Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 18.04.1959, Blaðsíða 5

Frjáls þjóð - 18.04.1959, Blaðsíða 5
FRJXLÓ ÞJtíÐ cJLauýarclacfinn 18. ápri í 1959 »\ GJALDÞROTIÐ MIKLA Á útmánuðum 1956 gerðust næsta furðulegir og óvæntir atburðir í íslenzkum stjórnmálum. Jafnskjótt og ákveðið var, að kosningar skyldu fara fram bá unt vorið, ári áður en lokið var kjörtímabili, reyttu þrír stjórnmálaflokkar af sér spjarirnar og íklæddust nýjum viðhafnarklæðunt líkt og brúðgumi, sent býst til brúðkaups. Framsóknarflokkur og Al- þýðuflokkur köstuðu hernáms- flíkunum út í yztu myrkur og steyptu yfir sig kufli hernáms- andstæðingsins, enda afneituðu þeir nú með vörunum allri synd hernámsins og kváðust enga hugsjón eiga æðri en þá að víkja úr landi sérhverjum stríðs- manni erlends herveldis. Kommúnistar köstuðu feldi þeim, sem nefndist Sameining- arflokkur alþýðu, enda var hann slitinn orðinn og úlfshár kommúnismans farin að gægj- ast ískyggilega mikið í gegn, en íklæddust í þess stað nýjum klæðum, allgóðum, er Alþýðu- bandalag nefndust. Undir þann klæðafald skriðu svo nokkrir uppflosnaðir menn úr Alþýðu- flokki undir forystu Hannibals Valdimarssonr, er látið hafði ríki sitt á Vestfjörðum við lít- inn orðstír. Þrír voru upphafsmenn og höfundar þessa sjónarspils, Hermann Jónasson, Gylfi Þ. Gíslason og Finnbogi R. Valdimarsson. Tilgangur þeirra var tvíþættur: ann- ars vegar að ganga af Þjóð- varnarflokknum dauðum, hins vegar að koma á lagg- irnar ríkisstjórn undir for- sæti hins fyrstnefnda, ríkis- stjórn, sem erfa skyldi landið og sitja að völdum um langa framtíð. Sameiningatíáknið. Þessir þremenningar voru á sínum tíma allir andvígir inn- göngu íslands í Atlantshafs- bandalagið. Og allir rökstuddu þeir afstöðu sina með því, að vænta mætti, að í kjölfar þátt- töku í bandalaginu fylgdi það, að landið yrði hersetið á friðar- tímum. Sú spá rættist líka von bráðar, en þá brá svo kynlega við, að Hermann og Gylfi, á- samt Hannibal Valdimarssyni, snerust til einhuga fylgis við At- lantshafsbandalagið og hernám landsins. Finnbogi hélt hins veg- ar herkjunni sem hernámsand- stæðingur enn um stund, enda átti hann þingsæti sitt undir Sósíalistaflokknum, sem er hinn eindregnasti í hernáms- andstöðu sinni, þegar ■ þess er enginn kostur, að flokkurinn fái að eiga aðild að ríkisstjórn. Þessir þrír menn, sem á út- mánuðum 1956 settu sér það sem höfuðpiarkmið að ganga af Þjóðvarnarflokknum dauðum, voru þannig fáum árum áður algerlega sam- mála þeirri stefnu, sem flokkurinn hafði markað. Og tilgangurinn var ekki sá, að taka upp stefnu Þjóðvarnar- flokksins og bera liana fram til sigurs, cins og sumir lijartahreinir og hrekklausir menn bjuggust við, heldur liið gágnstæða: það, sem sam einaði þessa menn var ekki fyrst og fremst það að ganga af Þjóðvarnarflokknunr dauð- um, heldur hitt: að ganga af stefnu hans dauðri. Hermann og Gylfi höfðu báð- ir brugðizt þessari stefnu. Þess vegna þoldu þeir ekki, að henni væri haldið á loft eða hún ætti sér neina formælendur