Frjáls þjóð - 16.07.1955, Blaðsíða 5
Laugardaf'*-‘:n 16. júlí 1955.
FRJÁLS ÞJÓÐ
MMtji Scljttn hcnnat'iz
Hugleiðingar á víð og dreif
Kjör kennara.
í FRJÁLSRI ÞJÓÐ var ný-
lega niinnzt á laun sumra op-
inberra starfsmanna. Var þar
að vonum undrazt yfir lágu
kaupi þessara manna eins og
verðlag á öllu er nú geipihátt.
Er ég las þessar línur, kom
mér ósjálfrátt í hug kaup okk-
ar kennara og launakjör öll.
Um launakjör kennara hafa
myndazt einkennilegar hug-
myndir þeirra, sem ekki hafa
kynnt sér þau mál. Kennarar
eru yfirleitt mjög öfundaðir, að
minnsta kosti úti á landsbyggð-
inmi. Því er einkum haldið á
JoftL að þeir fái kaup allt árið,
þó þeír vinni aðeins 7-9 mánuði
af árinu. Allir, sem þetta hafa
Irynnt sér, vita, að kaupi kenn-
ara í þessa 7, 8 eða 9 mánuði
er skipt niður á alla 12 mánuði
ársins, og fer þá oft mesta öf-
undlti af mönnum. Enginn
minnist á há laun presta, sem
lrafa þó að sjálfsögðu færri
vinmidaga og miklu meira
frjálsræði en kennarar. Þessari
stéttaöfund er reynt að við-
lialda í sem flestum myndum,
og gleggsta dæmið er viðleitni
„bændablaðsins“ Timans til að
skapa öfund hjá bændum yfir
háum launum verkamanna og
fela með því þá staðreynd, að
millilíðirnir gleypa mikinn
hluta afurðaverðs bóndans. í
sambandi við launamál kenn-
ara er rétt að geta þess, að ein-
hverijar umbætur eru í vænd-
um, en ef þær fara eftir hinni
„rausnarlegu" 3% uppbót í
vetur sem leið, munu kennarar
lítt geta fagnað þeim. Hvernig
er þá umhorfs fyrir þann mann,
sem hefur í 7 ár frá barna-
skóianámi búið sig' undir lífs-
starf sítt og hyggst nú
þjóna köllun sinni og taka
tii viS kennsluna af lífi og
þróttd þess manns, er hefur
yfirgefið skóla sinn með
gott veganesti frá kennurunum.
Það, sem fyrst mætir augum
hans, ern erfiðleikarnir við að
fá stöðu. Slíkt kostar oft gíf-
urlega neðanjarðarstarfsemi og
þeir, sem öfugum megin standa
í stjómmálum, sjá venjulega
sína sæng útbreidda og lenda
einhvers staðar á útkjálkum
eða í farkennslu, oft við hin
verstu skilyrði. Slíkt dregur
að vonum mjög úr kjarki
manna og gerir þeim illmögu-
legt að taka þátt í félagslífi,
nema þeir skapi það sjálfir,
sem oft reynist illkleift. En að
mínu áliti ættu slíkir erfiðleik-
ar að.eins að þroska manninn og
gera hann hæfari til starfsins.
En aðalatriðið er hins vegar,
við hvaða launakjör ný-
útskrifaðir kennarar búa.
Sannleikurinn er sá, að þau eru
algjörlega óviðunandi og alls
ekki lífvænleg. Það eru senni-
lega fáir, sem vita hið rétta í
þessum efrium. Kennarar eru
6 ár að komast á full laun, og
byrjunarlaunin eru hlægilega
lág. 1900 krónur á mánuði t.
d. fyrir mann, sem kennir í 7
mánuði. Eftir 6. ár þykir kenn-
arinn svo loks verðugur fullra
launa. Þessi biðtími er hlægi-
lega langur og launamismunur
byrjenda og kennara, sem
kennt hefur í 6 ár, geysimikill.
