Frjáls þjóð - 12.09.1959, Síða 6
Framhaldsfrásögn um
örlagaríkasta dag
heimsstyrjaldarinnar
síöari, innrásardaginn
6. júní 1944
daguriHH
7l/|~ichel Hardelay, 31 árs gam-
•*-*•*• all lögfræðingur, stóð út
við gluggann í dagstofu móður
sinnar- og beindi sjónaukanum
að þýzkum hermanni, sem reið
stórum áburðarjálki niður göt-
una til sjávar. Báðum megin
við hnakknefið héngu nokkrar
blikkdósir. Michel Hardelay
vissi, að kl. var nákvæml. 6.15
x. h. Á hverjum morgni gerðist
sama sagan. Þjóðverjinn var
aldrei of seinn: hann för alltaf
með morgunkaffið niður til
Vierville á þessum tíma. Dagur-
inn var byrjaður fyrir áhöfn-
um fallbyssuvirkjanna við
ströndina — friðsældarlega,
bogadregna sandströnd, sem
innan 24 klukkustunda átti að
verða kunn öllum heimi undir
nafninu Omaha-strönd.
Hardelay hafði horft á þetta
ritúal mörgum sinnum áður. Á
hverjum morgni reið hermað-
urinn þriggja kílómetra vega-
lengd, og Hardelay fannst það
alltaf jafnskemmtilegt, að hin
annálaða tæknikunnátta Þjóð-
verja lét á sér standa, þeg-
ar leysa þurfti jafneinfalt verk
og að færa hermönnum á víg-
stöðvum morgunkaffi.
En gleði Hardelays var ekki
óblandin. Um nokkurra mán-
aða skeið hafði hann horft á
þýzka hermenn og nauðungar-
vinnuflokka grafa jarðgöng og
gryfjur meðfram allri strönd-
inni. Hann hafði horft á, með-
an þeir brutu niður með þýzkri
nákvæmni röð fallegra sumar-
húsa og skrauthýsa fyrir neðan
sjávarklettana. Nú voru aðeins
sjö byggingar eftir af 90. Hin-
ar höfðu verið brotnar niður til
þess að standa ekki í vegi fyrir
íallbyssukúlum Þjóðverja og
einnig til þess að Þjóðverjar
gætu notað timbrið til að þilja
innan neðanjarðarbyrgi sín. —
Hardclay átti eitt hinna sjö
húsa, scm eílir stóðu. Fáum dög-
um áður haiói hann íengið til-
kynningu frá yfirmanni Þjóð-
verja um, að hús hans yrði einn-
ig rifið. Þjóðverjar þurftu á
múrsteinunum að halda.
Hardelay gerði nú gælur við
þá von sína, að með einhverjum
hætti yrði einhver til að breyta
þessari ákvörðun. í sumum
greinum voru Þjóðverjar óút-
réiknanlegir. Hann fengi að
vita vissu sína um það innan
24 stunda: honum hafði verið
tjáð, að húsið yrði rifið á morg-
un — þriðjudaginn 6. júní.
Lengra niður með ströndipni
var Fernand Broeckx, fertugur
að aldri, við daglega iðju sína:
með gleraugun á skakk og höf-
uðið hallfleytt, sat hann und-
ᣠkúnni Pg beindj jnjólk-
urbununni í fötuna. Býlið hans,
sem lá við mjóa moldargötu,
var efst á hæð tæpan kilómetra
frá sjónum. Hann hafði ekki
gengið niður sjávargötuna um
langt skeið — ekki síðan Þjóð-
verjar lokuðu henni.
Hann hafði stundað' búskap
í Normandí í fimm ár. í fyrra
stríði hafði heimiliBroeckx, sem
var Belgíumaður, verið lagt í
rústir. Hann hafði aldrei getað
gleymt því. Árið 1939, þegar
síðari heimsstyrjöldin hófst,
sagði hann þegar í stað upp
skrifstofustarfi sínu og fluttist
með konu og dóttur til Nor-
mandís, þar sem þeim átti að
vera óhætt.
Meðfram endilangri Nor-
mandíströndinni stundaði fólk-
ið sín venjulegu daglegu störf.
Bændurnir unnu á ökrunum,
hlúðu að eplatrjánum eða hugs-
uðu um rauðskjöldóttar kýrnar
sínar. í þorpum og smábæjum
voru búðir opnaðar. Þetta var
hversdagslegur hernámsdagur.
í litla kauptúninu La Made-
laine, á bak við sandhólana og
hina breiðu sandströnd, sem
brátt átti að verða fræg undir
nafninu Utah-strönd, opnaði
Paul Gazengel litlu búðina sína
og kaffistofuna eins og venju-
lega, þó að aðsókn væri svo til
engin.
