Frjáls þjóð - 01.10.1955, Page 1
Þú elskar fold, sem barn þig ba£
hjá bláum mar.
Þú gefur henni hjarta þitt
og hún þér sitt.
(Stgr. Thorsteinsson),
4. árg.
Laugardaginn 1. október 1955
38. tbl.
*
JDéniur f íi tnlsbanhm Msíuttds:
Voði fyrir dyrum í efna-
hagsmálum íslendinga
Spurt í þríðja
sinn
í liriðja siim krefst
FRJÁLS ÞJÓÐ ótvíræðra
svaxa stjórnarflokkanna við
Jiví, hvort haldið skuli áfrain
hervirkjagerð og hersetu á
fslandi, þegar Bi-etar og
Rússar hafa yfirgefið hverja
herstóðina af annarri —
Poi-t Arthur, Súez og Pork-
kala — og allt liernámslið
horfið brott úr Austurríki.
Við því, eru heimtuð skýr
svör, hvort fvrLrætlan þeirra
sé sú, að ísland verði eilífð-
arherstöð í stríði og friði,
líkt og Gíbraltar, Malta,
Sandvíkureyjar og Okinawa.
Á herinn að fara brott nú —
eða á að ofurselja ísland um
aidur og ævi?
Þessar spurniugar verða
endurteknar eins oft og þörf
gerist, svo að hernáms-
flokkarnir þurfa ekki að láta
sér detta í hug, að beir geti
skotið sér undan svari.
En kjörorð stjömarinnar er:
f lýtur á meðan ekki sekkur
,,Horfumar í ehtahagsmálum íslendinga hafa
stórversnað á undanfömum mánuðum. . . . VerS-
bólguhugsunarhátturinn er nú aftur að ná heljartökum
á hugum manna, og hin sívaxandi þensla í efnahags-
lífinu hefur orðið til þess, að gjaldeyrisaðstaðan hefur;
versnað stórkostlega, það sem af er þessu ári.“
Beðið um leyfi tíl
gengisfellingar
Sem kunnugt er hefur ríkisstjórnin bundið íslendinga
þeim böndum, að leyfLs þarf að leita vestur í Bandaríkjun-
um til allra meiriháttar ákvarðarta í fjármálalegum efnum.
Nú ©r fullyrt, að ríkisstjórnin hafi leitað eftir iiví við
alþjóðagjaldeyrisbankami, að hún megi enn á ný fella
gengi íslenzks gjaldmiðils og halda áfrani sama leiknum og
leikinn var árið 1950, þegar gengisfellmg átti að lækna allar
meinsemdir þjóðfélagsins, reisa við atvinnulífið og færa
öllum velmegun. Sagt er, að sendimenn hafi farið á milli
í þessum erindagerðum, bæði verið sendir menn héðan
vestur um liaf með þessa málaleitan og aðrir komið hingað. |
Hlýðnir drengir í
útlöndum
í fyrri viku fluttu öll íslenzk
hlöð þá frétt, að fulltrúar Norð-
urlandabj óðanna hefðu greitt
atkvæði gegn því á þingi S.Þ.,
að frestað yrði að ræða þá
kröfu Pekingstjórnarinnar, að
hun tæki við sæti Kínverja hjá
S.Þ. Allir hugðu, að fulltrúi ís-
lanás hefði verið þar í hópi,
enda yfirlýst, að ríkisstjórnir
norrænna þjóða hafi samið um
það að halda hópinn við mikil-
vægar atkvæðagreiðslur á al-
'þjóðaþingum.
Við nánari athugun hefur
komið í ljós, að fulltrúi ís-
lands skarst úr leik og greiddi
atkvæði eins og Bandaríkja-
fúlltriúnn. Ekkert hernáms-
blaðanna hefur þó haft fyrir
því að leiðrétta villandi frá-
sagnir um afstöðu íslands í
'þessu máli. Af hverju stafar
það?
í öðru lagi hefur íslenzka
ríkisstjómin ekki hirt um að
taka upp viðskiptasamband við
Kína, heldur lætur hún aðra
Norðurlandaþjóð kaupa ís
lénzkt lýsi til þess að selja
þángað með hagnaði. Einnig
'þétta er gert til þess að þókn-
ast Bandaríkjunum, er lagt
íhafa bann við viðskiptúm við
Kínverja.
Þessi orð eru úr upphafi for-
ystugreinar um efnahagsmál í
Fjármálatíðindum, riti Lands-
banka íslands. Þau eru dómur
dr. Jóhannesar Nordals, fræði-
manns og trúnaðarmanns
æðstu peningastofnunar íslend-
inga, um áhrif þeirrar stefnu í
í fjárhagsmálum, sem ríkis-
stjórnin hefur fylgt fram, og
yfirlýsing um það, að nú sé
voðinn sjálfur fyrir dyrum.
Nokkrir vitnisburðir.
í ýmsum skýrslum í þessu
sama riti er margítrekað,
hvernig allt sígi á ógæfuhlið í
fjármálunum:
„Vöru- og gjaldeyrisvið-
skipti íslendinga við aðrar
þjóðir hafa verið MJÖG Ó-
HAGSTÆÐ, það sem af er
þessu ári. Fyrra helming
ársins var verzlunarjöfnuð-
uriim neikvæður tun 146
milljónir króna, en það var
26,8 milljónum króna melra
en á sama tima á síðastliðnu
ári. f júlímánuði varð verzl-
unarhalíinn tæpar 60 millj-
ónir króna.“
„Greiðslujöfnuður bank-
amna á öðruiu ársfjórðumgi
þessa árs varð óhagstæður
um 106,7 inilljónir króna
. . ., en á fjrra helmingi
ársins um 133,5 milljónir
króna. Er þessi útkoma
STÓRUM LAKARI en á
síðasta ári, en bá reyndust
greiðsluviðskiptin óhagstæð
um 29 milljónir króna
fyrstu seoc mánuði ársins.
