Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 01.10.1955, Page 4

Frjáls þjóð - 01.10.1955, Page 4
FRJALS hóð Laugardaginn 1. október 105» FRJALS ÞJÖÐ Útgefandi: Þjóðvarnarfiokkur fslanda j Ritstjórí: Jón Helgason, sími 6169. Afgreiösla: Skólavörðustóg 17. Rvík. Sími 8-29-85. Pósthólf 561. Aakriftargjald kr. 6,00 á mánuði. — Verð í lausasölu kr. 2,00. Félagsprentsmiðjan h.f. Átökin í Kópavogi Sunnudaginn 2. október er kosningadagur í Kópavogi. Þar fara þá fram þriðju sveitar- istjórnarkosningarnar á tvæp- um tveimur árum. Orsök þessara tíð'u kosninga er sú, að stjórnarvöldin í land- inu hafa hvað eftir annað fundið sér átyllu til þess að hrinda þar af stað nýjum kosningum — af þvi að löglega kosinn meirihluti sveitarstjórn- ar á þessum stað hefur ekki verið að geði þeiira, er á ráð- herrastólunum sitja. Hámark þessara ótilhlýðilegu kúgunar- aðgerða var það, er sjálíi al- þingi var látið samþykkja kaupstaðarlögin, án þess að Jeitað væri álits Kópavogsbúa á lögformlegan hátt, í því skyni einu að knýja fram nýjar kosn- ingar, og síðan örskömmum tíma eftir að alþingi fjallaði nm málið, gefin út bráðabirgða- Jög, þar sem fyrirskipað var, áð kjörskrá við hinar fyrstu bæjarstjórnarkosningar í Kópavogi skyldi samin eftir öðrum aðferðum en almemi sveitarstjórnarlög kveða á um. Með þessum bráðabirgðalögum var með'al annars hópur fólks sviptur kosningarrétti sínum í Kópavogi, án þess að það fái hliðsíæð réttindi annars staðar fjTr en seint og síðar. Þannig hefúr einn ráðherra gengið svo langt í vaídniðsíu og hlut- tirægni, að haiin svipti nokkra tugi manna hluta mannréttinda einna með bráðabirgðalögum. Þegar svo er komið, aft alþLngi er farið að sam- þykkja hý lög vegna þéss, að einhver hreppsnefnd er meirihluta bess vanþóknan- leg, þá mun mörgnm þykja komin ískyggileg slagsíða á lýðrreði og löggjafarstarf í landinu. En hálfu meiri háski er þó á ferðum, þegar ráðherra fer að gefa út bráðabirgðalög uni það, hverjir skuli hafa atkvæðis- rétt í einu sveitarfélagi og hverjir skuli sviptir honum. Þá á bað skammt í land, að óhiutvandir ráðherrar fari með braðabirgðalögum að ákveða möimuni atkvæðis- rétt í einstökum kjÖrdæm- um og sveitarfélögum að vild sinni, eftir því seni fylgishorfur eru á hverjum stað í það og bað skipti. Svo alvarlegí cr það skrcf, sem stigið var með bráðabirgða- lögununi um breytingu á kosningarrétti fólks £ Kópa- vogi. Þegar það bætist svo við, að frambjóðendur þeirra flokka, sem að þessum háskaverknaði standa, reka kosningaáróður sinn með opinskáum og óduld- um yfirlýsingum um það, að þeir misbeiti og munj misbeita i. fl^kksþágu, yaldi- yfiy yíki|j- eignum og trúnaðaraðstöðu við almannastofnanir, þá er mæl- irinn sannarlega fullur. Á almennum fundi í Kópa- vogi á sunnudaginn var lét einn af frambjóðendum Sjálf- stæðisflokksins, Sveinn Einars- son, svo ummælt, að hann og hans flokksmenn myndu beita af-li Sjálfstæðisflokksins, sem ræður yfir þeim stofn- umuu, sem helzt þarf til að Ieitre — Það var glöggt, hvað hann átti við. Af þessu öllu má Ijóst vera, hvað er að gerast í Kópavogi. Þar eru spillt öfl að þreifa fyrir sér um það, hvort þau geti ekki brotið fólk til hlýðni við sig með valdníðslu og mis- notkun trúnaðar og aðstöðu. Þegar svo er að farið, ber mönnum að víkja til hliðar flokkaágremíngi og samein- ast til varnar lýðrreði, niannréttindum og