund
kílówött og kosta þá 54 millj.
sterlingspund (um 2500 mill.
ísl. króna).
2) Bygging stórkostlegra al-
úminíumbræðsluofna og til-
heyrandi verksmiðja annað
hvort í námunda við virkjun-
ina sjálfa eða úti við strönd-
ina, þar sem ný höfn verður
gerð. Áætlað er, að bræðslu-
ofnar þessir geti framleitt í
byrjun 80 þús. tonn af alúm-
iníum og kosti þá 29 millj.
sterlingspund, en geti síðan
stækkað svo, að þeir framleiði
210 þús tonn og kosti þá full-
gerðir 64 millj. punda.
3) Ný höfn, járnbrautir, veg-
ir, leiðslur og byggingar i sam-
bandi við virkjanirnar og stór-
iðjuna yfirleitt er áætlað, að
kosti alls 26 millj. sterlings-
pund.
★
Byrjunarkostnaður við allar
þessar framkvæmdir, þangað til
framleiðsla getur hafizt, er á-
ætlaður alls um 100 millj. sterl-
ingspund, en áætlað, að hann
muni síðar hækka í 144 millj.
stpd., þegar fullri framleiðslu,
210 þús. tonnum árlega, verði
náð.
Af þessum kostnaði á brezka
stjórnin sjálf að bera um 43%,
nýlendustjórnin á Gullströnd-
inni 36% og alúminíumhring-
arnir um 21%. — Hringarnir
fá sérleyfi til alúminíumfram-
leiðslu í nýlendunni. Þeir eiga
að reka bræðsluofnana og verk-
smiðjurnar í sambandi við þá.
Nýlendan sjálf leggur að nafn-
inu til fram rúmlega %
af kostnaðinum við fram-
kvæmdirnar. Það fé, sem
vitanlega er fengið að
láni fyrir atbeina heimsveldis-
ins, á fyrst og fremst að renna
til vega, járnbrauta og bygg-
inga. Meðan framkvæmdirnar
eru á byrjunarstigi, fer undir-
búningsnefnd, skipuð fulltrú-
um frá hinum þremur aðiljum,
s'em að þeim standa, með eftir-
lit og stjórn, en síðan er gert
ráð fyrir, að sérstök stjórn,
„Volta River Authority“, einnig
skipuð fulltrúum heimsveldis-
ins og auðhringanna, fari með
yfirstjórn fyrirtækjanna. —
Nýlendustjórnin sjálf, sem enn
hefur aðeins takmarkað vald í
innanlandsmálum, mun þannig
ekki fá í hendur neina yfir-
stjórn eða úrslitavald yfir þeim
risavöxnu framkvæmdum, sem
hér eru ráðgerðar. Gildi ný-
lendunnar fyrir brezka heims-
veldið mun vissulega stórauk-
ast. Áhrif hinna innfæddu á
stjórn lands síns munu hins
vegar síður en svo vaxa að
sama skapi.
Sá feikna-auður, sem verður
framleiddur úr skauti náttúr-
unnar, mun ekki falla hinum
innfæddu blökkumönnum í
skaut, heldur fyrst og fremst
erlendu auðvaldi.
-----»
Nýtt
tryggingafélag
Tekið er til starfa í bænum
nýtt tryggingafélag, Vátrygg-
ingafélagið h.f., sem tekur að
mestu við vátryggingastarfsemi
Trolle & Rothe h.f. og Carl D.
Tulinius & Co., h.f.
Hlutafé félagsins er 1,2 millj.
króna og er það allt innborgað,
en stjórn félagsins skipa Carl
Finsen, form., Bergur G. Gísla-
son varaform., og meðstjórn-
endur Friðþjófur Ó. Johnson
Ólafur Georgsson og Árni
Kristjánsson.
Félagið mun taka að sér all-
ar tegundir vátrygginga, er hér
þekkjast, auk þess hefur félag-
ið í hyggju að auka verksvið
sitt og taka upp nýjar tegundir
vátrygginga.
Framkvæmdastjóri félagsins
er Ólafur Finsen og skrifstofu-
stjóri Gísli Ólafsson.
Fyrirtækin Trolle & Rothe og
Carl D. Tulinius & Co., sem
bæði hafa starfað hér í bæ um
árabil við traust og vinsældir,
munu ekki hætta starfsemi
sinni, þótt hið nýja félag muni
nú annast hana að verulegu
leyti. Þau munu t.d. halda á-
fram að annast endurtrygging-
ar og miðlunarstarfsemi, en
Trolle & Rothe hefur bifreiða-
tryggingar eftir sem áður.
