Frjáls þjóð - 12.09.1959, Blaðsíða 7
ERJXlS Þ J □ O "• eJJaufarcfaýinrt J2, iepf, 195$
Vandamál New York —
n
PYamh. af 3. síðu.
Sóknin tii
útborganna.
H nnað vandamál borgarinnar er
*• alvarlegra, þegar til lengdar
lætur. Eins og betri hluta lág-
launastéttanna er ýtt út úr leigu-
húsnæði borgarinnar, þannig er
einnig verið að ýta allri milli-
stéttinni út úr borginni, en í
henni er einmitt að finna kjöl-
festuna í borgarlífinu, á-
byrgustu kjósendurna og þá, sem
bera þungann af skattbyrðun-
um. 1 vaxandi mæli er þessi stétt
manna að gera sér grein fyrir
því, að leiga fyrir húsnæði í
sómasamlegu hverfi hrekkur
langt til að byggja eigið hús með
garði í útborgunum. Þannig er
New Yonk óðum að verða borg
hinna efnuðu, sem eru of fáir til
að geta verið mikilvægt pólitískt
afl, og hinna sái’fátæku, sem
flytjast til borgarinnar í stórum
hópum árlega.
Söiuskattar og
stimpilgjöld.
T'jármálalega er þessi þróun
* tvöfalt áfall fyrir borgina. 1
millistéttinni, sem er að flytjast
úr borginni, eru ekki einungis
aðalskattgreiðendurnir, heldur
lika viðskiptavinirnir, sem verzl-
unin blómgast af. Og þeir eru
tiltölulega lítils þurfandi um op-
inbera þjónustu. Láglaunastétt-
irnar, sem flytjast til borgarinn-
ar, greiða minnst i skatta og
þurfa auk þess mest á að halda
lögreglu, eldvörnum, sjúkrahjálp
og slíku. Afleiðingin er sú, að
borgin er í sífelldum fjárkrögg-
um og stöðugt að reyna að finna
nýjar tekjulindir. Hingað til hef-
ur eina lausnin verið söluskattar
og stimpilgjöld hvað ofan á ann-
að og niðurskurður á almennri
þjónustu.
Iðnaður á fallanda fæti.
«|vo margbreytilegur iðnaður og
•"verzlun er í New York, að borg-
in sýnir flestum öðrum betur
sveiflur fjármálanna. Eftir styrj-
öldina hefur hún mjög dregið að
sér aðalstöðvar alls konar banda-
ríska og alþjóðlegra fyrirtækja,
og þar hefur verið byggt meira
af skrifstofu- og verzlunarhús-
næði en annars staðar i Banda-
rikjunum samanlagt.
Samt á borgin við mörg við-
skiptavandamál að stríða, og á
vinnumarkaði lætur hún stöðugt
undan síga fyrir öðrum borgum.
Höfnin i New York er enn þá
stærsta höfn Bandaríkjanna, en
þó minnkandi. Árið 1952 fóru um
hana 33.8% af út- og innflutningi
til landsins, en á síðasta ári að-
eins 26%. Aðaliðnaður borgar-
innar, klæðaiðnaðurinn, er einn-
ig á fallanda fæti, og hjálpast
þar að bæði staðsetning hans á
miðri Manhattan, þar sem fast-
eignir eru einna dýrastar í heim-
inum, og há vinnulaun. Margir
klæðaframleiðendur hafa þvi
flutt framleiðslu sína til Kali-
foi'niu.
Flest stórt í sniðum.
pinn og sami flokkur hefur
“ lengi ráðið stjórn borgarinn-
ar, og er það flokkur Demókrata,
en innbyrðis klofningur og ólga
ríkir í flokknum. Foringi hans er
Tammany nokkur Hall, sem er
hægrisinnaður mjög, en í vinstri
arminum eru helzt frú Eleanor
Roosevelt og Thomas K. þ’inlett-
er. Mikil spilling hefur lengi þró-
azt í stjórn borgarinnar, og hef-
ur reynzt erfitt að uppræta hana.
Nú er sagt, að Nelson Rockefell-
er, rikisstjóri New York-fylkis,
sem er Repúblikani, hugsi sér,
eftir því sem völd hans leyfa, að
taka í taumana í borginni og
reyna að leysa þau vandamál, er
borgarstjórninni hefur ekki tek-
izt.
New York er borg hinna miklu
stærða. Hún er skuldugasta borg
í heimi, og fjárhagsáætlun henn-
ar er önnur h’æst i Bandarikjun-
um. aðeins fjárlög sambands-
stjórnarinnar i Washington eru
hærri. Og i borginni eru hæstu
og mestu skýjakljúfar í heimi.
Það virðist því ekki fjarri lagi að
álykta, að ef hún eigi við vanda
að etja, sé hann einnig stór í
sniðum. Og þannig er það ein
mitt.
Blóðblöndun -
Framh. af 5. síðu.
fyrir sér hafmeyjarmyndina
nýju í Reykjavíkurtjörn, að ó-
notagrunur læðist að manni um,
að myndin hefði getað orðið
jafnvel enn smiðslegri og feg-
urri, ef bíldhögvarinn, höfund-
ur hennar, hefði verið ofboð-
lítið danskur í aðra ættina’.
Bæjarstæði Ingólfs —
Frh. af 8. síðu.