Eg vil ekki hæla öllurh nýlið-
um í kennarastétt og því síður
gera lítið úr reynslu fullorð-
inna kennara, en þó fullyrði
ég, að aldrei er góður kennari
áhugasamari og alúðarfyllri við
starf sitt en einmitt fyrstu
árin. Það hefur víða sýnt sig,
að það eru ungu kennararnir
og oft þeir, sem eru að byrja,
sem mest vilja fyrir börnin
gera og bezt taka þátt í félags-
lífi þeirra utan skólans. Laun-
in, sem þeir fá, eru smánarlaun
í samanburði við hina eldri og
oft latari. Það er full ástæða til
gremju okkar ungu kennaranna
í garð þess ríkisvalds, sem
skammtar okkur svo lág laun,
að engin von er til að geta
lifað af þeim. Biðtími til fullra
launa í 2 ár er afsakanlegur og
réttlætanlegur, þótt vitað sé, að
hann sé hégómi einn, því að
engu máli skiptir, hverreynslan
verður af manninum. Hann
fær sín fullu laun, enda þótt
hann sýni enga kennarahæfi-
leika. Vonandi sér ríkisvaldið
sér fært að breyta þessu, svo að
nýútskrifaðir kennarar þurfi
ekki að hika við að leggja út í
kennslu af ótta ,við að tekjurnar
hrökkvi ekki til að borga
háar skólaskuldir og lífsviður-
væri komandi árs. Um sumar-
vinnu kennara ræði ég ekki hér.
Hún er engin úrlausn, því að
kennárinn þarf að geta safnað
kröftum yfir sumarmánuðina
til nýs og farsæls starfs næsta
Vetrar. Til eru þeir kennarar,
sem lifa á pólitískum bitlingum
yfir sumarið og hirða góð laun
fyrir lítið starf. En lítill sómi
er það fyrir stéttina. Kennarinn
á að geta lifað af launum síns
starfs og með því móti geta
foreldrar vænzt meira og betra
starfs af hálfu þess manns, sem
ekki þarf að stunda erfiðis-
vinnu á sumrin. Það er von
mín og trú, að S. í. B. og
B. S. R. B. linni ekki kröfum
sínum fyrr en meira réttlæti
ríkir í þessum málum, en nú
er, því að það er lífsnauðsyn
fyrir stéttina í heild.
Öhæfilegur
milliliðakostnaður.
Ailir vita, hve söluverð land-
búnaðarafurða er hátt. Hitt
vita færri, er kaupstaðina
byggja og ala oft á öfund í
garð bóndans, að bróðurpartur
þessa verðs lendir í vasa smá-
salans. Gott dæmi um þetta er
að finna í FRJÁLSRI ÞJÓÐ
nú nýlega, þar sem sagt er frá
nautslifur, er kaupmaðurinn
gaf fyrir 10 krónur kílóið og
seldi svo andartaki seinna á
18.50 kr. Verða það að teljast
góðar tekjur af ekki meira erf-
iði. Kemur að því, sem oft áður,
að þeir uppskera mest, sem
minnst gera og ekki geta lifað
öðruvísi en á annarra sveita.
En þetta dæmi er langt frá að
vera einsdæmi. Þessi dæmi um
hinn óhæfilega milliliðakostnað
mæta augum okkar alls staðar.
Til er virðuleg' stofnun, sem
nefnist i Framleiðsluráð land-
búnaðarins. Hún auglýsir á
hausti hverju heildsölu- og
smásöluverð hinna ýmsu haust-
afurða bænda. Þetta er auðvit-
að ágætt út af fyrir sig, en
verði til framleiðenda er alveg
sleppt úr í auglýsingum þessa
háttvirta ráðs, að undantekn-
um kartöflunum. Sýnist þó
engu minni ástæða að auglýsa
verð til framleiðanda á aðal-
söluvörti bóndans, kjötinu.
Ekki veit ég, af hverju þetta
stafar, en svo mikið er víst, að
bæði kaupmenn og kaupfélög
una vel við þetta fyrirkomulag,
því að þeim eru þannig gefnar
furðufrjálsar hendur um verð
til framleiðenda. — Haustverð
kjöts hjá kaupfélagi því, sem
ég þekki bezt, var s.l. haust
10.50 kr. pr. kg. af 1. fl. dilka-
kjöti. Þetta er það verð, sem
10 bækur fyrir 130 kr.
