Frjáls þjóð - 24.10.1959, Qupperneq 1
8. árg. Laugardaginn 24. október 1959 39. tbl.
Snúizt gegn pálitiskum yfirgangi og spiflingu:
VEITIÐ FERSKU LOFTI
INN í ÞINGSALINA
Reykvíkingar: Á sunnudaginn kemur tryggið þið
Þjóðvarnarflokknum þingsæti
MEÐ stjómarfarslegu og efna-
hagslegu sjálfstæði, heilbrigðu
atvinnulífi, tæknilegri uppbygg-
ingu, heiðarlegri embættisfærslu
★ GEGN fjármálaóreiðu, her-
mangssiðferði, hneykslum og
yfirgangi gömlu flokkanna
Það er margra manna mál, að gömlu flokkarnir
standi nú uppi í lok kosmngahríðannnar berir að fleiri
og verri ávirðingum en fóik hafði almennt grunað þá
um. Þegar svo er í pottmn búið, er ekki óeðlilegt, þótt
spurning sem þessi vakni hjá-sumum: Væri nokkru
glatað, þótt nokkur þúsund Reykvíkmga neituðu sér
um þá ánægju að kjósa þá að þessu sinm, en veittu
Þjóðvarnarflokknum lið í þess stað?
Gömlu flokkarnir hafa ekki
nein ný stefnumið, og ekkert'
mál er á döfinni, er höfði sér-
staklega til fólks, eins og til
dæmis í vor, þegar. að mestu
leyti var kosið um kjördæma-
málið. Hvergi örlar á neinni
brevtingu hjá gömlu flokkun-
um, sem getur laðað fólk til
tryggðar við þá eða vakið nýj-
ar vonir, eins og til dæmis gerð-
ist vorið 195o, þegar bandaiög-
in tvö voru stofnuð og sumir.
gömlu flokkanna létu sem þeir
gengju í endurnýjungu lífdag-
anna. í þess stað hafa foi’ingj-
ar þeirra og liðsmenn hamazt
við að bera hver annan sem
þyngstum brigzlum og afhjúpa
sem verstan verknað, svo að nú
má loks ekki á milli sjá, hver
þeirra hefur hlotið versta út-
reið og orðið berastur að mest-
um ósóma. Uppljóstranir, sem
mest hefur verið rætt um að
undanförnu, benda óneitan-
lega til þess, að ekki værí van-
þörf á að veita fersku lofti ínn
í þingsalina og taka duglega í
taumana.
Og þá má orða aðra spurn-
ingu: Hefur þess nokkurn tíma’
heyrzt getið, að þeir Gils Guð-
mundsson og Þorvarður Örn-
ólfsson hafi verið við annað
riðnir en það, sem sæmilegt er
og fullkomlega drengilegt?.
Hefði það þó sennilega ekki
verið látið liggja í láginni í
kosningahríðinni, ef á eitthvað.
slíkt hefði verið hægt að benda.
Geta ekki nokkur þúsund Reyk-
víkinga, hvaða flokka, sem þeir
kunna áður að hafa kosið, verið
Frh. á 2. síðu.
xF
Fréttatilkynning um Essó-mái stöðvuð
Ýmsir framámenn hernámsflokkanna flæktír í málið:
áfengissmygl — vélasmygl - mútugjafir
og önnur botnlaus óreiða
Hjá umboðsdómara þeim,
sem rannsakað hefur Essó-mál-
in og margvísiegt misferli ann-
að, er komið hefur á daginn í
sambandi við þau, er nú til
reiðu greinargerð í formi frétta-
tilkynningar um einn þátt þess-
ara mála, smyglið.
Útsending þessarar frétta-
tilkynningar hefur verið
stöðvuð fram yfir kosningar,
enda gengur staflaust, að
þarna komi óþægilega við
sögu innlend og erlend stór-
menni, sem að minnsta kosti
tveimur stærstu stjórnmála-
flokkum landsins komi mið-
ur vel, að nafngreind séu í
þcssu sambandi rétt fyrir
kjördaginn. Þó verður að á-
lykta, að hér ráði fyrst og
fremst hlífð við annan þeirra
— þann, sem heldur lífinu í
ríkisstjórninni, Sjálfstæðis-
flokkinn, sem til skamms
tíma hefur gert sér mjög títt
um þetta mál.
En auk þessa kemur öllum
j hernámsflokkunum harla illa,
að almenningur f ái einmitt
þessa dagana að sjá sýnishorn
þess, sem gerzt hefur í skjóli
hermangs og hersetu.
Fullyrt er, að einn þáttur
þessa máls sé stórfellt áfeng-
Frh. á 2. síðu.
úðríður Gísladóttir,
fimrnti maður F-listans í Rvík,
i Gitfe íluðmundsson,
•efstt F-lis'táns < Rvík,
Þorvarður Örnólfsson,
annar maður F-listans í Rvík
Þórtiallur Vilmundarsoa,
þriðji maðuc F-Rstans í Rvík.
Guðmundur Löve,
fjórði maður F-listans i Rvík
Veitið gömlu flokkunum nauðsynlegt aðhald með
|iví að kjósa þjéðvarnarmenn á þing