Frjáls þjóð

Ataaseq assigiiaat ilaat

Frjáls þjóð - 01.12.1956, Qupperneq 1

Frjáls þjóð - 01.12.1956, Qupperneq 1
Vor saga geymir ýmsan auman blett, scm illa þolir dagsins Ijós að sjá. Og það mun margan undra, ef að er gœtt, hve íslenzk menning reyndist stundum smá. (Steinn Steinarr). 5. árg. Laugardaginn 1. desember 1956 47. tbl. íkisstiórnin hefur i¥lkii lerstoov Fyrsía tækífæri tll afsökunar var gripið. — Banda- rísk kafnargeri í Njarðvík. — island reyrt enn fastar í skuidaviijar í Bandaríkjunum Ríkisstiórain heíur þegar svikið það fyrirheit, sem gefiS var við stjórnar- mytidunina, að bandaríski herinn skyldi látinn fara af íandi brott. Þeir samningar hafa þegar verið gerðir, að herinn verði kyrr. Fyrsta tilefnið, sem gafst, viðsjárn- ar við Súezskurð og atburðirnir í Ungverjalandi, var tafarlaust gripið, líkt og Kóreustyrjöldin var notuð sem afsökun 1951, til þess að kalla hingað erlent herlið, sem hersetið hefur landið að þarflausu fram á þennan dag. En þótt viðsjárnar í heiminum séu hafðar að yfirskini, er orsök þess, að stjórnarflokkarnir svíkja fyrirheii sitt, fyrst og fremst fjárhagslegs eðlis. Þeir hafa hvorki hug né dug til jbess að gera þær efnahagsráðstafanir, sem gætu komið landinu á réttan kjöl fjárhagslega, en stefna að 60% gengisfeílingu og aukinni skuldasöfnun erlendis. Tilkynningar um það, að ný stórlán séu fengin í Bandaríkjunum, er að vænta nokkrum vikum eða mánuðum eftir að samkomulagið um herstöðvarnar hefur verið formlega staðfest. Allt, sem laut að þessu sam- ’komulagi íslenzku ríkisstjórn- árinnar og Bandaríkjastjórnar, var undirbúið, áður en banda- ríska samninganefndin kom hingað. Þess vegna þurfti að- eins vikutíma eða tæplega það til þess að orða samkomulagið Afgreiðslan flutt I Ingólfs- stræti 9 Afgreiðsla FRJALSRAR ÞJÓÐAR hefur nú verið flutt á hentugri stað og í rýmra hús- næði í Ingólfsstræti 9 (sunn- an við Félagsbókbandið). Þessi staður er steinsnar frá einu mesta umferðarhorni bæjarins, gatnamótum Banka- strætis og Ingólfsstrætis. Eru sölubörn og aðrir, sem erindi eiga við blaðið, beðnir að koma framvegis í Ingólfsstræti 9. og ræða hliðarráðstafanir, sem koma munu fram seinna. Allt í gamla farinu Meginatriði samkomulagsins um hersetuna eru á þá leið, að vegna heimsástandsins vilji ís- lenzk ríkisstjórn hafa hér her- setu um sinn. Samningum um herstöðvarnar sé því frestað um óákveðinn tíma, en hvor aðil- inn um sig geti tekið þá upp að nýju með sex mánaða samn- ingstíma sem undanfara hugs- anlegrar uppsagnar, án þess að leita umsagnar Atlantshafs- ráðsins í annað sinn. Hernáms- liðið verði viðlíka fjölmennt og það hefur verið. Þótt látið sé skína í það, að ríkisstjórnin kunni síðar að hverfa að því ráði að hefja einhvern tíma seinna samninga um brottför hersins, eru alls engar líkur til þess, að hún geri það. Bæði Fram- sóknarflokkurinn og AI- þýðuflokkkurinn cru nú ■staðráðnari í því en þeir hafa nokkurn tíma áður verið að halda landinu her- numdu og fá peninga fyrir. Fjárhagslegar viðjar Þótt það hafi sennilega ekki verið rætt við bandarísku samninganefndina í heild, þá er engum vafa undirorpið, að ríkisstjórnin ætlast til f járhagshjálpar í viður- kenningarskyni fyrir þessa stefnubreytingu. Hún hefur í sumar verið að leita eftir nýjum lánum víða um heim, meðal annars Bandaríkj- unum, og á eftir staðfest- ingu þessa samkomulags mun án alls efa fylgia stór- kostleg lántaka þar. Þannig verður fsland, jafnframt því sem hersetan er framlengd um óákveðinn tíma, reyrt nýjum skuldaviðjum vest- an hafs, af því að ríkis- stjórnina skortir manndóm til bess að stöðva innflutn- ing óþarfa varnings og spara bannig gjalde.yri, svo að eitthvað verði afgangs til nytsamlegra framkvæmda í landinu. Hes-maírsg s uppsiglingu I kjölfar þessa samkomulags kemur fyrirsjáanlega banda- rísk hafnargerð í Njarðvík og lenging flugbrauta á Keflavík- urflugvelli, sem gerir herstöð- ina þar enn fýsilegra skotmark I fyrir kjarnorkusprengjur, ef til styrjaldar drægi. Til þessara framkvæmda hefur Banda- ríkjaher heimild samkvæmt ' samningi, sem undirritaður var1 