Frjáls þjóð

Tölublað

Frjáls þjóð - 04.12.1953, Blaðsíða 2

Frjáls þjóð - 04.12.1953, Blaðsíða 2
2 FRJÁLS þjóð Föstudaginn 4. desember 1953. FRJÁLS ÞJ0Ð Útgefandi: Þjóðvarnarflokkur íslands. Ritstjórn: Jón Helgason (ábm.), sími 6169, Bergur Sigurbjörnsson, simi 80631, Valdimar Jóhannsson, sími 82156. Afgreiðsla: Skólavörðustíg 17. Rvík. Sími 2923. — Pósthólf 561. Áskriftagjald kr. 5,00 á mánuði. — Verð i lausasölu kr. 2,00. Félagsprentsmiðjan h.f. Lærdómsríkur vopnaburður Herstöðvar tefla okkur í fremstu víglínu Ræða Guðm. Thoroddsens prófessors 1. desember Það er fyllilega þess vert, að almenningur gefi glöggar gætur að vopnaburði gömlu flokkanna í viðureigninni við ÞjóðvarnarT: flokk íslands. Það er lærdóms- ríkt, bví að af honum má marka, hvernig málstaðurinn er. Frá upphafi hafa til dæmis blöð Framsóknarflokksins og málsvarar staðhæft bað annan daginn, að þjóðvarnarmenn séu kommúnistar, en hinn daginn, að þeir séu gerðir út af Sjálfstæðisflokknum, og ekki mun brennt fyrir, að þetta hafi hvort tveggja verið sagt í sama tölublaði. Fyrir nokkrum dögum efndi Tíminn þannig til blóðrannsókna mikilla í því skyni að telja fólki trú um „kommúnisma“ þjóðvarnar- manna, en á sunnudaginn var stóð svart á hvítu í því sama blaði, að þjóðvarnarmenn séu „huldubörn íhaldsins“, meira að segja í fundarsamþykkt. Er nú flestum ofætlun að trúa hvoru tveggja, enda munu allir vitibornir mcnn komast að þeirri niðurstöðu, að hvorugt sé satt. í útvarpsumræðunum á dög- unum var það helzta haldreipi dómsmálaráðherrans, að fletta upp í Þjóðviljanum frá því síðastliðið vor og sækja í þetta dagblað kommúnista þau gömlu og marghröktu ósann- indi, að Þjóðvarnarflokkurinn lifði á peningum frá Sigurði Jónassyni, helzt dollurum. Og í forustugrein í Vísi var það nú fyrir skömmu borið á borð fyrir fólk, að Gils Guðmundsson hefði einhvern tíma verið í framboði af hálfu kommúnista. Óþarft er að taka það fram, að Gils hefur aldrei verið í fram- boði fyrir neinn flokk, þar til síðastliðið vor fyrir Þjóðvarnar- flokkinn, enda aldrei verið i neinum stjórnmálaflokki né stjórnmálasamtökum fyrr. Orð Finnboga Rúts Valdi- marssonar 1 útvarpsumræðun- um urðu varla skilin á annan veg en þann, að hann vildi Iáta liggja • að hví, að Þjóðvarnar- flokkurinn væri reiðubúinn til þess að halda verndarhendi yf- ir hernáminu. En dagana á eftir birtist hver greinin á eftir annarri í blöðum hernáms- flokkanna um það, að þjóð- varnarmenn væru kommúnist- ar, af því að þeir vilja segja upp hernámssamningnum og bægja bandaríska hernum brott, svo að ísland verði ekki Bandaríkjunum að bráð, líkt og Eystrasaltslöndin féllu í gráðugt gin Rússa. Þannig rekur sig eitt á annars horn í málflutningnum gegn Þjóðvarnarflokknum, og ’það er ekki aðeins, að staðhæfingar andstæðra blaða stangist hroða- lega á, heldur er ekki samræmi í fullyrðingunum innbyrðis hjá sama flokki og jafnvel sama blaði. Hver maður hlýtur að sjá, að hér eru maðkar í mys- unni, og ekki sízt begar iðulega blasa við augum á síðum þess- ara blaða bein ósannindi, sem engum geta dulizt og ekki er borið við að leiðrétta. Það er beinlínis ósk þjóð- varnarmanna, að fólk gefi þess- um málflutningi gaum, bví að hann dæmir sig sjálfur. Og þessi dæmi, er hér hafa verið nefnd, eru aðeins örfá af mý- mörgum. Forsmáð sérþekking Það hlýtur að vera verulegt áhyggjuefni, hversu margir ungir íslendingar, sem lokið hafa löngu sérnámi í mikilvæg- um greinum, taka þann kost að ráða sig til starfa crlendis. Um það þarf bó ekki að efast, að nær öllum ungum mönnum, sem lokið hafa námi, myndi Ijúfast að hverfa til starfa á fósturjörð sinni. En hér koma til ýmsar orsak- ir. Margir