Frjáls þjóð - 16.07.1955, Blaðsíða 3
■Laugardagrv--. is. júlí 1955
FRJALS þjóð
Dobúar á Dobúer
If-keir, sem lesið hafa Atóm-
stöðina eftir Halldór Kiljan
Laxness, minnast þess ef til vill,
er Organistinn heldur ofurlítinn
ræðustúf yfir Uglu Falsdóttur
xim afstæði siðgæðisins. Máli
sínu til sönnunar tekur hann
tiæmi af fjarlægum þjóðflokki.
,,Dobúar á Dobúey hafa aðeins
eitt siðgæðislögmál og það er
að hatast .... Meðal þeirra er
hver einstaklingur skyldugur að
hata hinn eins og vestur er
skyldugt að hata austur hjá
okkur. Það eina sem bagar do-
búgreyin er að þeir eiga ekki
eins góðar drápsvélar og Du
Pont.“
En af því að víst má telja, að
ekki séu allir svo vel að sér um
háttu og siðu Dobúa sem Organ-
istinn, gæti verið, að menn hefðu
gaman af að heyra ofurlítið
nánar um þessa einkennilegu
'þjóð og hugarfar hennar.
Það er sennilega þýðingar-
laust að vísa mönnum á landa-
'bréf til að grennslast eftir
heimkynnum Dobúa. Dobúeyj-
ar er yfirleitt að engu getið,
nerna þá að kortin séu því betri
og vandaðri. En það nægir líka
alveg að segja, að Dobúey er
austanvert undan strönd Nýju-
Gíneu.
SaL
a- ocj damntngar
Viðtalstími kl. 5—7.
Fasteignasala
Laugavegi 29.
Sími 6916.
Kama í Kyrrahafinu vestan-
verðu þrífst svartigaldur
betur en á flestum stöðum öðr-
um á heimskringlunni. Og hann
hefur sterkari tök á hugum Do-
búa en flestra annarra, enda
kunna þeir á honum beztu skil.
Hver einstaklingur notar sinn
eigin einkagaldur og hlífist
ekki við að hagnýta sér hann.
En af því leiðir, að þeir óttast
allt samneyti hver við annan.
Það gæti skaðað þá.
Ekki verður því með sanni
sagt, að Dobúar séu félagslynt
fólk, heldur ríkir með beim ein-
staklingshyggja út í yztu æsar.
Þeir öfundast hver yfir annars
hag og heppni. Enginn maður
treystir nágranna sínum. Maður
treystir ekki einu sinni konu
sinni né kona manni sínum (og
það er nú kannski rétt aí
þeim!). Og vegna hinnar brjál-
æðiskenndu öfundar, þegar
verk einhvers annars ber árang'-
ur, þrífst með Dobúum stöðug-
ur illvilji og tortryggni.
•
Jarðávöxtur, sá sem Dobúar
rækta mest af, er kallaður
yams. Það er mjölvisríkt stöng-
ulhýði eins og kartaflan og ekki
ósvipað henni, en annars óskylt
kartöflu, heldur í ætt við lilju
og mjög útbreitt í hitabeltinu.
Nú verður auðvitað að sá og
taka upp, og sumir þjóðflokkar,
sem standa á svipuðu menning-
arstigi og Dobúar, hafa þann
hátt á að vinna að slíkum
störfum í sameiningu hver á
annars akri, og allir eru stoltir
yfir góðri uppskeru og fagna
árangri erfiðis síns. En það leið-
ir af sjálfu sér, að því er öðru-
vísi farið um Dobúa. Samtök um
vinnu eru þar algerlega óþekkt
fyrirbrigði, og vegna galdra-
hættu frá öfundsjúkum ná-
Jptatt
hVW/AVA’.V/.V.W.WJVWJV.W.WAVVW.WA'WV,
ii j
VERÐLAUMAKEPPMi 1
; í
um hátíðarleik.
a-
Undirbúnmgsnefnd Skálholtshátíðar hefiu
kveðiS að stofna til verðlaunakeppm um leikþátt, $
sem ætlazt er til, að sýndur verði á SkálholtshátíS- •;
inni 1956. Leikurinn skal fjalla um atnÖi úr kirkju- jj
og mennmgarsögu þjóðannnar, vera óbrotmn að «;
sviðsetningu og eigi taka lengri tíma til sýningar en ^
35—50 mínútur. ;l
Veitt verða verðlaun, kr. 10.000.00 og kr. ;<
3.000.00, fyrir þá tvo leikþætti, er dómnefnd telur
bezta, enda fullnægi þeir þeim kröfum, er hún gerir ;.
til þess að leikþættirnir teljist verðlaunahæfir. ']
Leikþættirnir skulu komnir í hendur formanni ;«
hátíðarnefndar, séra Sveini Víking, Reykjavík, eigi >;
síðar en hinn 1. nóvember 1955 kl. 12 á hádegi.
