Frjáls þjóð - 12.09.1959, Síða 5
FRJXlS PJtJ-Ð — oCauýarJagiun 12. iept. 1959.
t-
Niðurlag........ . .
• Walter Schwartz sagði einu
Einni i fyrirlestri, að andspænis
abstraktlistinni saknaði maður
sárar en ella auðkenna, þ. e. fót-
íestu eða aðstöðu til að meta
gildi hennar, og er það ný og
mikilsverð bending í þá átt, að
abstrakt list sé lokað einkafyr-
jrtæki.
Hér finnum við einnig stað-
festingu hjá postulanum. Með
tilliti til hins félagslega, verð-
ur Páll nefnilega skorinort að
]ýsa eftir kennimerkjum eða
auðkennum. Hann velur fyrst
dæmi af tónlistinni: „hvort
heldur er pípa eða harpa, ef þær
gefa ekki mismunandi hljóð frá
sér, hvernig ætti þá að skiljast
það, sem leikið er á pípuna eða
hörpuna?“ Og í þeirri trú, að|
við ,,skiljum“ tónlistina með
hreyfiskyni okkar heldur hann
áfram: ,,Því að svo er það um
lúðurinn; gefi hann óskilmerki-
legt hljóð, hver býr sig þá til
bardaga?“
Dæmi af tungumálunum.
Kröfu sína um skiljanleik
styður postulinn því næst með
athugun á hinum óteljandi lif-
andi tungumálum. Hann kemst
að raun um, að „ekkert þeirra
er þó málleysa,“ þ. e. a. s. að í
þeim öllum er nauðsynlegt sam-
band milli hljóða og merkingar.
Hafi maður ekki á valdi sínu
2), phil. ^Jaqe \S>cliiöttz-(jJliriíte
ta^e
nóen.
tala tunpi
— og tala litum
>f ABSTRAKTMÁLARARNIR OG PÁLL POSTULI >f
eða vii'ði það kerfi af félagsleg-
um venjum, sem málið er,
verður allt samband manna á
milli ómögulegt. Eða með orð-
um postulans: „Ef ég nú ekki
þekki merkingu málsins, verð
ég sem útlendingur fyrir þann
sem talar, og hinn talandi út-
lendingur fyrir mér.“ Sam-
kvæmt þessari athugun, sem ó-
gerlegt er að hafa nokkuð á
móti, verður málið göfugasta
tækið til mannlegs samlífs, og
á hinn bóginn er þá tilviljana-
kennt tungutal andfélagslegt og
þar að auki óguðlegt, því að guð
Páls er, eins og guð hvers ann-
ars samfélags, ekki guð trufl-
unarinnar, heldur reglunnar
(,,friðarins“).
Hver mállýzka tilviljun.
Gagnrýnandinn staðhæfði, að
abstraktlistin væri „með tákn-
rænni merkingu sinni aðgengi-
leg öllum almenningi.“ For-
sendur þess, að þetta geti verið
rétt, hljóta að vera, að hin sýni-
legu abstrakt tákn séu almennt
viðurkennd á sama hátt og
hlijóðtákn málsins. En á ekki
litatalið það sameiginlegt með
tungutalinu, að hver mállýzka
skapist af tilviljun og hana tali
aðeins einn maður?
Þegar Páll hefur vinsamlega
hvatt tungutalarana til þess að
sýna sæmandi félagsanda, svo
að allir fái útrás, gerir hann
þeim kostina méð berum orð-
um: ef sá, sem tungu talar, get-
ur ekki á eftir útlistað, hvað
hann hafi sagt, með öðrum orð-
um: sannað, að snefill af skyn-
semi hafi verið í tungutali hans,
„þá þegi hann á safnaðarsam-
komunni, en tali við sjálfan sig
og við gu.ð.“
En ég flýti mér að taka það
skýrt fram, að þessi ltirkjuföð-
urlegi strangleiki kemur ekk-
ert við þeim samanburði, sem
hér er gerður.
Mvnd ..af einhverju“.
teknu kröfu, sem oft hefur ver-
ið gerð hlægileg, að myndin
eigi að vera „af einhverju.“ 1
Það hefur verið sagt, að eitt-
hvað abstrakt væri líka að finna
hjá hinum sígildu meisturum
málaralistarinnar, og það er
vafalaust rétt. En það er víst
líka rétt, að meistararnir urðu
þá fyrst meistarar, er þeir sögðu
skilið við hina beinu hrifni sína
og héldu áfram á braut Páls.
Þessir meistarar lofsungu einn-
ig með skilningnum, þar eð
þeir tengdu beina litagleði sína
hlutum úr hinum sammannlega
heimi. Þeir gáfu myndum sín-
um innihald, sem aðrir þekktu
og skildu — eða eins og sagt er:
myndir þeirra höfðu alltaf
: mótíf.
I EUki af skorti
á listrænum þroska.
