Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 01.10.1955, Síða 8

Frjáls þjóð - 01.10.1955, Síða 8
frjAíls þjöð Laugardaginn 1. október 1955 Voðlmntrrinii bfjfður aðxtoð sína: íhaldið vill kaupa upp Aiþýðuflokkinn gegn tryggingu, er það sjálft metur gilda OrötB beigur 1 Eins og' frá hefur verið skýrt hér í blaðinu eru nú innan Alþýðuflokksins magnaðri átök en nokkru sinni fyrr, og fiiægrimennimir, er rneð flokksstjómina fara, búa sig undir jþað að tisa andstæðingum sínum innan flokksins út í yztu myrkur. Á sama tíma og þetta gerist, á Alþýðublaðið við sívaxandi ■örðugleika að búa, skuldasöfn- un og hallarekstur, svo að út- gáfa þess hefur stöðvazt hvað eftir annað — siðast marga daga :t fyrri viku. Þegar Alþýðuflokkurinn er jþannig í þann vegínn að verða gjaldþrota, bæði pólitískt og fjárhagslega, kemur eftirtekt- arvert hvik á Sjálfstæðisflokk- inn, líkt og þegar okrarar og veðlánabraskarar fara á kreik, •er þeir vita einhvern kominn á heljarþröm með gamla eign eða rekstur. Aflaklærnar iða í myrkrinu, unz sú stund er kom- in, að mangaranum þykir veiði gefin og skundar á vettvang. iLeiðbemingar IMorgunblaðsins. Upp á síðkastið hafa Vísir og ystugreinina af annarri um Al- þýðuflokkinn, og loks kom Morgunblaðið alveg fram úr skúmaskotinu á miðvikudag- inn. Þá birtir þetta íhaldsblað rækilegar leiðbeiningar um það, hyernig Alþýðuflokkurinn eigi að haga sér. Þar " er Alþýðublaðinu gefið að.sök, að það „hefur um nokk- urra ára skeið verið stefnulaust i höfuðmálum þjóðarinnar'1, og mun þar átt við, að það hafi á síðustu umbrotatímum ekkí verið nógu eindregið í fylgi við hernámið. í öðru lagi er það §akað um „einstök asnaspörk þcss í niikilhæfustu og vinsæl- ustu(!) stjórnmálamenn þjóð- arimiar“, en það eru auðvitað Ólafur Thors og Bjarni Bene- diktsson. Loks er eins og áður lýst innilegri velþóknun á þvi, að hægrimenn noti aðstöðu sína til þess að ganga á milli bols og höfuðs á vinstriöflunum innan Morgunblaðið birt hverja for- flokksins. LITIÐ FRÉTTABLAÐ Laugcerdaffuriim í viku suinars Veðlánarinn býður aðstoð. í greinarlok kemur svo kjarni þessara skrifa: Því fer víðs fjarri, að íhaldið viiji, að Alþýðuflokkurinn líði undir lok. Hann þarf bara að vera „ábyrgur flokkur“, sem ekki lætur blað sitt „stunda persónu- níð“. Síðan kemur tilboðið feit- letrað: „Þetta verða íslenzkir jafnaðarmenn að gera sér ljóst, ef ekki á að halda á- fram að síga á ógæfuhlið fyr- ir þeim.“ Með pðrum orðum: íhaldið er reiðubúið til þess að rétta „jafn- aðarmönnum“ hjálparhönd, ef þeir vilja vera „ábyrgir“ og láta af ónotum í garð „mikilhæf- ustu og vinsælustu stjórnmála- manna“ í blaði sínu. Greinilegt er. utan að hverju er verið að tala. Veðlánarinn getur útvegað rvóga peninga, ef hann fær gott veð, sem ganga má áð á hentugri stundu. Hann hefur jafnvel á bak við sig fírian aðila, sem ekki lætur nafns síns getið, og hann kann þá list að kaupa upp fyrirtæki. Frá Feneyjum til Elheima •Jr Fyrrum var það mikill siður norrænna og íslenzkra manna að færa erlend staðarheiti i norrænan búning. Þannig hafa orðið til á ýmsum tímum nöfn cins og Jórsalir (Jerusalem), Fen- eyjar (Venezia) og Versalir (Ver- sailles). Allir finna, hve þjál og fögur slík nöfn eru í notkun: Jór- salaför, Nótt í Fcneyjum, Ver- salasamningur. ■jfAc Fyrir þessu höfðu F'jöin- ismenn og Jón Sigurðsson næma tilfinriingUj svo sém sjá má nierki um í ritum þeirra. Jón- as Hallgrímsson kallar Dússeldorf Þuslaþorp. og Jón Sigurðsson nefnir Bodensee Boðnarsjó. ★★★ A vorum timum hefur verið minna um þess háttar nafnasmið en skyldi. Hins vcgar hafa menn einatt orðið að horfa upp á það, að teknar hafa verið upp cnskar myndir erlendra stað- arnafna samkvæmt Morgunblaðs- aðferðirini (Munich, Bavaria, Vienna o. s. frv.). Viða mætti þó eflaust finna fallegar og lífvæn- legar islenzkar orðniyndir, ef að væri hugað. Mesti fjallgarður