Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 14.08.1954, Blaðsíða 1

Frjáls þjóð - 14.08.1954, Blaðsíða 1
íslendingar! Stund- in nálgast. Búið ykkur undir alls- herjar sókn gegn hernáminu! FRJÁLS ÞJÖÐ 3. árg. Laugardaginn 14. ágúst 1954. 33. tbl. Og föðurlandsást þeirra fyrst um þaS spyr, hve fémikill gripur hún yrði, þvi nú selst á þúsundir þetta, sem fyrr var þrjátíu peninga virói. (Þorsteinn Erlingsson). Helsprengjur neðan- jarðar í Miðnesheiði? Bandaríkjamenn á Kefiavíkurflugvelli hafa nú þá sögu að segja, og fara ekki dult með, að gera eigi í Miðnesheiði miklar neðanjarðarhvelfingar. Óttast margir, að neðanjarðarhvelfing- um þessum sé ætlað að vera geymslur fyrir atómsprengjur. 1 Það er vitað, að á Kefla- víkurflugvöll er komið mik- ið af verkfærum, sem notuð eru við jarðgangaspreng- ingar og neðanjarðargröft, og girt hefur verið svæði, sem bönnuð er umferð um. Er þetta allt mjög tortryggi- legt, ekki sízt þegar það er jafnframt haft í huga, að verið er að reisa flugvéla- skemmu, sem tekur yfir óra- vítt svæði og er sýnilega ætluð heilum flugflota, og flugbrautir hafa verið lengd- ar við hæfi hinna stærstu og langfleygustu flugvéla. Lítils verð loforð. Því var að vísu heitið, og hefur verið margendurtekið, að hingað skyldu ekki flutt kjam- orkuvopn né héðan gerðar á- rásir á önnur lönd, þótt til styrjaldar kæmi. Hins vegar hefur enginn tekið mark á slík- run loforðum, því að allir hafa þótzt vita, að þau yrðu ekki •efnd fremur en svo mörg önn- ur fyrirheit, sem gefin hafa verið í blekkingaskyni í sam- bandi við hernámið. Þetta eru nefnilega loforð, sem samrým- ast ekki eðli og anda heiftar- legrar styrjaldar. Kjarnorkusprengjur illa séðir grannar. Eins og vænta má, kæra fáir sig um, að birgðir af kjarn- orkusprengjum séu geymdar í námunda við heimkynni þeirra. Svo er í Bandaríkjunum, ekki síður en annars staðar. Banda- rísk stjómarvöld hafa því hvöt til þess að flytja birgðir sínar að nokkru leyti brott úr landi til þeirra stöðva, sem bandaríski herinn hefur fengið erlendis. í öðru lagi eru kjarnorku- sprengjur ekki þægilegur flutningur á styrjaldartímum, og því er efalaust, að bandarísk hernaðaryfirvöld telja þær bet- ur geymdar í þeim herstöðvum, er þau hyggjast nota til árása á lönd óvinanna. Þar eru þær nærtækar í stríðsbyrjun, og í kjarnorkustríði er það mikil- vægt að gera árásirnar nógu fljótt. Þess vegna þarf engan að undra það, þótt Bandaríkja- mönnum kunni að koma til hugar að geyma hér kjarnorku- sprengjur, þótt það auki stór- kostlega hættuna, sem vofir yf- ir því landi, er þeir hafa tekið að sér að „vernda“. í þessu sambandi má minnast þess, að Bandaríkjamenn víluðu ekki fyrir sér að eigin sögn að reyna að egna Þjóðverja til árásar á Reykjavík í síðasta stríði með því að koma til þeirra fölskum upplýsingum um, að innrásina á meginland Evrópu ætti að gera frá íslandi. Það var ekki Bandaríkjamönnum að þakka, að Þjóðverjar létu ekki blekkjast. Burt með herinn. Þessi tíðindi hljóta að magna íslendinga til þess að herða kröfur sínar á hendur íslenzkum stjórnarvöldum og bandarísku herstjórninni Framh. á 4. síðu. Sameiginlegur fundur miðstjórnar og flokksráðs Þjóðvarnarflokks Is- lands og fulltrúaráðs þjóðvarnarfélaganna í Reykjavík verður haldinn að Aðalstræti 12, þriðju- dagmn 1 7. þ. nu og hefst kl. 8,30 síðdegis. Áriðandi mál á dagskrá. — Mætið stundvíslega. MENNINGARTENGSL H0LLYW00DS 0G ÍSLANDS Islands hefur þrisvar verið getið í bandarískum kvik- myndum, svo að hér sé kunn- ugt. í nýrri bandarískri kvik- mynd, sem heitir „Because you are mine“ og byrjað er að sýna í Noregi, leikur Mario Lanza hlutverk manns, sem gerzt hefur brotlegur við réttar reglur. Honum er ógn- að með þcssum orðum: „Bezt að senda þig tii ís- lands og láta þig syngja fyr- ir Eskimóana.