Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 01.05.1959, Page 8

Frjáls þjóð - 01.05.1959, Page 8
Uöilucfa acfinn 1959 — FRJÁLS ÞJ DÐ Hvar flnnast leiðtogar, sem ekki hafast að, þegar tilvera þjóöarinnar er i veði? Til hvers er 9vamarliðé Hafa aSdáendur hersetunnar enga trú á því, að bandaríska settsfiSiB uppfylfi gerða samnlnga? Ekkert mál mun nú rætt af almenningi í landinu til jafns við landhelgismálið, og- veldur því sífelldur yfirgangur eg óbilgirni Breta á fiskimiðum íslands. Mikill fjöldi rnanna undrast það langlundargeð stjórnarvaldanna, að Iieimta ekki, að setuliðið, sem sagt er, að liingað hafi komið f il þess að vernda okkur og verja, láti til skarar skxíða gegn 1 inum eina innrásarflota, er gegn okkur hefur verið stefnt, eða hafi sig ella á brott nxeð allt sitt hafurtask. Þeir, sem trúa því, að herliðið bandaríska hafi í rauninni kornið hingað okkur til verndar, hljóta að ætlast til þess, að það gegni hlutverki sínu. Því hefur verið réttilega lialdið fram af hálfu okkar ís- lendinga, að líf okkar og tilvera sé í voða, ef fiskimið okkar eru rænd og rúin af erlendum flota. En sú þjóð, sem sér tilveru sinni stefnt í voða, getur ekki haldið . að sér höndum og svarað því einungis með máttlausum mót- mælaorðsendingum, þegar grundvelli tilveru hennar er raskað. Hún hlýtur að hafast eitthvað að og freista þess að . hrista af sér Kverkatakið. Hvar er nú „varnarsamningurinn“ ? í landinu er erlent herlið í fimm herstöðvum, fengið hing- að af þremur stjórnmálaflokk- um, að sögn í því skyni að verja það gegn árásum. Fjórði stjórn- málaflokkurinn hefur lagt blessun sína yfir setu þess hér, með því að vera áfram í ríkis- . stjórn, án mótmæla, þegar horf- ið var frá samþykkt alþingis um láta það fara úr landi, og jafn- vel ráðherra sína greiða her- setunni atkvæði. Þessir stjórnmálaflokkar hljóta að hafa einhverja trú á því, að þetta herlið vilji verja okkur. Hvers vegna gera þeir þá ekki þá kröfu, þegar líf og tilveruréttur þjóðarinnar er í voða vegna valdbeitingar er- lends herskipaflota á fiskimið- unum, að' „varnarliðið“ gegni skyldu sinni og því hlutverki, er það á að hafa tekið að sér með samningi? Hvers vcgna hef ur þetta „varnarlið“ ekki einu sinni verið spurt að því, hvað því olli, að það varð einskis vart, er enskt lierskip sigldi um nótt alveg upp að landi beint fyrir framan sjálfan Keflavík- urflugvöll? Hafa aðdáendur hersetunnar fengið bandaríska setulið til landsins, án þess að hafa á því nokkra trú, að það veiti íslendingum liald og traust, þegar í harðbakkann slær? Lýðræðisbandalag eða þrælafjötur? Aðdáendur hersetunnar byrj- uðu á því að koma landinu í At- lantshafsbandalagið undir því yfirskini, að við ættum sam- stöðu með vinveittum, vestræn- um lýðræðisþjóðum. Innan þess Framh. á 7. síðu. Svallbælin mega muna tvenna Tímana Það sér á, að Tímamenn telja sig ekki lengur bera á- hyrgð á „svalli og saurliín- aði“ amerískra hermanna og íslenzkra stúlkubarna, eftir að flokkur þeirra valt út úr ríkisstjórn. Nú birtir Tím- inn annan hvern dag nýjar sögur um hús við Bókhlöðu- stíg eða Grettisgötu hér í bæ, þar sem liúsráðendur leigi hermönnum herbergi til að „stunda svall og saurlifnað með íslenzkum stúlkum um nætur“, og segir til dæmis, að 13 ára stúlka hafi „eytt nóttinni í þessu bæli (þ. e. við Bóklilöðustíg), en gera má ráð fyrir, að liún sé ekki sú eina úr þeim aldursflokki, sem troðið hefur verið inn í húsið við Bóklilöðustíg í sömu erindagerðum. Lög- reglan liefur tjáð blaðinu, að margar reykvískar stúlkur á þessum aldri láti hermönnum og Islendingum blíðu sína í té.