heims heitir Himalaja. Nafnið er sett saman úr tveimur orðum á sanskrit, forntungu Indverja: hima og alaja — og merkir „heim- kynni snævarins“. Á íslenzka tungu virðist þvi fjallgarðurinn mega heita Élheimar. IVlíslesfur Hrekklaus lesandi sá fyrirsögn í Timanum: Fyrsti kvenambassa- dor Dana — og las hana þannig: Fvrsta kvenarmbandsúr Dana. DppfiefÁ Sagt hefur verið frá því, að útanríkisráðuneyti íslands hafí stungið upp á því, að norrænir sendiherrar á Norðurlöndum hækki i tign og verði ambassa- dorar. Fyrir þessu beitir sér utanríkisráðherra flokksins, sem hafði það á stefnuskrá sinni að leggja niður sum sendiherra- embættin íslenzku, t. d. i Noregi og Sviþjóð, — en það var að vísu áður en flokkurinn fékk sjálfur aðstöðu til að útnefna sendiherra. Telja nú ýmsir, að það muni fara saman, að forfrömun þessi gangi i gildi og íslendingar verði að leggja niður tvö fyrrnefnd embætti sökum fátæktar •— nema dr. Kristni og Eysteini takist enn sem fyrr að fá Banda- rikjamenn til að borga brúsann. Stjornarstefnan veidur ófarnaðinum Framhald af 1. síðu: fyrir áframhaldandi rýmun á verðgildi peninganna.“ Seinna segir: „Frjálst verð- myndunarkerfi er ekki lengur til á íslandi, nema á örfáum hagskerfisins. Séu þau fjár- hagslega vanmáttug, styrk- þegar hins opinbera eða rekin með rangfærðu bókhaldi vegna hinnar óhæfilegu skattabyrðar, hljóta þau að sýkja allt fjár- ýmissa opinberra fjármála- og viðskiptastofnana gera sér fulla grein fyrir fánýti ríkjandi fjármálastefnu — meira að segja þeirri ægilegu hættu, er af henni stafar. Þúsund fjár í örtröi 1 sumar tókst svo >slysalega til, að fjöldi fjár af afrétti Borg- firðinga safnaðist i örtröð i odda, sem verður á milli Norðl- krigafljóts og girðing- ar, er liggur að fljót- ínu, og stóð þar lengi í svelti, óður én um Jpetta vitnaðist, Var talið, að þama'hefði Verið á þriðja þúsund fjár, er afS var kom- ið, og það, sem lengst iiafði verið í sveltinu, orðið illa leikið —; sum lömbin meira að segja svo, að þau Tóbaks- elnkasafan Sagt er, að Sigurð- "íur Jónasson eigi að ’verða forstjóri Tó- bakseinkasölu ríkis- ins að nýju. Hann gegndi því starfi um margra ára skeið, en fór frá Tóbakseinka- sölunni í þjðnustu Olíufélagsins. Ekki er vitað, hvort Sigurði er einnig ætl- að að taka við for- stöðu Áfengisverzlun- ar rikisins, þegar Guð- brandur Magnússon lætur af störfum. Heimildarlög hafa verið samþykkt um sameiningu þessara fyrirtækja £ sparnað- arskyni, en. nú orðið er sá hugsunarhátt- Urinn vafalaust rík- ari spamaðarhneigð- inni að koma sér upp ,sem flestum. forstjór- tim. gengu ,sér ekki að mat fyrst á eftir. Hvert strá var uppurið þarna, og íéð, sem síðar kom fram í odd- ann, hefur þrengt að hinu, er fyrir var. Það hefur vafalaust átt þátt i þessu ó- happi, að féð, er mun hafa verið úr Hálsa- sveit og Reykholtsdal,, er óvant afréttinum og vill leita niður til byggða, í stað þess að gamli fjárstofninn sótti til fjalla. f tl ff síiiííti í haust raunu koma út bækur eftir tvö af yngstu skáldunum. Annað er Ijóðabók eftir Hannes Péturs- son, ungan Skagfirð- ing, en hitt er skáld- saga eftir Hannes Sig- fússon. Togarinn - Keflvik- ingur hefur legið í Reykiavikurhöfn í allt sumar óhreyfður. — Skipið er í mestu ó- hirðu, — allt, sem ryðgað getur, er kol- ryðgað og liggur við, að skipið sé sums staðar að verða mosa- gróið.'Mun þeim, sem minnast móttökuat- hafnarinnar á bryggj- unni í Keflavík fyrir nokkrum árum, þykja skjótt hafa skipazt veður í Iofti. Siglfirðingar munu hafa hug á því að fá Faereysk harmsaga Nú síðari hluta sumars tók út íær- eyskan sjómann af skipinu „City of Nor- wich“. Hann var átta barna faðir. hið elzta fimmtán ára, en auk þess var kona hans vanfær. Hún missti sjálf móður sina fjögurra ára gömul, en faðir hennar dó, áður en hún fæddist. Ritsfjérðskipfi Ritstjóraskipti verða við Tímann ei'tir ái-a- mótin, sennilega