“ (Hvað skyldi herhljómsveitin, sem hér var, hafa gert fyrir sér?). Einu sinni var hér sýnd kvikmynd, þar sem Bob Hope var í aðalhlutverki. Fjallaði hún um sjóræningja, og var íslenzki fáninn dreginn að hún á sjóræningjaskipinu. Þriðja myndin hét Iceland, en var aldrei sýnd hér af einhverjum ástæðum. Hún lýsti lífi bandarískra her- manna meðal islenzkra kvenna, en íslenzkir karl- menn, sem fram komu í myndinni, voru allir fávitar og aular. Thor Thors sendi- herra sá sig tilneyddan að skerast í málið og fékk því loks framgengt, að nafninu var breytt og felld niður nokkur atriði, eftir að sýn- ingar voru hafnar í Banda- ríkjunum. Samt þótti ekki óhætt að senda myndina hingað til lands. Strandarbændur mótmæla skotæfingunum Bændur á Vatnsleysuströnd hafa á ný mótmælt skotæfing- um Bandaríkjamanna þar syðra. Skotæfingasvæðið er í Vogun- um, og er sagt, að sex landeig- endur hafi leigt hernum það fyrir 18 þúsund krónur. En þetta svæði er ógirt og þar gengur saman sauðfé bænda úr ýmsum byggðarlögum. Tilburði hafa Bandaríkjamenn að vísu haft til að smala landið fyrir skotæfingar, og gera þeir það á þann hátt að láta flugvélar fljúga lágt yfir það! Lítil trygg- ing er að sjálfsögðu í þeirri „smalamennsku“, og er það lág- markskrafa bænda, að landið verði girt. 99Snuröan « þrneöinutn^ : Reiptog stjórnargæðinga um sementsverksmiðjuna Forráðamenn alþjóðabankans hafa nú kippt að sér hendi um lánaveitingar Þegar Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokk- urinn endurnýjuðu stjómarsamvmnu sína eftir síðustu kosningar, var því heitið í stjórnarsáttmálanum, að fyrirhuguð sementsverksmiðja á Akranesi skyldi ganga fyrir öðrum framkvæmdum, er ríkisstjórnin beitti sér fyrir. En langur tími var ekki liðinn, er Ölafur Thors forsætisráðherra skýrði frá því, að „snurða væri hlaupin á þráðinn" og yrði verksmiðjumálinu slegið á frest ,,í bili“. Þjóðvarnarmenn báru þegar fram á þingi fyrirspurn um það, hvers eðlis þessi ,,snurða“ væri, en ráðherrarnir véku sér und- an að gera grein fyrir því. Síð- an hefur verið undrahljótt um verksmiðjumálið, ekkert verið aðhafzt,svo aðkunnugt sé,nema hvað einhverju fé hefur verið ráðstafað til lagfæringa á fyrir- hugaðri verksmiðjulóð, sýni- lega til þess að friða þá, er orðn- ir voru órólegir vegna seina- gangsins. Fyrirspurnum um það, hvað valdi þessum lang- vinnu töfum, hefur alls ekki verið svarað. Nú er liðið svo langt á sumar, að sýnilega verður ekki á þessu ári hafizt handa um neitt það, sem hægt er að kalla upphaf verksmiðj ubyggingar. Álitlegt fyrirtæki. Upphaflega var það ætlunin að fá lán til áburðarverksmiðj- unnar og sementsverksmiðj- unnar frá alþjóðabankanum. Var það álit erlendra sérfræð- inga, að sementsverksmiðjan væri miklu álitlegra og arð- vænlegra fyrirtæki en áburðar- verksmiðja af þeirri stærð, sem hér var reist. Virtist því blása byrlega um það, að fé fengizt til sementsverksmiðjunnar. Um þjóðhagslega þýðingu sementsverksmiðju getur eng- um blandazt hugur. Hún yrði bókstaflega undirstaða bygg- ingaframkvæmda og vegagerð- ar með nýju sniði. Krafan um einkarekstur. Þegar farið var að lcita eftir lánum til framkvæmda, Bandaríkjamenn rannsaka skilyrði ar nýrrar radar- og herstöðvar á til bygging- Brunnahæð Fyrir nokkru komu óboðnir gestir vestur á fjörðu í flugvél Björns Pálssonar, og hafa blöð ekki flíkað þessu ferðalagi. Þarna voru komnir skipulags- stjóri ríkisins og tveir Banda- ríkjamenn, og var erindi þeirra að athuga aðstöðu til þess að reisa radarstöð á Brunnanúp eða Brunnahæð sunnan Pat- reksfjarðar, milli Hvallátra og Látrabjargs. Það þykir harla uggvænlegt, að Bandaríkjamenn hafa aug- ljóslega hug á því að bæta við annarri herstöð á Vestfjörðum. En ríkisstjórnin er sýnilega ekki fráhverf hugmyndinni, er hún Ijær erindrekum Kersins einn af embættismönnum sín- um til fylgdar vestur í fjörðu. Við þessa gestakomu hefur og færzt nýtt líf í orðróm þann, sem uppi var í vor um kafbáta- stöð innarlega á Patreksfirði, enda þótt Tíminn ryki þá upp, eftir hálfsmánaðar þögn, og kallaði