Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 18.04.1959, Blaðsíða 4

Frjáls þjóð - 18.04.1959, Blaðsíða 4
oCaugarcfaginn 18. aprí í 1959 — FRJALS ÞjjQC' Grænlandsfari á Sauðárkróki T Tm þær mundir, er Hallur Ásgrímsson var í Kaup- mannahöfn, var Hvanneyri í Borgarfirði til sölu. Var hún lát- in föl, væntanlega með öllum hjáleigum, fyrir fimm þúsund ríkisdali. Það þótti Halli of hátt verð, og varð ekki af jarðakaup- um hjá honum. í þess stað hélt hann aftur til Grænlands vorið 1870. Að þessu sinni fór hann til Holsteinsborgar, sem er rétt norðan við heimskautsbauginn, þar sem sundið er mjóst á milli Grænlands og Hellulands. Þarna var Hallur nú gerður verzlunarstjóri. Ferðin norður í Holsteinsborg var erfið, og skipstjórinn af því taginu, að lítil ánægja var að ferðast á skipi með honum: „Konan var lasin, og allt var sem það skyldi ekki vera. Sk’ip- stjórinn var kaldur í lund, og allt var á móti mér — nei, þá var betra að vera um boíð í „Fönix“ til Fróns. Þar var líf, en enginn dauði. Þegar ég endilega kom hing- að, svo fékk ég míkið að gera fyrst að taka á móti kaupstaðn- um og svo vörum þeim, sem skipið kom með hingað. Ég mátti púla um daginn með höndunum og penna og á nótt- unni með haus og penna. Kú er allt þetta búið, og ég sit nú hér í kyrrð og spekt, sem enginn reynir að brjóta, því ég get ékki sagt, að ös sé hér til, sem ég þó gjarnan vildi. Ég hef fengið citt hundrað tunnur af sellýsi og þrjú hundruð pund af,'dúhi og fimmtíu sett vatnsskinnsklæði og sextán tunnur af hákarMíf- ur. Húsakynni eiu hér góð og mörg, plássið er fallegt og vél grasi vaxið. Væru hér ekki þéh slæmu hundar, svo gæti ég víst haft hér tvær kýr og sex til átts geitur, en að fá þá blótuðu t hunda burtu er aldeílis ómögu- legt.“ T^að er því að heyra,.að Hallur hafi í sjálfu sér unað held- ur vel í Holsteinsborg þetta sumar, þrátt fyrir „þá blótuðu hunda“. En þess varð ekki langt að bíða, að snöggleg breyting yrðí á högum Halls. Um mitt sumar 1871 var hann kominn tíl Kaupmannahafnar og hafðí kvatt Grænland að fullu og 'Öllu: „Orsökjn til þessa er, að sá gamli verzlunarstjóri, sem ég afleysti í fyrra, gat ei unað sér í sínu föðurlandi og fór því til baka aftur, og ég af þeim á- stæðum sem yngri mátti þaðan burtu. Þar í mót var sú rétt- vísa, danska stjjórn svo náðug að vilja veita mér pláss sem assi- stenti við' kaupstaðinn Godt- haab, sem mér ekki sýndist um, og fór því hingað með konu og börn með skipinu til baka, til þó að láta þá þrjóta sjá, að þeir ekki skulu gera sama við einn íslending sem þeir hafa áður gert við svo marga danska. Ég hef í það síðasta ár verið dálítið iasinn og haft stór veik- indi í húsi mínu, eftir sem kon- an var veik heila veturinn, en þó hef ég ekki tapað móð og dug að tala fyrir mig.“ Gerði Hallur ráð fyrir að vera hinn næsta vetur í Kaupmanna- höfn, og nú vildi hann neyta þess, að hann var ekki lengur á Grænlandi og birgja sig að mat, sem hann hafði ekki lengi átt völ á. Hann bað Jón Sigurðsson að liðsinna sér: „Ef þér eigið einn góðan vin, sem væri í standi til að senda eftir yðar góðu tillögum eitt gott sauðarfall í haust, svo vivdi II. ég til vorsins senda honum, hvað sem hann vildi í staðinn fyrir verðið af fallinu og vera yður og honum alltént þakklátur.“ T þessar mundir höfðu kaup- sýslumenn i Björgvin stofn- að samtök, er áttu að freista þess að koma á viðskiptum milli íslands og Noregs. Skyldi skip, sem hét „Jön Sigurðsson“, vera í förum á mílli landanna. Hallur Ásgrímsson réðst í þjón- ustu þessa norska samlags, og snemma í aprílmánuði 1872 var hann komínn til Björgvinjar. En hann kuimí þiar sýnu verr við sig en í græhtenzku kaup- stöðunum: „Eftir nú að vera kominn tíl Björgvinjar, víst þess staðar á jörðinni, sem hefur verið, er og verður leiðinlegaStur, Ijótastur og dýrastur, svo Teyfi ég mér virðingarfyllst að ’hripa þessar fáu línur, sem ég -verð fyrst að biðja yður að