þessara manna, sem hafa ekki efnaða vandamenn við að styðjast, eru í miklum skuldum að loknu löngu sér- námi, enda er víst ekki djarft til orða tekið, þótt sagt sé, að þeir, sem í frændsemi eru við valdamenn í landi okkar, njóti betri aðstöðu til þess að hreppa þá styrki, sem eftirsóttastir eru. Að loknu námi eiga svo þeir hinir sömu, sem vandabundnir eru „æfðum“ stjórnmálamönn- um, vísari fyrirgreiðslu til þess að ná fljótt þeim stöðum og störfum, sem betur eru borguð en aðrir verða að lúta að laun- um, sem yfirleitt eru mjög lág og skammt hrökkva til þess að endurgreiða námskostnaðinn. Allt þetta knýr margan efni- legan mann til þess að hverfa að störfum erlendis, þar sem álitlegum mönnum stendur mun hærra kaup til boða. Þetta leiðir til þess, að : sumum greinum er hörgull á sérmenntuðum mönnum, enda þótt fjöldi íslendinga sé árlega við nám erlendis. Nú gera til dæmis sumir gömlu flokkanna það að tillögu sinni, að íslend- ingar taki að sér byggingar- framkvæmdir í herstöðvum Bandaríkjamanna. Sannleikur- inn í þessu máli er hins vegar sá, að svo margir íslenzkir verkfræðingar hafa, vegna lágra launa hér en mikils náms- kostnaðar, séð sig tilncydda að hefja störf erlendis, að hér myndu ekki fást nógu margir verkfræðingar til þess, að ís- lendingar gætu framkvæmt framhald þessarar herstöðva- gerða, sem Bandaríkjamenn hafa á döfinni, án þess að leita um verkflæðihjálp til banda- ríska hersins, og láta verkfræð- inga hans fara úr herklæðum i venjulegan búning. Þetta er aðeins dæmi, en næg verkefni bíða óleyst dugandi verkfræðinga á Islandi, þótt hervirkjagerð sé slenpt, ef tekið væri á viðreisnarmálum þjóðarinnar af manndómi. í dag eru liðin 35 ár frá því að ísland varð fullvalda ríki. Síðan hefur 1. desember verið haldinn hátíðlegur sem fullveldisdagur, bæði til þess að minnast þess merkisáfanga, sem náð var 1. desember 1918 og til þess að minnast þeirrar skyldu, sem það hefur í för með sér að vera fullvalda. Sér- staklega hafa háskólastúdentar valið sér þennan dag til hátíða- halda og ber ýmislegt til. Þeir áttu löngum drjúgan þátt í baráttunni fyrir fullveldi lands- ins og þeir ættu, vegna stöðu sinnar í þjóðfélaginu, að finna sig til þess kvadda sérstaklega að standa vörð um íslenzka menningu, því að undir henni er það fyrst og fremst komið, að vér getum haldið því sjálf- stæði, sem vér höfum fengið. Það er enginn vafi á því, að sér- stæð íslenzk menning var það meginatriði, sem sýndi oss sjálfum og öðrum þjóðum, að vér ættum kröfu til þess að verða sjálfstæð þjóð. Baráttan fyrir endurheimt sjálfstæðis vors var löng og erfið og þar komu íslenzkir menntamenn og háskólastúd- entar mjög við sögu. Allir muna störf Jóns Sigurðssonar og þarf ekki að fjölyrða um þau hér. Ef vér lítum oss nær, þá verður fyrir oss „Félag íslenzkra stúd- enta í Kaupmannahöfn", sem nýlega er orðið 60 ára gamalt. Það lét sjálfstæðisbaráttuna mikið til sín taka og oft var þá, um og eftir aldamótin sein- ustu, spurt hér heima: „Hvað segja íslenzkir stúdentar?“ Með þeirri spurningu var átt við stúdenta í Kaupmannahöfn. Stúdentar við nám hér í Reykjavík voru þá færri og höfðu ekki með sér sérstakt fé- lag og þegar til pólitískra átaka kom í „Stúdentafélagi Reykja- víkur“, þá voru það eldri stud- entar, embættismenn, margir hverjir teknir að gerast íhalds- samir, sem oft réðu þar lögum og lofum. Þeirra ályktanir voru ekki stúdentaályktanir. Auk sérstæðrar menningar var líka lagalegi rétturinn, sem mikið var byggt á í sjálfstæðis- baráttunni. Þar var aðallega byggt á Gamla sáttmála, og stöðulögin, sem kváðu svo á, að ísland væri „óaðskiljanleg- ur hluti Danaveldis“, voru aldrei viðurkennd af íslend- ingum. Þó skall þar hurð nærri hælum 1908, þegar uppkastið var á ferðinni. Eftir því áttu sum mál að vera sameiginleg og óuppségjanleg milli Dana og íslendinga og raunverulega að vera í vörzlu Dana. Þá voru það íslenzkir háskólastúdentar. sem einna fyrstir gripu alvar- lega í taumana. Uppkastið var fellt með miklum atkvæðamun, enda var Alþingi þá ekki kallað strax saman til þess að sam- ’^vkkia það. t.