maima- siðum í stjómmálabaráttu, Það er ekki aðeins teflt um það, hverjir fara skuli með umboð í Kópavogsbyggð, heldur einnig hitt, sem skiptir svo miklu meira máli, hvort valdníðsla og misbeiting trúnaðar á að hrósa sigri og verða ríkj- andi í pólitískiun viðskipt- unt á íslandi. Fréttaföisun Morgunbiaðsins Ein sú aðferð, sem Morgun- blaðið hefur tileinkað sér til framdráttar málstað sínum, er fréttafölsun. Erlendum frétta- skeytum er gefið það inntak, sem Morgunblaðinu þykir þjóna málstað sínum, og það fellt úr, er því þykir óþægilegt. Allir numa, begar það re.yn.di eftir megni að fela fregnina um það, að Rússar hefðu ákveðið að flytja her sinn frá Porkkala, a£ því að slík ákvörð- tm hlaut að minna Is- lendinga rækilega á það, að nú væri ekki seirma væmta fyrir þá að senda Banda- ríkjaher heim. A föstudaginn í síðnstu viku flutti Morgimblaðið fregn um ræðtf, er John Foster Dulles flutti, er alls- herjarþing S.Þ. kom sainan. En það sleppti úr skeytinu þeún ummælum utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, að nú væri runnið upp áratuga tímabili friðar í heiminum. Þannig mætti lengi telja. Svona fréttaflutningur er ekki nein nýjung hjá Morgun- blaðinu. Slík fréttafölsmi er rekin með skipulegum hætti á því heimili. Grundvalíarsjón- armiðið er að blekkja og villa um fyxir fólki, *4» • v Ifr vííðri reröidl i « • :•:•;<• X-MvJsvvtvX-jvK'Xvtvr.vi'KvK''" Himalajaleiðangur fyrir 20 þúsund krónur pYRIR nokkrum ártmi gengu sögur um það, að óþekktur Daní liefði verið kominn nær þrí upp á hæsta tind Himalaja- fjalla, en orðið frá að hverfa, er hann átti örskanunt eftir. Þessi saga var að vísu dálítið færð í stílinn, því að þessi maður komst í 6800 metra hæð og átti imi 2000 metra ófarna. En eigi að síður var þetta vel af sér vikið, því að leiðangur siim gerði hann út á cigin spýtur. Þessi danski maður heitir Klavs Becker-Larsen og er bóndasonur af Sjálandi. Hann er nú 28 ára gamall og hinn mesti ævintýramaður, -þótt ung- ur sé, því að Himalajaleiðangur- inn var aðeins eitt ævintýri af mörgum. Nú er Beckér-Larsen kominn heim og vinnur 'á bú- garði feðra sinna við Köge. En við heimkomuna hafa ævintýri hans orðið eftirsótt frásagnar efni blaða í Danmörku. L'pphaf ævmtýrauna. 1/lavs Becker-Larsen. fór fyrst * að heiman, er hann var seytján ára gamall. Það var seint á árum þýzka hemáms- ins í Danmörku. Hann gekk í mótspymuhreyfinguna og strauk síðar yfir til Svíþjóðar, þar sem hann hóf mennta- skólanám í danska skólanum í Lundi. Þegar hann átti aftur- kvæmt til Danmerkur, gekk hann í heriim, en undi ekki lífinu þar og sneri sér á ný að menntaskólanámi. Haustið 1947 axlaði hann svo skinn sín og hélt til Lundúna. Hann hafði þá þegar tekið þá ákvörðun að ganga á Himalaja, enda hafði það frá baraæsku verið óskadraumur þessa sonar hins fjalllausa lands. Frá Eng- landi fór hann til Höfðaborgar í Suður-Afríku. Hafði hann bif- hjól meðferðis, og á þvi ætlaði hann að aka norður til Kenýa, þar sem hann hafði tryggt sér vinnu hjá sænskum ræðis- manni, er átti þar land og rækt- aði hamp. Boðið góðan daginn með skammbyssu. Ckipið, sem Becker-Larsen fór á til Höfðaborgar, átti að halda -til Ástralíu. Á því hafði hann kynnzt ungri stúlku, og þegar hann var kominn á land í Afríku, greip hann áköf löng- un til þess að ná aftur fundum stúlkunnar. Nú stóð svo á, að skipiö átti að koma við