“ Sú var tíðin — og raunar stóð svo árum saman, meðan Framsóknarfloltkurinn var í stjórn og dr. Kristinn var hernámsmálaráðherra, að Tíminn þagði þunnu liljóði yfir svívirðingum hernáms- ins, en svívirti í þess stað Þjóðvarnarflokkinn og blað hans fyrir að vekja athygli á þeim niálum. Ályktunin, sem kjósendur hljóta að draga af þessari fraministöðu er sú, að því aðeins, að Framsókn- arflokknum sé haldið utan ríkisstjórnar, megi búast við því, að Tímamenn hafi opin augu fyrir smán þjóðarinn- ar. LITIÐ FRETTABLAÐ Föstudaginn i 2. viku sumars. Utsýn uö s'utiuu SöhiZí nejsm' i| A. ivörugiettur || ÍVUVVVWVWVVVi Spcgiíl sáSarssnrEar Fyrra sunnudag flutti Tómas Guðmundsson skáld ræðu á fundi í landsmálafélaginu Verði og komst þar m. a. svo að orði: „Temur ríkið sér ekki margs konar liegðun, sem ekki mundi þykja góð latína í innbyrðLs sam- skipíum þegnanna, hnýsni í einkamál, f jármunalega ágengni, þarflausa afskiptasemi? ... Ef til vill er þetta framar öðru af- leiðing þess, að ríkismórall stend- ur yfirleitt á lægra stigi en einka- siðgæði. Þetta er því hættulegra í ungu þjóðfélagi, sem það á venjulega síður á að skipa traustu almenningsáliti, er geti haldið þessuin ríkismóral í hæfi- legum skefjum og varnað því, að liann smiti út frá sér meðal þehra, sem með völdin fara. Fyr- ir nokkrum dögum var frá því sagt, að vehnetinn þingmaður og varaborgarstjóri úti í Danmörku liefði verið sviptur öllum trúnað- aði fyrir þá sök eina að liafa augastað á viskíflösku, sem lá á glámbekk í opinberri veizlu. Þeg- ar íslenzkur ráðlierra hrökklast úr embætti, þykir gott ef liann tekur ekki alla áfengisverzlun- ina með sér. Nú lief ég vitanlega engan hug á að fara að móralísera eins og þjóðvarnarmaður .. Gamla fólki5 inn, sem býr Mitt í öllum þeim fjáraustri, sem á sér stað í landinu, hefur einn hópur manna búið við skor- inn skammt og sultarkjör. Það er gamla fólkið, sem verður að sjá sér farborða af ellilaunum sínum. Það er því gleðiefni, að nú á ofurlítið að rýmka hag þess með 20% álagi á lífeyri þess. FRJÁLS ÞJGÐ hefur oft og lengi á því klifað, hve forsmán- arlega væri að gamla fólkinu búið í þessu efni. Á starfi þess byggist það, hvaða lífskjör fólk á landinu getur nú veitt sér. Það sleit sér út til þess, að landið yrði betra og byggilegra, I þessum oröum borgarskálds- ins speglast fleira en eitt: 1) Mannúðlegur skilningur á þeirri breyzkleikasynd að missjá sig á viskíflösku, sem er svo léttúðug að liggja á glámbekk í opinberri veizlu. 2) Hörð fordæming hans á því athæfi, að ráðherrar taki með sér alla áfengisverzlunina, þegar þeir hrökklast úr embætti. (Hvar ættu menn þá að verzla?)! 3) Lofsamleg viðurkenning hans á Þjóðvarnarflokknum, sem honum kemur þegar í hug^ er talið berst að pólitisku sið- gæði. 4) Nærfærið mat hans á Sjálf- stæðisflokknum, er hann neyðist til að afsaka „móralíseringuna‘í frammi fyrir Varðarsöfnuðinum. Vísa að austan til Vigfúsar á Hreðavatni Það er g'lúrinn karl, liann Vigfús á Vatni, hann vill ekki, að kosningarrétt- urinn sjatnl í dreifbýli íslands, á eyðislóðiui- um. Allt eins og gerist hjá Samein- uðu þjóðunum, hafi smæstir jafnt sem stærstir á stjórnveli liald, en stórveldið Reykjavík — að- eins neitmiarvald. — eíni hópur- við sultarkjör árunum með því að gera verð- lausar þær sparifjárinnstæður, er það kunni að hafa dregið saroan með sparsemi á langri ævi. í ofanálag voru ellilaunin svo smátt skömmtuð, að komið var langt niður fyrir það, sem gerist annars staðar á Norður- löndum, enda þótt margvíslegar kröfur og fjársóun annarra í landinu ætti sér því nær engin takmörk. Sú 20% hækkun á ellilaun- unum, er nú fæst, er aðeins lítilfjörleg leiðrétting á örgu