DR. JURIS
Hafþór Guftmundsson
málflutningsskrifstofa og
lögfræðileg aðstoð.
Laugavegi 27. — Sími 7601.
Frá Birni biblíu Sigurissyni
Prentað eftir handriti í Landsbókasafninu, „Lbs. 2005,4to.“
Sigurður hét maður, kona
hans hét Sæunn; þau bjuggu
í Suðurríki, það er hjáleiga eða
kirkjujörð frá Borg í Borgar-
hreppi í Mýrasýslu. Þorgrímur
sýslumaður, er var í Hjarðar-
holti í Stafholtstungum, hafði
sett Sigurð í gapastokk fyrir
slúður og kjaftæði, og var
hann eftir það kallaður Sigurð-
ur stokkmann. Þeim Sigurði og
Sæunni varð auðið tveggja
sona. Hét annar Bjarni. Giftist
hann konu þeirri, er Guðrún
hét; bjuggu þau á Gljúfurá. Son
áttu þau, er Jón hét, og fleiri
börn. Annar sonur Sigurðar hét
Björn. Hann var vesalmenni,
en mjög málugur og kíminn og
framgjarn. Hann las heilög
fræði og vitnaði oft í biblíuna
í hversdagsræðum. Því kölluðu
kersknir menn hann Björn
biblíu.
Sigurður bóndi deyði, er
Björn var orðinn fulltíða mað-
ur; var hann þá fyrir búi með
móður sinni í Suðurríki, og var
ei trútt um, að hann væri á-
litinn oflátungur.
Það var annaðhvort eftir
dauða Sæunnar, móður Björns,
að hann færi um einn vetur
að Laxholti og tæki þar undir
kennslu dóttur Gísla bónda, er
Guðrún hét; hún var tornæm
og komin undir tvítugt og enn
nú óstaðfest í trú sinni —
ellegar hitt, að Björn tæki hana
til menntunar heim í Suðurríki.
Gísli, faðir Guðrúnar, var hin
mesta hrossagröf og át nálega
öll hross, er drápust og frá
voru lögð í því byggðarlagi. —
Þá bjó, um sömu mundir sem
Gísli sá var í Laxholti, Magnús
lögmaður Stephensen á Hólmi
og vildi hann innleiða hrossa-
kjötsát í landið til sparnaðar í
harðindum og til ómagafram-
færis í sveitum. Vildi hann
ganga á undan öðrum með það,
að síður þætti mönnum last-
vert eða svívirða í að neyta
hrossasláturs sem annarrar
fæðu. Gerðist þá Magnús lög-
maður hrossæta og tók að fala
hesta til sláturs. Gengu þá Gísla
færri hross í greipar en verið
hafði. Var þá þetta kveðið:
Hrossætan á Hólmi býr,
hefur margt að sýsla,
etur merar álma-týr
út úr Laxholts-Gísla.
Sumir segja, að lögmaður
hafi slátrað hrossum einasta
hjá sér, en ekki falað þau til
slátrunar af öðrum, og mun
það sannara, því flest vildu
menn gera manni þeim til
skammar, er þó mátti teljast
snillingur og hróður þjóðar
sinnar.
Björn tók Guðrúnu Gísla-
dóttur til menntunar, sem áður
er sagt, en fyrir því að hún
var orðin vaxin og ekki stýrilát,
varð Björn að láta hana sæta
föðurlegri hirtingu. Varð það
þá einhverju sinni, er hann
vildi refsa meynni í einrúmi,
að hann rak fót upp um hana,
en þá er svo var komið, rann
honum reiðin, og snerist það til
annarrar leiðar fyrir honum,
svo að hann gerði henni barn.
Kom það andvana. Sætti Björn
þungri aðvörun, og minnkaði
þá gengi hans um hríð.
Eftir þetta fór Björn frá
Suðurríki og var með bróður
sínum að Gljúfurá, og var hann
þar eftir í sendiferðum og
fylgd með heldri mönnum og
kynnti sér land og siði manna.
Gerðist hann þá aukapóstur
um Vesturland. Var það í því
innifalið að flytja Capituls-
taxta (verðlagsskrá) og bréf á
vorum sýslumanna á milli.
Var hann í því mjög merkur
og trúr og ávann sér margra
hylli.
Björn var raddmaður mikill,
en svo skrækhljóðaður, að tekið
gat hann nálega hljóð frá öðr-
um mönnum og látið söng fara
af hinu mesta ólagi. Varð það
þá einhverju sinni, að Pétur
prófastur Pétursson í Stafholti
hlaut að kalla til hans í kirkj-
unni, að hætta skyldi hann að