Frjáls þjóð

Issue

Frjáls þjóð - 01.12.1956, Page 8

Frjáls þjóð - 01.12.1956, Page 8
8 FRJÁLS ÞJÓÐ Laugardaginn 1. desember 1956 Etttiíilah Sósiaiisimil&khsins: Sami kommúnistaflokk- urinn með nýju nafni Eöa nýr fSokkur, sem úfhýsir kommúnístum og kommúnisma? Mestar horfur eru á því, að Sósíalistaflokkurinn verði lagður niður áður en langt um líður og stofnað- ur flokkur með nýju nafm. En það, sem máli skiptir, er enn í óvissu: Verður hér aðeins um að ræða nafna- skipti og nýjan grímubúnmg á hálfkommúnistískum flokki eða verður kommúmsma afneitað í stefnuskrá hms nýja flokks og allt samband við Rússland og lepp- ríkin rofið og kommúnistum ekki leyfð þátttaka í stofnun nýja flokksins? Á flokkstjórnarfundi Sós- íalistaflokksins, sem hófst fyrri hluta vikunnar, hafa nær allar umræður snúizt um Ungverja- landsmálin og nauðsyn þess að stofna nýjan flokk. Ræður margra hafa verið þung gagn- rýni á flokksforystuna og rit- stjórn Þjóðviljans og lýsingar á því, hvílíkt afhroð flokkur- inn hafi goldið síðustu vikur. Urðu brátt miklar deilur og harðar á fundinum. Var fund- urinn mjög ótvíræður vitnis- hurður um þá skelfingu, er nú •ríkir í' Sósíalistaflokknum. Sumir flokksstjórnarmenn Þorpið í 2. útgáfu Þorpið, ijóðabók Jóns úr Vör, er nú komin út í annarri útgáfu. Eru tíu ár síðan bókin kom fyrst út, en tuttugu ára rithöfundarafmæli á Jón úr Vör um þessar mundir. úti á landi neituðu með öllu að sækja þennan fund, svo aumlega sem flokkurinn hefði brugðizt við gjald- þroti kommúnismans i Aust- ur-Evrópu, og frá Sósíalista- félagi Húsavikur var lögð fram samþykkt, þar sem flokksstjórnin og ritstjórn Þjóðviljans sættu mjög þungri gagnrýni fyrir af- stöðuna í Ungverjalands- málunum, en vitnað lofsam- lega til jafnaðarmanna- flokksins enska. Hinir eru og til, sem krefjast þess, að allri linku og tvískinn- ungi verði varpað fyrir borð og tekin eindregin afstaða með Rússum, hvað sem yfir dynur. Meirihluti manna á flokks- stjórnarfundinum mun þó þeirrar skoðunar, að Sósíal- istaflokkurinn hafi unnið sér til þeirrar óhelgi, að lionum verði að fórna. í þeim hópi eru margir ein- dregnir kommúnistar, og virðist keppikefli þeirra að fá breytt nafni Sósíalista- flokksins, án verulegrar stefnubreytingar, svo að all- ir gömlu kommúnistarnir | geti leitað skjóls í hinum | nýja flokki og beðið átekta, j unz byrlegar blæs fyrir þá . í íslenzkum stjórnmálum. i Þessir menn vildu afgreiða ; Ungverjalandsmálin með sýndarsamþykkt. — Oddviti þessara manna var Einar Olgeirsson, sem ekki má til þess hugsa, að neitt af gömlu kommúnistunum verði rekið út á gaddinn. Ástæða er til að ætla, að Lúðvík Jósefsson og félagar hans vilji í raun og veru búa svo um hnútana, að Moskvu- kommúnistar verði að hokra sér, en þegar blaðið fór i prent- un á fimmtudaginn, voru ekkij enn komnar fregnir, sem skæru • ! úr um það, hvað ofan á verður. j Er jafnvel ástæða til að ætla, að kommúnistar, sem þó þora ekkí lengur að sýna sitt rétta andlit, eins og ástatt er, komi ár sinni svo fyrir borð, að ekki verði um annað en nafnbi’eyt- ingu að ræða, þótt Sósíalista- flokkurinn verði lagður niður j og nýr flokkur stofnaður. En . slík buxnaskipti eru gagnslaus og sæta engum tíðindum. Sími aigreiðslu FRJÁLSRAR ÞJÓÐAR er 8-29-85. LÍTIÐ FRÉTTABLAÐ Vinstrimenn á vegamótum Fyrir alþingiskosningarnar á liðnu sumri stofnuðu gömlu vinstri flokkarnir til tveggja kosningabandalaga, svonefnds