í Beira í portúgölsku ný- lendunni Mósambíku í Aust- ur-Afríku, og þess vegna ákvað hann að aka se'm hraðast þvert í gegnmn Suðaustur-Afríku til Beira'. Til Durban voru 1500 kiló- metrar, og á þeirri leið bar fátt til tíðinda. En svo eyðilagðist. bifhjólið, og eftir það hafði hann ekki á annað að treysta en heppni félauss manns. En mörgum þótti þessi útlendíngur tortryggilegur, enda lá leiðin nú um héruð, þar sem ófriöar mátti vænta á þjóðvegum. Ræningjar úr þorpunum á há- sléttunni norðan við Natal áttu það til að stöðva bíla á vegum úti og ráðast á bílstjórana. Og það bar iðulega við, að svip- þungir bílstjórar miðuðu skammbyssu á Danann, þegar hann bauð góðan dag. En. til Beira komst hann í tæka tíð og hitti þar stúlkuna, sem -hatm vildi kveðja tetur. !■ i'U Á flrekingi i Afríku. Pkki flýtti Becker-Larsen sér “neitt í vinnuna norður í Kenýa, því að nú fór hann aftur til Durban í Suður-Afríku með sama hætti og fyrr og það- an norður álf una. Margar vikur voru liðnar, er hann koni á bu- garð sænska ræöismannsins, enda likaði honum ekki vinnan við hampræktina betur en svo, að hann hélt fljótlega suður-i Tanganíku, þar sem hann fékk um sinn húsaskjól hjá dönskum trúboða í bænum Tabóra. Þar gof hann sig að dýraveiðum, en loftslag er ekki hollt í nágrenhi Vlktoriuvatnsins, encia fékk hann bæði svefnsýki og malaríu. Hann var enn sjúkur maður, er honn kvaddi trúboðamx landa sinn, og hélt í vesturátt, inn. í Kóngó. Þar naut hann gistivín- áttu belgísks manns, sem átti námur á hinu hálenda eldfjalla- svæðí við Kívúvatn, inni í miðrr álfu. Þar safnaðí hann kröftum við fíla- og flóðhestaveiðar. Meðal svartrar dvergþjóðar. T oks réðst hann í vinnu hjá Belga, sem hafði á leigu víð- lenda skóga og hjó þar eik og rauðavið. Á þessum slóðum bjó dvergaþjóð, er hann kom sér í kynni við. Með þessuni dverg- um fór hann á veiðar og fékk sér að túlkum blökkumenn, er unnu við skógarhöggið og töluðu swahili, sem er mjög útbreidd tunga í Austur-Afríku. Þessir dvergar höfðu litla boga að vopni og skutu ai þeim eitur- örvum. Tré felldu þeir á þann hátt, að þeir gerðu bái við ræt- ur þeirra. Þá kom glóð i stofn- inn. Hann Iogaði ekki upp, en að nokkrum vikum iiðnum féll Klavs Becker-Larsea, ævintýramaðurirxn danski. tréð. Slóðir dýra voru þeir ó- trúlega naskir að rekja. Á þessum slóðum bjó líka kynþáttur, sem kallaður vai- leóparðamenn. Þeir hafa sér- stök trúarbrögð. og- ástunda. mannfómir. Þeir klæddust leóparðaskinnum og létu séx~ vaxa langar klær á fingrum. Þarna fékk Becker-Larsen þá hugmynd að veiða hfandi dýr og selja dýragarðinum í Kaup- mannahöfn. Honum útvegaði. hann talsvert af slöngum og; öpum. > Vísað úr landi i SúAait. og Mið-Afríku. jar kom þó, að haxm undi ekki lengur lífinu í Kóngó, og eitfc. FraitvhaM á 7. síðu. ( » Svaladrykkir ís Ávextir : SöíuturnÍBn við Araarhól. VWWWWVVNWl^WV^WW Frá og með 1. október n.k. hækka iðgjöld meðlima samlagsins upp í 30.00 kr. á mánuði. Stjórn Sjúkra&amlags Kópavogsbrepps. ^^WWWVWtyuVJVWWWkWWkWA'S.V/C.'VVWW'JVW.' Matráðskona Aðstoðarmatráðskonu vantar í • Kleppsspítalann. nú þegar. — Laun samkvæmt launalögum. Upplýsingar um stöðu þessa verða gefnar í skrifstofu ríkisspítalanna, Ing- ólfsstræti 12, sími 1765. Skrifstofa ríkisspítalaKiiia ‘i ‘lli' íi'i.íjK;1! í.i" Kí‘'iS iiSfl

x

Frjáls þjóð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.