aðra en þá, sem með gildum rökum mætti væna um annarleg sjón- armið. Finnbogi Rútur var reiðubúinn til að slá striki yfir hernámsmálin, ef honum mætti auðnast að taka þátt í þeirri pólitísku spilamennsku, sem er þjarta hans kærari en nokkur málefni. Hernaðaráætlunin. Hernaðaráætlun þeirra félaga var í stuttu máli sú, að þegar gengið hefði verið af Þjóðvarn- arflokknum dauðum og ekki þyrfti framar að óttast þá stefnu, sem þeir eitt sinn höfðu tjáð fylgi, skyldi rugla saman reytum flokkanna þriggja og setjast að völdum. Þeir lögðu saman atkvæðatölur í sérhvef ju kjördæmi og sannfærðust um það, að Sjálfstæðisflokkurinn væri dæmdur til minnihluta á Alþingi um langa framtíð, ef hinir f lokkarnir hagræddu íylg- inu milli sín eins og bezt hent- aði. Ríkisstjórn þessara flokka yrði skírð sæmdarheitinu „vinstristjórn“. Á fyrstu misser- um hennar yrði að vísu að svíkja öll höfuðkosningaloforð flokkanna, og Ijóst var, að það mundi valda nokkurri ókyrrð, en skipulagsmeistararnir þrír óttuðust það ekki svo mjög, því að þá yrði Þjóðvarnarflokkur- inn úr sögu. Þéir gerðu sér góð- ar vonir um, að Sjálfstæðis: flökkurinn mundi ekki fitna svo mjög á svikum stjórnarflokk- anna. Áætlunin stóðst í fvrstu. Áætlun þessi stóðst í fyrstu. íslenzkir kjósendur létu sérj ekki til skammar verða þá trú, að þeir séu auðblekktari en aðrar verur, sem uppréttar gangá á tveim fótum. Banda-; lögin tvö héldu velli í kosning- unum, og Þjóðvarnarflokkurinn missti þingsæti sín. Mynduð var ríkisstjórn beggja banda- laganna, og innan misseris hafði henni tekizt að fótumtroða öll helztu kosningaloforð beggja að- ila. Þrátt fyrir það ríkti enn hin mesta bjartsýni í herbúðum stjórnarinnar og nánustu fylgi- nauta hennar. Var því spáð fullum fetum á þeim vígstöðv- um, að stjórnin mundi sitja að völdum a. m. k. um tutugu ára skeið. Endalokin eins og til var sáð, Framhald þessarar sögu þekk- ir sérhvert mannsbarn. For- senda þessarar stjórnarmynd- -unar var botnlausari óheilindi og skefjalausari fláttskapur en ijafnvel eru dæmi til í íslenzkri stjórnmálasögu. Starfsferill hennar var hraklegri og lítil- mannlegri en jafnvel nokkurn óraði fyril’. Og loks bar dauða hennar að með háðulegum hætti. ^ Áætlun spekúlantanna þriggíja stóðst þannig aðeins í 'fyrstu lotu, cnda gleymd- ust þeim fábrotin og auðskil- in sannindi.þegar þeir sömdu áætlunina. Þeir gleymdu al- veg gömlu sannlciksorði um laun ódyggðanna og svik- anna. Og þeim yfirsást lirap- allega, þegar þeir héldu, að líftaug vinstristjórnar yrði undin úr þeim brem þáttum, sem þeir liöfðu handa á milli: afturhalds- og sérhagsmuna- pólitík Framsóknarflokksins, rótleysi og hentistefnu Al- þýðuflokksins og Moskvu- þjónkun Sósíalistaflokksins. Ævintýrið varð skammvinnt og endalok þess eins og til var sáð. Höfundar áætlunarinnar Finnbogi Rútur Valdimarsson var aðalhöfundur „Alþýðubanda- lagsins" og fyrrverandi ríkis- stjórnar þess og Hræðslubanda- iagsins. Allt það fyrirtæki hefur beðið mcsta gjaldþrot, sem uni getur í íslenzkri