ranglæti, þótt hana beri á hinn bóginn ekki að vanþakka. Sagt er, að Alþýðu- bandalagið ætli að fara að gefa Útsýn út á ný. Orsökin er auð- Pólskur leir Jarðborinn stóri hefur ekki verið not- aður um skeið. Við borunina er notaður leir, en leir sá, sem til landsins kom með bornum, er þrotinn. Leitað hefur verið að leir hér til þessara nota, en hann hefur ekki fundizt, svo að nothæfur sé. Senn mun von á leir frá Póllandi, Frystihús 1 sumar á að koma upp sveitarfrystihúsi í Blönduholti í Kjós. Hvert heimili í sveit- inni, er þess óskar, fær að geyma þar matvæli í frystinguj gegn ákveðnu gjaldi. Það er mjólkurflutn- ingafélag sveitarinn- ar, sem gengst fyrir bessu, og á fólkið væntanlega að fá matvælin heim með vitað sú, að kosning- ar nálgast. Utsýn hef- ur ekki komið út sið- an um kosningar 1956. Öll þessi ár hefur kommúnistaáróður og Moskvuvegsömun Þjóðviljans þótt nægja háttvirtum kjósendum. Hitt þyk- ir vafamál, hvernig atkvæði koma til skila út á þann boðslcap. Hlutverk Útsýnar á að vera að bæta fiski- ríið í sumar. Eftir kosningar fær Þjóð- viljinn væntanlega að vera einn um hituna. . Prófessorsembætti það, sem tilvonandi biskup landsins, Sig- urbjörn Einarsson, gegndi við háskólann, hefur nú verið aug- iýst, og er umsóknar- frestur fram í miðjan maímánuð. Menn spá því, að mjólkurbílunum, þeg- ar það óskar þess, eft- ir því sem við verður komið. Tvær telpur á ferm- ingaraldri gengu nú fyrir skömmu íbúð úr íbúð í Skúlagötuhús- unum og höfðu með- ferðis eyrnalokka og hálsmen, er þær buðu til sölu. Varla er að efa, að þetta hefur verið smyglvarning- ur, og má geta sér þess til, að feður þeirra eða eldri bræð- ur hafi gert þær út í leiðangurinn. — Það er mikils vert að kenna börnunum snemma að bjarga sér. séra Jóhann Hannes- son á Þingvöllum muni hreppa þetta embætti. Talið var, að séra Guðmundur Sveinsson, skólastjóri í Bifröst, hefði einnig verið líklegur til þess að fá það, en sagt er, að hann uni sér svo vel í Borgarfirðinum, að hann muni ekki hirðá um að verða háskóiaprófessor, þótt hann ætti kost á því. Jáiann Hannesson? og síðan var því launað á elli- íslentliiiifui• huupu : 4000 eintök af Hjemmet og Familie Journal og danska veraldarsögu fyrir eina milljón En innlend bókagerð skattlögð eins og munaður. Það er staðreynd, að Danir eru að verulegu leyti farnir að annast útgáfustarfsenji fyrir ís- lendinga, unga og aldna. Af Hjemmet og Familie Joumal seljast hér nær 4000 eintök, hvoru um sig, og hefur sala þessara blaða tvöfaldazt, síð- an Innkaupasamband bóksala var stofnað. Kaupendur þess- ara blaða eru bæði ungling- ar og fullorðið fólk. En yngsta kynslóðin hallar sér að Andrési önd, og munu engin prentuð rit jafneftirsótt af henni. Hér er þó sagan ekki nema hálfsögð. Fyrir nokkru kom til álita, að íslenzkt útgáfufé- lag gæfi út Veraldarsögu Grim- bergs, sem er afbragðsverk í sextán bindum. Veraldarsaga þessi hefur verið til sölu hér á dönsku á 87 krónur bindið, og við athugun kom í ljós, að keypt eru af lienni hér 900 ein- tök. Fyrir þetta rit eitt greiða ís- lendingar því um eina milljón króna í erlendum gjaldeyri. Er sannast sagna ekki álitlegt fyr- ir innlend fyrirtæki að ráðast í útgáfu slíkra verka. Hér er nefnilega svo ástatt, að útlend rit, bækur og blöð, eru tollfrjáls, en allt, sem þarf til innlendrar útgáfu, er tollað og skattað eins og munaðar- varningur, nema dagblöð, viku- blöð og sorprit. Veldur þetta gífurlegum verðmun á innlend- um og erlendum bókum, í ofan- álag á það, að framleiðslukostn- aður er hér að öðru leyti hár og markaðurinn þröngur.

x

Frjáls þjóð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.