Alþýðubandalags og Hræðslubandalags. Voru þau til þess ætluð að hressa upp á hrörnandi fylgi flokkanna, sem að þeim stóðu, og þá ekki hvað sízt til að hnekkja framgangi Þjóðvarnarflokksins, sem hafði hlotið ótrúlega mikið fylgi á skömmum tíma. f því skyni greip annað bandalagið til nýrrar yfirbreiðslu yfir Moskvukommúnistana í Sósíalista- flokknum, en hitt reyndi að sverja af sér hcrnámsstefnu undanfarinna ára. Þjóðvarnarflokkurinn varaði íslenzka vinstrimenn við að taka fagurgala hinna nýju bandalaga of alvarlega. Mið- stjórn flokksins hafnaði einróma að eiga aðild að svonefndu Alþýðubandalagi, en frá hinu bandalaginu barst ekkert tilboð. í kosningabaráttunni lýstu frambjóðendur Þjóð- varnarflokksins yfir algerri ótrú sinni á báðum bandalög- unum og bentu á óheilindi þeirra og annmarka: 1 \ Þátttaka og yfirráð flokks Moskvukommúnista í AI- ‘ þýðubandalaginu gætu hvenær sem væri bitnað á sam- tökunum með ægiþunga og orðið íhaldsöflum Iandsins til stórkostlegs framdráttar. Það væri því liið herfilegasta glapræði að fá íslenzkri alþýðu í hendur baráttutæki, er slíkum annmörkum væri háð. C\ \ Ferill Hræðslubandalagsflokkanna í hernámsmálum ^ ’ væri slíkur, að þeim væri engan veginn treystandi í þeim efnum. Þótt aðeins séu liðnir fjórir mánuðir frá kosningum, hefur nú þegar sannazt áþreifanlega, að viðvörun Þjóð- varnarflokksins var fullkomlega á rökum reist. Hið ægilega áfall, sem heimskommúnisminn hefur nú orðið fyrir, hlýtur að mola sundur Alþýðubandalagið. Og nú þessa daga er beðið eftir staðfestingu þeirrar fréttar, að Hræðslubanda- lagsflokkarnir hafi samið um áframhaldandi liernám ís- lands um ótiltekinn tíma. í næstu kosningum verður ekki hægt að sýna kjósend- um frarnan í svonefnt Alþýðubandalag. Og Hræðslubanda- lagið, sem reist var á kosningabrellum, mun ekki þora að endurtaka sama leikinn. Nú 'þegar hefur verið kveðinn upp dauðadómur yfir bandalögunum báðum. fslenzkir vinstrimenn hljóta því að gera sér Ijóst, að þeim er nú lífsnauðsyn að fylkja liði á öðrum vettvangi en þeim, sem bandalögin bæði bjóða upp á. Slcilji þeir ekki sinn vitjunartíma, bíður íslenzkrar vinstrihreyfingar alger ósigur í næstu kosningum. Allir þeir íslenzkir vinstrimenn, sem kusu annað hvort bandalagið í góðri trú, verða nú að endurskoða afstöðu sína og skipa sér í 'þá fylkingu, sem stendur af fullum heilindum MEÐ frelsi og sjálfstæði landsins, en GEGN hernáms- og hermangsstefnu, MEÐ lýðræði, en GEGN einræðisstefnu kommúnista og öfgafullra hægrimanna, MEÐ jafnréttishugsjón og róttækri umbótastefnu vinstri- manna, en GEGN sérréttindastefnu íhalds og auð- valds. Laugardaginn í 6. viku vetrar. \ Þaravinnsla á Reykhólum Jarðvinnsia Langt er síðan byrj- að var að rannsaka þaragrófiur í Breiða- firði innanverðum í grennd við Reykjanes og ifera áætlanir um nýtingu hans. Þessar athuganir voru hafnar að nýju á seinni miss- erum, og komu þá upp ráðagerðir um það að flytja þarann brott til mjölvinnslu í fiski- mjölsverksmiðjum. Þeir flutningar myndu þó kostnaðarsamir, því að þarinn er þungur í sér blautur. Ilins vegar er að Reykhólum yfrinn jarðhiti, sern rninnka íiöiiuil í haust mun koma út skáldsaga. sem séra Eggert Ó. Brím, er prestur var á Höskulds- stöðum fyrir síðustu aldamót, skrifaði og geymzt hcfur í hand- riti. Hann skrifaði eintiig á sínum tíma talsvert um fornfræði, fornbókmenivtir og sögu, og leikrit eftir hann um Gissur