stjórnmálasögu og reynzt mesta ógagn, sém islenzkri vinstrihreyfingu hefur nokkru siuni verið gert. Aðalhöfundar Hræðslubanda- lagsins vor.u þeir Hermann Jón- asson og Gylfi Þ. Gíslason. Kjör- tímabilið var aðeins hálfnað, þeg- ar spilaborg Hræðslubandalags- ins og ríkisstjórn þess og konim- únista hrundi t-il grunna. standa nú uppi afhjúpaðir sem. mestu feilspekúlantar og gjald- þrotamenn íslenzkrar stjórn- málasögu. Þeir hafa dregið hug- takið vinstristefna og vinstri- stjórn niður í svaðið þannig að hvort tve’ggja verkar nú á fjöl- marga fyrri fylgismenn flokk- anna þriggja eins og ófrýnileg Grýla á lítil börn. Með feigðar- flani sínu hafa þeir unnið stefnu Framh. á 7. síðu. frá Frakklandi með talsvert aðr- ar þj óðfélagshugmyndir en ann- ars tíðkuðust meðal aðalsfólks í Rússlandi. En það voru þó dýr- in og búpeningurinn á jarðeign- um föður hennar, er henni sjálfri þótti mest gaman að sýsla við, og hún var enn ung- lingur, þegar hún tók að hlynna að flækingsköttum í grannþorp- inu. Henni var ekki heldur fjár vant, því að þau systkinin fengu hvort 'um sig hálfa’ miíljón • í'úblna í skírnargjöf. Vegna ætt- göfgi sinnar var hún tíður gest- ur í hirðsölum keisarans, en ■ það var keppikefli hins aðals- borna fólks að njóta náðar hans og hylli. Engan óraði fyr- ir því, hvílíkum glóðum elds keisarinn hafði safnað að höfði sér. ' ‘ ( -OnQr JJ - . '■ A hófst ófriður á milli Rússa og Japana. Olga Ols- ofíjeff var að verða tvítug stúlka. Hún hafði verið á ; nokkurra mánaða hjúkrunar- námskeiði, og nú vildi hún óð og uppvæg komast austur í , Asíu og * hjúkra þar særðum mönnum. Þetta hefur líklega ekki þótt henta stúlku af henn- . ar æ.tter.ni,-ípg éinn góðan veður- dag strauk Olga að heiman og læddist út í hjúkrunarskip, sem var á förum til Múkden. Við hvarf hennar komst allt í upp- nám, vog send var keisara- leg' 'skipun til Sevastópól um að taka stúlkuna, er skipið kæmi þangað, og flytja hana aftur heim til sín. En það er af hjúkrunarskipinu að segja, að því var sökkt, áður en það komst til ákvörðunarhafnar í Asíu, og aðeins.fáir þeirra, sem á því voru, komust lífs af. Olga gafst samt ekki upp, og loks var henni leyft að fara til Mansjúríu til hjúkrunarstarfa með frönsku spítalaskipi, er sent var þangað. Um þessar mundir höfðu for- eldrar Olgu fyrirhugað henni hjónaband. .Það var fimmtugur greifi, er þau töldu bezt henta að gefa dóttur sína. En nú bar nýrra við. Hún' neit- aði með öllu að giftast gr'eifan- um. Um svipað leyti komst Olga Olsofijeff í kynni við íslending, sem var á ferðalági um Rúss- land. Hann var að vísu fátækur bóndasonur úr Þirageyjarsýslu, en eigi að síður leizt aðalsmanns dótturinni rússnesku-JÓlíkt- bet- ur á hann en gainla gréifann, sem foreldrar hennar ætluðú að neyða hana til þess ’að giftast. Og hún var einbeitt sem fyrr og giftist þessúm' framandmánni og væringja í trássi við foreldra sína. Slíkt var að sjálfsögðu mjög alvarlégt óhlýðnisbrot, og þessi uppreisn gegn vilja fpr- eldranna var miklum mun háskalegri en