Hefur þessi þróun haWið
áfram í júlí- og ágústmán-
uðum, en bá VERSNAÐI
gjaldeyrisstaðan enn um 30
milljónir króna.“
„Banknrnir eru nú konm-
Lr í 38 milljóna króna gjald-
eyrisskuld við útlönd, og
eru horfur MJÖG ALVAR-
LEGAR í 'þessum málum
<(
„Sparifjáraukningin í júlí
og ágúsf var enn MUN
MINNI en á sama tíma í
fyrra.“
„Þegar á allt er litið,
verður að telja ástandið
MJÖG ALVARLEGT í pen-
ingamálum.“
Þetta eru aðeins örfáir vitn-
isburðir um einstök atriði
peninga- og viðskiptamála, en
af slíkum vitnisburðum úir og
grúir í þessu riti Landsbank-
ans.
Kákráátetafanir
íordæmdar.
í gegnum alla forystugrein
ritsins skín fordæming á því
vandræðafálmi, sem einkennt
hefur fjármálastjórnina, er
virðist hafa að kjörorði gamlan
slarkarámáishátt: Flýtur á með-
an ekki sekkurí
iyiir hljóta að skilja sneiðina í
bessum orðum í forystugrein-
inni;
„Nú er því þörf róttækra
ráðstafana, ekki tii þess að
tryggja afkomu eins eða
tveggja atvinnuvega um
nokkurra mánaða skeið,
heldur til hess að stöðva
dýrtíðarflóðið og koma í veg
Framh. á 8. síðu.
./o/tn #ö.vó*r ihtll«>s soffir:
Tímabil ératuga friðar
er nú fram undan
John Foster Dulles, utan-
ríkisráðherra Bandaríkjanna,
flutti ræðu á þingi Sameinuðu
þjóðanna á fimmtudaginn í
fyrri viku, og í þeirri ræðu
komst hann svo að orði,
að frain undan væri áratuga
tímabil friðar í heiminmn
Er sú skoðun ekki ómerkur
vitnisburður af mimni eins
þeirra valdamanna Banda-
ríkjanna, er hvað harðsvír-
aðastir hafa verið í kalda
stríðinu.
Hann lýsti yfir því, að
Bandaríkin væru að sínu leyti
reiðubúin til þess að fallast á
víðtækt öryggiskerfi í Evrópu
að tillögum Rússa, ef þeir sam-
þykktu sameiningu Þýzkalands.
Degi síðar sagði MacMiIlan,
utanríkisráðherra Breta, í ræðu
á þinginu, að vera mætti, að
deilan um Þýzkaland leystist,
fyrr en nokkurn grimaði, og
gæti orðið jafnóvænt og fleiri
wvwuww* wuwihftwwvwuvuwyvvi\wwvwv%vwvyvwifl
Þjóðvaraarflokker íslands:
Miðstjórnarfundur
verður haldinn þriðjudaginn 4. október í Aðal-
stræti 12. Fundurinn hefst kl. 8,36 síðdegis.
Aríðandi mál á dagskrá.
Helmingur launa
í húsaleigu
Húsaleigan, sem var ærið
há fyrir, hefur enn rokið
upp úr öllu valdi á þessu
sumri, líkt og flest annað.
Var hún þó orðin svo há, að
furðu gegnir, að enn skuli
vera hægt að knýja hana
upp.
Þetta blað veit með sann-
indum, að tveggja herbergja
ibúðir í stórhýsi, sem auð-
ugur inaður hefur reist í
Vesturbænum, em leigðar á
fimmtán hundruð lcrónur á
mánuði. Annað dæmi er
þriggja herbergja íbúð í
nokkurra ára gömlu húsi,
sem leigð er á tvö þúsumd
krónur á mánuði.
Seimilegt er, að hræði-
legri dæini um húsaleigu
megi fiima.
Hvar endar þeíía?
mikilvægir atburðir hina síð-«
ustu mánuði.
Af einhverjum ástæðumj
hefur verið reynt að fara mjög;
leynt hér á landi með þau um-
mæli utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna, að hann taldi upp-
runnið timabil langvinns frið-
ar. Engum dylst, að orsök!
þeirrar leyndar er sú, að her-
námsblöðin íslenzku mega fátt
síður h’eyra nefnt en heims-
frið og sívaxandi öryggiskenndU
Það er liernámið handa-
ríska, sem þau standa vörð
um af sömu staðfestu og
dýr ver afkvæmi sitt.
Olíufelöffin fú’
kguru bfetur
FRJÁLS ÞJÓÐ skýrði fyrir -
alllöngu frá kröfum stærstu:
auðfélaga landsins, olíufélag-
anna, um verðhækkun á sölu-
vörum sínum. Um síðustu
helgi kom í ljós fyrsti árangur-
inn af kröfum þeirra. Ríkis-
stjórnin lét þá tilkynna þriggja
aura verðhækkun á benzín-
lítra og hálfs eyris hækkun á
hverjum lítra hráolíu til húsa-
kyndingar.
Olíufélögin raka sem kunn-
ugt er saman niilljónagróða, og
viðskipti þeirra eru ekki háð
neinni áhættu. Ríkisstjórnin
afhendir þeim kaupsamninga,
er samningamenn ríkisins hafa
gert erlendis, og ofan á kaup-
verð og flutningskostnað er
smurt álagi, sem tryggt er, að
gefur alltaf stórkostlegan
gróða. Það álag er ætíð tryggt
með verðlagi, er ríkisstjórnin
samþykkir.
FRJÁLS ÞJÓÐ
sími 8-29-85