það ; „haugalygi“, er FBJÁLS ÞJÓÐ sagði frá því, sem margtalað var, jafnvel af mönnum, er vita máttu á því nokkur skil. Nú er þess farið á leit, að stjórnarblöðin geri viðhlítandi grein fyrir því, helzt án stór- yrða, ef skapsmunir leyfa, í hvaða skyni er verið að kanna aðstöðu til þess að koma upp radarstöð í þágu Bandaríkja- (hers á þessum slóðum. kom fljótt í ljós, að skilyrði Bandaríkjamanna, sem ráða alþjóðabankanum, fyrir lán- veitingu, var það, að hluta- félag ætti og ræki verksmiðj- urnar. Ríkisstjórnin beygði sig þeg- ar fyrir þessum einkennilegu kröfum um rekstrarformið, og hvað áburðarverksmiðjuna snerti, fékk hún einstökum mönnum í hendur, gegn lítil- fjörlegum hlutafjárframlögum, umráð yfir gífurlegum upphæð- um fjár, sem fengið hafði verið í nafni alþjóðar. „Snurðan á þræðinum“. Þegar farið var að athuga hvernig haga ætti hlutafjár- eign í sementsverksmiðju, sem líkleg er til að Verða hið arðgæfasta fyrirtæki, var það sammæli stjórnarflokk- anna, að þeir, sem grætt hafa á innflutningi sements á Uðnum árum, ættu að verða eigendur verksmiðjunnar, svo að þeir misstu ekki spón úr aski sínum. Vildu Sjálf- stæðismenn, að hlutaf járeign þessara aðila yrði í hlutfalli við sementsinnflutning þeirra á liðnum árum. En þá kom í ljós, að hlutur Sambands íslenzkra sam- vinnufélaga varð minni en Vilhjálmur Þór vildi sætta sig við. — Þetta er sú snurða, sem stjórnarflokkunum hef- ur ekki tekizt að lagfæra. Lokuð sund. Vegna þessa ósamkomulags og reiptogs stjórnargæðing- anna gáfust báðir stjórnar- flokkarnir upp á þeirri fyr- irætlun, að verksmiðjan yrði eign hlutafélags, en þá brustu vonirnar um lán frá alþjóðabankanum. Forráða- menn alþjóðabankans ráð- lögðu í þess stað, að íslend- ingar ættu að flytja inn á- kveðna tegund múrsteins til húsagerðar, þrátt fyrir fyrri álitsgerðir um arðsemi se- mentsverksmiðju. Eftir þetta var dr. Benja- mín Eiríksson sendur til Ev- rópu í fjárbón, en mun hafa fengið þau svör, að fjár- hagsástandið á íslandi væri ekki svo beysið, að það örv- aði til lánveitinga. Sementsverksmiðja í stað kökudeigs. Sé ríkisstjórnin þess ekki umkomin að afla lánsfjár tU sementsverksmiðjunnar, hlýtur sú krafa að vakna, að hætt verði innflutningi hvers kyns skrans og hégóma, sem nú fyll- ir allar búðir, og í stað þess að kaupa útlcnt kökudeig, ind- verskar vínkönnur og kín- verska lakkbakka, verði gjald- eyrir lagður til hliðar til sementsverksmiðjunnar. Án framkvæmda fyrir fórnir sjálfra sín varðveita íslending- ar ekki fjárhagslegt sjálfstæði. Samhjálp ön- firzkra bænda Ellefu bændur í Mosvalla- hreppi í Önundarfirði hafa bundizt samtökum um samhjálp við byggingar. Hafa þeir keypt í sameiningu mótavið, sem þeir nota til skiptis, og þegar ein- hver ætlar að byggja votheys- gryfju, hlöðu, íbúðarhús eða annað, koma félagsmenn allir og hjálpa honum kauplaust. Þeir, sem lagtækir eru, slá upp mótum og vinna önnur hin vandasamari verk, en hinir grafa grunnana og inna af höndum steypuvinnuna. Þessi athyglisverði félags- skapur hefur starfað í nokkur ár með góðiun árangri, auðveld- að byggingar og leitt til þess, að reist hafa verið hús, cr ella hefðu ekki komizt upp. Blaðið hefur haft spurnir af svipaðri samhjálp í Skaftafells- sýslu og Vestmannaeyjum, þótt eigi muni vera þar neitt félags- snið á, né samtök um kaup á sameiginlegum efnivið. Vera má, að slíkt eigi sér víðar stað. Sprengjuflugvéla- stöhvar í hættu! í bandaríska tímaritinu Newsweek 9. ágúst er svolát- andi fréttaskeyti: „Reykjavík. — Njósnaliðs- foringjar í flughernum eru á- hyggjufullir yfir þeim mögu- leika, að rússnesk skip flytji olíu til íslenzkra hafna í sam- ræmi við íslenzk-rússneska viðskiptasamninginn, sem und- irritaður var fyrir tveimur mánuðum. Þeir óttast, að það gæti leitt til rauðrar sýkingar eða jafnvel skemmdarverka (!) í sprengjuflugvélastöðvum Bandaríkjanna hér“.

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.