af dr. Kristni Guðmundssyni í tíð fyrrverandi rikisstjórnar og ekki hefur verið ógiltur. Er engin ástæða til að ætla, að framkvæmd hans verði skotið á frest, eftir að þetta nýja samkomulag hefur verið gert, enda er ríkisstjórnin þess beinlínis hvetjandi, að bandarísk höfn komi í Njarðvík, svo að herniangið komist aftur gang. Þannig er sjáanlegt, að dýr- tíðarspennan mun á ný aukast, gengið halda áfram að falla af sjálfu sér á milli lögformlegra gengisfellinga og íslenzkir at- vinnuvegir koðna niður í sam- keppninni við hermangið og þjónustustörfin hjá hernámslið- inu. f jr Guðrún A. Sím- onar á þrem hljómplötum Haraldur V. Óiafsson, for- stjóri Fálkans, hefur skýrt FRJÁLSRI ÞJÓÐ frá því, að um þessa helgi komi hér á sölumarkað þrjár hijómplötur, sungnar, af Guðrúnu Á. Símon- ar. Var söngur hennar tekinn á H.M.V.- plötur hjá E.M.I. í Hayes, á kostnað Fálkans, við undirleik 25 manna hljóm- sveitar. Verður ekki á betri hljóðritunarskilyrði kosið en þar, og hefur söngurinn tekizt mjög vel. Verða þessar plöt- ur allar jafnframt gefnar' út til sölu á erlendum markaði, ehda þótt öll lögin nema eitt séu sungin á íslenzku. En það er einsdæmi, að plötur með íslenzkum texta séu gefnar út fyrir erlendan markað. Flest lögin, sem Guðrún var fengin til að syngja á þessar plötur, eru háif-klassísk og suðræn í anda. Þau eru þessi: Malaguena eftir Lecuona. Siboney eítir Lecuona. Begin the beguine eftfr Port- er. Jealousy eftir Gade. Little things mean a lot eftir Lindeman, sungið á ensku. Þín hvíta mynd eftir Sig- fús Halldórsson. Fjögur fyrstu lögin koma seinna á hæggengri plötu. Allar samþykktir og yfir- lýsingar bundsaðar, án samráðs við nokkurn aðila 60% gengisfelSing í vændum Um skeið voru horfur á því, að ríkisstjórnin myndi hallast að niðurfærsluleiðinni og leit- ast við að takast karlmannlega á við efnahagsöngbveitið í lándinu. En seinustu vikur hefur sigið mjög á ógæfuhlið, og er nii orðið algerlega ofan á í stjórnarflokkunum að fella (gengið stórkostlega eftir ára- miótin. Nú er ráðgerð 60% gengis- íelling, cg fer þá íslenzka krón- 1 an að verða lieldur lítils virði, I einkanlega ef hún heldur svo i áfram að falla í reynd, eins og ! hún liefur alltal' gert jafn- harðan eftir liverja gengisfell- ingu. Um sömu mundir og AI- þýðusambandið sat á rökstól- um og sambykkti einróma ályktun um óskertan lcaupmátt launa og yfirlýsingu um, að gengislækkun komi ekki til mála, er gengisfellingin fast- | ráðin á æðri stöðum. Það tal- I aði sínu máli, að i frumvarpi að efnahagsmálasamþykkt, sem upphaflega var lagt fram á Afþýðusambandsþingi, var liaglega stýrt fram hjá gengis- málinu, og bað er Hka nokkur vitnisburður, að breyting var samþykkt án atliugasemda frá þeim, sem vissu, livað í bígerð var, er tillaga kom fram um hana. Á flokksþingi Framsókn- armanna í fyrravetur var samþykkt með atkvæðum mörg hundruð manna, nær allra fulltrúa á flokks- þinginu, sú stcfnuyfir- lýsing Framsóknarflokksins, að herstöðvasamningnum skyldi sagt upp og herinn látinn hverfa úr landi. Á fundi í sameinuðu al- þingi 28. marz 1956 var sam- þykkt með samhljóða at- kvæðum allra þingmanna fjögurra stjórnmálaflokka yfirlýsing um það, að ís- lendingar óskuðu endurskoð- unar á herstöðvasamningn- um með það að markmiði, að samningnum yrði sagt upp samkvæmt heimildar- ákvæðum hans og allur er- lendur her látinn fara á brott. í kosningunum í sumar margítrekuðu allir fram- bjóðendur Framsóknar- flokksins og Alþýðuflokks- ins bessa steínu flokka sinna og sóru og sárt við lögðu, að frá þessu yrði ckki hvikað. Við myndun núverandi ríkisstjórnar var lýst yfir því, að það væri stefna stjórnarinnar að framfylgja út í æsar yfirlýsingum flokkanna og samþykkt al- þingis um brottíör hersins. Við fyrsta tilefni til ein- hverrar afsökunar, sem rík- isstjórninni gafst, var þetta svikið, Á N Þ E S S að ræða bá stefnubreytingu á alþingi, áður en gengið var frá samkomulaginu við Bandaríkjastjórn, A N Þ E S S að ræða við kjósendur, sem kosið höfðu Framhald á 7. síðu.

x

Frjáls þjóð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.