Þor- valdsson birtist í tíma- xitinu Draupni. myndi mjög vinnslu- kostnaðinn, ef vinnsla'' færi þar fram. Auk þess er á það að líta, að á Reykhólum hefur verið byggt. nokkuð af íbúðarhúsum, en lítið um atvinnu handa því fólki, -sem þar hefur setzt að, enda hafa sumir flutt þaðan brott, er þar tóku sér bólfestu um skeið. Á þingi Sambands ungra jafnaðarmanna, sem haldið var um miðjan nóvembermánuð, voru að þessu sinni ráðandi vinstrisinnaðri viðhorf en verið hafa á þingum þeirra samtaka nú um langt skeið. Hægrimenn á þinginu létu lítið á sér bera, unz kom að kosningum, en urðu undir. Þingið lýsti sig meðal annars algerlega andvígt her- setunni og krafðist þjóðnýtingar smjörlík- isgerðanna, kvikmynda- húsanna, olíuverzlunar- innar og innflutnings á byggingarefni. í Múlasveit í Barða- strandarsýslu var jarð- vinnsla mikil á síðasta sumri, og hefur blaðinu verið tjáð, að þar hafi verið ræktaðir tveir hektarar að meðaltali á býli. Var í fyrra steypt saman tveimur ræktun- arsamböndum í austur- hluta sýslunnar og keyptur aukinn verk- færakostur. Nú reynir á unga jafnaðarmenn að hefja baráttu gegn stefnu Al- þýðuflokksins og ríkis- stjórnarinnar í her- stöðvamálinu og herða róðurinn gegn herset- unni. Snyrting lóöar Nú loks er farið að steypa veggi sunnan við lóð Austurbæjarskól- ans. Er verið að rífa þar upp laust grjót og undirbúa verkið. Hefur þarna lengi verið held- ur ósnyrtilegt. Til baráttu gegn hersetu fhaldið bau5 hræðsfubandalaginu hlutleysi, ef stjórnarskiptl yr5u Nú er svo komið, að ríkisstjórnin riðar til falls, og eru til þess margar orsakir. Fonngjar SjálfstæÖisflokks- ins sitja eins og gammar um bráð og róa að því öllum árum að ná kverkataki á stjórn landsins. Innan Ab þýðuflokksins er risin mögnuð andúð á því að eiga að- aðild að ríkisstjórn, sem studd er af kommúnistum. Það reymr Sjálfstæðisflokkunnn að nota sér. Fyrir flokksþing Alþýðu- ( flokksins, sem hófst að loknu Alþýðusambandsþingi, lagði Sjálfstæðisflokkurin'n gildru, sem enn er ekki séð, hvaða áhrif kann að hafa. Var hún miðuð við að fá Alþýðuflokk- inn til að sprengja stjórnar- samvinnuna. Loforð um stuðning eða hlutleysi. Fyrsta skref Sjálfstæðis- ílokksins var að bjóða stuðning sinn við nýja rík- isstjórn Alþýðuflokks og Framsóknar, enda væri Her- mann Jónasson ekki í þeirri stjórn. Hinir ráðkænu Sjálf- stæðismenn munu þó brátt hafa fundið, að það yrði Alþýðuflokknum o£ þungt lilass að víkja þeim þremur til hliðar, Hermanni, Hanní- bal og Lúðvík. Þess vegna breyttu þeir tilboði sínu og hétu nú hlutleysi sínu við ríkisstjórn Hermanns Jón- assonar, ef ráðherrum Al- þýðubandalagsins yrði veitt lausn. Þetta hlutleysi við stjórn Alþýðuflokks og Framsókn- ar var bó þeim skilyrðum háð, að Sjálfstæðismenn fengju hlutdeild i hermang- inu, innflutningi og verð- lagsákvæðum yrði liagað þeim að skapi og ekki yrði hróflað við þeim tökum, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur á bönkum landsins. — Það voru launin, seni Sjálfstæðisflokkurinn vildi uppskera. Þessi beita Sjálfstæðisflokks- ins mun þó ekki hafa hrifið að þessu sinni. En sýnilegt er, að mikill flokkadráttur fer í hönd í Alþýðuflokknum út af sam- vinnunni við kommúnista. Þegar blaðið fór í prentun var talið víst, að Emil Jónsson yrði kosinn formaður flokks- ins og’búizt var við hægri- sinnaðri miðstjórn.

x

Frjáls þjóð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.