afsáka, að ekki eru skrifaðar á móðurmáli okk- ar (þetta bréf er að mestu leyti þýtt.) En að geta haft ráð og rænu til þess að skrifa heims- ins fegursta mál í bæ eins og Björgvin, þar sem maður heyr- ir ekki annað en eilíft regn- hljóð og sér ekki annað en óend- anlega langa rangala, svokall- aðar götur, fullar af alls kyns illa þefjandi drasli svei og nei, þá er Kaupmannahöfn betri. Ég hef beztu von um, að þetta Björgvinjarfélag muni verða okkur íslendingum mjög þægi- legt og láta í té þá aðstoð, sem það getur með fyllstu varkárni. í gær var ákveðið, að ungling- urinn „Jón Sigurðsson“ skuli fara af stað til föðurlands okk- ar í fyrstu viku maímánaðar. Ég er hræddur um, að hér verði langt að þreyja og leiðin- legt fyrir mig að dvelja hér, en úr því að ég hef einu sinni dæmt mig til þessa, þá verð ég að sætta mig við það í blíðu og striðu.“ TT’kki er ljóst, hve Hallur hefur lengi verið í Noregi, en sumarið 1876 var hann setztur að á Sauðárkróki. Hafði hann komið heim allvel efnaður mað- ur og lagt nær öll efni sín í verzlun hér. Þá var góð tíð í Skagafirði, en ekki virtust Halli Skagfirðingar þó alls kostar á- nægðir, þvi að þeír vildu fá krónu fyr'ir ullina, en fengu ekki nema nfutíu aura fyrir hvíta ull og 66 fyrir mislita. Kandís- inn kostaði aftur á móti fimm- tíu aura og brennivínið 75 aura potturinn.. Síðasta bréfið, sem Hallur skrifaði Jóhi Sigurðssyní, skýr- Mtitari ósktíst Staða ritara á handlækningadeild Landspítalans er laus til umsóknar frá 1. júní næstkomandi að telja. Laun samkvæmt XI. flokki launalaga. Umsækjendur þurfa að hafa góða kunnáttu í vélritun, íslenzku, ensku og Norðurlandamálum. Umsóknir með upp- lýsingum um aldur, námsferil og fyrri störf, óskast sendar til skrifstofu ríkisspítalanna, Klapparstíg 29, fyrir 25. apríl næstkomandi. Skrifstofa ríkisspítalanna. ir nokkuð, hvernig Halli gafst að fá fjármuni sína í hendur innlendum kaupmönnum: „Félag vort hefur gert góða umsetningu, en þó lætur það sig til, að það ekki geti blessazt, og illa fór það, að ég lagði nokkr- um sinnum í það, þó það hefði víst getað þrifizt, hefði annar en Pétur Eggerz haft allt það fé millum handa, er hann hafði. En hvað á að tala um það? Heldur vil ég nú biðja yður sem góðan og trúfastan anda að gefa mér eitthvert ráð til að ná því, sem Pétur hefur spilað burt af eigum mínum. Hann lofaði mér, þá ég lagði í félagið, að ég skyldi aldrei tapa, heldur skyldi tapið hvíla á honum, en ekki mér, en nú er annað hljóð í strokknum. Hlutabréfin eru fallin niður í þrjátíu krónur í staðinn fyrir fimmtíu. Hér af getið þér séð, að ég hef tapað yfir tólf hundruð krónum, og er þetta stórt tap fyrir mig félaus- an. Ég hef þá trú, að ef þér skrifuðuð Pétri, að hann þá vildi bæta mér einhvern hluta af tapinu, því hann og allir geta séð, að þetta er meira tjón fyr- ir mig en fyrir hvern annan, þar ég setti næstum alla aleigu mína á vald Péturs í því trausti, að hann meðhöndlaði mig með húmaniteti, en ekki sem hann hefur gert.“ Sennilegt er, að Hallur hafi fengið harla lítið af því fé, sem hann hafði tapað á hluta- bréfunum, en átján hundruð krónur virðast það hafa verið, er hann endurheimti — þrír fimmtu hlutar þess, sem hann hafði lagt af mörkum. Hallur staðnæmdist nú um hríð á Sauðárkróki, og 18801 var hann kallaður tómthúsmað- ur í verzlunarþjónustu. Virðist hann enn hafa haft nokkur efni, en á árunum upp úr 1880, þegar mjög gerðist hart í ári um skeið, bjóst hann á ný til utanferðar. Að því sinni fór hann lengra en áður, því að hann fluttist til Vesturheims, eins og svo margir aðrir, er landið sá á bak á þeim áratug- um. Jfvað um Hall varð vestan hafs, er þeim ókunnugt, er þetta ritar, en sennilegast er, að hann hafi einnig þar hneigzt að verzl- unarstörfum, enda var hann kominn yfir fimmtugt og hafði nær alla ævi fengizt við slílc störf. (Helztu heimildir: Bréf til Jóns Sigurðssonar í þjóðskjala- safninu, Lbs. 2410 4tp, Lbs.. 