Þeim málamiðlunartilraun-
um, sem textinn gæti gefið til-
efni til sleppi ég alveg með góð-
fúsu leyfi lesandans. Aftur á
móti ætla ég að reyna að athuga
ofurlitlu nánar þá síendur-
fest, og var ekki laust við, að
hann sæi sig í anda gera hin-
um danska vini sínum við tæki-
íæri kost á að segja í annað
sinn: „Det siges“ í þeim tón,
sem þá félli að staðreyndum.
Fljótgert var að fá það stað-
fest, að ávæningurinn um móð-
urætt Eriksens bildhöggvara
var-ekki úr lausu lofti gripinn.
.1 dönskum æviskrám (Bricka).
er þjóðerni móður Eriksens að
vísu ekki beinlínis greint, en
sjálft nafnið tekur af öll tví-
mæli, því aS hún hét Svanfríð-
ur Magnússon, jafnvel eð-inu,
aldréi þessu vant í dönskum
texta, ekki undan stolið, heldur
•svó mikið fyrir haft að afla
sér þess úr annarri leturgerð.
TT'n borgarinn vildi vita betur.
Hver var hún, þessi Svan-
fríður Magnússon? Hvaðan af
landinu var hún og hverra
manna?
í ljós kom, að þetta vissi eng-
inn hinna líklegustu manna.
-Jón biskup Helgason, sem skrif-
að hefur heila bók um íslend-
inga í Danmörku, nefnir hana
ekki á nafn og ekki heldur hinn
merka son hennar. Þeir, sem
skyldastir voru til að vita deili
á henni, eftir því sem síðar
kom í ljós, þeir Sighvatur Borg-
firðingur, Hannes Þorsteinsson
ög Páll Eggert Ólason, nefna
hana að vísu allir og vita, að
húii hafði horfið ung til Dan-
mekur, en síðan kunnu þeir
ekkert af henni að segja. Fyrir
þeim öllum var hún aðeins nafn
eitt. Er þetta eitt með öðru
glöggur vitnisburður um það,
hve íslendingar hafa allt til
þessa gert sér ótítt um haf-
me.vjar, . .
Lesendur Frjálsrar þjóðar
munu minnast þess, að
snemma á síðastliðnum vetri (í
7., 8. og 9. tbl. þ. á.) birtist þátt-
ur af heldur lánlitlum manni,
Jóni Hjaltasyni, silfursmið, er
eyddi ævidögum sínum fyrir og
eftir miðja síðast liðna öld í
Steingrímsfirði, Breiðafirði og
ísafjarðardjúpi, illa leikinn af
valdamönnum og ekki að öllu
leyti óverðskuldað. En athvarf
átti hann um einn tíma ævi
sinnar á prestsheimili vestra og
var þó einkum skjólstæðingur
maddömunnar, sem var fjórða
kona manns síns-, er var nærri
25 árum eldri en hún, drykk-
felldur í meira lagi og allhrum-
ur orðinn, en maddaman með
nokkrum ólíkindum frjósöm í
sambúðinni, nema nokkuð hafi
til borið um dáleika hennar á
silfursmiðnum, sem mun hvergi
nærri hafa verið grunlaust.
Umræddum prestshjónum á
Brekku í Langadal í ísafjarðar-
djúpi, þeim séra. Torfa Magnús-
syni (f. 24/1 1786, d. 17/3 1863)
og fjórðu konu hans, Kristínu
Pálsdóttur (f. 29/9 1810, d.
28/11 1867) Guðmundssonar frá
Fagurey í Breiðafirði, fæddist
hinn 3. dag febrúarmánaðar
1854 dóttir, er' hlaut nafnið
Svafnfríður Torfadóttir, enda
þótt almannarómur drægi. fað-
ernið í efa. og muni hafa þótt
silfursmiðurinn prestinum á all-
an hátt til þess líklegri. Hefði
óheitanlega verið fróðlegt að
Vita, hvort Jón okkar Hjaltason
var aðeins réttur og. sléttur
klambrari á silfursmíðar eða af-
brigðilega hagvirkur, þvi að
barnið, sem vafi leikur á,
hvernig feðra skuli, er engin
önnur en Svanfríðúr Magnús-
son,móðir hins listfenga danska
bildhöggvara, sem hafmeyna
gerði fagurlegast handa Döp-
um, en þó einkum til augna-
yndis gestum þeirra, og nú nef-
ur goldið íslendingum móðern-
ið með því að -verða óbeinlínis
að því valdur, að þeim hefur
áskotnazt hin kaliforníska haf-
meyjarmynd í Reykjavíkur-
tjörn, og er það ekki hans sök,
þó að henni liði þar auðsjáan-
lega einhvern veginn ekki vel.
TT'erill Svanfríðar Torfadóttur
•*- á íslandi er fljótrakinn. Hún
lifði bernsku sína með foreldr-
um sínum, yngst fimm alsystk-
ina, á Brekku í Langadal, frá-
leitt við mikinn kost. Föður
sinn, prestinn, missti hún níu
ára og móður sína þl'ettán ára.
