Frjáls þjóð - 12.09.1959, Qupperneq 8
s----------------------------------------------------
_ f
Viðtal við Þorkel Grímsson safnvörð:
Víkurbær stóö nálægt Aöalstræti
á elzta uppdrætti
Sjálfsagt a5 vernda einn söguhelgasta stað landsins: bæjarstæði
Ingólfs Arnarsonar og Skúla fógeta
Af tilefni greinar þeirrar um verndun bæjarstæðis
Ingólfs Arnarsonar og Skúla fógeta, sem birtist fyrir
skömmu hér í blaðmu, kom FRJÁLS ÞJÓÐ að rnáli við
Þorkel Grímsson fornleifafræðing, sem nú hefur tekið
við safnvarðarstarfi við Þjóðminjasafmð, og spurði bann
um álit bans á því máli. Fer viðtalið hér á eftir.
— Hvað segir þú um bæjar-
stæði Ingólfs?
— Auðvitað er erfitt að
benda nákvæmlega. á blettinn.
Ekki hefur verið fylgzt nægi-
lega með uppgrefti fyrir húsum
í gamla bænum, fyrr en grafið
var fyrir Steindórsprenti. Þá
komu í ljós leifar öskuhaugs,
steinkola og geirfuglabein, og
fannst þetta á nærri tveggja
metra dýpi. Sýnir dýpið, að
fornleifar þessar eru frá mjög
gamalli tíð.
Skoðanir
fræðimanna.
Fimm fræðimenn hafa eink-
ura skrifað um bæjarstæði Ing-
ólfs. Jón Helgason biskup taldi,
að bærinn hefði legið í beinni
röð frá austri til vesturs, frá
horni Gildaskála upp að Grjóta-
götu 4. Eiríkur Briem hugði
bæjarstæðið hafa verið vestan
við Aðalstræti, milli Túngötu
•og Bröttugötu. Klemens Jóns-
.son nefndi til Aðalstræti 14 og
16 vestan Aðalstrætis, og hann
.«egir einnig frá því, að aska
hafi komið upp, þegar grafið
var fyrir Aðalstræti 12. Danski
fræðimaðurinn Kristian Kálund
fann árið 1880 uppdrátt af
Reykjavík eftir Hoffgaard frá
1715, og mun það vera elzti
uppdráttur, sem til er af
Reykjavík. Uppdrátturinn er að
vísu ekki mjög skýr, en þó
sýnir hann, að bærinn Vík,
eins og hann hét áður, hefur
staðið vestan við kirkjugarðinn
gamla (núverandi bæjarfógeta-
garð við Aðalstræti) og þó ver-
ið breitt sund á milli. Virðast
bæjarhúsin hafa snúið norður
og suður líkt og Aðalstræti nú.
Loks fellst Árni Óla ritstjóri á
hugmynd Eiríks Briem í riti
sínu Fortíð Reykjavíkur.
Þó að þessum fræðimönnum
beri ekki í öllum atriðum sam-
an um staðsetningu hins forna
Réýkjavíkurbæjar, kemíir þeim
öllum saman um, að bærinn
hafi staðið á þessum slóðum:
við Aðalstræti sunnanvert, ein-
mitt þar sem Skúli fógeti reisti
seinna innréttingar sínar, og at-
hyglisvert er, að enginn þeirra
telur hugsanlegt, að bærlfm
hafi staðið á öðrum slóðum.
Ráðhús
á bæjarsiæðinu.
— Hvað segir þú um að sýna
þessum fornhelga sögustað
sóma með því að vernda hann
og reisa þar t. d. táknræna bygg-
ingu eins og ráðhús Reykja-
víkur?
— Ég er því fyllilega sam-
þykkur. Ég geri mér ljóst, að
erfiðleikar eru á því vegna
bygginganna í kring, en við
verðum að hafa það í huga, að
slík bygging sem ráðhús er reist
til margra alda og minna ger-
ir til, þótt aðrar byggingar
(eins og t. d. Herkastalinn)
verði að þoka fyrir henni. Það
er skoðun rnjn, að taka ætti til-
lit til þess í skipulagi bæjarins,
hve merkur sögustaður Reykja-
vík er — bæði sem elzta land-
námsjörðin og síðar hinn fyrsti
raunvérulegi kaupstaður lands-
ins. T. d. þykir mér ástæða til,
að skipulagsstjórn bæjarins
taki tillit til alþingishúss og
dómkirkju, þegar framtíðar-
skipulag miðbæjarins verður
ákveðið, þannig að ekki verði
skyggt á þau með háum bygg-
, ingum í nánd.