Ber er hver að baki, sögur. Bragðarefur, skáldsaga,-Grýtt er
gæfuleiðin, skáldsaga eftir Cronin. Kona manns, skáldsaga.
Læknir eða ciginkona, skáldsaga. Mærin frá Orleans, ævi-
saga frægustu frelsishetju Frakka. Strandamanna saga
Gísla Konráðssonar. Suðrænar syndir, sögur. Þegar ungur
ég var, skáldsaga eftir Cronin. Þjóðlífsmyndir, endurminn-
ingar o. fl.
Framantaldar bækur eru samtals hátt i 3000 bls. Sam-
anlagt útsöiuverð þeirra var upphaflega kr. 303,00, en nú
eru þær seldar fyrir aðeins kr. 130,00, allar saman.
PÖNTUNARSEÐILL:
Gerið svo vel og sendið mér gegn póstkröfu 10 bækur
fyrir kr. 130,00, samkvæmt auglýsingu í Frjálsri þjóð.
(Nafn) .......................................
(Heimili) ....................................
Útfyllið pöntunarseðilinn og sendið hann í bréfi. Skrifið
greinilega. — Sendingarkostnað greiðir viðtakandi.
lS«kamarka<lHriiin
Pósthólf 561. — Reykjavík.
bóndinn fær í reikning sinn
við uppgjörið um áramót,
hvorki meira né minna. Ein-
hvern tíma á næsta ári fær
hann svo uppbót, sem honum
er sagt af forráðamönnunum,
að sé sú eina rétta. Ekki skal
ég um það dæma, en oft kemur
sú uppbót furðuseint á árinu.
Ekki kem ég auga á nauð-
syn þessa uppbótarfyrirkomu-
lags, því að höfuðröksemdinni,
óvissri kjötsölu, hefur ekki
verið til að dreifa á síðustu
árum. Býst ég við, að ekki
mundi það þykja gáfulegt, ef
neytandi borgaði aðeins hluta
af vöruverðinu og segðist borga
hitt á næsta ári, ef varan yrði
nothæf. En þarna er þó meiri
skyldleiki en menn grunar. Það,
sem mér gremst aðallega, er
það, að með þessu móti hafa
verzlanirnar stórfé af þeim
mönnum, sem skulda um ára-
mót. Skal ég skýra það nokkru
nánar. Bóndi skuldar 7000
krónur um áramót. Af þessari
skuld greiðir hann 7 % vexti,
eða 490 krónur. Við skulum svo
segja, að þessi sami maður fái
í apríl næsta ár uppbót sína frá
haustinu áður. Við skulum
segja, að hún sé 7000 krónur.
Þá er dæmið auðreiknað. Hefði
bóndinn fengið fullt verð
vörunnar þegar fyrir áramót,
hefði hann verið skuldlaus urn
áramót og 490 krónum ríkari
í þokkabót. Þetta finnst mér
ranglátt og hreinn og beinn
stuldur fyrirtækisins. Sama er,
ef maðurinn er skuldlaus, þá
ætti hann að fá vexti af upp-
bót sinni, sem skoðaðist þá sem
inneign. Annars furðar mig
mjög á þændum, að þeir skuli
ár frá ári láta þetta fyrirkomu-
lag viðgangast. Við þá segi ég
aðeins: Mikil og sterk er ykkar
barnatrú.
Leyniregiur
dr. Kristíns.
ffasfciýnásala
KVENNASPJALL
Ritstjóri: Sigríður Arniaugsdqttir
Rússneska — eða hvað ?
Hvað þýðir B. S. P. R. og B. S.
R. Ii.‘? Og hvað þýðir K. B. F. í.
eða K. F. S. í.? En hvað ég skihli
Hélga Hjörvar vel einu sinni i
vetur. Ilann var að lesa þingfrétt-
ir uni frumvarp viðvikjandi ein-
hverjum tveimur félagssamtök-
uni, og liann linaut i sífellu á
nafnaskammstöfununum.