í Viðey væri tilvalinn staðUr
fyrir allsherjarútisafn fyrir
landið, því að bæði eru gömul
hús fyrir, eins og áður er sagt,
og einnig nægilegt landrými á
fögrum stað fyrir önnur gömul
hús. Þar væri vel til fundið- að
reisa endurgerðar byggingar
eins og skála í fornum stíl, sem
minnzt var á í síðasta tölu-
blaði Frjálsrar þjóðar, og aðr-
ar byggingar, sem sýndu þróun-
ina í byggingarsögu íslendinga.
Það er einnig staðnum til ágæt-
is, að þar ættu vel heima göm-
ul hús, sem staðið hafa við sjó,
eins og flest íslenzk kaupstaða-
hús hafa gert. Ef einhver nefndi
samgönguerfiðleika í sambandi
við Viðey, má benda á, að tal-
að hefur verið um að gera hafn-
argarð frá Gufunesi út í Viðey
•og annan með hafnarmynni frá
Laugarnesi út í Viðey, og telja
margir, að þessar framkvæmd-
ir í hafnarmálum Reykjavíkur
yrðu ódýraci og heppiiegri en
hafnargarður út í Engey. Eftir
slíkum hafnargarði mætti að
sjálísögðu leggja veg út í Við-
ey. Áður en til þessa kæmi,
væri þó engan veginn frágangs-
sök að koma upp safni í Viðey,
því að þangað mætti fara á þar
til gerðum bát, og væri sú ferð
að mörgu leyti eftirminnilegri
og til meiri ánægju fyrir safn-
gesti en venjuleg bílferð.
Bifreiðasalan
BÍLLINN
Varðarhúsinu
shni iis-&-;*:{
Þar sem flestir eru
bílarnir, þar er úrvalið
mest.
Oft góðir greiðslu-
skilmálar.
Útsvarsmáhn —
við að fara í kvörnina, sem
ntalar óbreyttum borgur-
urn útsvör.
Fleiri
íhaldsgæðingar.
í síðasta blaði FRJÁLSRAR
ÞJÓÐAR var skýrt frá ósam-
ræminu milli tekjuskatts og
útsvars þeirra Gunnars Thor-
oddsens borgarstjóra, Ólafs
Thors, formanns Sjálfstæðis-
flokksins, Jóhanns Hafsteins
alþingismanns og Guðmundar
Vilhjálmssonar framkvæmda-
stjóra.
Við frekari blaðaskrif
um málið hefur nú komið
fram, að hópur framá-
manna Sjálfstæðisflokks-
ins, sem nýtur hinna dul-
arfullu útsvarsfríðinda, er
mun stærx-i. Þannig virðist
Bjami Benediktsson rit-
stjóri greiða 12000 krón-
urn lægra útsvar en hon-
um ber, Guðmundur Bene-
diktsson bæjargjaldkeri
4700 krónum lægra og
Gunnlaugur Pétursson
borgarritari 5800 krónum
lægx-a.
Það er skýlaus krafa
jiessa blaðs — og þar mæl-
ir það vafalaust fyrir munn
þorra bæjarbúa — að út-
svarsmál þetta verði upp-
lýst til fullnustu. — Geri
forkólfar Sjálfstæðisflokks-
ins ekki hreint fyrir sinum
dyrum i þessu máli, er það
lýðum ljóst, að með völdin
í þessu bæjarfélagi fer
flokkur ræningja og saka-
manna.
Bankastjóraskfpti —
Framh. af 1. síðu:
Reykjavík vildi láta Bernharð
draga sig í hlé frá framboði nú
í haust, og sömu sögu var raun-
ar að segja um ýmsa áhrifa-
menn flokksins heima í héraði.
vakra fréttaþjónustu sína.
ÚTGEFENDUR
ATHUGIÐ!
Tökum að okkur að lcsa
prófarkir.
Uppl. fyrir liádcgi daglcga
í símum 19622 og 19985.
^KOLALÆKMR
Skólalækna vantar að skólum í Reykjavík. Um-
sóknir sendist til Heilsuverndarstöðvar Revkja-
víkur fyrir 9. október n.k.
Nánari upplýsingar gefur borgarlæknir.
Stjórn Heilsuvermlarstöðvar Reykjavikur.
Bólstruð húsgögn
Sóiasett
nied teak á örmunum og lausum púðum.
Sóiasett
í léttum stíl.
SveinsóÍ£ir
eins og 2ja manna.
Sóia barö in nskatsbarö
Góöir greiðsiuskiltntíluM*
BÖLSTRARIIMIM
Hverfisgötu 74.
Laus staða
Staða aðalbókara landssímans er laus til
umsóknar. — Laun samkvæmt launalögum.
Umsóknir, ásamt upplýsmgum um menntun
og fyrri störf skulu haía borizt póst- og síma-
málastjórninni eigi síðar en 5. okt. 1959.
Póst- og símamálastjórnin.
8. september 1959.
5 JT Islenzk tunga
tímarit um íslenzka o almcnna málfræði:
Ritstjóri: Hreinn Be'< J.iktsson prófessor.
Ritnefnd: Halldór H. son, Árni Böðvr.: hdörsson, Jakob Benedikts-
Útgefendur: Félag í Menningársjóðs. fræða og Bókaútgáfa
Áskriftarverð: Kr. 7 <í á áii (kr. 130 í lausasölu).
Útkomutími: Októb náiiuður.
Undirrit . . . gerist „íslenzkrar tungu“, póstkröfu. v .eð áskrílandi íimaritsihs iö fá ritið sent gegn
Nafn:
Heimili: I
Pósthús:
Til Bókaútgáfu Menn Reykjavik. arsjóðs, Pósthólf 13SS,
'i!.\