óm gafst til þess að skýra málið fyrir þjóðinni og nýjar þingkosningar voru látnar fara fram. Sífellt þóf og síðast umbrot og eftirköst fyrri heimsstyrj- aldarinnar leiddu að lokum til fullrar viðurkenningar á full- veldi íslands. i rið 1911 var Háskóli íslands •^”- settur á stofn, á aldar- afmæli Jóns Sigurðssonar. Hann var lítill í fyrstu en óx og dafnaði og brátt varð þar miðstöð íslenzkra fræða og tryggari stoðir mynduðUst undir íslenzka menningu. Vel- megun jókst og stórstígar framfarir urðu á flestum svið- um þjóðlífsins, ekki eingöngu á verklegu og tæknilegu sviði, heldur líka efnahagslega og andlega. Með bættri afkomu og markvissri baráttu fyrir bættum heilbrigðisháttum og gegn sjúkdómum óx viðnáms- þróttur þjóðarinnar og er nú svo komið, að í heilsufarslegu tilliti standa íslendingar nú meðal fremstu þjóða 1 heimin- um. Stúdentar háskólans hafa heldur ekki látið sitt eftir liggja. Þeir hafa smátt og smátt látið meira og meira að sér kveða, svo nú er eftir þeim tekið og ekki síður eftir því, hvar þeir hallast á sveif. Nú þegar hafa þeir reist sér óbrot- gjarna minnisvarða þar sem eru tveir stúdentagarðar. Há- skólinn, sem lengi hafði búið við ófullnægjandi húsakost og erfið starfsskilyrði á flesta lund, fékk nú nýtt og glæsHegt hús. Þrátt fyrir kreppuár og erf- iða afkomu í bili var sótt mark- visst fram til aukinnar menn- ingar og algerra yfirráða yfir öllum vorum málum, sem feng- ust með stofnun lýðveldisins að útrunnum samningstímanum við Dani. TT’n vér lifum á tímum ólgu og umbrota í heiminum. Varla var liðið 21 ár frá því að fyrri heimsstyrjöldinni lauk þegar ný heimsstyrjöld brauzt út, enn hræðilegri. Flugtækni og hernaðarframkvæmdum hafði nú fleygt svo fram, að ís- land var ekki eins einangrað og áður og brátt kom að því, að vér flæktumst inn í hernaðinn, þá er Englendingar hernámu landið, þrátt fyrir mótmæli. Nokkru seinna vorum vér svo neyddir til þess að biðja um vernd Bandaríkjanna. Þessum hernámum fylgdi brátt fjöl- mennt setulið. í kjölfar setu- liðsins komu miklar fram- kvæmdir til undirbúnings væntanlegum hernaðaraðgerð- um með mikilli setuliðsvinnu, sem að vísu veitti mikla at- vinnu íslendingum, en kenndu mönnum um leið hyskni og ýmiskonar vinnusvik, þar sem setuliðið gekk á undan og lét í það skína, að hér væri nógu ríkur reiðarinn. Setuliði, hvort sem er í friði eða ófriði, fylgir alltaf meiri eða minni óreiða og lausung og fórum vér ekki varhluta af þeim fylgifiskum, enda varð svo brátt, að flestir urðu leiðir á setuliðinu og það jafnvel svo, að merkingin í orðinu setuli færðist yfir á óvelkomna, þaul- sætna gesti. Hugsandi mönnum varð það fljótt ljóst, að hér væri vá fyrir dyrum, sem bezt væri að losna við sem allra fyrst. oksins hætti stríðið og vér fórum að vona, að nú færi að styttast í dvöl setuliðsins. En það var ekki því að heilsa. Verndararnir neituðu algerlega Guðm. Thoroddsen prófessor. að fara, þrátt fyrir gefin lof- orð um að hverfa á burtu strax að stríðinu loknu. Ástæðan kom fljótt í ljós. Heimsstyrj- öldinni var varla lokið áður en Bandaríkjamenn fóru að búa sig undir næsta stríð. Seint á árinu 1945 kom beiðni frá þeim um leigu á herstöðvum á ís- landi til 99 ára. En nú var mönnum nóg boðið. Það duld- ist