í fe- brúarmánuði. Hinri nýi ritstjóri verður Haukur Snorrason, núverandi ritstjóri Dags. Hann er úr hægri armi Fram- sóknarflokksins: á Ak- urejTi og maður mjög handgenginn Vilhjálmi Þór. Keflviking og gera hann út frá sér og vinna þannig gegn at- vinnuskortinum, er sí- fellt þjáir Siglufjörð. Þar þarf meðalgöngu ríkisstjórnarinnar, því að þess háttar kaup væru í rauninni ekki annað en rikið tæki við togaranum og af- henti hann Siglfirð- ingum. En ekkert gerist i þvi máli, og ryðið og slýið heldur jafnt og þétt áfram að hlaðast utan á Kefl- viking. sviðum. Meginatvinnuvegir þjóðarinnar njóta mai'gvíslegra styrkja og forréttinda, og eðli- legri áhættu atvinnurekstrar- ins er velt eftir föngum yfir á herðar ríkissjóðs,“ Greinarhöfundi dylst ekki, að margir hafa hagnazt á nú- verandi vandræðaástandi, og í framhaldi af því minnir hann á, að festu og siðferðisþrek þurfi til að fylgja fram róttæk- um aðgerðum. Það er eins og hugsanatengsl séu hér á milli, dulin bending um það, hvað orðið hafi valdamönum lands- ins mest að fótakefli: „Þess vegna er nauðsyn- legt, þegar koma þarf fram róttækum aágerðum. að menn bafi skýrt fjtir augum það lokatakmark, sem þeir vilja keppa að. An þess öðl- ast þeir ekld það þrek og sannfæringarkraft, sem þeir þurfa á að halda, þegar fóma verður stundarhags- muniun fyrir framtíðarheill þjóðarinnar.“ Hekjúkt pjóáíélag.' Víða er á kaunum gripið í þessari grein. Rætt er um áhrif „rótgróinnar vantrúar maima á framtíðarverðgiidi peninga“ og fyliilega gefið í skyn, að skattaiöggjöfin íslenzka sé miðuð við það, að skattaframtöl almennt séu föisuð og menn þannig knúðir til skattsvika. „Atvinriufyrirtækiri, stór og smá, eru homsteinar efna- málakerfið." Loks er hvað eftir annað lögð áherzla á það, að atvinnu- vegirnir komist á heilbrigðan grundvöll. „íslenzkt fjármálaiíf kemst því aldrei á heilbrigðan grund- völl, fyrr en útflutningsat- vinnuvegirnir hafa svo góð af- komuskilyrði, að þeir þurfa ekki á fríðindum og forrétt- indum að halda fram yfir ann- an atvinnurekstur,“ „Að lokum skal lögð áherzla á þá skoðun, að hinir fjárhags- legu örðugleikar, sem nú er við að stríða, verða ekki lej'stir á viðunandi hátt, nema á grund- velli heilbrigðs atvinnurekst- urs.“ í þessum orðum höfundar hlýtur að felast sá dómur, að fjármálaaðgerðir síðustu ára hafi alls ekki stefnt að því eða orkað því að koma á heil- brigðu atvinnulífi, enda er sjón sögu ríkari í því efni. Óumdeilanleg sjúkdcmslýsing. Þessi lýsing á hinu sjúka fjármálalífi og vranmætti lands- feðranna tiL þess að ráða bót á því er í rauninni ekki annað en það, sem allir heileygðir menn sjá. En eigi að síður er nokkurs uin vert, að þetta skuli staðfest í riti sjálfs Lands- banka íslaads. Það er þá um leið stáðfesttrig á því, að for- ráðamenn peningastofnana og Langflestir þeirra manna munu hiklaust viðuikenna í hvert óefni er komið. Það er eins og það séu ráðherrarnir einir og þeirra allra nánasta stuðningslið, sem neitar að opna augun fyrir því, hvað verðþenslustefna þeirra hefur leitt af sér. Þeir fljótandi sof- andi að feigðarósi. Þeirra stefna virðist vera sú ein að fleyta sér um stundarsakir á vixlum, sem framtíðin verður að greiða. Orsalár ófamaðarins. Meginorsök þess ófarnaðar, sem nú blasir við þjóðfélaginu, er það hugarfar forystumanna gömlu stjómarflokkanna, er greip um sig á stríðsárunum og hefur magnazt æ síðan, að fleyta sér og sínu póli- tíska fylgi á því að eyða um efni fram, velta byrðunuHt yfir á næstu kynsllóð, kaupa sér gálgafrest og fita sig »g sína fylginauta við fjár- málaóreiðu verðspennunnar, meðan þess er nokkur kost- ur, hvaða dilk sein það dreg- ur á eftir sér. I HAFÞÓB GUÐMUNDSSON dr. jur. Málflutningur, lögfræðileg i aðstoð og fyrirgreiðsla. Austurstræti 5, V. hæð. Sími 7268, heimasími 80005.

x

Frjáls þjóð

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.