Þeir skulu vera vélritaðir, nafnlausir, en þó greini-
lega auðkenndir. Nafn höfundar fylgi í lokuðu um-
slagi merktu hinu sama auðkenm og leikntið.
Hátíðarnefndin áskilur sér fram yfir hátíðina all-
an umráðarétt yfir þeim leikþáttum, sem verðlaun
hljóta, bæði til prentunar og flutnings án sérstaks
endurgjalds til höfundanna.
Reykjavík, 9. júlí 1955.
Hátíðarnefndin.
granna ér enginn svo grænn að
viðurkenna, að hann hafi feng-
ið vel upp úr garðinum sínum.
Þar bera hjónin uppskeru sína
smám saman með mestu leynd í
geymsluna. Ef aðrir fengju
vitneskju um ríflega uppskeru,
gæti það hæglega leitt af sér
sjúkdóma eða jafnvel dauða af
særingum og' fjölkynngi illvilj-
aðs keppinauts, sem kannski
hefur ekki fengið jafnmikinn
arð af sínu landi.
15/'enjulegur Evrópumaður
’ hefur varla slíkt ímyndun-
arafl, að það spanni allan þann
fjandskap og tortryggni, sem
ríkjandi er milli einstaklinga á
Dobúey. Það er ekki nóg' með,
að nágranninn sé algerlega úti-
lokaður frá garði fjölskyldunn-
ar, heldur verður líka að beita
jarðarávöxtinn göldrum til að
hindra hann að hlaupa yfir í
annarra manna garða! Allt frá
sáningu fram að uppskeru sit-
ur Dobúinn á verði á garði sín-
um, og það er ekki svo lítil fyr-
irhöfn,. því að vaxtartími yams
er 9—11 mánuðir. Þarna magn-
ar hann seið sinn og þylur sær-
ingar til að auka uppskeruna.
Og það verður bezt gert á
þann hátt að stela með fjöl-
kynngi úr næsta garði. Auk þess
er svo nauðsynleg't að fremja
eins konar mótgaldur til að
hindra nágrannann í að stela á
sama hátt úr manns eigin garði.
Það sýnir ljóslega tortryggn-
ina gagnvart öllu og öllum, hve
samband hjóna er þvingað. Þau
geta reyndar unnið hvort í ann-
ars garði, en aðskildir skulu
skikar þeirra vera og ekkert
múour! Þau nota hvort sinn eig-
in galdur til að hemja jarðará-
vöxtinn, og ef eftirtekja annars
er meiri en hins, verður það ör-
ugglega tilefni marg'rar þrætu
og ýmiss konar heimiliserja.
Við skulum þakka forsjón-
inni fyrir að vera ekki fædd
Dobúar. Eða erum við það
kannski?
YFIR 15 milljónir Spúnverja
búa í algjörlega óviðunandi
húsnœði, segir New York
Times. Árlega þyrfti að
byggja 100 þúsund íbúðir ú
Spúni, en aðeins 2000 eru
byggðar.
Þúsundir húsnœðisleys-
ingja hafa reynt að ráða
fram úr ústandinu á eigin
spýtur. í úthverfum Madríd
hafa þeir lagt undir sig stór
óbyggð svœði og hrófað þar
upp smúleirkofum. Fjöl-
skyldan hjúlpast að með að
byggja þá á nóttunni, þegar
allir eiga frí. Þetta eru mjög
slœmir bústaðir. í þurrkum
springa þökin, og regnið
streymir inn.
Aðrar fjölskyldur grafa sér
skúta eða hella inn í hóla og
búa þar. Á Spáni er bannað
að byggja á þennan hátt, en
lögreglan kemst ekki yfir að
hindra það, enda mundi slikt
vekja megna óánægju, jafn-
vel óspektir. Margir hús-
nœðisleysingjar gœtu heldur
ekki greitt leigu fyrir venju-
lega íbúð. Húsnœðislaus
spœnsk húsmóðir lét skoðun
sína í Ijós með þessum orð-
um: „Hvað getum við gert?
Maðurinn minn fœr 134
peseta í kaup á viku (um
57 kr.). Ef við œttum aö
greiða húsaleigu, hefðum við
ekkert til að lcaupa mat
fyrir.“
'k
FRANSKA íhaldsblaðið Le Mond
segir.að kosningasigur Scelba
á Sikiley fyrir nokkru hafi
verið að þakka aðstoð og af-
skiptum Amerikana. Hinn 23.
maí st. var undirritað sam-
komulag um, að Bandaríkja-
menn gœfu 50 milljónir doll-
ara af inncign sinni í Ítalíu
til að efla rœktun í þeim hér-
uðum Sikileyjar, sem eru í
mestri niðurníðslu. Og dag-
inn áður en kasningarnar
fóru fram, samþykkti Al-
þjóðabankinn aö veita Ítalíu
70 milljón dollara lán til að
reisa við landbúnað og iðnað
í sömu héruðum.