Gazengel mátti muna þá tíð,
þegar hann komst vel af. En nú
var öll strandlengjan bann-
svæði. Fólkið, sem bjó úti við
ströndina á austanverðum Cher-
bourgskaga, hafði verið flutt'
brott. Aðeins bændunum hafði
verið leyft að vera eftir. Við-
skiptavinir Gazengels voru nú
sjö fjölskyldur í La Madelaine
og fámennt þýzkt herlið, sem
hann var neyddur til að þjóna.
Gazengel hefði helzt viljað
fara burt. Þar sem hann sat nú
í kaffistofunni og beið eftir
fyrsta viðskiptavininum, hafði
hann ekki hugmynd um, að
innan 24 klukkustunda færi
hann í ferðalag. Hann og allir
aðrir karlmenn í þorpinu yrðu
teknir höndum og sendir til
Englands til yfirheyrslu.
O
T herbúðum Þjóðverja var<dag-
urinn líka kyrrlátur og við-
burðasnauður. Ekkert gerðist,
og enginn átti von á, að nokk-
uð gerðist: veðrið var svo vont,
að prófessor Walter Stöbe yfir-
veðurfræðingur sagði liðsfor-
íngjum sínum í Lúxemborgar-
höllinni í París, að þeir gætu
hvílt sig. Hann efaðist jafnvel
um, að flugvélar Bandamanna
gætu aíhafnað sig þejinan dag.
Loftvarnarliðinu var skipað að
taka sér hvíld.
Næst hringdi Stöbe til aðal-
stöðva von Rundstedts í St.-
Germain. Von Rundstedt fór
seint á fætur þennan morgun
að vanda, og það var komið
fram undir hádegi, þegar hann
ráðgaðist við yfirmann herfor-
ingjaráðs síns og lagði blessun
sína yfir „mat herstjórnarinnar
á vesturvígstöðvunum á fyrir-
ætlunum Bandamanna“, svo að
unnt yrði að senda það áfrarn
til höfuðstöðva Hitlers. í plagg-
inu kom enn fram röngágizkun,
Þar gat að lesa: „Kerfisbundin
og greinileg aukning loftárása
bendir til þess, að óvinirnir séu
mjög langt komnir með undir-
búning sinn. Líklegasta inn-
rásarsvæðið er enn sem fyrr
ströndin frá Schelde (í Holl.)
til Normandís... og það er
ekki óhugsandi, að telja megi
með strönd Bretagneskaga ...
(en) ... það er enn ekki ljóst,
hvar óvinirnir ráðast inn á öllu
þessu svæði. Ákafar loftárásir
á strandvirki milli Dunkerque
og Dieppe gætu bent til þess, að
megininnrás Bandamanna verði
gerð þar .. . (en)... ekki er
unnt að sjá, að innrás sé alveg
yfirvofandi. . .“
Þegar þetta óljósa mat á
stöðunni var úr sögunni, fóru
þeir von Rundstedt og sonur
hans, ungur liðsforingi, til eft-
irlætisveitingastaðar síns, Coq
Hardi í Bougival þar í grennd-
inni. Klukkan var rúmlega eitt.
Tólf stundir voru til D-dags.
Illviðrið hafði róandi áhrif á
allt foringjalið Þjóðverja. í öll-
um höfuðstöðvum voru menn
þess fullvissir, að ekki yrði gerð
árás á næstunni. Undirstaðan
undir því mati Þjóðverja voru
nákvæmar rannsóknir, sem
gerðar höfðu verið á veðurfar-
inu, þegar Bandamenn réðust
inn í Norður-Afríku, Sikiley og
ítalíu. í þau skipti höfðu veður-
skilyrði að vísu verið misjöfn,
en veðurfræðingarnir höfðu
veitt því athygli, að Bandamenn
höfðu aldrei freistað innrásar
nema veðurhorfur væru góðar
— sér í lagi hagstæðar til flugs.
í augum hinna nákvæmu Þjóð-
'verja voru engin frávik til frá
þessari reglu: veðrið varð að
vera hagstætt — annars réðust
Bandamenn ekki til landgöngu.
Og veðrið var ekki hagstætt.
í aðalstöðvum 84. herdeildar-
-*- arinnar í St.-Ló var Fried-
rich Hayn höfuðsmaður að und-
irbúa afmælisveizlu fyrir for-
ingja herdeildarinnar, Erich
Marcks hershöfðingja. Afmælis-
dagur hans var 6. júní. Þeir
zJdau^ardacfinn !2. iept. 1939 ~ FRJ AL S Þ J □ £)
ætluðu að koma hershöfðingj-
anum á óvart með því að halda
upp á afmælið á miðnætti,
vegna þess að Marcks þurfti að
fara til Rennes á Bretagneskaga
í bítið um morguninn. Hann og
allir yfirforingjarnir í Norman-
dí áttu að taka þátt í mikilli
landabréfaæfingu, sem átti að
hefjast snemma á þriðjudags-
morguninn. Allir bjuggust við,
að „stríðsleikurinn'* yrði mjög
lærdómsríkur: hann fjallaði
um hugsanlega iqnrás, sem gerð
yrði í Normandí.