Landssaín
í Viðey.
— Vildirðu segja fleira um
sögustaði í Reykjavík og'
grennd?
— Þar kemur Viðey einna
fyrst í hugann. Þar eru bæði
uppistandandi hús frá 18. öld
og órannsakaðar gamlar rústir.
Frh. á 7. síðu.
Ekki metra af
svo góíu, takk!
Líkur eru til, að Gunnar
Jóhannsson á Siglufirði bjóði
sig ekki fram við kosning-
arnar í haust, en ella væri
hann sjálfkjörinn í efsta sæti
á lista kommúnista í Norð-
urlandskjördæmi vestra.
Til skamms tíma hefur
verið reiknað með því, að
Ármann Jakobsson lögfræð-
ingur á Siglufirði yrði arf-
taki Gunnars. Upp á síðkast-
ið eru bó veðrabrigði í þeim
efnum. í fyrsta lagi hefur
Hannibal Valdimarsson bor-
ið víur í þetta sæti, en lítinn
hljómgrunn fengið. í annan
stað , hefur Þóroddur Guð-
mundsson á Siglufirði og
fleiri í liði kommúnista snú-
izt hatramlega gegn fram-
boði Ármanns á þeirri for-
sendu, að sízt sé ástæða til
að fjölga mönnum úr „þeirri
fjölskyldu‘! í þingflokki
kommúnista.
Ármann er mágur Finn-
boga R. Valdimarssonar.
LÍTIÐ FRÉTTABLAÐ
Laugardaginn í 21. viku sumars.
Y éKxátirbrtnSelttrittn ttf
Þegar vinstri stjórn-
: in sáluga var að
gliðna sundur, vakti
Frjáls þjóð athygli á
Því, að um sömu
mundir var hið þrí-
stofna „líftré“ stjórn-
arinnar á bak við
St jórnarráðshúsið að
syngja sitt síðasta
vers. Undir lokin var
stofnunum þremur
haldið saman með
.snærum, en ekkert
dugði. Tréð var vígt
dauðanum, einn stofn-
inn dó fyrstur og síð-
an voru hinir höggnir
tipp síðasta sumarið,
sem stjórnin lifði, og
litu margir á það sem
fyrirboða.
Enn töldu sumir
það fyrirboða, að nýtt
'líftré var gróðursett á
bak við stjórnarráðið,
í Þetta sinn éinstofna
erlent barrtré. Af
þroska þess er það að
segja, að fyrst í stað
stóð það með nokkr-
um blóma, enda
traustlega varið með
skjólgóðri girðingu,'
en nú í sumar hefur
tréð þó orðið fyrir á-
falli: vaxtarbroddur
þess brotnaði i næð-
ingnum, og er óséð,
eftir áfallið. Er þetta
einn fyrirboðinn enn?
Miðstöð fisk*
verzlunar
Fisksalar i Reykja-
vik hafa stofnað til
félagsskapar, sem hef-
ur það markmið að
annast kaup og dreif-
ingu á fiski. Hafa þeir
hug á að búa starf-
semi þessari samastað
á Grandagarði og
munu þegar hafa sótt
um nauðsynleg leyfi
til framkvæmda.
AUflestir fisksalar
bæjarins eru aðilar að
félagsskap þessum.
Þjóðleikhússtjóri
hefur látið boð út
ganga um það, hver
verða. muni verkefni
leikhússins á starfsárl
þvi, sem nú fer í hönd.
Það vekur athygli, að
meðal leikrlta; sem á-
formað er að sýna, er
Júlíus Cæsar eftir
Shakespeare.
Svo er að sjá, sem
Frá
Mormónum
Mormónar i Utah
sendu hingað menn
fyrir fáum árum til
að ljósmynda kirkju-
bækur og önnur
mannfræðigögn í
Þjóðskjalasafni. Er
það starf i samræmi
við trúarbrögð þeirra,
þar sem þeir hugsa
mjög um sálarheill
forfeðra sinna og
biðja fyrir þeim. Nú
stendur til, að Mor-
mónar komi hér enn
til frekari heimilda-
söfnunar. Nýtur Þjóð-
skjalasafn góðs af,
þvi að safninu hefur
verið gefið eintak af
öllum þeim filmum,
sem Mormónar hafa
tekið hér.
nýstárlegan kæk, því
að þetta er þriðja ár-
ið í röð, sem Júlíus
Cæsar er tilkynntur á
verkefnaskrá leik-
hússins, án þess að
vart hafi orðið við
hann á fjölum þess.