Það eru mjög fáir ítalir,
sem álíta, að þetta liafi verið
hrein tilviljun. — flokkiLr
Scelba vann 7 ný þingsœti í
kosningunum á Sikiley.
★
MARZ s.l. hófst útgáfa í Sví-
þjóð á nýju tímariti, er nefn-
ist NORDA PRISMO. Markmið
þess er að endurspegla sem
mest af því, sem markvert er
í norrœnu þjóðlífi: menn-
ingu, bókmenntum, framför-
um o. s. frv. Auk þess verður
skyggnzt víðar um í heimin-
um og birtar greinar um
ýmis efni, sem efst eru á
baugi hverju sinni, og eins og
þau horfa við af norrœnum
sjónarhóli séð. Það skal þó
tekið fram, að ritað verður
hlutlaust í pólitík.
NORDA PRISMO kemur út
annan hvern mánuð, en.
hvert hefti verður 48 blaðsíð-
ur. Árgjald er kr. 25.00 (ísl.).
Ritstjóri er Ferenc Szilagyi,
doktor í lögum, og vel þeklct-
ur rithöfundur.
Eins og nafn tímaritsins,
Norda Prismo, ber með sér,
er það prentað á Esperanto,
og er þess vœnzt, að íslenzkir
esperantistar láti ekki sinn
hlut eftir liggja að gerast á-
skrifendur þess og leggja því
til lesefni. Áskriftir, andvirði
og efrii til birtingar sendist
umboðsmanni ritsins á ís-
landi, en utanáskrift til hans
er: Magnús Jónsson, Póst-
hólf 786, Reykjavilc.
★
HJÓNASKILNAÐIR fœrast nú
mjög í aukana í Kaupmanna-
höfn. í fyrra skildu þar alls
2406 hjón, eða 198 fleiri en
árið áður. Rannsókn hefur
leitt í Ijós, að 764 af þessum
hjónaböndum höföu staöið
skcmur cn fimm ár, 730 fimm
til tíu ár cg 912 lengur en
tíu ár. í 142 tilfellum höfðu
hjónin átt siifurbrúðkaup,
áður cn þau skildu. Þessi
2406 hjón, sem slitu sam-
vistum í Kaupmannahöfn á
s.l. ári, áttu alls 2054 böm
innan 15 ára aldurs.
RÚMLECA 170 fulltrúar frá 53
löndum taka þátt í 5. al-
þjóðaráðstefnu stúdenta, sem
hófst í háskólanum í Birm-
ingham, mánudaginn 4. julí
s.l. Á ráðstefnunni er œtlazt
til, að rœdd verði ýmis vanda
mal stúdenta, allt frá náms-
og ferðamannaskiptum til
kynþáttavandamála í háskól-
um Suður-Afriku, og taka
þáitt í henni fulltrúar stúd-
enta frá öllum heimsálfum.
Af hálfu Stúdentaráðs Há-
skóla íslands sœkir ráðstefn-
una Erlingur G. Císlason,
stud. mag., Bergstaðastr. 48,
Reykjavík. Erlingur var í
vetur varafulltrui Þjóðvarn-
arfélags stúdenta í studenta-
ráði.
V-.-.'■■■.VVAV.V.W.VVA-.'.VWiVWAW.V.W
másagnakeppni tímaritsins STEFNIS
Frestur til að skila handritum framlengdur til Í5. ágúst
Eins og kunnugt er ákvað tímaritið Steínir nýlega að efna til smásagnakeppni um
BEZTU SMÁSÖGU ÁRSINS 1955. Hámarksaldur til þátttöku er 38 ár; í dómnefnd rit-
stjórar Stefnis. Glæsilegum verðlaunum er heitið: Flugferð til Parísar eða London og 10
daga kostnaðarlaus dvöl þar. Þá hafði frestur Lil að skila handritum verið ákveðinn 15 júlí.
Nú þegar hafa allmargar sögur borizt, en vegna þess að 3. hefti Stefnis kemur ekki út
fyrr en í haust hefur nú verið ákveðið að framlengja þennan frest til 15. ágúst næstkom-
audi. Fyrir þann tírna þurfa handrit að hafa borizt ritinu, pósthólf 582, eða til ritstjóra. —
Skulu handrit vera nafnlaus, en fylgja í lokuðu umslagi höfundarnafn og heimilisfang.
Tdnturiiið Siefnir
<1