Þtessar skammstafanir ern að
verða lireinasta plágá. Þegar und-
an cr skilið S. í. S. og I. S. L, veit
varla nokkur maður, hvað við er
átt, nema hann sé annaðhvort i
viðkomandi félagssamtökum
sjálfur eða hægt sé að skilja sam-
liengið af því, sem á undan og
eftir fer. Væri ekki hægt að háfa
nafngiftirnar lieldur einfaldari
bgslepþasktimhititÖtúiViiiníuS?
„Hvernig haldið |iér við
yðar fagra vaxtarlagi ?“
spurði blaðamiaðurinn Gínu
Lollobrigidu. „Mcð þvi að bvrja
daginn með almennilegri máltið,"
svaraðl Gina. „Landáí' minir
drtekka flestir aðeins cinn litinn
holla af kaffi, áður en þeir fara
í vinnuna, og svo fá þeir sér elcki
ncitt, fyrr en koraið er langt fram
á dag. En þá lialda þeir líka, að
óhætt sé að eta vel og eta mikið.
Það cr liættulegt. Það er betra að
eta þrjár léttar máltíðir á dag í
staðinn fyrir lítið morgunkaffi,
mikinn liádegisverð og mikinn
kvöldmat." -,,Og livernig er niorg-
unverður yðar?“ „Margir bollar
af góðu sterku tei, nokkur „rúnn
stykki“ , og heitar pylsuu með
**1
Kariallan ~ gó5 eða ill
Mikið öfunda ég þá, sem enn
eiga íslenzkar kartöflur og þurfa
ckki að leggja sér til nmnns þetta
hollenzka rusl', stem sclt ter í 'mat-
\Óisuverzlunum. Það er illt, að
ahlýei álvídi Verá Jið^t :i’ð! Lækta
hér svo mikið af kartöfhun, að
þær nægi allt árjð. í stað þess að
kaupa iim útlent rusl á hverju
vori, ættnm við að geta flutt út
kartöflur. Nýjar íslenzkar kart-
öflur geta verið svo mikið hnoss-
gæti, að það ætti að vera hægt að
selja þær úr landi sem sérstakt
sælgæti, jafnvel þótt þær yrðu
mun dýrari en aðrar kartöflur.
Siðan þetta var skrifað liafa
kartöflur komið aftur i búðir.
Úti á landsbyggðinni hefur
maður að vonura litla yfirsýn.
yfir sannleiksgildi blaðafx-egna
um gildi hinna ströngu leyni-
reglna dr. Kristins. Stutt heim-
sókn til höfuðstaðarins skýrir
málin nokkuð, og verð ég að-
furða mig á kokhreysti þeirra
Tímamanna og dást að sann-
sögli þeirx-a í fréttaburði. Ekki
komst ég nú hjá því að sjá
verndara okkar, þó að þeir hjá
Tímanum losni blessunarlega
við þá raun. Þá einu helgi, sem
ég ’var í bænum, gat ég varla
þverfótað fyrir verndurunum,
og sem dæmi um litlar ferðir
hermanna af vellinuin þessa
helgi, get ég nefnt það, að með-
an ég beið eftir strætisvagni
suður í Hafnarfirði, fóru 3 bif-
reiðir fullar af verndurum fram
hjá mér í átt til bæjarins. Nú
skil ég líka betur hið sífellda
lúxusflakk utanríkisráðherr-
ans. Hann getur þá um stund
látið sig drevma strangar leyni-
reglur, sem valda því, að ekki
sést hei-maður á götum Reykja-
víkur og glej'mt staðreyndun-
um. Vei-st er, að þessi draum-
Ur ráðherrans verður að veru-
leika í augum hinna trúuðu
blaðamanna Tímans og þeir
skrifa greinar sínar um lausn
sambúðarvandamálsins í þeim
draumadúr. Allir gapnir íslend-
ingar hljótg að krefjas.t -ein-
angrunar hersins, meðan hann
er hér, en betur má ef duga
skal. Erlendur her verður að
hverfa af íslenzkri grund.