Hún fermdist að Kirkjubóli
munaðarlaus einstæðingur, að
vísu eflaust frá vænu fólki,
Guðmundi Ásgeirssyn'i, bónda á
Arngerðareyri, bróður Ásgeirs
skipherra, og konu hans, Dag-
björtu Sigurðardóttur, sýslu-
manns, Guðlaugssonar. - Við
fermingu er Svanhildur dável
læs, dável kunnandi og hegðar
sér ágætlega. Árið eftir er hún
ÁlísJenzk hafmey.
komin í vist á ísafirði, hjá Sóf-
usi Nielsen, verzlunarmanni,
síðar verzlurarstjóra þar og
kaupmanni um langan aldur.
Hjá honum er hún í þrjú ár,
en flyzt þá (1872) af landi
brott, að því er virðist ein síns
liðs, til Kaupmannahafnar, og
lýkur þar með sögu hennar á
íslandi þar til nú.
Eftir ekki langa dvöl í Kaup-
mannahöfn mun Svanfríður
hafa gifzt þar dönskum skó-
smið, Martin Eriksen (f. 1850,
d. 1933). Sonur þeirra, bíld-
höggvarinn, fæðist 10. marz
1876. Svanfríður náði sjötugs-
aldri og dó 1924. Ókunnugt er,
hvað Eriksen gerði úr íslenzku
ætterni sínu, nema hvað vit-
að er, að hann hefur gert
sér far um að halda óbrjáluðu
svipmóti nafns móður sinnar,
og segir það að vísu sína sögu.
Me'ð honum sjálfum og beztu
listamönnum íslendinga á liðn-
um tímum er það ættarmót,
að sjálfur" er hann stórum
minna frægur en verk hans.
Hér hefur áðurnefndur góð-
ur Reykjavíkurborgari
heimildir úr að spila, er hann
hittir næst hinn danska vin
sinn, sem svo lítt var uppnæm-
ur fyrir heimildum um íslenzkt
faðerni Thorvaldsens. Ekki skal
hinum góða borgara og ágæta
íslendingi þó ráðið til þess of-
lætis að láta í veðri vaka, að
Danir geti engan bíldhöggvara
átt að gagni, nema hann sé ís-
lenzkur í aðra ætt. Hann kynni
að fá það framan í sig, að ís-
lendingum væri ef til vill enn
meiri þörf blóðblöndunar en
Dönum til að geta orðið sér ein-
hlitir um höggmyndalist. Ein-
hvern yeginn er það svo, þegar
maður " virðir gaumgæfilega
Framh. á 7. síðu,
I þessu sambandi ætla ég að-
dirfast að fullyrða, að mótífiS,
scm segir sögu, sé undirstöðu-
atriðið í málaralistinni til snert-
ingar milli listamannsins og
almennings. Það svarar til
skynsamlegs samhengis í mæltu
máli og þess, sem Páll postuli
nefnir skilning.
í mótífinu takast Diónýsos
og Apollon í hendur. Krafan
um, að myndin sé „af ein-
hverju", þarf því ekki nauðsyn-
lega að stafa af skorti á listræn-
um þroska eða smáborgaraleg-
um ótta við að skyggnast djúpt,
heldur má skýra hana sem þörf
til samfélags við aðra menn, fé-
lagsskapar um menningarverð-
mætin. Sé ótta að finna í kröf-
unni um, að mynd sé „af ein-
hverju“, getur það verið rétt-
mætur og virðingarverður ótti
við, að menningin sé að verða
eins-manns-menning og þar
með að leysast upp.
Innblástur abstraktmálara.
Hugtækur kafli, sem varpar
ljósi á þetta, er í skáldsögu Jó-
hannesar V. Jensen, Einar El-
kjær, sem út kom 1898. Einar
er þar á skeiði, þar sem snert-
ingarleysið við aðra menn er
bæði þjáning hans og stolt.
Hann reikar um gersamlega
einangraður, og hann vill ein-
mitt sjálfur, að svo sé. Meðan
hann er í þessu ástandi, hendir
það, að litnum slær út í hug
hans — og í eftirfarandi kafla
er eins og maður sjái innblást-
ur abstraktmálara:
Meðan Einar lá í myrkr-
inu hugsaði hann liti. Hann
lét hvitgular ræmur líða um
rúmið, hann sá smaragð-
grænar þokur og feiknahvít-
ar súlur, ef hann kærði sig
um; hann lét purpurakúlur
hefjast upp yfir loggula
himna. Hann fékk rúmið til
að streyma niður sem fíla-
bein og mjólk með kliðandi
rósaflúri úr ljósu, skrýfðu
gulli . . . Einar skapaði sér
rautt -rúm af ósegjanlegri
dýpt, unað Ijóss ...
Það er vitað, hvernig Jóhann-
es V. Jensen tók sér stöðu langt
frá öllum öfgastefnum í list.
Það sem kom honum til þess,
var ekki skilningsskortur á
eðli þeirra, heldur sú tilfinning,
að listin megi ógjarnan verða
að einkanostri án sambands við
það, sem er sammannlegt.
Framhald greinar dr.
Björns Sigfússonar háskóla-
bókavarðar birtist í næst»
blaði. L ■ - *>