strok hennar með rússneska hjúkrunarskipinu. Olga varð um skeið að fara í útlegð með manni sínum. En árin liðu og skapsmunir for- eldra hennar mýktust smám saman. Loks var hún tekin í sátt, og íslendingnum, manni henn- ar, var fengin staða í Péturs- borg'. Hann var gerður þar að kennara í leikfimi og sundi við herforingjaskólann í borginni. Hverrar fremdar meiri gat þing- eyskur bóndasonur vænzt í borg keisarans? íslendingurinn þótti sóma sér allvel, er hann fór að kynnast hinu tigna venzlafólki sínu, og hann komst þar brátt í vináttu við hina æðstu menn og var styrktur á margan hátt til þess að gera hann sem samboðnastan konu sinni. Meðal annars var úr því bætt, er áfátt var um fjár- hag, með því að fá honum jafn- framt kennslunni vel launaða stöðu í rússnesk-enskum banka í Pétursborg. Loks var hann skipaður í sex manna nefnd, sem átti að hafa yfirumsjón með allri fimleikakennslu og íþrótta- kennslu í ríki Rússakeisara. rin sigu áfram, og allt virt- ist leika í lyndi. En svo skall á heimsstyrjöldin fyrri. Rússum vegnaði vel í fyrstu lotu, en þeim mun verr sem lengur leið. Loks leystist veldi keisarans upp innan frá, og í ringulreiðinni náðu bolsévíkkar öllum tökum. Aðalsmennirnir flúðu, hver sem betur gat. Fað- ir Olgu Olsofíjeffs komst aust- ur til Vladivóstok, en hann kom þangað tveimur dögum of seint til þess að ná síðasta skipinu, er komst þaðan brott. Hann fór huldu höfði undir gervinafni í heilan áratug, en fannst árið 1929 og var þegar skótinn. Olga komst með tveimur bræðrum sínum til Oranienbaum, sem er skammt’ utan við Pétursborg, og þar átti bátur að bíða þeirra. En báturinn kom aldrei. Bræð- urnir földu sig þar í húsi, en Olga sneri aftur til Pétursborg- ar til þess að freista þess að út- vega þeirn annan farkost. Þá var fyrsta morðaldan hafin í Pétursborg. í garðinum, sem var umhverf is höll- ættarinnar, mætti hún grátandi þjónustu- stúlku, sem sagði henni, að gamla frúin hefði v.erið hand- tekin og ætti að halda henni sem gísli, unz maður hennar gæfi sig fram, en systkinin, sem eftir voru heima, höfðu öll vér- ið drepin. Olga beið ekki boðanna, held- ur flúði aftur í örvæntingu út í Oranienbaum, og þar fann hún lík beggja bræðra sinna á gras- flöt við húsið, sem þeir höfðu leynzt í. Þetta var 21. nóvember 1917. AA. tt Olgu Olsofíjeff var þann- ig upprætt, en' það hlífði henni sjálfri, að hún var gift íslendingi — útlendum ríkis- borgara. Þau voru enn um skeið í Rússlanúi, þótt ekki væri fýsi- legt fyrir hana að dvepast þar, en loks var þeim skipað að búa muni sína í tveimur koffortum og hypja sig úr landi. Þetta var noltkru eftir byltinguna. Þau fóru beina leið til Finnlands og þaðan til Svíþjóðar og létu ekki staðar numið fyrr en i Kaup- mannahöfn. Þar hefur Olga Olsofíjeff síðan lifað í útlegð. Hún hefur verið ein síns liðs síðan 1931 og haft ofan af fyrir sér við ýmiss konar störf. Um skeið reyndi hún að - kentia f rönsku, en • kennsla lét henni Framh. á 7. síðu.

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.