En búast má við, að
hann verði ekki lengi
að sjá og sigra, þegar
hann loksins lcemur
eftir allan þennan
undirbúning.
þjóðleikhusstjóri hafi
hvort það jafnar sig i þarna lagt sér til all-
Nýstárlegur kækur
cJJauqítrcf^ÍRÍHH- 12, ðept'. 1959 “rFR JALS Þ J □ -Ð'
Elzti uppdráttur, sem til er af Reykjavík, gerður af Hoffgaard
árið 1715, sýnir Örfirisey með verzlunarhúsunum neðst til
vinstri. Fyrir botni víkurinnar (merkt Rvigk) er kirkjan í
gamla kirkjugarðinum, þar sem nú er bæjarfógetagarðurinn
við Aðalstræti, en vestan við kirkjuna er bærinn í Vík og þó
allbreitt sund á milli.
íslenzkur sendiherra hjá
Santeinuðu þjóðunum
lausn á framboðsvandamáli á Vestfjörðum
Þingmen Sjálfstæðisflokksins
á Vestfjörðum skipa fjögur
efstu sæti á lista flokksins í
því kjördæmi við kosningarnar
nú í haust. Er Gísli Jónsson
efstur á blaði, enda fullyrt af
mörgum, að hann hafi því að-
eins gefið kost á sér í vor, að
hann skipaði efsta sæti í haust.
Kjartan læknir á ísafirði er
í öðru sæti, Sigurður Bjarna-
son í þriðja og Þorvaldur Garð-
ar í fjórða. Sjálfstæðisflokkur-
inn getur ekki gert sér vonir um
að fá nema þrjá menn kjörna
á Vestíjörðum í haust, og hef-
ur Þorvaldur Garðar því ekki
von um þingsæti.
Sjálfstæðismenn í Reykja-
vík skýra hins vegar frá því
— og telja sig hafa fyrir satt
— að Sigurður Bjarnason
verði von bráðar skipaður
sendiherra hjá Sameinuðu
þjóðunum. Hverfur hann þá
að sjálfsögðu af þingi, en Þor-
valdur Garðar tekur sæti
sem varamaður. Segja menn,
að þannig hafi verið leyst
fram,tíðarvandamál Sjálf-
siæðisflokksins á Vestfjörð-
um. Er þá að sjálfsögðu ekki
horft í það, þótt stofna
þurfi nýtt, rándýrt og al-
óþarft sendiherraembætti,
enda borgar almenningur
brúsann.
Það styður þessar fregnir, að
Sigurður Bjarnason skipar
þriðja sæti listans. Að öllu
4skrifendnr!
Sendiö hiaðgjaldið, 108
j kr., sem aílra fyrst til af-
i greiðslunnar, Ingólfsstræti
18.-
sjálfráðu má telja ólíklegt, að
hann hefði látið sér annað lynda
en annað sætið og síðan fyrsta
sætið að Gísla frágengnum, en
varla þarf að vænta þess, að
hann sitji á þingi meira en eitt
kjörtímabil enn.
Erfitt vandamáf
á Austurlandi
Mikill vandi er risinn í sam-
bandi við framboð Sjálfstæðis-
flokksins á Austfjörðum. Til
þess var ætlazt af flokksforyst-
unni hér í bænum, og raunar
einnig af mörgum Sjálfstæðis-
mönnum á Austurlandi, að Ein-
ar Sigurðsson, sem skipað hef-
ur efsta sæti á lista flokksins í
Suður-Múlasýslu við tvennar
síðustu kosningar, yrði í efsta
sæti í hinu nýja kjördæmi.
En nú er þar komið illilegt
babb í bátinn. Sveinn Jónsson
á Egilsstöðum krefst þessa sæt-
is fyrir sjálfan sig og sækir
málið af miklu harðfylgi og of-
urkappi. Ekki veit blaðið,
hversu mikinn stuðning hann
kann að hafa heima fyrir, en
heyrzt hefur, að Helgi GLslason,
sem verið hefur í framboði fyr-
ir Sjálfstæðisflckkinn í Norður-
Múlasýslu, veiti Sveini braut-
argengi. Ganga sögur af því,
að þeir hafi báðir, Sveinn og
Helgi, haft í hinum grimmileg-
ustu hótunum við floltk sinn, ef
ékki verði látið að vilja þeirra.
Er vandamál þetta sagt mjög
öi’ðugt og erfitt viðureignar, og
vildu kunnugustu menn engu
um það spá, þegar þetta er rit-
að, hver málalokin yrðu.