2414 4to, prestsþjónustubók og, sóknarniannátal Reýkjavíkur, prestsþjónustubók Hofs á Höfðaströnd, manntöl, leið- beining Jóns Sigurðssonar á Reynistað.) Mfarnistatja atj ntiliii örititj; Riíssneska aðalsmærin % otf Værínginn þingeyski Gömul og fátæk kona, sein fyrir fjörutíu árum var tíður gestur í salarkynnum eins þesa þjóðhöfðíngja í Norðurálfu, er ríkti yfir flestum þegnum, eyðir nú síð- ustu árum ævi sínnar við að hjúkra köttum í höfuðborg framandi lands. Allir liennar ættingjar voru brytjaðir niður í blóðbaði á ægilegum örlagatímum. Hún ein hélt lífi sökum þess, að hún var gift útlendum ríkis- i borgara — Íslendingi. Hver er þessi kona? Hver er ís- : lendingurinn? lVrálægt miðnætti hvegja nótt 1 ’ er lokið upp bakdyrum gamals fjölbýlishúss í Kaup- mannahöfn,og niður slitin þrep- in staulast gömul og, farlama kona. Það er bjúgur á fótum hennar, annað augað sjónlaust með öllu, hitt orðið sjóndapurt. Þessi gamla lcona, sem þarna er á ferli um miðnættið, ber körfu á öðrum handleggnum, og þegar hún er.komin niður í húsagarð- inn, kallar hún lágum rómi: „Kis-kis-kis!“ í sömu andrá flykkjast að henni kettir, úfnir og rifnir. Þetta ’eru flækingskettir, sem hvergi eiga sér samastað, og þeir hafa beðið þarna þessarar gömlu konu — einu manneskj- unnar, sem lætur sér annt um þá. Kettirnir eru stundvísir,' og það er gamla konan líka. Hálf- villt kvikindin, sem alla hræð- ást, þyrpast að fótum hennar, og sum mjálma vingjarnlega. Og iiú tekur hún að tína upp úr körfu sinni mat handa þeim. Kettirnir eru svangir, og það verður harður atgangur, og gamla konan talar til þeirra á frönsku — ávítar suma fyrir uppivöðslu og yfirgang við þá, sem minni máttar eru, og hlynn- ir að þeim, sem fara halloka: „Svei þér, Brandur, dóninn þinn! Ætlarðu ekki að lofa þeim svarta að komast að? Þú ættir þó að sjá, að þetta er ekki nema lcettlingur! Svona, svona, monsjör!“ Þegar gamla lconan hefur tæmt körfu sína og hlutazt til um það, að allir, sem til þessar- ar kvöldmáltíðar komu, hafi fengið nokkuð í svanginn, snýr hún við, vafrar upp þrepin og hverfur inn í húsið. Hún er lengi upp stigana, því að þetta er henni erfið ganga — fæturn- ir eru þungir af bjúgnum og valda varla líkama hennar. En það er enn þróttUr í handleggj- unum — hún tekur fast um handriðið og vegur sig upp á því. En móð er hún orðin, þegar hún er loks komin upp í íbúð- ina sína — tvö lítil herbergi, þar sem hún býr ein með átta köttum, sem hún á sjálf. AA T-^essi kona má muna tímana tvenha. Hún var alin upp við mikið ríkidæmi, siði og háttu hins tignasta fólks. Á yngri árum var hún glæsileg og svipmikil, fagurlega búin og prýdd dýrum skartgripum. En svo skall fárviðrið yfir. Hönd örlaganna sló ætt hennar,. og sjálf sætti hún þeim raunum, sem einstaklingi verða þyngst- ar á herðar lagðar. Hefndin, grimmdin, tortímingin — það var hlutskiptið, sem bitnaði á henni. „Við segjum, að maður reiði sorgina fyrir aftan sig,“ segir Olga Olsofíjeff, því að það er nafn þessarar konu. „Ég hef ekki grátið í mörg ár. Táraíind- irnar eru þornaðar fyrir löngu.“ í annarri stofu hennar búa sjö kettir, bústnir og sællegir. í hinni sefur hún sjálf á legu- bekk, ásamt Tatou, áttunda kett- inum. Þetta er nu hennar hirð. Olga Olsofíjeff! Það er auð- heyrt á nafninu, að gamla kon- an er rússnesk. En hún fæddist í Frakklandi. Móðir hennar var frönsk greifadóttir, de Gra- mond. Faðir hennar var rúss- neskur liðsforingi, Olsofíjeff, er starfaði hjá frönslcu flotastjórn- inni. Föðurafi hennar var rúss- neskur aðalsmaður og átti mikl- ar jarðeignir í heimalandi sínu. Olga var komin á sextánda ár, er afi hennar dó, og þá fluttust foreldrar hennar til Rússlands til þess áð taka við aðalssetrinu. Þetta var um aldamótin. Þótt Olga væri aðalsmanns- dóttir, var hún nokkuð látin. vinna, jafnvel við uppskeru- störf, því að faðir hennaT koni

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.