Max Pemsel hershöfðingi
hafði áhyggjur af „stríðsleikn-
um“. Það var nógu illt til þess
að hugsa, að allir yfirforingj-
arnir í Normandí og á Cher-
bourgskaga yrðu fjarverandi á
sama tíma. En það gæti verið
mjög hættulegt, ef þeir yrðu í
burtu að næturlagi. Það var
löng leið til Rennes, og Pemsel
var hræddur um, að sumir for-
ingjarnir ætluðu sér að leggja
af stað fyrir dögun. Hann hafði
trú á því, að kæmi til innrásar
í Normandí, yrði hún hafin í
birtingu. Hann ákvað að vara
alla þá við, "sem áttu að taka
þátt í æfingunni. Skipunin, sem
hann sendi út, hljóðaði svo:
„Yfirforingjar og aðrir þeir,
sem eiga að taka þátt í „stríðs-
leiknum“, eru áminntir um að
fara ekki af stað til Rennes fyr-
ir dögun hinn 6. júní.“ En það
var orðið of seint. Sumir for-
ingjarnir voru þegar farnir af
stað.
Hver á fætur öðrum höfðu
yfirforingjarnir -farið frá víg-
stöðvunum, þegar orrustan var
einmitt í þann veginn að hefj-
ast. Allir höfðu þeir ástæður
til að fara, en það leit næstum
út fyrir, að duttlungafull örlög-
in hefðu komið brottför þeirra
í kring. Rommel var í Þýzka-
landi. Sama var um Tempel-
hoff, framkvæmdaforingja B-
herjanna. Heinz Hellmich, for-
ingi 243. herfylkisins, sem varði
hálfan Cherbourgskaga, var
farinn til Rennes, og sömuleiðis
von Schlieben, foringi 709. her-
fylkisins. Wilhelm Falley, sem
réð fyrir hinu harðskeytta 91.
herfylki, er nýkomið var til
Normandí, bjóst til brottferðar.
Meyer-Detring, aðstoðarforingi
Rundstedts, var í orlofi. Foringi
eins herfylkisins var á dýra-
veiðum með franskri frillu
sinni, og það náðist ekki til
hans.*)
*) Eftir D-dag urðu Þjóðverj-
ar svo forviða á f jarveru margra
foringja samtímis, að rætt var
um að láta rannsókn fara fram
til þess að ganga úr skugga um,
hvort leyniþjónusta. Breta kynni
að eigá sök á henni!
Staðreynd er, að Hitler var
sjálfur engu betur búinn undir
daginn en hershöfðingjar hans.
Foringinn var á hvíldarstað sín-
um í Berchtesgaden í Bæjara-
landi. Flotasérfræðingur hans,
von Puttkammer aðmíráll, man
eftir því, að Hitler fór seint á
fætur, hélt hina venjulegu hern-
aðarráðstefnu sína um hádegi
og snæddi miðdegisverð klukkan
fjögur. Auk frillu hans, Evu
Braun, voru þar margir fyrir-
menn nazista og konur þeirra.
Grænmetisætan Hitler hafði hin
venjulegu orð um kjötlausa mál-
tíð sína við frúrnar: „Fíllinn er
sterkasta dýrið; hann þolir ekki
heldur kjöt.“ Eftir miðdegisverð-
inn fór fólkið út í garðinn, þar
sem foringinn drakk grasate.
Hann lagði sig milli klukkan
sex og sjö og hélt aðra hernað-
arráðstefnu klukkan ellefu um
kvöldið; siðan var aftur kallað
á frúrnar um miðnætti, og að
því er Puttkammer man bezt,
urðu gestirnir að hlusta á Wagn-
er, Lehar og Strauss í tvo klukku-
tíma.
tímarit Bókaútgáfu MennmgarsjóSs og Hms
a íslenzka þjóðvinafélags.
Andvan í hmum nýja búnmgi er kominn út
'dk og hefur venð sendur umboðsmönnum vor-
um um Iand allt. Félagsmenn Bókaútgáfu
Mennmgarsjóðs fá ritið án aukagjalds.
Félagsmenn í Reykjavík eru góðfúslega
beðnir að vitja tímaritsins í afgreiðsluna,
Hverfisgötu 21.
Þeir, sem hafa hug á að gerast félagsmenn,
ættu að kynna sér hin einstæðu kjör, sem
vér bjóðum: Stórt tímarit og fjórar bækur
að auki, að nokkru eftir eigin vah, fynr
aðeins 1 50 krónur. Ennfremur 20—30%
afsláttur á öðrum útgáfubókum vorum.
Bókaútgáfa Menningarsjóðs,
Hverfisgötu 21, pósthólf 1398,
símar 10282 og 13652.
G ú m m.rs t í m p I á'r .Ó:.
Smáprentun
' Sími j_
H*erfisgötu 50 - Reykjayik 10615
Afíið
FRJÁLSRÍ ÞJÖÐ
nýrra
áskrifenrfa.