engum þá, að þessar her- stöðvar áttu ekki að vera í vora þágu. Þær áttu að vera hluti af varnarkerfi Bandaríkjanns sjálfra og þá auðvitað líka ti' hugsanlegrar árásar á aðra, ef þurfa þætti. Menn risu hér upp sem einn maður, að kalla mátti, og mótmæltu þessari móðgandi beiðni. Menn voru sammála um það, að herstöðvar framandi þjóðar væru ekki samræmanlegar sjálfstæðu ríki og sögðu því nei. Þá datt eng- um í hug, að hér væri tilvalið tækifæri til þess að fá vernd voldugs ríkis gegn ásælni ann- arra ríkja, þar sem þó vitað var, að vér höfðum ekkert bol- magn til þess að verja landið fyrir vopnaðri ágengni annarra voldugri þjóða. En vér vissum það þá, þótt ýmsum sé farið að gleymast það nú, að jafnvel vinir geta orðið erfiðir og hvimleiðir til lengdar og ekki sízt ríkir vinir, sem setjast upp á búi fátæks bónda. Auk þess var þá i fersku minni dvöl setuliðanna í nýafstaðinni styrjöld. Málið var því látið niður falla í bili, en strax næsta ár var þó gerður flugvaUar- samningur. Þarna átti ekki að vera um neinar herstöðvar að ræða, að minnsta kosti átti ekki að líta svo út hér innanlands og var jafnvel reynt á sann- leiksgildið í kvæði Þorsteins Erlingssonar, að „ef að úr bux- unum fógetinn fer og frakkan- um svolitla stund, þá má ekki greina hver maðurinn er“. 1 rið 1949 var svo aðild að Atlantshafsbandalaginu dembt yfir þjóðina á þeim fölsku forsendum, að herstöðv- ar skyldu aldrei vera á íslandi á friðartímum. Því hefði verið lofað. En hver lofaði? Atlants- hafsbandalagið? Ónei, sá sern lofaði var utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Hann lét sig ekki muna um það. Það var líka utanrikisráðherra Banda- ríkjanna, sem hafði gert her- verndarsamninginn nokkrum árum áður, eins og fyrr er á minnzt. Nú var ekki gefið tóm til þess að ræða málið og þjóð- in ekki að spurð. Tveim árum síðar voru svo leyfðar her- stöðvar á íslandi. Var það álitin sjálfsögð afleiðing af því að ísland væri aðili að sáttmálan- um. Stríð var þó ekki nær en verið hafði nokkur undanfarin ár. Nú væri fróðlegt að vita hvaða gagn oss íslendingum megi verða að þessári her- stöð, sem upp er risin hér á landi. Á friðartímum er hún gagnslaus og verra en það. En á ófriðartímum, getur hún þá varið landið? Því er fljót- svarað, að mjög er ósenni- legt, að hún geti það að nokku ráði. ísland er stórt land og hætt er við að lítil vörn yrði því að einum flug- velli á útskaga. Hér má víða ganga á land og enn víðar setja niður fallhlífalið. En eitt er víst, að jafnskjótt og ófriður brýzt út þá erum vér komin í fremstu víglínu, með öllum þeim ógnum, sem því fylgja, einmitt vegna þess, að hér er setulið. Með- JVr. ÖÍ1953 Tilhynning z Fjárhagsráð hefur ákveðið eftirfarandi hámarksverð á brauðum í smásölu: Franskbrauð, 500 gr........................... kr. 2.80 Heilhveitibrauð, 500 gr......................... — 2.80 Vínarbrauð, pr. stk........................... — 0.70 Kringlur pr. kg................................. — 8.20 Tvíbökur, pr. kg................................ — 12.45 Rúgbrauð, óseydd 1500 gr........................ — 4.00 Normalbrauð, 1250 gr............................ — 4.00 Séu nefnd brauð bökuð með annarri þyngd en að ofan greinir, skulu þau verðlögð í hlutfalli við ofangreint verð. Á þeim stöðum, sem brauðgerðir eru ekki starfandi, má bæta sannanlegum flutningskostnaði við hámarksverðið. Utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar má verðið á rúg- brauðum og normalbrauðum vera kr. 0.20 hærra en að íraman greinir. Söluskattur er innifalinn í verðinu. Reykjavík, 30. nóv. 1953. % Vvrii lut/ssii i'ifsittftin

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.